Tíminn - 20.07.1966, Qupperneq 13

Tíminn - 20.07.1966, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 20. júlí 1966 jWfTTffl’W TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 . llil Meistararnir fallnir ? Portúga! sigraði Brazilíu 3:1 og nú er næstum öruggt, að brazilísku heimsmeistararnir falla út í keppninni Portúgalar áttu í litlum erfið- leikum með að sigra brasílísku heimsmeistarana á Goodison Park í gær með 3:1 og þar með er nær öruggt, að heimsmeistararnir geta pakkáð niður í töskur sínar og hald ið heim. Draumur þeirra um þriðja heimsmeistaratitilinn i röð er úr sögunni — þótt enn sé fræði legur möguleiki, að Búlgarar sigri Ungverja með tveggja marka mun — möguleiki sem aðeins er til á pappímum. Enginn trúir því, að Ungverjar tryggi sér ekki ö - ’g lega sigur í dag, — og leiki ^ gn Sovétríkjunum í átta liða úrslit- um. Portúgalar byrjuðu mjög vel og þegar á 15. min. skoraði Simoes eftir sendingu Eusebíó. Portúgal ar höfðu yfirburði, réðu gangi leiksins, og á 25. mín mátti segja að sigur þeirra væri öruggur. Eu sebio skoraði eftir að Torres sendi til hans knöttinn með skalla. Að vísu meiddist snillingurinn Pele rétt á eftir og gat lítið beitt sér það ,sem eftir var leiksins. En það hafði engin úrslitaáhrif. Portúgalar höfðu þegar sýnt, að þeir voru betri, og „svarta perl- an“ Eusebio fremri Pele. Staðan í hálfleik var 2:0. Brazilíumenn höfðu gert níu breytingar á liði sínu frá leiknum við Ungverjaland — en hinir 62.500 áhorfendur, sem horfðu á leikinn, sem háður var við frábær skilyrði, sáu litla breytingu. Leik urinn sannaði aðeins enn betur, að menn eldast, og heimsmeistar arnir frá 1958 og 1962 eru nú flestir orðnir of gamlir. Þeir reyndu þó eins og þeir gátu, en fengu „kennslustund í knatt- sp5'rnu“ eins og þulur BBC komst að orði. í síðari hálfleik léku Port úgalar öryggisleik. Þeir hættu litlu fyrir sókn, og oft var Eusibio einn frammi —- en leikur hans og Simoes var frábær — það var eins og einn heili. Brasilíumenn sóttu meira og á 73. mín skoraði Riido fyrir þá — og leikurinn lyftist lít illega. En Portúgalar réðu ferð- inni áfram og 4 mín fyrir leiks- lok skoraði Eusebio þriðja mark þeirra úr mjög skörpum vinkli. ..Hvernig hann fór að því skil ég ekki“ sagði Morris Edelstein, „en knötturinn er i netinu”. Og þar með eru Portúgalar — sem aidrei f5'rr hafa tekið þátt i lokakeppni HM — komnir í átta liða úrslit — og leiðin í undanúrslit virðist greið. annað hvort Chile eða N- Kórea. —hsírn. Argentína vann Sviss 2-0 og komst áfram Leikur Argentínu og Sviss í Sheffield í gær féll alveg í skugg- ann. Argentínumenn sigruðu ör- ugglega með 2:0 og hafa tryggt sér áframhaldandi rétt í keppn- inni og mæta annað hvort Uru- guay eða sigurvegaranum í leik Englands og Frakklands í átta.liða úrslitum á laugardag. Staðan í hálfleik var 0:0, en Artime skor- aði fyrra mark Argentínu stuttu eftir hlé og níu mín. fyrir leiks- Knattspyrnukóngurinn PELE var hnípinn og grátandi, þcgar hann yfirgaf leikvanginn í gærkvöldi. lok tryggðu þeir sigurinn örugg- lega. Svisslendingar börðust vel í leiknum og þrívegis höfðu þeir næstum skorað — en það er ekki nóg að komast nálægt því að skora — knötturinn verður að fara í netið. Þýzkaland—Argentína léku á Villa Park í Birmingham, og hér sést hinn frægi miðherji Þjóðverja, Uwe Seeler, spyrna knettinum á markið, en argen- tínski markvörðurinn var til staðar og varði. Við hlið lians er Jorge Albrecht, miðvörður Argentínu, sem vísað var af leik velli fyrir hörku — eini leikmað urinn liingað til, scm þurft hef- ur að stíga þau þungu spor. Mál hans var strax tekið fyrir af sérstökum dómstól, og þessi bezti varnarmaður Argentína' fékk ekki að keppa gegn Sviss; \ í gærkveldi. Uruguay komst áfram á jafntefll, en Mexicómenn áttu allan leikinn Hinn mikli leikvangur í Lund únum, Wembley, var hálftómur og j rigningin buldi á grassverðinum,1 þegar Uruguay og Mexicó léku um miðjan dag í gær. En áhorf ’ endur voru fljótir að gleyma rign • ingunni og hrifust af leik Mexi | kana, sem er sá bezti, setm sést; hefur í Lundúnum á HM. Mexi- kanar léku, opinn sóknarleik og þeir fengu óteljandi tækifæri til að skora. En heppnin lék ekld við þá og leiknum lauk með marka lausu jafntefli 0—0 og knöttur inn sleikti þverslá og stangir Uruguay, en inn vildi hann ek'ki- Það var ótrúlegt, að þetta skyldl vera sama lið Mexikana og hafði ' gert jafntefli við Frakkland og tapaði fyrir Englandi, svo ágæt | ur var leikur þeirra, þótt þeim ; heppnaðist ekki að skora. Mark j vörður Uruguay átti stórkostleg ; an leik, og bjargaði hvað eftir Darraðardans i markteig Sovétríkjanna, en markvörðurinn frægi, Lev Ja shin gómar knöttinn með því a3 kasta sér fyrir fætur hinna ítölsku mót- herja. Þeir æptu mark rétt áSur — sögðu knöttinn hafa fariS yfir mark línuna — en dómarinn sinnti því ekki. annað snilldarlega — og naut að stoðar slánna, þegar knötturinn flaug framihjá honum. Hinir 35 þúsund áhorfendur voru algerlega á bandi Mexico og hvöttu leikmennina ákaft. Síðasta hálftímann fögnuðu áhorfendur i hvert skipti, sem Mexikanar voru með knöttinn, en púuðu, þega • Uruguyar höfðu hann. Markvörð ur Mexikó, Antonió Carbaja! va eftir leikinn borinn í gullstól af félögum sínum. Hann lék í gær sinn síðasta leik f.5'rir Mexico f sinni fimmtu heimsimeistaro; i keppni. — hsím. Landsliðiö Landsliðsnefnd hefur vaiið lið það, sem leikur gegn þýzka íðinu Sportklub 07 á Laugardalsvelli i kvöld, og er það þannig skipað: Einar Guðleifsson, Akranesi. Njálsson, Val, Þorsteinn Friðpjofs son, Val. Sigurður Albertsson Keflavík, Anton Bjarnason. Frarn Magnús Torfason, Keflavík. Hörð ur Markan, KR. Helgi Númasoíi Fram, Jón Jóhannsson. Keflavik Hermann Gunnarsson, Val, og Ax el Axelsson, Þrótti. Varamenn eru Guttormur Ólafsson, Þrótti ió- hannes Atlason. Fram, Þórður Jónsson, KR, Eyleifur Hafsteins- son, KR og Björn Lárusson, Akra nesi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.