Tíminn - 20.07.1966, Síða 8

Tíminn - 20.07.1966, Síða 8
8 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 20. jólí 1068 GÍSLI G. AUÐUNSS ON, LÆKNIR: LÆKN ASKORTU R DREIFBVLISINS FRA SJONARHOLI UNGS LÆKNIS Nýlega máttl lesa í fréttum dag blaðanna, aS enginn læknir hafði sótt um héraðslæknisstöðum í fjór um, fyrrum mjög svo girnilegum, læknishéruðum (m.a. Vestmanna- eyjum, fsafirði og Húsavík). Þá var þess einnig getið, að önnur 4 héruð væru að losna og lítil von væri fll þess, að þangað fengj- ust læknar. Líklegt má telja, að frétt þessi hafi orðið öllu hugs- andi fólki nokkurt áhyggjuefni, og vonandi dylst nú fáum lengur, hví- líkt vandamál læknaskortur dreif- býlisins er. Málið hlýtur því að vera ofarlega á baugi og því ekki úr vegi, að einhver úr hópi ungra lækna ræði, það af hreinskilni á opinberum vettvangi, því lausn þess hlýtur að vera undir okkur komin öðrum fremur. Þó er það vissulega svo, að þetta vandamál hefur blasað við undanfarin ár, þar eð telja má á fingrum annarrar handar þá ný- bakaða lækna, sem setzt hafa að úti í héruðum til frambúðar. Þáð hefur því löngu orðið ljóst þeim, er hugsuðu um þessi mál af al- vöru, að til auðnar myndi horfa í héraðslæknastétt landsins þegar gömlu mennirnir hyrfu frá starfi, ef ekkert væri að gert. Og nú — sumarið 1966 — er svo komið, að ekki eru skipaðir héraðslæknar í % hluta læknishéraða landsins. Þau eru ýmist setin af læknakandi- dötum eða stúdentum eða standa hreinlega auð. Það er nú rétt að athuga að- gerðir heilbrigðisstjórnarinnar og alþingis til lausnar þessu vanda- máli. Ég verð að játa, að ég hef ekki kynnt mér niður í kjölinn, hver þrekvirki alþingi hefur unn- ið á þessu sviði, en eftir lauslega athugun er mér nær að halda, að þau séu næsta lítil. Alþingi hefur með öðrum orðum skort allan skilning á þessu vandamáli og jafn an spyrnt fast við fótum gegn breyt ingartillögum lækna á héraðaskip- aninni. Nær eingöngu virðast hafa ráðið hin þrengstu sjónarmið hreppspólitíkuririnar, að öllum lík- indum af hræðslu þingmanna við atkvæðatap. Það hefur því verið stefna alþingis að hafa læknishér- uðin sem allra flest. Þegar læknar hafa svo ekki fengizt til að setjast að á mestu útkjálkunum, hefur ver ið gripið til þess bráðsnjalla ráðs að neita þeim um lækningaleyfi hér á landi, fyrr en þeir hefðu afplánað svo og svo langa skyldu- vinnu úti í héruðum landsins. Rétt er að vekja á því athygli, að slíkrar . þegnskylduvinnu er ekki krafizt af nokkurri annarri stétt landsins. Þessi „héraðsskylda“ er nú 3 mánuðir, og er það ákvörðun alþingis, eftir að land- læknir hafði lagt til, að hún yrði felld niður ( var áður 6 mán.). Héraðsskyldan hefur valdið því, að sums staðar er skipt um lækni a 3ja mán. fresti. Ekki hefur þing- mönnum okkar brugðizt bogalist- in á þessu sviði frekar en öðrum til bjargar dreifbýlinu. Hvernig skyldi þeim falla að skipta um lækni á 3ja mán. fresti eða hafa engan ella? Þetta var þáttur alþingis. Þá er komið að hinni virku yf- irstjórn heilbrigðismálanna í land- inu. Til er ráðuneyti, sem nefn- ist dóms- og kirkjumálaráðuneyt- ið. Ráðuneyti þetta fæst við það í hjáverkum að stjórna heilbrigð- ismálum landsins. Mega menn af þessu glöggt merkja, hvílíkur mið- aldablær er yfir þjóðfélagi okkar á ýmsum sviðum ennþá, þar sem ríkið heldur uppi ráðuneyti fyrir kirkju og klerkdóm, en heilbrigð- ismálaráðuneyti finnst ekkert. Lík legt þykir mér, að ráðuneyti þetta hafi ærin verkefni á sviði dóms- og kirkjumála og líti því aukaget- una, heilbrigðismálin, fremur óhýru auga. Enda mun raunin sú, að hinn daglegi rekstur heilbrigð- ismálanna hvílir ekki með neinum ofurþunga á dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu, heldur á herðum land MINNING Ólafur Gunnlaugsson Enn er einn af samferðamönn- unum fallinn frá, óvænt, og fyr- ir aldur fram. Ólafur Gunnlaugs- son garðyrkjubóndi að Laugabóli í Mosfellssveit lézt 12. þ.m. á heimleið úr skemmtiferð til æsku- stöðva sinna við ísafjarðardjúp. Þar var hann fæddur 15. júlí 1904, i Hattardal, og ólst upp við Djúp- ið sem hann batzt við þeirri átt- hagatryggð sem entist æfilangt. Um tvítugsaldur fluttist Óiafur hingað suður í Mosfellssveit og ílentist hér. Nam hann garðyrkju- störf hjá Jóhannesi Boskov kunn um garðyrkjumanni, sem þá var forstöðumaður Garðyrkjunnar á Reykjum. Síðan fór Ólafur til Dan merkur til að afla sér fyllri þekk- ingar í þessari atvinnugrein sem síðan varð aðal ævistarf hans. Stofnaði hann þá Garðyrkjustöð- ina á Laugabóli og gerðist þar með einn af landnámsmönnum á viði garðyrkju og gróðurhúsarækt Laugabóli ar hérlendis. Síðar byggði hann einnig gróðurhúsastöð að Nesja- völlum ásamt Ólafi Methúsamlems syni og veitti henni forstöðu um nokkurt skeið. Ólafur var geðþekkur maður og traustur sem óx við nánari kynni. Hann var snyrtimenni í allri fram- komu og umgengni, glaðsinna og góður viðskiptis. Hann tók virk- an þátt í ýmsum félagsmálum og var þar góður liðsmaður. M.a. var hann starfandi í Oddfellow-regl- unni og einn af stofnendum Lions klúbbs Kjalarnessþings. Á vettvangi félagsmála voru hon um falin ýms trúnaðarstörf og þó sérstaklega í stéttarfélögum garð- yrkjubænda. Hann var lengi gjald- keri Garðyrkjufélags íslands og um skeið formaður Sölufélags garð yrkjubænda og lengst af í stjórn þess og fleirj störf innan þessara félagssamtaka voru falin honum. — Af þessu sést, að Ólafi hefur verið treyst til þeirra hluta sem nokkurs var um vert að vel tækj- ust í framkvæmd og þar reynd- ist hann jafnan eins og vænst var. Og aldrei mun hann hafa tekið að sér neitt verkefni sem hann gat ekki innt af hendi með fullri sæmd og því stóðu vonir til að hann gæti enn um skeið verið virkur þátttakandi í ýmsu því sem félögum hans og samferðamönn- um mætti verða til ávinnings og nokkurrar lífsfyllingar. Árið 1931 kvæntist Ólafur eftir- lifandi konu sinni Ólafíu Andrés- dóttur frá Hrísbrú og eignuðust þau þrjá mannvænlega syni sem allir eru búsettir f Mosfellssveit. Konu sinni og sonum reyndist Ólafur jafnan hvorttveggja í senn góður félagi og ráðhollur enda hefur fjölskyldusambúðin í Lauga bóli jafnan verið slík að tii fyrir- myndar mætti telja. Guðmundur Þorláksson. Gísli G. Auðunsson Tímamynd GE. læknis. Hins vegar skilst mér, að hann sé næsta valdalítill, fyrst og fremst ráðgefandi, en vald allt í höndum ráðherra. Þá er rétt að athuga aðgerðir þessara aðila til lausnar lækna- skorti dreifbýlisins. Landlækn- ir hefur góðfúslega lánað mér sérprentað plagg, sem ber yfir- skriftina „Frumvarp til læknaskip- unarlaga (lagt fyrir alþingi á 85. löggjafarþingi, 1964—65)“. í at- hugasemdum við lagafrumvarpið segir m.a.: „Með bréfi, dags. 15. apríl 1964, lagði landlæknir til við dóms- og kirkjumálaráðuneytið, að það gerði „nú þegar ráðstafanir til þess, að í samráði við lækna- samtökin í landinu og nokkra aðra aðila verði rækileg endurskoðun látin fara fram á læknisþjónustu dreifbýlisins." Með bréfi, dags. 22. maí 1964, skipaði ráðherra 6 manna nefnd, sem var falið það verkefni „að framkvæma endurskoðun á lækna- skipunarlögunum nr. 16 9. apríl 1955 og læknisþjónustu dreifbýlis- ins almennt, í því skyni að finna lausn á hinu aðkallandi vandamáli, sem stafar af skorti á læknum til héraðslæknisstarfa, einkum í hin- um fámennari og afskekktari hér- uðum landsins." í nefndinni voru landlæknir, skólayfirlæknir, einn yfirlæknir á sjúkrahúsi hér í Rvk, prófessor við læknadeild H.Í., ráðuneytis- stjóri og ráðuneytisfulltrúi. Enginn héraðslæknir? Enginn ungur læknir? En þó að enginn nefndarmanna hafi sézt utan bæjarmarka Reykja- víkur sl. 30 ár eða svo (nema á skemmtireisum um landsbyggðina) þaðan af síður við héraðslæknis- störf, grunaði víst engan aðstand- anda nefndarinnar annað en hér væru réttu mennirnir til að leysa úr læknaskorti dreifbýlisins. Ekki vil ég þó kasta rýrð á störf netnd arinnar fyrir fram. hún virðist hafa tekið verkefni sitt alvarlega, að minnsta kosti i fyrstu, leitaði álits héraðslækna og ýmissa ann- arra og skilaði tillögum „í frum- varpsformi ásamt athugasemdum, og voru þær sendar dóms- og kirkjumálaráðuneytinu með bréfi, dags. 7. nóvember 1964.“ Við skulum fyrst lita á grein- argerð nefndarinnar, sem fylgir frumvarpinu, því þar hlýtur að vera að finna forsendur allar. Ég leyfi mér því að taka upp kafl- ann „Um orsakir læknaskorts í dreifbýli,“ en hann hljóðar svo: ,,Tregða lækna tilað gerast héraðs læknar í dreifbýli á sér margvís- legar og flóknar orsakir, bæði fag legar, sálrænar og félagslegar. Veigamikil ástæða, sem á jafnt við um lækna sem aðra, er hin al- menna tilhneiging landsmanna til að búa í þéttbýli, en auk hennar koma til sérstakar ástæður, sem leggjast á sömu sveif og eiga að mestu eða öllu leyti við um lækna eina, og eru þessar helztar: 1. Starfsleg einangrun og starfs- ábyrgð. Víðast á landinu hagar svo til, að héraðslæknir verður að starfa einn. Að jafnaði verður slík- ur héraðslæknir að taka ákvarðan- ir og vinna læknisverk án þess að geta leitað álits eða aðstoðar ann- arra lækna, og líf sjúklingsins get- ur oltið á réttum úrskurði og við- eigandi aðgerðum. Á héraðslækn- um hvílir því mjög þung starfs- ábyrgð. Hin flókna, marggreinda nútímalæknisfæði krefst hópstarfs í æ ríkara mæli, og þótt sumir þættir starfsins hljóti eðli sínu samkvæmt að verða unnir af ein- um lækni, vilja nútímalæknar eiga þess kost að taka þátt í þvílíku hópstarfi sjálfir eða geta komið sjúklingum sínum í hendur slíks starfshóps, þegar þess gerist þörf. Hið fyrmefnda er einangruðum hér aðslæknum fyrirmunað, og hið síð- arnefnda krefst þess, að sjúkling- ur sé fluttur burtu, oft með ærn- um kostnaði, mikilli fyrirhöfn og jafnvel áhættu. 2. Fagleg einangrun og afleið- ing hennar. Hin öra þróun í lækn- isfræði leggur læknum á herðar þá skyldu að fylgjast vel með í fræði- grein sinni, en til þess er þeim jafn nauðsynlegt persónulegt sam- band og samstarf við stéttarbræð- ur sem lestur læknisfræðirita. Ein angraður læknir hlýtur að dragast aftur úr, þegar til lengdar lætur, hversu vel sem hann leggur sig fram, og þá er hætt við, að starfs- áhugi hans og starfsánægja dvíni smám saman. Þetta er engum ljós- ara en læknunum sjálfum, og sú tilhugsun er ungum læknum mjög ógeðfelld. 3. Vaktskylda, vinnutími og vinnuskilyrði. Héraðslækni er skylt að sinna kalli jafnt að nóttu sem degi. Fyrirfram á hann sér aldrei vísa hvíldarstund, og hann tekur ekki á sig náðir án þess að mega eiga von á, að ró hans verði raskað. Starfið er erilsamt og krefst oft mikils líkamlegs og andlegs þreks, og ósjaldan verður læknirinn að tefla á tæpasta vað í ferðalögum. Vinnutími hans er óreglulegur og fer ekki aðeins eft- ir heilsufari í héraði, heldur einn- ig geðþótta héraðsbúa. Svo látlausr ar vaktskyldu mun ekki krafizt af öðrum þegnum þjóðfélagsins. Vinnuskilyrði héraðslækna eru að vísu ekki að litlu leyti háð fram- taki þeirra sjálfra, en augljóslega skortir einangraðan héraðslækni með nútímalæknisþjálfun ýmis skil yrði til að hagnýta sér til fulln- ustu kunnáttu sína og leikni, og setja ungir læknar þetta mjög fyr- ir sig. ' 4. Vanmat á almennum lækms- störfum. Almenn læknisstörf njóta minni virðingar en sérfræðistörf bæði í augum sjúklinga og lækna. Fólk treystir sérfræðingum jafn- vel betur til almennra heimilis- starfa en almennum læknum og virðist lítinn greinarmun gera á einstökum sérgreinum. Að þessu leyti hefur skapazt óraunsætt of- mat á sérfræðingum. Héraðslækn- um finnst, að hinir sérfróðu lækn- ar í þéttbýlinu líti héraðslæknis- störf smáum augum, og í greinar- gerð eins af fremstu héraðslækn- um landsins, segir m.a.: „Þar við bætist, að læknar i Reykjavík líta

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.