Vísir - 16.04.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 16.04.1975, Blaðsíða 3
Vtsir. Miðvikudagur 16. april 1975 3 FRÁ ISLANDI í AMERÍSKA SVEITASÆLU — Spjallað við Robert Dickerman, forstjóra Menningarstofnunar Banda- ríkjanna, sem hverfur nú til nýrra starfa „Hvernig skvldi veturinn nú vera,” hugsaði ég eitt sunnu- dagskvöld I september, þegar ég opnaði útidyrnar. Ég hélt, aö þetta væri bara Isienzka haust- veðrið, hafði heyrt heldur illa látið af veðrinu hér”. Þetta sagði Robert Dickerman, for- stöðumaður bandarisku upp- lýsingaþjönustunnar, sem för aftur til Bandarikjanna I fyrra- dag ásamt eiginkonu sinni, hinni sænsku Christinu. Veðrið sem Dickerman átti við var reyndar fárviðrið Ellen. „Veðr- ið hérna er ekkert afieitt, en þið hafið gaman af að gorta af veðr- inu, íslendingar”, sagði Dickerr man og brosti sinu smitandi brosi. Hvað fannst þér bezt við ver- una á tslandi? „tslendingar sjálfir. Ég eignaðist marga góða vini hér, þótt veran yrði ekki löng. Ef þú spyrð mig, hvað það versta við þetta allt sé, þá er þvi til að svara að verða nú að hverfa burtu frá Islandi”. Dickerman og kona hans fara nú til Bandarikjanna. Þar hafa þau keypt búgarð, „það er að segja, við erum búin að borga eitthvað sáralitið prósent af kaupverðinu”, sagði Dicker- man. Búgarðurinn er i Shenandoah Valley i Virginiu- riki. Dickerman er ungur að árum og braut upp á mörgum nýjung- um i starfi sinu hér I Reykjavlk. Mæltist framtak hans vel fyrir og ýmsir menningarviðburðir I Menningarstofnun Bandarikj- anna við Neshagann drógu að sér þúsundir manna. Má þar minnast á grafiksýninguna, sem nýlega var haldin I húsa- kynnum stofnunarinnar. Þau hjónin kynntust eitt sinn i Washington. Þar voru bæði við störf sem fréttamenn. Hún fyrir sænska sjónvarpið, hann fyrir blað sitt Chicago Tribune. Aður hafði hann starfað hjá Associat-, ed Press i Washington og tveim smáblöðum. Norðurlöndin þekkja Dickerman mæta vel, hefur stundað háskólanám I Dan- mörku, starfað fyrir Menn- ingarstofnun Bandarikjanna i Osló, hefur verið i Finnlandi og nú tslandi. Og svo á hann sænska eiginkonu. 1 Osló var oft vitnað til Dickermans sem „unga fulltrúans”, og á íslandi var hann lika „ungi fram- kvæmdastjórinn”. Hann segist kunna þessu vel, þetta sé ekki annað enhrósyrði. Annars kann hann vel við starfið og kunni vel Starf í „einangrun": SEXTÁN HAFA ÞEGAR SÓTT UM - og umsóknarfrestur um Hveravallastarfið þó enn ekki liðinn Sextán umsóknir um starf á Hveravöllum höfðu borizt til áhaldadeildar Veður- stofunnar i gær samkvæmt þeim upplýsingum, sem við fengum i morgun. Umsóknarfrestur rennur út 20. april, og eiga þvi sjálfsagt enn fleiri umsóknir eftir að berast. Siðast þegar staðan var auglýst laus, sóttu um 30 um starfið. Gert er ráð fyrir þvi, að þau, sem nú eru á Hveravöllum, ljúki þar starfi snemma i ágúst. Mikið er um að pör eða hjón sæki um að komast á Hvera- velli, og eru raunar flestir umsækjendur paraðir. Ekki er svo annað að heyra en fólki liki hið bezta á Hvera- völlum. -EA. við fréttamannsstarfið og sakn- ar þess talsvert. Næstu vikurnar munu þau Dickerman-hjónin njóta sveitasælunnar i Virginiuriki, en siðan taka við störf fyrir USIS i Washington og siðar i einhverju öðru landi. „Auðvitað vildi ég helzt af öllu reka búið mitt áfram, en þá yrði ég að hafa skrifstofulaunin min. En það fæ ég vlst ekki, það verður ekki við öllu gert”, sagði Dickerman að lokum, — JBP — Dickerman og kona hans að heimili þeirra við Tjarnarstlg á Sel- tjarnarnesi. Þau voru að pakka niður farangri slnum, nokkuð sem erlendir sendimenn veröa að gerast sérfræðingar I. (Ljósmynd VIs- is BG). BARRTRÉ MJÖG ILLA FARIN Barrtre' eru viðast hvar mjög illa farin eftir veturinn að sögn Hafliða Jónssonar garðyrkju- stjóra. Þau, sem staðið hafa i skugga og skjóli, hafa þó sloppið betur. Trén eiga þó lif fyrir höndum, ef brumin lifa. t gær var verið að klippa af trjánum I Hallar- garðinum,og þar var okkur tjáð að trén væru nokkuð illa farin og þá sérstaklega eftir kuldakastið um daginn. -EA/Ijósm. Bragi. Barrtré eru mjög illa farin eftir veturinn, segir garðyrkjustjóri. i gær var verið að klippa af trjám I Hallargarðinum, og þessir strákar léku sér að þvi að slást svolitið með greinum, sem klipptar höfðu verið af. Ljósm.: Bragi, Hér er eitt dæmi um það, hvernig barrtré hefur farið, — dauðar greinar. UM 500 MANNS VIÐ GÍTAR- NÁM í VETUR — Áhugamenn um klassíska gítartónlist hafa stofnað félag „Ætli það séu ekki eitthvað um 500 manns, sem hafa verið við gitarnám bara á þessum eina vetri. Þeir skipta orðið þúsund- um, gitarleikararnir i borginni og þvi orðið timabært, að þeir eignist sitt eigið félag,” sagði ungur gitarleikari, Kjartan Eggertsson, sem cr formaður Félags áhuga- manna unt klassiska gitartónlist. „Félagið var stofnað fyrir um það bil ári, og voru stofnendur tuttugu talsins. Þar á meðal eru margir af þekktustu gitarleikur- um landsins, en allir eiga félags- menn það sameiginlegt að hafa lagt stund á gitarleik lengi,” út- skýrði Kjartan. „A þvi ári, sem félagið hefur starfað, hefur tala félagsmanna tvöfaldazt án þess að við höfum gert nokkuð til þess að kynna félagsskapinn,” hélt hann áfram. „Við höfum komið reglulega saman og spilað hljómplötur með góðum gitarleik, hlýtt á leik hvers annars, skipzt á nótum og rætt um tónlist. Staðreyndin er sú, að gitarinn skipar ekki sama virðingarsess og t.d. fiðlur og selló, en það leik- ur enginn vafi á þvi, að gitarinn er vinsælasta hljóðfærið,” segir Kjartan. „Á undanförnum árum hafa verið stofnuð félög lik og okkar um alla Evrópu. I Bret- landi hefur nánast gitaræði gripið um sig og gitartónleikar haldnir út um allt við mikla aðsókn.” En hvað er á dagskrá islenzka félagsins, Félags áhugamanna um klassiska gitartónlist? Þvi svarar Kjartan greiðlega: „Við viljum opna félag okkar meira og i þeim tilgangi munum við gangast fyrir samkomu i norðurkjallara Hamrahliðarskól- ans klukkan þrjú næstkomandi sunnudag. Þar ætlum við að dreifa upplýsingum um gitarinn, kynna félag okkar, og sömuleiðis munu þeir reyndustu i félaginu spila nokkur lög.” I stjórn félagsins eru auk Kjartans: Páll Torfi Ogmunds- son, en hann hefur m.a. unnið sér það til frægðar að semja verk fyrir gitar, strokhljóðfæri og trommur i tilefni þjóðhátiðarárs. Var verkið flutt við góðar undir- tektir i Hamrahliðarskólanum. Þá er i stjórninni Katrin Guðjóns- dóttir, gitarkennari, en hún hefur samið margar kennslubækur fyrir nemendur i gitarleik. Simon tvarsson er einnig i stjórninni, en Simon hefur spilað talsvert opin- berlega með Kjartani, og loks Jón tvarsson, en hann hefur einkum og sér i lagi annazt erlendar bréfaskriftirfyrirfélagið ogm.a. fengið þvi áorkað að fá loforð nokkurra þekktra gitarleikara erlendra um, að þeir komi hér við á ferðum sinum yfir Altants- haf. — ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.