Tíminn - 20.07.1966, Side 3

Tíminn - 20.07.1966, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 20. júlí 1966 Hér sjást ungu brúðhjónin Fritz Sachs undirrita vígslu- Brigitte Bardot og Gunter vottorð sitt, en eins og fram Sigrid Nilsen frá Noregi varð í öðru sæti í Miss Universe- keppninni, sem lauk um helg- ★ ina. Hér sést hún til vinstri ásamt Hedy Frick frá Sviss, báðar klæddar þjóðbúningum. TÍMIWN Á VÍÐAVANGI „Talið aldrei við ókunna karlmenn". Þetta eru varnaðar- orð lögreglunnar í París og er þeim beint til kvenþjóðarinnar. Það er líka stórhættulegt fyri^ konur að vera á ferli um borg- ina eftir að skyggja tekur, villi- mennskan veður þar uppi og karlmenn á öllum aldri æða um borgina eins og rándýr í leit að bráð. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var ráðizt á fimm konur á nóttu hverri að meðaltali og er það 55% aukning frá því í fyrra. Tvær laglegar stúlkur laum- uðust fyrir skemmstu inn á hótel eitt á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn, börðu á dyr hjá nokkrum hótelgestum og báðu þá að gefa sér gömul dag- blöð. Meðan gestirnir leituðu að blöðunum, hnupluðu stúlk- urnar veskjum og lausafé, sem fyrir þeim varð, fengu svo blöðin, þökkuðu fyrir sig og gengu út eins og ekkert hefði í skorizt. Er þeim á þennan hátt hafði áskotnazt álitleg fjár upphæð, héldu þær ósköp ró- legar af stað heim á leið, en gestirnir urðu brátt varir við, að þeir hefðu verið rændir og létu kalla á lögregluna. Lög- reglumenn brugðu skjótt við og fundu stúlkurnar, en við nánari athugun kom í ljós, að hér var um að ræða tvo 14 ára gamla drengi, sem klæðzt höfðu kvenfötum og haft hár- kollur. Ekki er enn vitað, hvort snáðarnir hafi fyrr notað þenn- an búning í þjófnaðarskyni. Þessi þokkadís var kjörin Miss Universe í alheimskeppn- inni á Miami Beach s. 1. sunnu- dagskvöld. Hún er sænsk, 18 ára að aldri og heitir Margareta Arvidson. Númer tvö í röðinni var stúlka frá Finnlandi, og ung frú Noregur, Siri Nilsen frá Bergen hlaut fjórtánda sætið. Það er ekki hægt að segja ann- að en Norðurlöndin standi sig vel að þessu sinni. Fulltrúi ís- lands í keppninni var Erla Traustadóttir, er var númer þrjú í fegurðarsamkeppninni hér heima á dögunum. hefur komið í fréttum voru þau nætti 14. þessa mánaðar. gefin saman skömmu eftir mið- Hver er Gregory? Einu sinni var lesin í útvarp- inu spennandi glæpasaga, sem hét HVER ER GREGORY? Landsfólkið hefur síðustu vik- urnar fengið að fylgjast með svipaðri leit að sökudólgi í stjórnarblöðunum. Ríkisstjórn in virðist hafa efnt tii umfangs mikillar leitar að þeim, sem eigi sök á verðbólgunni. Spurn ing dagsins í stjórnarherbúð- unum virðist vera: Hver er Gregory verðbólgunnar? Ólafur Björnsson prófessor svaraði spurningunni i langri grein á dögunum í Morgun- blaðinu, og á eftir virðist það ekki fara milli mála, að rjt- stjórarnir teldu víst, að hann hefði fundið Gregory. Hins veg ar kemur í Ijós í Alþýðublað- inu á sunnudaginn, að Gylfi Þ er ekki alveg viss um þetta, og hann hefur haldið áfram að leita — og auðvitað futidið sinn Gregory verðbólgunnar og Ieiðir hann hér fram. Ritstjóri Alþýðublaðsins undirstrikar þetta svo — þó með svolítið broslegum hætti — í for- ystugrein í gær. UtilokunaraSferðin. Gylfi fer að eins og þaul- æfður sérfræðingur frá Scot land Yard. Hann beitti úti lokunaraðferðinni til þess að finna sökudólginn og nefndi til sex atriði, sem GÆTU valdið verðbólgu. Hugsanlegir söku- dólgar voru þessir: 1. Hækkun kaupgjalds um- fram aukningu framleiðni og þjóðartekna. 2. Hækkun verðlags vöru og þjónustu umfram það, sem kauphækkanir réttlæta. 3. Aukin útlan banka um fram framleiðsluaukningu. 4. Ríkisbúskapur rekinn með halla er valdi óraunhæfri kaup getu. 5. Viðleitni til fjárfesting- ar umfram það, sem svarar til vinnuafls og raunverulegs sparnaðar. 6. Áhrif erlendrar verð- bólgu. Síðan tekur sérfræðingur- inn að útiloka einn sakborn- inginn af örðum: Ríkisstjórnin hefur staðið gegn óþörf- um hækkunum vöru og þjón- ustu, þótt hún hafi takmörk- uð skilyrði til þess. Hún hefur haft fulla stjórn á útlánum bankanna. Hún hefur haft ríksibúskapinn hallalausan. Hún hefur staðið gegn of- þenslu í fjárfestingu, og verð- bólga erlendis hefur ekki haft mikil áhrif hér. Og því er úrskurður Gylfa þessi: „Þeir þættir, sem ríkisvaldið hefur bein umráð yfir, verða, því ekki sagðir frumorsök eða meginorsök verðbólgunnar." Þar með er Gregory verðbólg- unnar fundinn með útilokun araðferðinni, því aðeins einn sakborningur hinna sex til nefndu, er þá eftir — kaup- hækkkanir. Þarna er hinn seki segir Gylfi. ,/Markleysan" Þannig hefur Gylfi fundið sökudólginn í verðbólgunni. Hann er ekki á heimili ríkis- stjórnarinnar, — o, sei, sei, nei. Sá púki situr á fjósbitan- um hjá verkamönnum og öðr- um launþegum, því að það „ætti að vera hverjum manni augljóst, að ríkisvaldið hefur Framhald a Dls. 15

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.