Tíminn - 20.07.1966, Síða 14
14
TÍOVIINN
MIÐVIKUDAGUR 20. júlí 1966
STROKUHERMAÐUR
Framhald af bls. 1.
I skýldfólk piltsins, sem býr í borg
inni. Er pilturinn íslenzkur í aðra
ætt en bandarískur í hina. Hafði
hann ekki þolað agann í hernum
að því er hann sagði lögreglunm
í byrjun, og sagðist hann búast
við að verða settur í 6 mánaða
fangelsi, og síðan settur fyrir
byssukjaftana í Víetnam. Einn-
ig hafði hann orð á því, að hann
ætlaði að reyna að komast á er-
lent skip og fara af landi brott.
Því er það alls ekki ósennilegt, að
hann sé floginn úr höfuðstaðnum.
Njótið hollrar útiveru í fögru umhverfi og
skemmtilegum félagsskap!
Skíðakennsla
Gönguferðir
Kvöldvökur
26. júlí —1. ágúst
2. ágúst — 7. eða 8. ágúst
9 ágúst til 14. eSa 15. ágúst
16. ágúst — 21. ágúst
23. ágúst —28. ágúst
7 dagar
6 eða 7 dagar
6 eða 7 dagar
6 dagar
6 dagar
Þátttökugjald er 3650 kr. fyrir 6 daga, 4100 fyr-
ir 7 daga.
lnnifalið: ferðir. fæði, gisting, skíðakennsla, leið-
sögn í gönguferðum, kvöldvökur.
Afsláttur fyrir fjölskyldur. — Lægra verð fyrir
unglinga, 16 ára og yngri, á tveimur síðustu nám-
.s'keiðunum.
•*&.**• 1 ‘yfff;’:'
Upplýsingar og pantanir:
Þorvarður Örnólfsson, sími 10470.
Ferðafélag íslands. símar 19533 og 11798.
Umferðarmiðstöðin, sími 22300.
Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum
LOKAÐ B DAG
frá kl. 12 til 4 vegna jarðarfarar
Sölufélag Garðyrkjumanna
•? Þökkum innilega sýnda samúð og vinarhug við andlá? og útför
” móður okkar, tengdamóður og ömmu,
Elínborqai Pálsdóttur
frá Ingveldarstöðum
Sigrún Sigurjónsdóttir, Elínborg Sigurjónsdóttir,
Páll Sigurjónsson, Þórarinn Jónasson,
og barnabörn.
Benedikt Jónsson
frá Húsavík
lézt mánudaginn 18. þ. m. jarðarförin fer fram frá Húsavík.
Börn og aðrir vandamenn.
Maðurinn minn,
Stefán Sveinsson
fornbókasali,
andaðist að morgni þess 17. þ. m.
Jarðarförin ákveðin síðar.
Hulda Aradóttir.
Blaðamaður Tímans fór í dag;
niður á lögreglustöðina í Reykja
vík og hafði tal af landgöngulið-
anum, sem sendur var til þess eins
að bera kennsl á Michael Burt, þar
sem engin skýr mynd var til af
honum. Vildi landgönguliðinn ekk
ert segja og bar því við, að hann
mætti ekkert láta hafa eftir sér.
Hann sagðist ekkert vita um for
sögu málsins og væri hann hér í
þeim erindagerðum einum að
benda á manninn, ef hann yrði
á vegi leitarmannanna. Piltur-
inn er ekki brotlegur við íslenzk
lög, en hjá bandaríska hernum
eru sett ströng lög við stroki
hermanna og hefur hann gerzt
brotlegur við þau. Er hugsan-
lega um ítrekað brot að ræða, þar
sem hann stakk af frá lögregl
unni á Reykjavikurflugvelli. Pilt-
urinn er óeinkennisklæddur,
mjög hávaxinn, dökkhærður og
talar ekki íslenzku nema að mjög
takmörkuðu leyti.
FÁLKINN
Framhald af bls. 1.
Vikublaðið Fálkinn var
stofnað laugardaginn 31.
marz 1928 af Vilhjálmi Fin-
sen, Skúla Skúlasyni og Svavari
Hjaltested. Fyrsta tölublað-
ið var 16 síður og kostaði 40
aura.
Útkoma Fálkans þótti mikl
um tíðindum sæta á sinni tíð.
Hafin var útgáfa fyrsta mynd
skreytta vikublaðsins og jafn-
framt blaðs, sem ekki var háð
neinni stjórnmálastefnu. Fálk
inn birti fyrstur blaða af
mælismyndir af þekktum borg-
urum, hann birti fyrstu kross-
gátuna, sem kom í íslenzku blaði
hann fluttí fyrstu mynda-
sögupersónuna — Adamson, sem
lengi skemmti lesendum balðs-
ins.
Lengi vel mun Fálkunn hafa
skilað arði, en á stríðsárunum,
og árunum þar á eftir lenti blað
ið í kröggum við og við. Fálk-
inn tók miklum breytingum, er
Gylfi Gröndal tók við ritstjórn
Hlaðrúm henta allstaðar: i bamaher*
bergiö, unglingaherbergiÖ, hjónaher-
bergiðj sumarbústaöinn, vciÖihúsiÖ,
■bamaheimili, heimavistarskóla, hótel.
Helztu kostir hlaðriiraanna .eru:
■ Riimin má nota eitt og eitt sér eða
hlaða þeim upp í tvær eða þrjár
hæðir.
■ Hæft cr að fá aukalega: Náttborð,
stiga eða liliðarborð.
■ Innanmál rúmanna er 73x184 sm.
Hægt er að fá rúmin mcð baðmull-
ar og gúmmídýnum eða án dýna.
D Rúmin hafa þrefalt notagildi þ. e,
kojur/einstaklirigsrúmoglijónarúm.
B Rúmin eru úr tekki eða úr brenni
(brennirúmin erti minni ogódýrari).
S Rúmin eru öll í pörtum og tckur
aðeins um tvær mínútur að setja
þau saman eða taka í sundur.
HÚSGAGNAYERZLUN
REYKJAVÍKÚR
BRAUTARHOLTI 2 - SÍMI 11940
og virtist um skeið, að blaðið
í nýjum búningi myndi komast
yfir byrjunarörðugleika, en af,
ýmsum ástæðum tók aftur að
halla undan fæti. Undanfarin ár
hefur margt verið reynt til að
rétta við hag blaðsins, en sá
róður hefur verið þungur af
ástæðum, sem óþarfi er að rekja.
Öll blöð á íslandi eiga nú í mikl
um erfiðleikum og er svo langt
gengið, að jafn öflugt blað og
Morgunblaðið eygir jafnvel
hættu á reksturfjárskorti. .
Ekki er loku fyrir þáð skotið að
Fálkinn kynni að hefja göngu
sína á ný, en þá yrðu nýir
útgefendur að kaupa nafnið fyr
ir allháa upphæð.
Það er sannarlega ástæða að
harma þessi endalok, — enda-
lok sem vikublaðið Fálkinn áftti
ekki skilið.
KYNÞÁTTAÓEIRÐIR
Framhald af bls. 1.
að óeirðirnar byggi á kjörum
blökkumanna á hverjum stað, og
eins á hinu, að lögreglan sýni
oft verulega hörku og jafnvel ögr
anir. Nefndi hann sem dæmi atvik
í hverfinu Watts í Los Angeles —,
þar sem hatrammar óeirðir hafa
nokkrum sinnum átt sér stað á
þessu ári. Þar hafi lögreglumaður
stöðvað blökkumann, fyrir að
ganga rangt yfir stræti, en skipti
sér ekkert af hvítum presti, sem
gekk við hlið blökkumanns
ins. Blökkumenn og lögreglu
menn flykktust á staðinn, en
nokkrum mönnum tókst að koma
í veg fyrir átök. Eftir þennan
atburð sagði umræddur prestur,
að hann væri viss um, að lögregl
an væri að efna til alvarlegra
átaka í hverfinu.
Fréttamaður BBC kvaðst hafa
rætt við blaðamenn í Cleveland,
og hefðu þeir sagzt vera þess full
vissir, að óeirðirnar þar hefðu
ekki verið skipulagðar fyrirfram.
Hann sagði, að Bandaríkjamenn
óttuðust, nú, að óeirðirnar myndu
dreifast út um Bandaríkin, frá
borg til borgar.
JARÐFIRÐARMET
Framhald af bls. 1.
meira eldsneyti en til var ætl-
azt, er þeir eltu uppi og
tengdu geimfar sitt við Agena-
eldflaug, sem skotið var á loft
í gær.
Er geimfararnir höfðu tengt
geimfarið og eldflaugina sam-
an settu þeir aflvélar eldflaug
arinnar í gang og létu þær
„skjóta" geimfarinu á braut
umhverfis jörðu í 753 km fjar
lægð frá yfirborði jarðar.
í kvöld opnaði Collins, ann
ar geimfaranna, lúgu á geim-
farinu og stakk höfði og öxlum
upp úr geimfarinu til þess að
taka myndir. Samkvæmt áætl-
un átti hann að taka myndir í
tæpa klukkustund.
IÞRÓTTIR
Framhald af bls. 12
stökk 5.16 metra, og Guðrún Guð
bjartsdóttir fjórða, stökk 4.78 m.
í 4x100 m boðhlaupi sigraði
skozka sveitin á 50.3 sek en sú ís
lenzka hljóp á 54.8 sek.
Árangurinn í keppninni ber
þess vitni, að aðstæður voru erf-
iðar í gærkvöldi, en mikið rigndi
meðan keppnin stóð yfir. Skozka
íþróttafólkið var áberandi miklu
betra — og árangur þess betri en
búizt var við. Landskeppnisstemn
ing náðist aldrei — enda munur
til þess of mikill.
IÞRÓTTIR
Framhald af bls. 12
spyrnunnar — en allt kom fyrir
ekki, knötturinn vildi ekki i net-
ið. Ákaft hvattir af áhorfendum
börðust Kóreumenn af öllum
kröftum — öllu, sem ítalir köst-
uðu á þá, köstuðu þeir til baka
—■ og vissulega var dagurinn
þeirra. Aldrei hefur erlent lið á
Englandi verið hvatt eins gífur-
lega, og eftir leikinn voru suðræn
ar senur á Ayrsome Park. Hinn
minnimáttar hafði sigrað, og það
er nokkuð, sem enskir áhorfendur
kunna að meta. Liðið, sem enginn
bjóst við neinu af, gerði hið ótrú-
lega og er sennilega öruggt með
áframhald í keppninni. Hins veg
ar verður þetta áreiðanlega mesti
sorgardagur ítalskrar knatspyrnu
þar sem kunnáttan og leiknin beið
lægri hlut fyrir ódrepandi vilja
og krafti. —hsím.
ÍÞRÓTTIR
Framhald af bls. 12
Ungverjaland—Búlgaría á
Old Trafford, Manchester.
Chile—Sovétríkin á Roker
Park í Sunderland.
England þolir að tapa — þó
aðeins með eins marks mun —
gegn Frakklandi og hefur þá
betra markahlutfall, en tveggja
marka sigur nægir Frökkum
hins vegar. Spánn verður að
vinna Þýzkaland til að komast
áfram, Ungverjar mega tapa
með einu marki gegn Búlgör-
um, en Chile verður að vinna
Sovétríkin, annars kemst
N-Kórea áfram.
14 ÁRA TVÍBURAR
Framhald af bls. 2.
en þá yrði komið fram í Æsku-
lýðsheimili Kópavogs. 10. ágúst
yrði svo lagt af stað á ný og þá
haldið norður í land.
Magnús kvað sjóðinn hafa verið
stofnaðan fyrir þremur árum í
því augnamiði að styrkja til náms
og hlaupa undir bagga með ung-
lingum, sem ættu við örðugar og
óeðlilegar heimilisaðstæður að
búa. Kvaðst hann hafa rekið sig
á það í starfi sínu og víðar, að
mikil þörf væri í sumum tilvik-
um áj slíkri aðstoð, einkum vegna
þess,Hað ríkið hætti undantekning
arlaust meðlögum til unglinga,
eftir að þeir hefðu náð 16 ára
aldri. Hefði sjóðurinn styrkt tölu
vert marga unglinga með misjafn
lega háum fjárframlögum og not-
að ýmsar leiðir í fjáröflunarskyni.
Kvaðst hann mjög ánægður með
þann áhuga og skilning, sem marg
ir sýndu þessu starfi.
Litprentað kort
af Reykjavík
komið í búðir
Offsetprentsmiðjan Litbrá hef-
ur sent á markaðinn litprentað
kort af Reykjavík, sem skreytt er
ljósmyndum úr borginni og teikn
ingum af helztu styttum og bygg
ingum.
Kort þetta, sem aðallega er ætl
að erlendum ferðamönnum, og ut
anbæjarfólki, er allnýstárlegt fyr-
ir það að hótelin, iferðaskrifstof
urnar, söfnin o.fl. sem ferðafólk
hefur áhuga á, er merkt með núm
erum inn á kortið og er því auð-
fundið í borginni.
Aftan á kortinu eru svo heimil
isföng og símanúmer yfir þau
helztu fyrirtæki, er veita ferða
fólki þjónustu — hótelin, bank-
arnir, ferðaskrifstofurnar, bíla-
leigurnar, flugfélögin, minja-
gripaverzlanirnar, skipafélögin,
bifreiðastöðvarnar og veitingastað-
ir.
Kort þetta sem er smekklega úr
garði gert, hefur Torfi Jónsson,
sett upp og teiknað.
Verð í lausasölu er kr. 25.00.