Vísir - 24.03.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 24.03.1975, Blaðsíða 1
VISIR 65. árg. Mánudagur 24. marz 1975 — 70. tbl. „HAFIÐ LANDHELGINA HELZT ÞÚSUND MÍLUR" — segja skipbrotsmenn, sem hafa fengið sig fullsadda af vistinni á íslandsmiðum BAKSÍÐA Hann beit mig — ég beit ekkert . . . Sigurjón Kristjánsson og Viðar Guðjohnsen háðu harða baráttu i Islandsmót- inu i júdó. Viðar tapaði viðureigninni, eftir að dóm- arinn hafði talið að hann hefði bitið Sigurjón i hand- legginn . . . Stranda- maðurinn sterki! . . . Hrein Halldórsson kúlu- varpara munar ekkertum að halda á fjórum töskum, þeg- ar hann heidur erlendis. Hann setti 3 Islandsmet i lyftingum um helgina, en i morgun hélt hann til Eng- lands, þar sem hann ætlar að æfa kúluvarp viö almenni- legar aðstæður . . . Nú lágu Danir i þvi! . . . Það var mikil gleði i Laugardalshöllinni i gær- kvöldi þegar Island sigraði Danmörku i landsleik 1 hand- knattleik með 20 mörkum gegn 16 — enda ekki á hverj- um degi, sem Islendingar vinna Dani i iþróttum. 1 kvöld mætast liðin aftur og 4 nýir menn eru i Islenzka lið- inu . . . ,, Við getum ekki gefíð með fískinum" — „Hann verður að standa undir okkur," segir viðskiptaráðherra um fullyrðingar brezkra fiskimanna „Ég segi auðvitað allt illt um það“/ sagði ólafur Jó- hannesson# viðskiptaráð- herra, er Vísir spurði hann, hvað hann vildi segja um moldviðri það/ sem brezkir fiskimenn þeyta nú upp vegna innflutnings á //niðurgreiddum" fiski frá islandi og Noregi. „Sendiherra tslands I London, Niels P. Sigurðsson, hefur þegar leiðrétt þennan misskilning”, sagði viðskiptaráðherra”. Um þetta hefur ekki verið fjallað i rikisstjórn, en að sjálfsögðu verð- ur þessu mótmælt, ef þvi verður haldið áfram. Ég get ekki imyndað mér, hvað mennirnir eiga við”, sagði ráð- herra. „Það er náttúrlega hróp- legur misskilningur, að okkur sé unnt að gefa með fiskinum. Það er hann, sem verður að standa undir öllu hjá okkur”. „Ég veit ekki, hvað þeir eru að tala um rikisstyrkta útgerð, þeg- ar nýlega hefur verið ákveðið að styrkja þá með 6,5 milljónum sterlingspunda”, sagði Ingimar Einarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, um málið. „Aftur á móti eru engir rikisstyrkir hér. Allar þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið og eru i bigerð, eru tilfærsl- ur innan sjávarútvegsins sjálfs”. Samkvæmt upplýsingum Ingi- mars var heildarsala á isuðum fiski til Bretlands i janúarmánuði 495 tonn i sex söluferðum, en 430 tonn i febrúar i þrem söluferðum. 10 febrúar s.l. varð gifurlegt verðfall á fiskmarkaðnum i Bret- landi, sem gerði það að verkum, að þar hefur varla veriö selt siðan. Samkvæmt upplýsingum Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna voru seld 222 tonn af frystum þorskflökum til Bretlands siðustu þrjá mánuði 1974, en 330 tonn það sem af er þessu ári. Aðrir aöilar hafa ekki selt þangað fiskflök. Það er þvi varla um truflandi söluur frá Islandi að ræða. Þar að auki sagði einn fulltrúi Islenzkra seljenda I morgun: „Við seljum ekki á þessum stöðum, nema markaðurinn sé hár og góður.” Þetta er loftmynd af Grimsbyhöfn. tekin I gær. Atvinnutæki brezkra sjómanna eru þar notuð tii að hindra eðlilegar sigiingar um höfnina til að mótmæla undirboði Norðmanna og tslendinga á fiskmark- aðnum. Að minnsta kosti ein, norsk ferja er innilokuð vegna þessara aðgerða og kemst ekki frá Tyne. Hún flutti farþega og 500 tonn af frosnum fiskfiökum til Bretlands. — Simamynd AP i morgun. FAIR FARA TIL MALLORCA ENGIR TIL COSTA DEL SOL Eina ferðin, sem fyrirhugað var að fara til Costa del Sol á þessum páskum, hefur verið felld niður. Það var ferðaskrifstofan Útsýn, sem hafði hug á að fara þangað með eina vél, en sú ferð var þó aldrei komin i ferðaáætlun og ekki byrjað að selja i ferðina. Að sögn skrifstofustjóra Útsýn- ar var það veðurfarið á Spáni, sem réði úrslitum. „Það er svo litill hiti á Costa del Sol um þetta leyti árs, að við treystum okkur ekki til að fara þangað með far- þegahóp. Páskarnir eru svo snemma þetta árið,” sagði hann. „Það er tæpast meira en 15 stiga hiti á Spáni núna.” Sunna og Flugleiöir fara með fullar vélar til Kanaríeyja um páskana eins og ráðgert var. Sunna með eina vél og Flugleiðir með tvær. Hins vegar fer aðeins ein vél til Mallorca og er það Úr- val, sem stendur fyrir þeirri ferð. 1 þá hópferð er ekki fullbókað ennþá. Þá má að lokum geta þess, að fullbókað er I allar hópferöir til Kaupmannahafnar um páskana. Útsýn mun flytja mestan fjölda þangað, en þeir farþegar hafa svo i hyggju að fara þaðan með ferða- skrifstofu Tjæreborg i skiðaferðir eða til sólarlanda. -ÞJM En brezkir fiskimenn i höfnum við ána Tyne og fleiri fiskihafnir i Norður-Englandi nota til þess at- vinnutæki sin að stifla eðlilega umferð um þessi svæði til að mót- mæla innflutningi á frosnum fiski frá tslandi og Noregi, sem þeir segja, að sé stórlega styrktur af rikisfé viðkomandi landa til að undirbjóða markaðinn i Bret- landi. — SHH Upp-upp-upp hjá Þrótti . . . Bjarni Jónsson þjálfari og leikmaður með Þrótti i 2. deildinni I vetur fær ókeypis flugferð fyrir aðstoöina við að koma Þrótti upp 11. deild- ina i handboltanum eftir 13 ára veru I 2. deild . . . D.P. FINN: TILRAUNUM FRESTAÐ TIL MORGUNS Ekki hefur tekizt að ná brezka togaranum D.P. Finn á flot ennþá. Verður aðgerðum liklega frestað I dag, en tekið aftur til við á morgun. Týr er farinn af strandstað og kemur til Reykjavíkur I dag um kl. 16.30. Sæmilegasta veður er á strandstað, en erfiðlega hefur gengið að koma honum á flot. Mest af taugum, sem notaðar hafa verið, hefur eyðilagzt, og festingar I togaranum sjálfum eru ekki góðar. Þarf að koma fyrir nýjum festingum. —EA Sjá nánar um þessa atburði og fleiri á íþróttasviðinu í miðju blaðsins. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.