Vísir - 24.03.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Mánudagur 24. marz 1975.
cTVlenningarmál
Stutt er leiðin heim
Guðmundur Böðvarsson:
LJÓÐASAFN I
Ljóðæska. Kyssti mig sól. Hin
hvitu skip.
Safnrit IV. Hörpuútgáfan,
Akranesi 1974. 208 bis.
Þegar Guðmundur
Böðvarsson lést i vor
sem leið lét hann eftir
sig nýort kvæði, þjóð-
hátiðarljóð handa
borgfirðingum sem
flutt var á hátið þeirra i
sumar og siðan gefið út
sérprentað. Og i haust
kom út fyrsta bindi af
Ijóðasafni Guðmundar
með fyrstu bókum hans
tveimur ásamt æsku-
ljóðum skáldsins sem
áður hafði ekki verið
safnað i bók.
bað er nú varla við þvl að bú-
ast að þjóðhátlðarljóð Guð-
mundar Böðvarssonar 1974
verði talið með hans bestu verk-
um — og var Guðmundur þó
einn örfárra skálda sem ortu
raunhæf ættjarðarljóð á seinni
árum. Þar fyrir var hans sið-
asta kvæði vissulega vel-viöeig-
andi hátiðarljóð sem vel sómdi
höfundi sinum. Þar fjallaði
hann I slðasta sinn um yrkisefni
sem löngum hafði verið honum
hugleikið: stöðu lands og þjóðar
I heimi viga og vopnaskaks,
sögu lands og þjóðar sem að
visu stærði sig af glæstri fortið,
en lika átti nógar minningar um
eymd og neyð, ætt að rekja til
þræla I áþján engu siöur en
hróðugra vikinga forðum. Og
svör hans við úrlausnarefnum
þessarar sögu og samtiðarinnar
voru I þessu kvæði hin sömu og
löngum fyrr, traust hans á land-
inu sjálfu og náttúrunni sem
geymdi nóga farsæld, bara ef
menn ryfu ekki trúnað viö það:
haust ræðir Sverrir Hólmarsson
einkum hugmyndafarið i ljóðum
Guömundar og setur það jafn-
haröan I samhengí við bónda-
starf hans: lifstrú skáldsins,
helgasta af nánum kunnugleik
bóndans af háttúru landsins og
andstæðum hennar. Hugsjón og
veruleiki, köllun og krafta
skáldskapar og raunhyggja
hversdagslifs og starfs, verða
aldrei ósættanlegar andstæður I
fari bónda né skálds,
en viðfangsefni skáldsins
verður einatt að sam-
ræma og sætta þær 1 ljóöi sinu.
Skáldið lét bóndann, hversdag-
inn að sönnu aldrei setja sér
stólinn fyrir dyrnar. En hinu má
halda fram að beztu ljóð Guö-
mundar Böðvarssonar eflist af
efnivið sem honum var nærtæk-
astur, af náttúruskoðun þeirra,
sögulegum frásagnarefnum og
menjum.
Þjóðhátíðarkvæðið 1974 er al-
veg hefðbundið verk I máli,
brag og hugmyndum: rlmbund-
iö ávarp eins og þau hafa svo
mörg verið ort og flutt. Guö-
mundur Böðvarsson held ég að
verði með engu móti kallaður
alþýðu- eða átthagaskáld, þótt I
einu sinu sérkennilegasta verki,
Saltkornum i mold, setti hann
sig I slik spor, tæki sér til nýrra
nota efniviö átthagaskáldsins.
Hann hefur efalaust búið að
mikilli upprunalegri hag-
mælsku og arftekinni skáld-
skaparþörf. Og á móti eðlisgáfu
alþýðuskáldsins, arfi og fyrir-
mynd eldri skáldskapar, kemur
hjá Guðmundi frá öndverðu út-
sýn hans út fyrir átthagann,
næmi hans á það sem fram fór I
heiminum I kringum hann, I
samtiðinni og I samtima-skáld-
skap. Ekki leikur vafi á þvi að
kynni hans af ýmsum sam-
tima-skáldskap hafa ráðið
miklu um skáldþróun hans engu
slður en samtlma-viðburðir,
söguleg og pólitisk þróun sem
svo viða hefur sett svo glöggan
svip á kvæði hans.
Gott er að eiga vé I villtum heimi, —
vakað skal yfir sólskinsbletti hlýjum,
þvi skulu heilög friðbönd fósturjarðar,
þó fjúki blóðugt hagl úr svörtum skýjum.
Þá munu börn vor erfa úr okkar höndum
ættland sitt kvaðalaust við hel og strlð,
þá munu standa græn á okkar gröfum
grösin á sumri og vetri alla tiö.
Heyr Islands lag I árdagsblæ á vori,
heyr íslands lag I hijóðieik stjörnunótta,
og þú munt skilja að framtlö þin er falin
I friösæld þessa lands, án striðs og ótta.
Lát ei hinn grimma galdur um þig villa,
ráð götu þinni sjálf i lengd og bráð.
Gleym aldrei sannieik þeim, að frelsi og friði
öll fegurð manniegs llfs er tengd og háö.
Skáld sem bóndi
1 inngangi sinum að ljóðasafni
Guðmundar Böðvarssonar i
BOKMENNTIR
EFTIR OLAF JONSSON
Land, þjóð, skáld
Vera má að slikum skáldskap,
svo háðum I senn hefðbundnum
fyrirmyndum og samtlð sinni,
sé einkar hætt viö að fyrnast.
Þegar fyrstu bókum Guömund-
ar Böðvarssonar er flett aö nýju
verða að vlsu brátt fyrir manni
kvæði sem sjálfsagt má kalla að
orðin séu varanleg, Kyssti mig
sól, Vlsurnar við hverfisteininn,
Rauði steinninn, og þau eru
sjálfsagt fleiri I þessum bókum.
önnur hafa að sjálfsögðu fyrnst
og fölskvast, og lifna ekki á ný
við upprifjun, sum sjálfsagt frá
fyrstu tið ófullnuð, ef svo má
segja, hugmyndalega eða I
formi. En það er að minnsta
kosti mln reynsla aö einkenni-
lega margar stakar hendingar,
brot, einstök erindi úr kvæöum
sem annars voru gleymd, sýna
sig að lifa sínu eigin lifi I hug
lesanda, hafa tekið sér þar ból-
festu fyrir löngu:
Haustsól skin með háu köldu stolti —
Kuldaieg ársól á hélaöar heiðar
hellir árroöans sterka lit.
Tvö börn gengu saman sem leiðin lá,
loftið var hörkubiátt.
Hestum var áð viö hraunsins svarta jaðar,
heyröust I skógarblænum raddir giaðar
hásumardaginn heitan, sólskinsrfkan...
Allt túnið I sumarsins suðrænublæ
og sólskini fagnar þér.
Sem hneigi sig bylgjur á breiðum sæ
um bláfaxið golan fer.
Og svo framvegis, slik dæmi
má vitanlega telja fleiri um ein-
stakar ljóömyndir, hugmyndir
hans sem gert hafa manni
skáldskap Guðmundar
Böðvarssonar svo hugþekkan,
einattlíka kvæði sem I heilu lagi
orka engan veginn sannfærandi.
Svo er vitaskuld einnig um önn-
ur kvæöi og skáld að þau við-
haldast I minni manns meir eða
minna I brotum og brotabrot-
um. En einkennilega vlða hjá
Guðmundi finnst mér eins og
verði tvlskinnungur á milli
hinnar næmu ■ og sterku
skynjunargáfu og meira eða
minna hefðbundinnar mælsku-
listar sem fleytir kvæðunum
fram, milli hans eigin máls for-
dæmis annarra kvæða og skálda
sem sumstaðar verður glöggt,
einkum I fyrri bókum hans.
Það væri að vlsu vert að huga
nánar að stilþróun, stllþroska
skáldsins ekki slður en hug-
myndafarinu I kvæðum hans:
Hvortveggja tók breytingu og
þróun með breyttum tímum,
Guömundur Böövarsson: æskumynd af skáldinu
Guómundur Böövarsson
svo opinn og næmur sem hugur
hans var við samtlð sinni, og
Guðmundur varð vlslega fyrir
umtalsverðum áhrifum af
ýmislegri skáldlegri nýbreytni
seinni ára. Og hann var að vlsu
vaxandi skáld fram eftir öllum
aldri, með slvaxandi valdi á
máli slnu og braglist.
Það hygg ég að hann hafi ort
best þegar þjóðerni og ættjörð
komust I fyrirrúm i yrkisefnum
hans að gefnu tilefni stjórnmál-
anna eftir strið. 1 þjóðernis-
málunum tók Guðmundur af-
dráttarlausa afstöðu sem sjálf-
gefin var af uppruna hans og
bóndastöðu, borin uppi af heitri
og sárri tilfinningu, og þessa
skoðun, tilfinningar sinar
auðnaðist honum að láta uppi I
fágætlega listrænum og marg-
breyttum kveðskap, mælskum
ræðukvæðum I hefðbundnum
stll, sungum ætt jarðarljóð-
unv oginnhverfri náttúru- og til-
finningalýrik. Þar fyrir skeðu I
skáidskap hans engar um-
byltingar. En honum auðnaöist
að lifa og yrkja svo að skáld-
skapur hans komst til síns
náttúrlega þroska.
Kyssti mig sól
Merkilega vel hæfði nafnið á
fyrstu bók Guðmundar
Böðvarssonar kvæðum hans:
Kyssti mig sól — og þvl má þaö
merkilegt heita að hann var, að
'sjálfs sln sögn, ósáttur við þaö I
upphafi, en bókinni var gefið
nafn að ósk útgefandans. Llfs-
traust, lifstrú skáldsins, byggð á
nánum kynnum og umgengni
sveitamannsins við náttúruna,
landið sjálft, kom einatt fram I
fyrstu ljóðum hans beinlinis I
tignun og tilbeiðslu sólarinnar.
Hinar einföldu andstæður dags
og nætur, birtu og myrkurs,
sumars og veturs eru megin-
skaut I heimi þessara ljóða og
lengi siðan.
Fyrsta bók Guðmundar mun
hafa þótt óvénju þroskalegt
byrjunarverk þegar hún kom út,
áriö 1936. Og það er að sjá af
æskuljóðum hans sem prentuð
eru I ljóðasafninu, undir grá-
glettnuheiti: Ljóðæska, að hann
hafi valið kvæðin I bókina af
meiri fyrirhyggju en hann lætur
sjálfur liggja að I formálsorð-
um. Svo mikið er vlst að æsku-
ljóðin auka svo sem engu nýju
við fyrstu bók Guðmundar þótt
þau séu fróðleg um upphaf hans
og mörg að visu vel kveöin.
Og þó — þó er hér lika
snilldarljóð sem mér endilega
finnst að muni varðveitast með
öðrum bestu ljóðum Guðmund-
ar, Litli-Brúnn, ort 1925, þegar
skáldi.ð var aðeins rúmlega tvi-
tugt að aldri. Hvað sem öðrum
æskuljóðum hans llður var Guð-
mundur orðinn skáld I þessu
kvæði. Og eins og svo mörg önn-
ur ljóð Guðmundar er það ort úr
hversdagssporum, dagsdag-
legu atviki — sem I veröld ljóðs-
ins varðar svo óendanlega
miklu meira efni:
Húmið hljómar,
hjartans strengir taka undir,
óma, óma
undir fáks mins hófum siéttar
grundir,
og I fang mér fellur
faxins mjúki dúnn,
llður eins og léttur vindur
Litli-Brúnn.
Litli-Brúnn, Litii-Brúnn,
höfuð berð þú hátt,
af styrk þínum og göfgi
þú stoltur vera mátt.
— Allar mlnar sorgir sofa,
sungiö hef ég yfir þeim.
Stökktu. Stökktu nú.
Stutt er ieiðin heim.
Þetta kvæði hefur áður veriö
prentað I safni átthagaskáld-
skapar, Borgfirskum ljóðum,
1948. En því er nú verr að i
ljóðasafninu nýja slæðist inn i
kvæðið afleit prentvilla. Þar
sem I frumprentun stendur Fol-
inn minn/faxið þitt er mjúkt og
fritt/og þitt spor/undarlega
þýtt, er þetta I ljóðasafninu orð-
ið: „Folinn minn/farið þitt...”
Það er vonandi að þessi
skemmilegi hortittur verði
ekki varanlegur i kvæðinu
vegna þessarar prentunar. Þá
gyidi það með skammarlegu
móti nábýlis við önnur og
ófullnaðri æskuljóö skáldsins I
þessari bók.