Tíminn - 20.07.1966, Qupperneq 7
*
Sjötugur í dag:
Ingólfur Þorvaldsson
í Guðfræðingatalinu er mynd af
síra Ingólfi Þorvaldssyni, sem
gæti gefið til kynna að ein af
mörgum villum og prentvillum bók
arinnar væri, að maðurinn hefði
fæðzt 1896. Mynd þessi ber nefni-
lega með sér, að persónan, sem
hún sýnir væri svo gömul, að hér
gætti mikils misskilnins. Hann
væri alls ekki Prestaskólakandidat,
þessi maður, hvað þá lir háskólan-
um. Hann hlyti að hafa lokið af
skólagöngu fyrir árið 1846, er vís-
ir æðri skóla á íslandi var að verða
nógu aumkunnarlega smár til þess
að sérgreinir háskóla Evrópu anda
giftarinnar fengi afleiðslu í presta
skóla. Fram til þess tíma höfðu
heimastúdentar og Bessastaðastúd
entar og alls konar stúdentar geng
ið inn í dómkirkjumar á Hólum
og í Skálholti og í Reykjavík eftir
hrun stólanna, og þegið vígslu
hinna blessuðu biskupa, sem elsk-
uðu aðra menn eins og sjálfa sig.
Þannig gerðust ungir menn stjórn
endur stærsta þáttar fólksins, sem
var silfurþráður kirkjunnar. Mað-
ur talar nú ekki uni trú í þessu
sambandi. Hún er ekki helg op-
inberlega. En of heilög hverjum
einum til að veifað sé svo mjög
meðfram breiða veginum, eins og
menn villtist af honum ella. Nei.
Hann er beinn og þeir eru víst
fáir sem leiðast af honum fyrir
tilstilli prestanna. Miklu fremur af
öðrum ástæðum tvennum: Pen-
ingum og hjarta. Tvíeðliskenning-
in nýtur sín vel í nútímanum. Við
erum að tala í nútíð, enda þótt
myndin í Guðfræðingatali síra
Björns gæfi fortíðina til kynna.
E.t.v. var dulinni vitund fyrir að
þakka. Hin gamallega og raunar
alveg hræðilega mynd af hinum
herralega og bersýnilega ofanverðr
ar tuttugustu-aldarmanni minnir
á, að hið gamla og góða íslenzka
stúdentshjarta á hér meiri ítök
en hroki hinna háskólalegu þanka-
rúna. Maðurinn, sem myndin sýndi
a.m.k. helmingi eldri en hann er
kemur því inn hjá okkur, að
hann múni vera helmingi betri,
en haún lætur uppi hversdagslega.
Skrifstofumaðurinp Ingólfur Þor
valdsson, Hagamel 45 í Reykjavík,/
heitir hér fyrir norðan „síra Ing-
ólfur á Ólafsfirði.“ Enda þótt
tveir prestar í ötulla lagi hafi set-
ið í gamla Kvíabekkjarbrauði síð-
an síra Ingólfur veiktist og lét síð
an af embætti 1958, hefur síra Ing-
ólfur sízt fölnað í héraði. Hið
sanna gildi hans hefur þvert á
móti notið sín meir og komið enn
betur í Ijós eftirá; við hinar nýju
aðstæður.
Síra Ingólfur Þorvaldsson er
fæddur að Stærra-Árskógi 20. júlí,
1896. Faðir hans, sem drukknaði
ungur 1898, var Þorvaldur Þor-
valdsson, Þorvaldssonar albróður
Kristínar í Yztabæ í Hrísey, móð-
ur síra Stefáns prófasts á Völlum
Kristinssonar. Móðir síra Ingólfs
var Jónatanía Solveig Kristinsdótt
ir frá Neðra-Haganesi í ^ótum
Davíðssonar. Lifði hún til elli og
dó í Skjaidarvík við Eyjafjörð
sumarið 1956.
Síra Ingólfur varð stúdent 1919
og kandidat í guðfr. þrem og hálfu
ári síðar. Vígðist hann vorið 1923
eftir að hafa fengið skipun fyrir
Þóroddsstað og Lundarbrekku
(með Ljósavatni), en var veittur
Kvíabekkur í Ólafsfirði vorið eft
ir. í því brauði sat hann svo með-
an hann gengdi prestskap, til 1957,
við vinsældir, sem takmörkuðust
af því einu að sóknarbörnin misstu
hann.
Prestssetrið á Kvíabekk var lagt
niður og flutt í kaupstaðinn
nokkru áður en síra Ingólfur fékk
embættið. Bjó hann því með konu
sinni, frú Önnu Nordal, í Ólafs-
f jarðarkaupstað öll þau 33 ár, sem
þau gegndu þjónustu prests og
prestskonu þar. Enda þótt brauð-
ið væri hægt með aðeins einni
kirkju í kaupstaðnum, en hin
gamla Kvíabekkjarkirkja var end-
urvígð 1958, er síra Ingólfur skil-
aði af sér brauðinu, varð prests-
þjónusta hans fyrirhafnqrsöm og
erfið vegna aukaþjónustu í öðrum
prestaköllum. Hann þjónaði þann
ig Akureyri haustið 1927, Barði
í Fljótum rúm tvö ár, 1931—1933,
Miðgörðum í Grímsey í tíu ár,
1937—1947 og Siglufirði hávetur-
inn 1954—1955. En heima hlaut
að sitja á Ólafsfirði prestskonan.
Áhættusamar sjóferðir prestsins
„út í Eyju“ sérstaklega, voru einn-
ig erfiðar fyrir frú Önnu. Óvissa
mikil. — Þeim varð þriggja barna
auðið: Vilhjálmur f. 1922, Ragnar
1925 og Sigurður Jóhannes Nor-
dal 1933. Allir eru þeir bræður
búsettir í Reykjavík og eiga gott
og elskulegt samfélag við foreldr-
ana, þeir og þeirra fjölskyldur.
Það er eins og myndin í Guð-
fræðingatalinu hafi skírzt og fegr-
ast við hugsunina um afmælisbarn
ið. Og þegar hið ytra hefur þann-
ig orðið sættanlegra og færzt nær,
hefur jfr. aukizt gildi hins innra.
Síra Ingólfur og frú Anna á Ól-
afsfirði eru einstakir vinir. Minn-
ist ég þess frá skólaárunum syðra
hve gott var að koma heim til
þessara elskulegu „fósturforeldra".
Þótt gestrisni frú Önnu sé mikil
og glettni síra Ingólfs og gaman-
semi taki líka öllu fram var það
undirspilið, hjörtu þessara trygg-
lyndu og elskulegu hjóna, sem dró
ungan skólapilt til sín.
Síra Ingólfur og frú Anna. Haf-
ið heilar þakkir mínar og foreldra
minna fyrir órofa vináttu margra
ára. Við minnumst allra glöðu
stundanna — heyrum í fjarlægð
undirspilið hinnar traustu og ófor
gengilegu vináttu.
Ágúst Sigurðsson
Möðruvöllum.
ESE g m
piiiffliiilíiiniHPGJ^
Sala Rothmans er margfalt meirien nokkurrar annarrar sígarrettu af bessari
gerð. Rothmans veitir með auka-lengd, fínni filterogbeztafáanlegutðbaki,
mýkt ogfullnægju, sem engin önnur sigarretta býöur. Nafn Rothmans ber
haest í sígarrettuheiminum.
Auka-lengd Rolhmans King Sizo leiBir
reykinn lengra, keelir hann og veitir
aukið bragS og fullnægju.
Rannsóknir Rothmans um allan heim
fundu upp ffnni filter...Hreinan reyk og
raunverutega reykinga-Sneogju.
Rothmans King Slze eru aSeinshffhar
til úr dfrasta tóhaki—hezta fáanlegu
tóbaki.
> ... —o . fr.f'tk
v -«
wntocorwcnT