Vísir - 12.03.1975, Side 1

Vísir - 12.03.1975, Side 1
Verkalýðsforustan þinaar Samningamenn ASÍ segjast ekki beita verkfallsvopninu fyrr en þraut- reynt sé, hvort tiiraun til bráöabirgöasamkomulags takist eöa ekki. VISIR 65. árg. Miövikudagur 12. marz 1975 — 60. tbl. Slags- mól, árás,- átok — baksíða Lítil saga um frysti kistu — sjá bls. 4 Hjarta- tœkið aldrei notað — baksíða um „hjartabílinn" Fyrsti langi samningafundurinn „ VÍRKFÖLL íRU CKKERT LEIKFANG" — sagði Bjðrn Jónsson í morgun ,,Því miður verð ég að segja eftir þennan langa fund, að það miðaði eig- inlega ekkert áþreifan- lega, en gekk þó heldur ekki aftur á bak,” sagði Björn Jónsson forseti ASí i morgun. Nú tala allir um, hvort verkföll veröi. Hvaö viltu segja um þaö? „Verkföll eru ekkert leikfang, og maöur beitir ekki verkföllum nema önnur sund lokist,” sagöi Björn. „Þaö má vel vera, aö þessi tilraun okkar til aö ná bráöa- birgöasamkomulagi takist ekki, en ég vil ekkert fullyröa um þaö enn. Maöur vonar, aö hún takist, meöan maöur vinnur aö henni.” „Þaö gæti auövitaö fariö svo, aö til verkfalla drægi.” „Staöan er enn óljós, á þessu stigi samninga,” sagöi Björn. Fyrsti langi samningafundurinn var I gær og stóö fram á nótt. Björn sagöi, aö fundurinn heföi fariö mikiö I tölulega umræöu frekar en hrein boö. Fundurinn I gær hófst klukkan tiu um morguninn, stóö til hálf tólf og siöan frá tvö til sjö og loks frá niu til hálftvö i nótt. Fundur hefst klukkan tvö i dag. —HH Whitespritt og baseball Meö whitesprittbrúsa og baseballkylfu I höndum rangl- aði drukkinn maöur niöur Vesturgötuna I gærkvöldi. Lögreglan veitti manninum húsaskjól og tók brúsann og kylfuna I sina vörzlu, þótt sá drukkni hafi engum viljaö neitt illt meö þessa gripi I höndum. —JB FALLEGT ÞEGAR VEL VEIÐIST Þótt mikiö hafi veiözt af loönu nú á skömmum tfma, má ekki gleyma þvi, aö annar fiskur hefur einnig aflazt. Þorskveiöi hefur gengiö alveg bærilega, og er fiskurinn fallegur þaö sem hann er. Hér er verið aö innbyröa fallegan fisk, sem engin skömm er aö setja á markaöinn. — Ljósm. ó.G. Snarpir jarðskjálftar kringum Eyjafjörð STÆRSTI KIPPURINN VAR 5 STIG Á RICHTERKVARÐA „Þetta byrjaöi vægt i gærdag, þangaö til kom myndarlegur kippur klukkan fjórtán minútur yfir þrjú i gær”, sagöi lögreglu- þjónninn á ólafsfiröi i viðtali viö VIsi I morgun, en Ólafsfiröingar hafa fundiö nokkuö fyrir jarö- skjálftum siöasta sóiarhring. „Svo kom einn assgoti skemmtilegur um kortér fyrir tólf i gærkvöldi, mun sterkari en sá, sem kom um miðjan daginn. Þá lék hér allt á reiðiskjálfi og datt úr hillum hjá okkur. Annar miklu vægari kom svo eitthvað hálftima seinna, og núna klukk- an rétt fyrir sjö i morgun kom vægur kippur. Fólk tekur þessu held ég nokkuð vel. Ég var á röltinu I nótt og gat ekki betur séð en allt væri I ró. Þó var á stöku stað ljós i glugga”. Dalvikurbúi, sem Visir hafði samband við, sagði að þar heföi orðið vart við jaröskjálftakipp rétt um miðnættiö. „Sjálfsagt má segja, að hann hafi verið all- snarpur”, sagði heimildarmað- urinn. „Harðasti kippurinn, sem mældist i gær, var 3,6 stig á Richterkvarða”, sagði Þórunn Skaftadóttir, starfsmaöur hjá Veðurstofunni. „Hann átti upp- tök sin um 290—300 kilómetra frá Reykjavik, Imynni Eyja- fjarðar. Klukkan 23.42 i gær- kvöldi kom svo annar verulegur jarðskjálftakippur, hann var af stæröinni 5 á Richterkvaröa. Upptök hans voru aöeins nær, eða um 280 km frá Reykjavfk. Hans hlýtur að hafa orðiö viða vart á Norðurlandi. Auk þessa stóra kipps urðu þrir eöa fjórir litlir”, sagði Þór- unn. —SHH Hundur vakt- mannsins hrakti þjófana á flótta Þeim brá heldur en ekki I brún, þjófunum, sem ætluöu aö brjótast inn á athafnasvæöi Steypustöövarinnar og grjót- náms borgarinnar I nótt. Þeir voru ekki komnir langt, þegar heldur reiöilegt hundsgelt, ásamt urri og öörum illum látum, barst þeim til eyrna. Svo óárennileg voru hljóöin, að þjófarnir tilvonandi brugðu þegar á óskipulegan flótta, en hundur varömannsins veitti þeim eftirför, unz honum þótti þeir komnir nógu langt i burtu — þá sneri hann aftur til vakt- mannsins, húsbónda sins, og þáöi rikulegt klapp og kjass aö launum fyrir vel unniö starf. —SHH

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.