Tíminn - 20.07.1966, Síða 5

Tíminn - 20.07.1966, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 20. júlí 1966 — Wimmm— Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvœmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og tndriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- Iýsingastj.: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifslofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán tnnanlands - í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f Kosningar í haust Fyrir þremur mánuðum gerSi aðalfundur miðstjórn- ar Frarnsóknarflokksins þá kröfu, að þing yrði rofið og kosningar látnar fara fram. Þessi krafa var rækiiega rökstudd. Sagði þar m.a., að þrátt fyrir sérstakt og ó- venjulegt góðæri frá náttúrunar iiendi, metafla ár eftir ár, hækkandi verðlag á útílutningsafurðum og vaxandi þjóðartekjur hafi ríkisstjórnin stefnt málefnum þjóð- arinnar í óefni. Dýrtíðin hafi magnast ár frá ári, kaup- máttur tímakaupsins sé minni en hann hafi verið fyrir nokkrum árum og framleiðsluatvinnuvegirnir eigi við si- vaxandi erfiðfeika að etja vegna óðaverðbólgu og óstjórn ar í efnahagsmálum. Útgerðin verði ekki rekin án uppbóta, ef frá séu talin nokkur stærstu skipin, sem búið hafa við áður óþekkt aflabrögð á síldveiðum. Samkeppn ishæfm innlends iðnaðar han raskazt, svo til stöðvunar horfi i mörgum greinum. Þrátt fyrir samdrátt nauðsyn legustu opinberra framkvæmda og þyngstu skattbyrð- ar, sem hér hafi þekkzt, sé greiðsluhalli hjá ríkissjóði. Síðan þessi ályktun var gerð fyrir aðeins þremur mán uðum hefur enn stórlega sigið a ógæfuhliðina. Ríkis- stjórnin situr þó sem fastast úrræða- og aðgerðarlaus. Hún viðurkennir að vísu ófremdarástandið, en hún kenn- ir ekki sjálfn sér um ófarnaðinn, heldur þjóðinni og þó einkum verkalýðshreyfingunni og stjórnarandstöðunni. Og hún segir ennfremur, að eigi hún eitthvað vangert til „frekari ráðstafana gegn verðbólgunni”, þá sé það að herða á gömlu úrræðunum, sem eru þó aðalorsakarvald- ur ófremdarástandsins. Þrátt fyrir þá rækilegu aðvör- un, sem ríkisstjórnin fékk i bæjar- og sveitarstjórnar kosningunum virðist hún ekkert hafa lært og engu gteymt. Frá því miðstjórn Framsóknarflokskins setti fram kröfu sína um þingroí og kosningar hefur hrunadans verðbólgunnar haldið áfram og gerist nú æðislegri með hverjum degi. Eitt iðnfyrirtækið af öðru hnígup í val- inn, brýnustu nauðsynjar almenings eins og fiskmeti er hækkað allt að 80% í verði með beinum aðgerðum stjórnvalda, málefni landbúnaðarins eru komin í algert óefni og bændur hóta sölustöðvun landbúnaðarvara. Útgerð minni fiskiskipa er að hætta. Einn togarinn af öðrum er seldur úr landi án þess að ráðgert sé að kaupa ný og fullkomnari skip í staðinn. Boðuð er þriggja ára stöðvun lagningar vega með varanlegu slitlagi. Tvö af skipum Skipaútgerðarinnar augiýst til sölu án þess að nokkrar ákvarðanir séu teknar, hvernig fylla eigi í skörðin, þótt vandræðaástand sé víða vegna ónóg'rar strandferðaþjónustu. Fiskvinnslustöðvarnar eru á helj- arþröm og stöðvun fram undan ef ekki rætist úr. Kaup- gjaldssamningar eru gerðir til einnar nætur og allt í óvissu og allir samningar lausir í haust. Skattpíning og ranglæti í skattaálögum í algleymingi og alls konar gjöld heimilanna eins og hitaveita og strætisvagnafargjöld stórhækkuð. . I Svo kemur viðskiptamálaráðherrann og skrifar langa grein um „aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólg- uni“ og telur þær allar harla góðar. Það eina sem sé að sé það að kaupgjald hafi hækkað alltof mikið! Því íengur sem það dregst að stjórnin stlili af sér því erfiðara verður að leysa þatin vanda, sem við er að etja. Þess vegna á að rjúfa þingið þegar í stað og efna til kosninga í haust. TÍMINN Walter Lippmann ritar um aíbjóðamál: Herkostnaður í Vietnam kemur í veg fyrir framfarir í USA VTÐ verðum að veita því sér staka athy =li, að hrópið um „svart afl“, sem nú skiptir negr unum í tvær gagnstæðar fy1k- ingar, kveðui einmitt við heg ar hinar björtu vonir frá í fyrra eru að engu orðnar og við blasir sá ömurlegi veruleiki, að framfarirnar eru stöðvaðar. Deilurnar um hið „svarta afl“ eru deilurnar um það, hvern ig negrarnir eigi að fara að því að koma framförunum af stað aftur, svo að þeir geti öðlast betri íbúðir og betri skóla, sem þeim var heitið árið 1965. Hersikáu negrarnir, sem tala um hina miklu fátækt og ves- öld fátækrahverfanna, halda fram, að framförunum verði aðeins komið á að nýju rneð því að beíta atkvæðaafli negr- anna, andspymu og ákveðinm andstöðu. Hófsömu negrarnir setja vonir sínar á atkvæða- aflið, tilmæli, ofbeldislausa ó- hlíðni og mótmælagöngur. En þau grimmúðugu sann- indi blasa við, að hvorug aðferð in kemur að haldi meðan hern aðarástandið helzt eins og það nú er. Þeim grunnsannindum verður ekki hnikað, að tuttugu og tvær milljónir negra eru. ekki nema tíundi hluti þjóðar innar, enda þótt að þetta se mikið fjölmenni. Bersýnilegt er, að negrarnir geta ekki þröngv að hinum mikla meirihluta og þeir hafa ekki yfir að ráða neins konar afli, sem ekki ka]l ar yfir sig hefnd og gagnráð- stafanir ef því er beitt ógæti lega. NEGRA-minnihlutinn hefir hvorki yfir atkvæðamagni né fjármagni að ráða til þess að magna „svart afl“, sem færi honum heim framfarir þær og umbætur, sem hann þarfn ast, verðskuldar og hefir verið heitið. Aðstaða bandarísku negranna er í mikilvægum atriðum ein- stök í sinni röð. Bandarísku negrarnir eru ekki fjölmennur, mikill meirihluti, sem rís upp gegn fámennum hópi framandi valdhafa, eins og til dæmis Ina verjarnir. s©m fylgdu Gandhi að málum. Gagnvart banda rísku negrunum kemur ekki til greina neinn aðskilnaður, neitt frelsi eða sjálfstæði, sem önnur þjóðfélög mismunandi kynþátta hafa beitt í Afríku og Asíu. Þegar öllu er á botnínn hvolft eiga hvorki svartir né hvítir Bandaríkjamenn kost á neinni undankomuleið undan friðsamlegri sambúð, en frið samleg sambúð getur aftur á móti ekki á neinu öðru byggst en miklum og áframihaldandi framförum og framvindu í átt til betri lífsskilyrða. Þessar framfarir eru því aðeins mögu legar, að hinn mikli meirihluú hvítra manna fylki sér um fram faraáformin og samþvkki virka samvinnu kynþátjanna við fram kvæmd endurbótanna. EKKI er með öðrum orðum fyrir hendi nein önnur leið til lausnar á nátengdum vanda- málum borgarlífs og framfara- þörf negrunum til handa en fullur, stjórnmálalegur einhug ur. Hið glæsta loforð, sem gefið var við kosningu John- sons sem forseta árið 1984, hljsmaði á þá leið. að við lausn á vanda okkar innan lands yrði beitt fortölum, rökum og friðsamlegum umræðum, óg við myndum í hvívetna forðast alvarleg átök milli kynþátta og stétta. Vonin um, að þessi mjög svo skynsamlega og menningarlega leíð yrði fær, byggðist ekki ein vörðungu á trúnni á stjórnmála snilli Johnsons forseta, held- ur og þeim horfum, að ur.nt yrði með hagfelldri stjorn að viðhalda eflingu og blomgun efnahagslífsins. Ef svo héldi áfram sem horfði þótti hilla undir nægilegan afgang af skatttekjum til að kosta þær umbætur, sem lofað var að framkvæma. Þessar fyrirhug- uðu umbætur á húsnæðisá- standi, skólum, sjúkrahúsum, störfum, almenningsgörðum og leikvöllum áttu að veita aukn- ar og áframhaldandi sannanir fyrir því, að vandinn væri leys anlegur þegar einhug væri beitt. En eins og okkur er kunn- ugt er ekki fyrir hendi sá af- gangur skattanna, sem ver.ja átti til að kosta þessar fram- farir innan lands. Stríðið gleyp ir hann- NEGRARNIR njóta að vísu góðs af aukinni eftirspum á vinnumarkaðinum, en sóknin til umibóta á húsakosti, skól- um, sjúkrahúsum og öðru slíku er ýmist miklu hægari en áður eða stöðvuð með öllu. Mögu legt er að sýna fram á, eins og sumir hagfræðingar hafa gert, að með því að hækka skatta megi draga svo úr eyðslu neytendanna að unnt sé að kosta framfarimar, þrátt fyr- ir stríðið. En þetta verður ekki gert. Hin milda og óeigingjarna stefna verður ekki upp tekin. Hinn óblíði sannleikur er sá, að hinn mikli meirihluti okkar, sem kominn er vel yfir fátækt- armörkin (og flestir erum við hvítir), mun standa gegn hærri sköttum í þeim tilgangi að hjálpa þeim fátæku, en mjög margir þeirra eru einmitt svart ir. Einingin um Johnson árið 1965 var byggð á þeim efna- hagslega útreikningi, að um- bæturnar yrði unnt að kosta með hagvextinum. Hlutur hinna auðugu þyrfti ekki að verða minni en áður, gæti jafnvel orð ið meiri, en þó ekki ýkja miklu meiri. Þetta var hin efnislega undirstaða þeirrar vonar, að Frambald á bls. 15. 'U' - Ofsafengnar kynþáttaóeirðir hafa geisað í Chicago-borg síðustu daga. Myndin sýnir. hvernig umhorfs var eftir að lögregla hafði bælt niður átök í einu negrahverfi borgarinnar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.