Vísir - 12.03.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 12.03.1975, Blaðsíða 6
6 Visir. Miðvikudagur 12. marz 1975. VISIR ÍJtgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjóri Fréttastjóri Ritstjórnarfulltrúi Auglýsingastjóri Auglýsingar Afgreiösla Ritstjórn Askriftargjald 600 t lausasölu 35 kr. : Reykjaprent hf. : Sveinn R. Eyjólfsson : Jónas Kristjánsson : Jón Birgir Pétursson : Haukur Helgason : Skúli G. Jóhannesson : Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 : Hverfisgötu 44. Sími 86611 : ISiðumúla 14. Simi 86611. 7 linur kr. á mánuöi innanlands. eintakið. Blaöaprent hf. Afstæð lífskjör 1 nokkra áratugi hafa íslendingar lifað við bærileg lifskjör. Sultur hefur verið óþekkt fyrir- brigði á þessum tima og menn hafa ár eftir ár getað veitt sér meira en á árinu á undan. Ef tekið er ár af handahófi, til dæmis árið 1971, er óhætt að fullyrða, að mönnum hefði þótt það góður búhnykkur, ef þeir hefðu þá og skyndilega fengið lifskjör ársins 1972. Þegar svo nýja áfanganum i lifskjarasókninni er náð, er hinn gamli gleymdur. Þegar íslending- ar hafa notið hinna góðu lifskjara ársins 1974, þykir þeim óbærilegt að þurfa á árinu 1975 að þola lifskjör ársins 1972. Og það er einmitt eitt höfuðatriða efnahags- vanda liðandi stundar, að menn telja sig margir hverjir ekki eiga fyrir brýnustu lifsnauðsynjum, þótt þeir búi við lifskjör, sem hefðu á árinu 1971 þótt mjög góð. Þessi dæmi sýna, hve afstæð eru hugtök á borð við lifskjör og lifsnauðsynjar. Mat manna á stöðu sinni gagnvart þessum hugtökum byggist á þeim neyzluvenjum, sem þeir hafa tamið sér hverju sinni. Kjaraskerðing er jafnan sársaukafull. Menn eiga ákaflega erfitt með að fórna neyzlustigi, sem þeir hafa náð og sem er umsvifalaust komið i vana. Þeir verða svo sáróánægðir, að þeir trúa þvi sjálfir, þegar þeir segjast ekki lengur eiga fyrir brýnustu lifsnauðsynjum. Þessara afstæðu sjónarmiða gætir töluvert um þessar mundir, er lifskjör allrar þjóðarinnar hafa verið að skerðast i nokkra mánuði. Þetta eykur hljómgrunn fyrir máli lýðskrumara, sem segja þjóðina umsvifalaust eiga að fá þau lifskjör, sem voru hér á landi i nokkrar vikur eftir kjarasamn- ingana i fyrra. Hinir lifsreyndari menn viðurkenna margir hverjir, að þeir kjarasamningar voru marklaus uppákoma, sem átti sér ekki heilbrigðan grund- völl i efnahagslifinu. Þeir viðurkenna lika, að versnandi viðskiptakjör okkar gagnvart útlönd- um og vaxandi sölutregða á islenzkum afurðum hafa gert illt ástand efnahagslifsins enn verra. Þeir gera sér lika grein fyrir, að Islendingar standa andspænis alvarlegri hættu en lifskjara- skerðingunni. Sú hætta er atvinnuleysið, sem vof- ir yfir, ef atvinnulifið kemst ekki aftur á réttan kjöl. Sú lifskjaraskerðing, sem menn hafa sætt á undanförnum mánuðum, er barnaleikur i saman- burði við lifskjaraskerðingu þá, sem atvinnuleysi mundi valda. Vegna þessa gera flestir forustumenn samtaka launþega sér ljóst, hvar i flokki sem þeir standa, að atvinnulifið þarf fyrst að rétta við, svo að lifs- kjörin geti i áföngum byrjað að batna á nýjan leik. Þeir segja að visu, að lifskjörin geti nú þegar byrjað að batna, en viðurkenna, að slikt hljóti að gerast i áföngum. út af þessu hefur Þ jóðviljinn nú tryllzt og vegur af fullkomnu ofstæki að verkalýðsleiðtogunum, sem vilja vinna i samræmi við skilning sinn á ástandinu i efnahagslifinu. Samkvæmt skrifum blaðsins mætti ætla, að lifskjör ársins 1972, sem við búum nú við, jafngildi þvi, að alþýða manna eigi ekki fyrir brýnustu nauðsynjum og að sultar- ólin herðist að. Þeir, sem gleymt hafa, hvernig lifskjörin voru árið 1972, eiga auðvelt með að trúa þessu. —JK IIIE9IIIIIII m mm UMSJÓN: G. P. Sendiherra Indlands hjá Sam- einuðu þjóðunum, T.N. Kaul, sagði i ræðu, sem hann hélt ný- lega, að „þriskiptareglan” og björgunarbátsrökfærslan væri „ófreskjuboðskapur, sem minnti á lifsreglur frumskógar- ins”. Robert McNamara, fyrrum varnarmálaráðherra Banda- rikjanna og núverandi banka- stjóri Alþjóðabankans, hefur siðan hann tók við þvi starfi ver- iö siminnandi allsnægarikin á skyldur þeirra til þess að láta eitthvað af höndum rakna við bágstadda. — Hann réðst lika nýlega á „þriskiptaregluna” i viðtali, sem haft var við hann i sjónvarpi. Eftir að hafa rifjað upp, hvemig „þriskiptareglan” kom Örþrifaráð Verða Bangladesh og Indland nokkurn tima fær um að metta sveltandi ibúa sina, jafnvel þótt þeim verði rétt hjálparhönd? Eru Afrikuþjóðirnar norður undir Saharaeyði- mörkinni dæmdar til eilifs hungurs, vegna þess hvernig þær eru i sveit settar? Þetta eru spurningar, sem kallað hafa fram kaldranaleg- ar hugmyndir hjá sumum sér- fræðingum Sameinuðu þjóð- anna. Nefnilega að hin auðugri riki vesturheims ættu að gefa upp á bátinn vonina um að metta snauðustu þjóðirnar, en snúa sér heldur að þvi að hjálpa þeim þjóðum, sem enn er'hægt að bjarga. Umræður, sem orðið hafa af þessum hugmyndum, hafa graf- ið upp gamalt orð, sem notað var i heimsstyrjöldinni fyrri i alveg sérstöku sambandi. „Þri- skiptareglan”. Á vigstöðvaspitulunum þar sem allt var yfirfullt, var hinum særðu stundum skipt I þrjá hópa: Þá, sem hlutu að deyja af sárum sinum þrátt fyrir að allt yrði fyrir þá gert, sem i mann- legu valdi stæði. Þá, sem mundu komast af án nokkurrar aðstoð- ar. Og svo þá, sem mundu að- einshalda lifi, ef þeim væri likn- að. — Samkvæmt „þriskipta- reglunni” fengu þeir einir með- höndlun, sem- voru i þriðja hópnum. Hinir, sem verst voru særðir, voru látnir deyja drottni sinum. A svipaðan hátt hefur verið stungið upp á þvi, að menn ein- beittu sér að þvi að hjálpa þeim þurfandi þjóðum, sem með slikri aðstoð mundu komast af. En neyð þeirra verst settu sé svo mikil, að þar verði hvort eð er engu bjargað og þvi sóun að veita þeim hjálp. „Það er eins og að fleygja sandi i sjóinn,” fékk einn frétta- manna Reuters að heyra hjá sérfræðingi við hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna á dögun- um. Sumir hafa likt þessu vanda- máli við ofhlaðinn björgunarbát eftir skipbrot. Eftirlifendur standa frammi fyrir þeirri hryllilegu staðreynd, að þeir verða að velja úr, hverjum skuli fleygt fyrir borð, svo að ein- hverjir komist lifs af. Annars tortimist allir i bátnum. Einn af prófessorunum við Kaliforniu- háskóla, dr. Garrett Hardin, orðaði þetta svo i grein, sem birtist nýlega eftir hann: „I sjónum umhverfis hvern björgunarbát svamla hinir snauðu þessa heims og vilja komast um borð, eða að minnsta kosti njóta einhvers af auðæfum hinna. Hvað eiga far- þegarnir um borð að gera?” Ef þeir, sem um borð eru, taka fleiri uppi i bátinn, hlýtur báturinn að sökkva og allir innanborðs að drukkna. Þannig leggja þessir menn málið upp. Allsnægtarikin eru sögð þurfa að horfast i augu við það, hvernig þau geta látið af- ganga sina koma að sem bezt- um notum. Dr. Hardin bætir siðan við: „Um fyrirsjáanlega framtfð hlýtur afkoma okkar að krefjast þess, að við tökum upp lifsregl- ur slikra björgunarbáta, hversu harðneskjulegar sem okkur þykja þær.” Sameiginlegt i málflutningi talsmanna „þriskiptareglunn- ar” er, að það séu takmörk fyrir þvi, sem til skiptanna sé fyrir ibúa heims. Og að aðstoð við „fjórða heiminn”, eins og hinir sveltandi ibúar jarðar eru stundum nefndir, sé til þess eins fallin að ýta undir enn frekari offjölgun mannkyns, sem kalla mundi aftur á enn meiri fram- færslu. Að veita slikum þjóðum að- stoð segja þeir að auki bara á eymd þeirra og þjáningar. Þessar hugmyndir hafa hlotið þó töluverðan hljómgrunn og það svo mikinn að á seinni mán- uðum hafa ýmsir aðilar séð sig tilneydda að ráðast gegn þeim af hörku og einurð. til á striðstimum, sagði Mc- Namara: „Þannig geta menn ekki meðhöndlað heilar þjóðir. Þær deyja ekki. Það er ekki hægt að jarða þær rétt si svona.” Hann visaði algerlega á bug björgunarbátssamlikingunni og kallaði hana „siðferðislega and- styggð og tæknilega ranga”, þvi að heimurinn væri alls ekki of- hlaðinn, eins og þar væri látið i veðri vaka. „Björgunarbáturinn er ekki fullur,” sagði hann. „Þvi fer fjarri, að matvælaframleiðsla heimsins hafi verið nýtt til hins ýtrasta. Það eru enn möguleik- ar til að auka framleiðsluna i þeim löndum, þar sem þess er þörf.” í gagnrýninni á „þriskipta- regluna” hefur dr. Geoffrey Barraclough, prófessor i sögu við Brandeisháskóla, gengið einarðlegast fram i nýlegri bók- menntayfirlitsgrein, sem birtist eftir hann i timariti i New York. Dr. Barraclough sagði, að boðberar „þriskiptareglunnar” væru fulltrúar þess „grimmdarbrjálæðis”, sem örl- aði orðið á i hinum svonefndu siðmenntaðri rikjum, eins og heimalandi hans, Bandarikjun- um. „Tvenns konar bábiljur hafa flækt þetta mál einkanlega,” skrifar dr. Barraclough. „Sú fyrri er þessi lifseigi orðrómur um, að matvælaskorturinn sé að kenna óviðráðanlegri offjölgun mannkyns. Sú sreari er, að mat- væli skorti til að seðja alla ibúa jarðar.” Hann vill halda, að matvæla- skorturinn sé fyrst og fremst áf pólitiskum toga spunninn og bætir þvi við, að með sinna- skiptum mundi fást „nægilegt landrými til þess að gefa af sér yfrið nógan mat handa öllum ibúum heims”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.