Tíminn - 20.07.1966, Side 1

Tíminn - 20.07.1966, Side 1
HM I KNATTSPYRNU BLS. 12-13 Portúgai—Brasilía 3:1, Argentína—Sviss 2:0, Mexíco—Uruguay 0:0, Norður-Kórea—Ítalía 1:0. Hátíðahöld á ísafirði Sjá myndir frá hátí&inni á bls. 6 Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið t síma 12323 Auglýsing i Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 162. tbl. — Miðvikudagur 20. júlí 1966 — 50. árg. KYNÞATTA- ÚEIRÐIR í BORGUM USA Reykjavík, þriðjudag. Lögreglan í borginni Cleve- land í Ohio, Bandaríkjunum, vsr á verði í dag, ef koma skyldi til frekari kynþátta- óeirða í borginni. í gær lét ein kona lífið og þrír lögreglu menn særðust. í dag rauk enn úr húsarústum, en kveikt var í nokkrum húsum í gær, grjóti kastað í glugga og í löareqlumenn og búðir rænd- ar. Einnig kom til óeirða í Harlem og Brooklyn í New York og í Jacksonville í Flór ída, en lögreglan á þessum stöðum kveðst hafa komið á röð og reglu, að sögn brezka útvarpsins í kvöld. Fréttaritari brezka útvarps- ins í Washington sagði í dag, að Bandaríkjamenn biðu nú tauga óstyrkir eftir því, hvar kynþátta- óeirðir myndu brjótast út næst. Hann sagði, að bandariska rík- islögreglan FBI hefði komið með þá kenningu, að óeirðirnar væru skipulagðar af hreyfingunni SN ICK, sem hefur það á stefnu- skrá sinni að vinna að yfirráðum blökkumanna þar sem möguleiki er á slíku og að hópar hryðju- verkamanna séu látnir hefja óeirð irnar. Aftur á móti dragi frétta- menn á þeim stöðum, þar sem óeirðirnar hafa átt sér stað, mjög í efa, þessa kenningu. Þeir t.elji. Framhald á bls. 14. Landoönguliðinn (t. v.) sunnan Keflavíkurvelli, sem sendur var til Reykjavikur í gær til þess að liafa uppi á strokuhermanninum og tveir herlöggæzlumenn (Security Patrol) leggja á ráSin í lögreglustöðinni I Reykjavík í gærkvöldi. (Tímamynd—HZ) FLUGMENN USA FYRIR RÉTT í N- VÍETNAM? NTB Prag, þriðjudag. Ambassador Norður - Víetnams í Prag, Phan Van Su, sagði á blaðamannafundi þar í borg í dag, að bandarísku flugmenn- irnir, sem teknir hafa verið til fanga í Norður - Víetnam eftir loftárásir á landið, séu stríðs- glæpamenn og að þeir verði dregn ir fyrir rétt, að því er segir í tilkynningu tékknesku fréttastof unnar. Ambassador Norður-Vietnams í Peking mun hafa sagt hið sama í Peking í dag. Hvorugur ambassadoranna minntist á, hvenær bandarísku flugmennirnir yrðu dregnir fyr ir rétt. Bandaríkjastjórn hefur lýst því yfir, að ef þeir verði dregnir fyrir rétt, þá muni Banda- ríkin gripa til gagnráðstáfana. LEITA BANDARISKS HERMANNS SEM STRA UK ÚR „ VISTINNI"! HZ-Reykjavík, þriðjudag. Síðdegis í gær kom með flug- vél frá Vestmannaeyjum ungur landgönguliði úr bandaríska flot anum, Michael Burt, rúmlega tví tugur að aldri, sendur af lögregl unni í Eyjum. Á Reykjavíkur- flugvelli biðu tvcir bandarísk ir herlöggæzluinenn og einn ís- lenzkur lögregluþjónn, til þess að taka á móti honum. Tókst hand takan ekki betur en svo, að hann stakk af frá þeim, og er ófundinn enn. Var pilturinn í leyfisleysi ut an Keflavíkur. Pilturinn hafði á fimmtudags kvöld fengið leyfi til að skreppa í heimsókn til móður sinn ar, en mætti svo ekki á tilskildum tíma á Keflavíkurflugvelli. Hafði lögreglan á Keflavíkurvelli, sem komizt hafði á snoðir um dvalar stað hans, samband við Vestmanna eyjalögregluna, og bað hana að senda piltinn til Reykjavíkur, þar sem lögregla átti að taka á móti honum og aka honum suður á Keflavíkurvöll. Eins og fyrr segir, slapp hann frá lögreglu mönnunum enda höfðu þeir enga lýsingu á honum. í gærkvöldi var grennslazt um eftir honum í Reykjavík og í dag var sendur annar landgöngu- liði sunnan af Keflavíkurflugvelli sem þekkti Michael Burt. Fór Fálkinn" lagður niður Ástæðan er slæm fjárhagsafkoma að sögn stjórnar blaðsins SJ—Reykjavík, þriðjudag. f fréttatilkynningu frá Vikublaðinu Fálkanum, sem Tímanum barst í kvöld, segir, að ákveðið hafi verið að hætta rekstri blaðsins, og hafi því 27. tölublað þessa árgangs, sem kom úi síðasfliðinn mánudag, verið hið síðasta, sem út kemur. Segir i tilkynningunni, að reynt hafi verið að rétta við fjárhag blaðs ins, cn það ckki tekizt. Hafi skuldir hlaðizt upp á undanförnum árum og sé nú svo komið, að hætta vcrði útgáfu. Fálkinn hefur verið gefinn út í marga áratugi, fyrsta tölublaðið kom út 31. marz árið 1928. Fréttatilkynningin er svohljóð og var 27. tbl. sl. mánudag síð- andi. asta tbl., sem út kemur af Fálk „Ákveðið hefur verið að hætta anum að sinni. rekstri vikublaðsins Fálkans h.f. Reynt hefur verið að rétta við fjárhag blaðsins á undan- förnum misserum, en það hefur ekki tekizt. Ritstjóri blaðsins hefur verið Sigvaldi Hjálmarsson, en Fálk- inn hefur svo sem kunnugt er, tekið stakkaskiptum til hins betra í hans höndum, ritstjórn arlega séð. Þrátt fyrir mjög slæm vinnu- skilyrði, fyrst og fremst vegna fjárskorts, tókst Sigvalda að bæta blaðið mjög efnislega, en því miður var ekki unnt að fylgja því eftíi með fjárfrekum og vel skipulögðum útbreiðslu herferðum. Á undanförnum árum hafa hlaðizt'upp skuldir hjá blaðinu og er nú svo komið, að ekki er nokkur kostur að halda útgáfu þess áfram. Stjórn blaðsins leyfir sér að, þakka öllum beim, sem stuðlað hafa að útgáfu þess i nær fjóra tugi ára og vonast til þess, að unnt verði að hefja aftur u'gáfu Fálkans, þótt hann hætti að koma út að sinni." Framhald á bls. 14. hann síðdegis í dag um borgina, ásamt íslenzkum lögregluþjón- um í leit að piltinum. Þræddu þeir flesta veitingastaði og matsöluhús borgarinnar, en leitin bar engan árangur. f kvöld tóku þátt í leitinni auk landgönguliðans sunnan að, tveir hergæzlumenn og ætluðu þeir að leita á skemmtistöðum og einnig var ætlun þeirra að hringja aftur Framhald á bls. 14. SETTU NÝTT JARÐFIRÐAR- MET IGÆR Reykjavík briðjudag. Geimfararnir tveir um borð í bandaríska geimfarinu Gem- ini-10 settu . dag nýtt Jarðfirð armet. er þeir fóru á braut um hverfis jörðu tæplega 753 km frá vfirboröi jarflar. Aftur á móti getur svo farifl að ,,geim göngu" annars geimfarans og stefnumót vifl Agcna-8 eldflaug ina verði látið niður falla. Ástæðan til þess var sú. afl geimfararnu notuðu helmingi Framhald á bls. 14. 1 ';f '4•;< J {<? í. ií3 4 'f' i <í {í>! i) f i:i í) >

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.