Vísir - 19.03.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 19.03.1975, Blaðsíða 16
Efna til skyndisöfnunar fram að helgi Ætla að rétta FRÍ 1,5 milljónir króna — ef FRÍ fellur frá þátttöku í auglýsingu fyrir tóbaksframleiðanda Miðvikudagur 19. marz 1975. „Höfundur" kvennaársins kemur í dag — heldur fyrirlestur um stöðu konunnar í kvöld Helvi Sipilii, finnska konan, sem var frumkvöðull að þvi að þetta ár er kallað kvennaár, er væntanleg hingað f dag. t kvöld fiytur hún svo fyrirlestur um stöðu nútfmakonunnar i heimin- um. Hún kemur hingað i boði Norræna hússins og flytur fyrir- lesturinn þar. Helvi Sipilá hefur verið að- stoðaraðalritari Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1972 og hefur verið mjög framarlega i félags- störfum. Til dæmis er hún foringi kvenskátahreyfingarinnar i Finnlandi-og hefur unnið að mál- um varðandi stöðu konunnar ár- um saman. Hún er lögfræðingur að mennt og hefur starfað í mörg ár hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún hefur komið hingað til lands áður, og þá i sambandi við skátahreyfinguna. -EA. Búast við fleiri konum en körlum — þar sem óskað var eftir „vélritara" Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið óskaði i auglýsingu í gær eftir VÉLRITARA. Að sögn Jóns Ingimarssonar skrifstofu- stjóra eru þó engar reglur gild- andi um það, að ekki skuli kyngreina i starfsauglýsingum, og engin ákvörðun hefur verið tekin I þessu efni. Jón sagði, að það vantaði ein- faldlega vélritara, en sagðist þó búast við að fleiri konur myndu sækja um starfið en karlar. Hann gat þess, að öll störfin i ráðu- neytinu væri þess eðlis, að sama væri hvort kynið ynni að þeim. Eins og Visir hefur sagt frá, ákvað bæjarstjórnin i Kópavogi að banna kyngreiningar I auglýsingum. -EA Hafin er fjársöfnun á vlðtæk- um grundvelli til að bæta efna- hag Frjálsiþróttasambands Is- lands. Aðstandendur söfnunar- innar hugsa sér að safna að minnsta kosti 1,5 milljónum króna nú fyrir helgi og rétta Frjálsfþróttasambandinu þá upphæð — með þvl skilyrði, að fallið verði frá þátttökunni 1 auglýsingu fyrir Winston. „Við sem fyrir þessu stönd- um, erum velunnarar Iþrótta- starfseminnar og teljum hana „Það stafar alltaf nokkur hætta af gömlum olfugeymum I húsa- görðum. Þess vegna er það, sem Heilbrigðisnefnd Kópavogs vill hvetja þá sem hafa fengið hita- veitu í stað oiíukyndingar, til að láta tæma geymana,” sagði heil- vinna mjög gott starf. Jafn- framt teljum við, að iþróttir og tóbaksreykingar séu ósættan- legar andstæður,” sagði Ragnar Tómasson, lögfræðingur, I við- tali við VIsi I morgun. „í gærkvöldi og I morgun hef- ur listum verið dreift á vinnu- staði, og ætlunin er að ljúka þessu nú fyrir helgina. Við trú- um ekki öðru en að mörgum sé svipað innanbrjósts og okkur, að finnast þessi þátttaka Iþróttahreyfingarinnar I aug- brigðisfulltrúi bæjarins I viðtali við Visi I morgun. „Nokkur brögð eru að þvl, að olla taki að leka úr þeim tönkum, sem hætt er að nota. Sllk mengun er óþörf,” hélt hann áfram. lýsingastarfsemi tóbaksfram- leiðanda alger óhæfa. En jafnframt viljum við með þessu vekja athygli á þvl, hve iþróttahreyfingin I landinu býr viö þröngan kost. Við stefnum að þvi að fá minnsta kosti 1500 manns, sem vilja leggja 1000 krónur af mörkum hver til málefnisins. Þannig fáum við 1,5 milljónir króna, sem er sú tala, er stjórn FRl býst við að fá með þátttöku I auglýsingaherferöinni. Þetta „Oliufélögin eru tilbúin til að tæma geymana og endurgreiða þá ollu, sem I þeim er.” „Þá er einnig ástæða til að hvetja fólk til að láta fjarlægja oliugeyma úr görðum sinum ef þeir eru ekki lengur I notkun,” verður afhent FRÍ þegar I stað, verði gengið að þvl skilyrði að hætta þátttökunni I tóbaksaug- lýsingunni.” Söfnunarlista má vitja að Austurstræti 17, þriðju hæð, og þangað á að skila þeim fyrir föstudagskvöld. Þeir, sem vilja taka þátt I þessu, en ná ekki til lista, geta lagt beint inn á sparisjóðsbók nr. 75600 við Búnaðarbankann I Austurstræti. Einnig er hægt að leggja inn á reikninginn I útibú- um bankans. —SHH Slys um borð í Jóni Vídalín Skuttogarinn Jón Vidalln kom I gærdag inn til Þorlákshafnar með slasaðan netamann. Slysið hafði orðið, er skipið var á veiðum við Selvogsbanka. Netamaðurinn var við vinnu á dekki er vlr slóst I hann. Við höggið skall maðurinn á dekkið. Netamaðurinn var með hjálm á höfði og mun hann hafa bjargað honum frá að stórskaddast. Maðurinn hlaut þó slæman skurð undir handlegg, þar sem vírinn slóst I hann, og hélt Jón Vídalln þvi þegar til hafnar. Skuttogarinn hélt strax á veiðar aftur, er maðurinn hafði verið fluttur á sjúkrahús. Meiðsli neta- mannsins munu hafa verið minni en I fyrstu var talið og var reikn- að með að hann fengi að fara heim af sjúkrahúsinu I dag. sagði heilbrigðisfulltrúinn enn- fremur. „Það er alltaf viss hætta á þvl, að I þeim myndist gas — og það þarf ekki að spyrja að af- leiðingunum, ef börn eru að f ikta með eld yfir tönkunum.” —ÞJM HVATTIR TIL AÐ FORÐAST OLIUMENGUN Átti að taka við embœtti sveitarstjóra: HVARF FRÁ EFTIR AÐEINS FJÓRA DAGA Hann stoppaöi ekki lengi viö, sá sem ætlaöi aö taka viö embætti sveitarstjóra viö Súgandafjörö Hann var i aöeins fjóra daga fyrir vestan. Þá afþakkaði hann starfiö og fór heim til Reykjavikur aftur. Hlöðver Kristjánsson heitir þessi maður og er 27 ára gamall. f Þjóöviljanum I gær er þvl haldið fram, að Hlöðver hafi verið búinn að taka við embættinu, en i viðtali við Visi I morgun neitaði Ólafur Þórðarson, oddviti, aö Hlöðver hafi verið setztur I stólinn. „Hann var aðeins kominn hingað til að kynna sér starfið, en hann var ekki búinn að taka við embættinu,” sagði oddvitinn. Aðspurður um það, hvort fjár- hagserfiðleikar sveitarfélagsins kynnu að hafa átt nokkurn þátt i þvi, að Hlöðver sneri heim aftur, svaraði oddvitinn: „Við skulum ekki blanda þeim málum of mikið saman. Hins veg- ar er þvi ekki að neita, að erfiðleikar okkar fjárhagslega eru miklir. Vegna íyrirhugaðra mannaskipta I embætti sveitar- stjóra létum við gera upp bókhaldið. Útkoman var ófögur, en ég vil ekki úttala mig á þessari stundu um þær tölur,” sagði odd- vitinn. „Það verður gert á opnum hreppsnefndarfundi innan tiðar.” A siðasta hausti tók Gestur Kristinsson við embætti sveitar- stjóra, en þegar hann varð að láta af störfum vegna veikinda, tók Birkir Friðbertsson við starfinu og gegnir þvl enn, eða þar til nýr sveitarstjóri finnst. „Við fáum nýjan sveitarstjóra, áður en langt um liður. Það þarf ekki að efast um það,” sagði ólafur Þórðarson, oddviti, að lok- um. -ÞJM. ÆTLA AÐ LEGGJA VEG í FLATEY Á SKJÁLFANDA „Þaö er ekki nema rúmur kflómetri, sem viö þurfum aö ryöja,” sagöi Kristinn Guö- brandsson, framkvæmdastjóri hjá Björgun h.f., um „vega- geröina” I Flatey á Skjálfanda, sem nauösynleg er til þess aö bjarga áburöinum úr þvi strandaöa Hvassafelli. „Við förum þarna fjörukamb- inn inn á flugbrautina og svo yfir hana inn að bryggjunni”, sagði Kristinn. „Við þurfum svo að segja ekkert að fara yfir gras, og allt er þetta miðað við aö skemma sem minnst náttúr- una.” Áætlun Björgunar h.f. er sú að fara með jarðýtu, vörubll og lyftara út I Flatey, leggja veg að Hvassafelli með jarðýtunni og aka slöan áburðinum að bryggj- unni, þar sem hann verður tek- inn um borð I báta og fluttur til Húsavlkur. „Þetta er ekki mikið verk, þvi skipið er þarna uppi I harða kambi”, sagði Kristinn. „Og við vegagerðina þarf nánast ekki annað en velta nokkrum stein- um I fjörunni.” Meiningin er, að björgunar- menn búi I skipinu, meðan verk- ið stendur. Að sögn Kristins stendur það mjög rétt og hagg- ast ekki. Þeir, sem I Flatey hafa verið undanfarið að líta eftir skipinu, eru ekki of hrifnir af húsakostinum Ieynni. Þótt hann hafi einhvern tlma verið góður, eru hús fljót að skemmast, þeg- ar þau standa auð og óhituð langtlmum saman. Vaktmenn- imir hafa hafzt við í þvl húsi eyjarinnar, sem álitið var bezt „en þeir eru ekki of hrifnir,” sagði Kristinn. — SHH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.