Vísir - 16.04.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 16.04.1975, Blaðsíða 1
65. árg. Miðvikudagur 16. aprll 1975 — 86. tbl. Pylsuvagnar á Eitt af þvi, sem trúlega flestir myndu vilja fá i göngugötuna Austurstræti og kannski vlðar, eru söluvagnar, eins og t.d. pylsuvagnar, sem gætu lifgað hið mesta upp á umhverfið. NU hafa verið lagðar fram umsóknir Brauðbæjar, Sælker- ans og Pylsuskálans s.f. um leyfi til að reka pylsuvagna. Lœkjartorgi og Hefur þeirri umsókn verið visað til heilbrigðismálaráðs. Við höfðum samband við Bjarna Arnason, forstjóra Brauðbæjar, og sagði hann okk- ur, að hugmyndin væri að stað- segja pysluvagna á Lækjartorgi og inni við Sundahöfn, þar sem engin þjónusta er rekin. Hafa þeir danska vagna i í Sundahöfn? huga, sem uppfylla danskar kröfurjen þeir, sem komið hafa til Kaupmannahafnar, hafa áreiðanlega ekki látið hjá liða að fá sér pylsu i pylsuvögnunum þar. Borgarráð visaði sem fyrr segir umsókn þessara fyrr- nefndu fyrirtækja tii heil- brigðismálaráðs. —EA 2E£r „Veit ekki á hvaða leið þetta þjóðfélag er" farmenn sem standa utan við þetta og togaramenn eru sér á parti i samningunum. Þannig er ekki alveg vist, hve margir áttu atkvæðisrétt í þessum kosning- um. Torfi Hjartarson sáttasemjari sagði I morgun, að engar nýjar kröfur hefðu komið fram 1 gær- kvöldi á samningafundi, sem stóö i tvær klukkustundir. Þar varö samkomulag um frestun vérk- falls. Sjómenn munu nú vafalaust rifja aftur upp eitthvað af þeim kröfum, sem samninganefnd þeirra hafði áður samþykkt að falla frá. Útvegsmenn samþykktu hins vegar gert samkomulag nefnd- anna með 198 atkvæðum gegn 8, þrir seðlar voru auðir. Ingimar Einarsson, sagði, aö samningafundur útvegsmanna og togarasjómanna i gær heföi stað- iðí hálftima. Næsti fundur veröur ekki fyrr en á þriðjudag. A meöan stöðvast togararnir hver af öðr- um, og munu að minnsta kosti niu hafa stöðvast. Næsti samningafundur Sjó- mannasambandsins og útvegs- manna verður á morgun upp úr hádegi. _ HH KERFIÐ BÝÐUR UPP Á ÓHAG- KVÆMINNKAUP — Sykurverðið snarlœkkar og ó eftir að lœkka enn, þegar leitað er eftir betra verði ,,Það voru aðeins 30 tonn af sykri, sem við keyptum frá Belglu. Lltið magn, sem verður uppselt eftir helgi. Salan I gær og I morgun hefur verið svo mikil,” sagði Guðmundur Ilall- grlmsson í Kaupgarði i viðtali við Visi skömmu fyrir hádegi, en Kaupgarður, Hagkaup og Kjöt og fiskur auglýstu I útvarpi I gær stórkostlega verðlækkun á sykri. „Sykurinn keyptum við á heimsmarkaðsverði, en heims- markaðsverð á sykri hefur lækkað verulega á siðustu tveim mánuðum,” sagði Guðmundur. ,,Ég kann ekki að svara þvi, hvers vegna aðrir sykurinn- flytjendur eru ekki komnir með jafn ódýran sykur. En stað- reyndin er sú, að verðlagsyfir- völd bjóða upp á óhagkvæm inn- kaup. Það gefur meira i aðra hönd að hirða álagninguna af vöru, sem keypt er á háu verði til landsins.” Og Guðmundur viðurkennir, að þeir þrir aðilar, sem nú selja ' eitt kiló af sykri fyrir 241 krónu kilóið fái færri krónur i sinn hlut, en ef þeir seldu þann syk- ur, sem þeir keyptu frá stóru sykurinnflytjendunum og kost- ar i dag 410 krónur kilóið. ,,En við gerum þetta einfald- lega i þeim tilgangi að laða til okkar fleiri viðskiptavini. Þeir koma til að kaupa ódýra sykurinn og kaupa ýmislegt annað i leiðinni. Þetta er bara kaupmennska,” sagði Guð- mundur umbúðalaust. Og hann upplýsti, að verzlan- irnar þrjár, sem hafa tekið höndum saman um sykur- innflutning, séu þegar farnar að leggja drög að næstu pöntun. „Sykurinn var ódýr, þegar við sömdum um kaupin á þvi magni, sem nú er i sölu. Siðan hefur heim smarkaðsverð lækkað töluvert,” sagði Guð- mundur. — ÞJM Talsverð spenna var við at- kvæðatalninguna hjá Sjómannasambandinu I gær, enda munaði ekki miklu. Ljósm. Bjarnleifur. — segir einn útvegsmanna — „Togum meira \", segja sjómenn „Ég veit ekki, á hvaða leið þetta þjóðfélag er,” sagði Ingimar Einars- son, formaður Félags is- lenzkra botnvörpuskipa- eigenda, i morgun. Hann benti á, að aðeins litill hluti sjómanna hefði tekið þátt i atkvæða- greiðslunni um samningana, en þeir voru felldir. Verkfalli hefur verið frestað i viku hjá öðrum en togara- mönnum, sem eru i verkfalli. ,,Við reynum að toga eitthvaö meira I,” sagði Sigfús Bjarnason, hjá Sjómannafélagi Reykjavlkur, I morgun.” Viö höfum ekki ástæðu til að ætla, að þetta hafi verið neikvætt i okkar félagi,” sagði hann og taldi, að atkvæði sjómanna úti á landi hefðu riðið baggamuninn I þvl, að samning- arnir voru felldir. 1 atkvæðagreiðslu Sjómanna- sambandsins tóku þátt 363 sjó- menn, sem er nálægt einn á hverjum bát. 197 sögöu nei og 155 já, 11 seðlar voru auðir. Sam- kvæmt upplýsingum Jóns Sigurössonar, forseta Sjómanna- sambandsins, eru um 3000 félagar I sambandinu, en I þeirri tölu eru Llklega hafa áhorfendur sjaldan hrifizt jafn innilega og I gærkvöldi, þegar sovézku fim- leikamennirnir sýndu listir sinar fyrir fullu húsi áhorfenda. Þarna gafstóvenjulegt tækifæri að sjá fyrsta flokks listafólk i iþróttum. Stúlkurnar litlu, 16- 17 ára, eru allar hrcin eftir- mynd Olgu Korbut, segir Hallur Simonarson i frétt um sýninguna i gærkvöldi. Inni I blaðinu er myndasyrpa frá sýningunni. En sjón er sögu rlkari og annað kvöld gefst fólki enn kostur á að horfa á þessa glæsilegu sýningu. A myndinni er Elena Kolesnikova. — SJA ÍÞRÓTTIR 1 OPNU. Seyðisfjörður eða Reyðarfjörður? ÁKVÖRÐUN EFTIR HELGI — baksíða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.