Vísir - 19.03.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 19.03.1975, Blaðsíða 5
Visir. Miðvikudagur 19. marz 1975. 5 MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UmsjÓn: G P Allt í rusli Það má með sanni segja, að allt sé komið i rusl í Glasgow, eins og sést á myndinni hér fyrir ofan að baki höfuðsmannsins, Brian Campbell. — Astæðan er verkfall gatna- hreinsunarmanna. Yfirvöld hafa neyðzt til að kveðja til herinn að fjarlægja ruslið, áður en allt fer i kaf. 800 hermenn verða þvi i öskunni næstu daga, þvi að safnazt hafa fyrir þúsundir smálesta siðan verkfallið hófst. Vegna verkfalla I Glasgow hafa Is- lenzkar flugvélar neyðzt til að breyta áætlunum sinum og lenda heldur I Prestwick. „Stefna til Almenn viðbrögð er- lendis við banni byltingarráðs Portúgals á þátttöku þriggja stjórnmálaflokka lands- ins í kosningunum fyrir- huguðu i næsta mánuði eru hneykslan og Reyna að sovézkum Bandariskt björg- unarskip hefur náð upp af botni Kyrrahafs hluta af sovézkum kjarn- orkukafbáti,sem þar lá sokkinn. Stórblaðið „New York Times” segir frá þvi á forsíðu sinni i dag, — og ber fyrir því háttsetta bandarlska embættismenn — að leyniþjónustan CIA hafi látið smiða björgunarskipið „Glomar Explorer” til þess að freista þess að ná upp eldflaugum og dulmáls- lyklum úr kafbátnum. Kafbáturinn sökk, þegar FLÝJA MIÐHÁLENDIÐ Hundruð þúsunda yfirgefa heimili sín ó flótta undan kommúnistum Víetnams Um 250 þúsund manns hafa tekið sig upp og flúið heimili sin i miðhá- lendi Suður-Vietnams, þar sem Saigonstjórnin býr sig undir að yfirgefa varðstöðvar sinar á þessu svæði, en þær hafa 2000 fulltrúar ó hljóðskrafi Tvær af þrem aðalnefndum hafréttarráðstefnunnar I Genf komu saman til fundar i gær, en þeir fundir stóðu aðeins I eina og hálfa klukkustund hjá hvorri. Eftir það tóku fulltrúar upp óformlegar einkaviðræður, þar sem skoðanabræður frá Caracas kynntu sér, hvort afstaða þeirra hefði eitthvað breytzt siðan þá. Um 2000 fulltrúar eru þarna saman komnir frá nær 140 lönd- um heims. Reynaldo Galindo-Pohl frá E1 Salvador, formaður annarrar nefndarinnar, sem hélt fund i gær, hvatti fulltrúana til að kynna sér hið fyrsta og rifja upp tiilögurnar, sem biða afgreiðslu frá þvi á hafréttarráðstefnunni I Caracas. Afrakstur tiu vikna ráðstefn- unnar I Caracas var 250 tillögur, en engin samþykkt. legið undir stöðugum árásum kommúnista. Saigonstjórnin segir, að nær fjórðungur milljónar manna hafi flúið bæina Ban Me Thuot, Pleiku og Kontum, þar sem kommúnistar hafa haldið uppi árásum siðustu tvær vikurnar. — Einn þessara bæja, sá stærsti i miðhálendinu, Ban Me Thout, má heita kominn á vald kommúnista. Stjórnin hefur gefizt upp við að verja þetta hérað. Flóttafólkið streymir eftir vegunum, en sumar þessar um- ferðaræðar eru á valdi skæruliða. Stefnir fólkið til strandar eða byggðarlaga, sem Saigonherinn hefur á valdi sinu. Ibúar bæjarins Dalat á suðurhálendinu eru byrjaðir að tinast burtu þaðan og stefna til Saigon, en stjórnin ætlar að senda fimm flugvélar til Dalat i dag til að flytja fólk. Búizt er við þvi að alls muni um hálf milljón manna missa heimili sin i þessum fólksflutningum. Viða um landið hafa kommúnistar einangrað her- flokka Saigonstjórnarinnar, sem er orðin mjög svartsýn á ástandið úti I dreifbýlinu. Spinola tók ekki þútt í uppreisninni — segja vinir Hans eftir viðtöl við þau hjón í útlegðinni Spinola fyrrum forseti Portú- gals og kona hans við komu þeirra til Braziliu.Vinir hans segja, að hann hafi engan þátt átt I uppreisnartilrauninni á dögunum. Antonio de Spinola, fyrrum forseti Portú- gals, átti engan þátt i uppreisnartilrauninni i Portúgal á dögunum, segja vinir hans. Eftir að hafa heimsótt hann i Rio de Janeiro i Brasilíu segja þeir, að hópur liðsforingja hafi komið á heimili Spinola i Lissa- bon 11. marz og heimtað, að hann kæmi með þeim á flugvöll- inn Tancos, þvi að uppi væru ráðagerðir um að taka hann af lífi. Spinola hefur sjálfur neitað að ræða við blaðamenn og'hefur haldið sig fast við þau skilyrði, sem brasilisk yfirvöld settm fyrir landvist hans þar. Þvi hefur hann ekkert látið frá sér fara opinberlega, um hvað hæft sé i ásökunum kommúnista um aðild hans að uppreisninni. En vinir hans, sem spjallað hafa við þau hjón, segja að Spinola hafi fylgt liðsforingjun- um til flugvallarins i Taneos, en þar frétti hann siðan, að gerð hefði verið tilraun til uppreisn- ar. Varð þá ekki aftur snúið fyrir hann, þvihann gat gengið að þvi visu, að hann yrði bendlaður við samsærið. Landflótti var eina leiðin. Tilraunabíll með nýtt eldsneyti Þegar íranskeisari heimsækir Sviss á næst- unni, verður honum fenginn til afnota tilraunabill, sem gengur gremja. Leiðtogar kristilegra demó- krata á Italíu sögðu i morgun, að þessi ákvörðun sýndi, að portú- galski kommúnistaflokkurinn „hefði stigið stórt skref i átt til einræðis”. — Flokksbræður þeirra i Portúgal voru meðal þessara þriggja, sem ekki fá að bjóða fram. 1 svipaðan streng hafa aðrir tekið. nú upp kafbúti sprenging varð um borð i honum- 1968. Hann er sagður liggja á miklu dýpi um 750 milur norð- vestur af Hawaii. Times segir, að björgunar- skipið (smiðað af einu fyrirtækja milljónamæringsins Howards Hughes) hafi náð upp framhluta kafbátsins i ágúst i fyrra. Þar voru lik 70 manna áhafnar kaf- bátsins. — En hinsvegar voru eld- flaugarnar og dulmálslyklarnir ekki I þeim hluta. 1 fréttinni er sagt, að bandarisk yfirvöld hafi ákveðið að reyna að ná upp kafbátnum, þegar menn gerðu sér grein fyrir, að Sovét- stjómin vissi ekki, hvar hann var niðurkominn. fyrir blöndu af methyl- alkóhóli og bensini, seg- ir fulltrúi Volkswagen- bilaverksmiðjanna i V- Þýzkalandi. Tilgangurinn mun vera sá, að vekja athygli leiðtoga eins stærsta oliufra mleiðslulands heims á möguleikum þessa nýja eldsneytis. Billinn, sem er venjulegur „Volkswagen Coupe” — ögn breyttur — hefur reyndar verið seldur fyrirtæki einu I Basel. En það lét hann fúslega eftir. Vonazt er tilþess,að keisarinn noti bilinn á leiðinni frá flugvellinum til skiðabæjarins St. Moritz, en þangað kemur hann nánast á hverjum vetri með fjölskyldu sina. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi, sem Rannsóknarráð V- Þjóðverja boðaði til i gær, en það styrkir tilraunir Volkswagen- verksmiðjanna með nýtt elds- neyti fyrir bila. Volkswagenverksmiðjurnar eru nú með 45 tilraunabila i reynslu, sem allir ganga fyrir þessari nýju blöndu. 17/20 hlutar blöndunnar eru bensin, en 3/20 methyl alkóhól, sem hægt er að framleiða úr kolum eða jarðgasi. Tilraunin mun taka tvö ár, en á meðan eiga bilarnir að aka 60 þúsund km. Samkvæmt upplýsingum frá Volkswagenverksmiðjunum nemur kostnaður af þvi að breyta venjulegum fólksbil þannig, að hann gangi fyrir þessari nýju blöndu, ekki nema 20 mörkum eða um 1500 kr. Á leið með eitrið Um öll Noröurlönd fylgj- ast menn af athygli með siglingu tankskipsins Enskeri frá Finnlandi. Skipið er hiaðið arseniki, úrgangsefni oliu- hreinsunarstöðvar Finna, en þvi á að fleygja i At- lantshafið sunnanvert. Mönnum hrýs hugur við þvi, að nokkur hundruö smálestum af eitri sé fleygt þannig I hafið, en Finnar lialda þvi fram, að hvergi i alþjóðasamþykktum sé lagt bann við sliku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.