Vísir - 29.04.1975, Side 12

Vísir - 29.04.1975, Side 12
12 Vlsir. Þriðjudagur 29. aprll 1975. VEÐRÍÐ ÍDAG Allhvöss norð- austan átt. Bjart veður. Frost 5-10 stig. A EM i Israel i fyrrahaust fékk Romik, ísrael, mikið lof fyrir eftirfarandi spil. Það var I leiknum við Svíþjóð, sem sýndur var á sýningartöflunni. Romik spilaði fjögur hjörtu i vestur og norður spilaði út tlgulsjöi. 4 KG64 V 8762 ♦ KD10 * D6 4 10732 V 10 ♦ 8752 + G1042 4 95 VÁK93 4 963 4AK73 4 ÁD8 VDG54 ♦ AG4 4985 Suður tók á tigulás, sfðan spaðaás og spilaði tigli áfram, sem Romik átti. Hann spilaði hjarta á ásinn og þegar 10 kom frá norðri vöknuðu vissar grunsemdir hjá Romik. Hvers vegna hafði Lindquist I suður strax tekið á ásana sina? — Nú, Romik spilaði þrisvar laufi — tók síðan kóngana i tigli og spaða og suður fylgdi alltaf lit. Þá trompaði hann spaða I blindum og spilaði litlu laufi. Suður, sem átti aðeins D-G-5 eftir i hjartanu, var vamarlaus. LÆKNAR Reykjavik — Kópavogur. Ilagvakt: kl. 08.00—17.00 mánud. — föstudags, ef ekki næst I heim- ilislækni simi 11510. Kvöld- og næturvakt: kl. 17.00 — 08.00 mánudagur — fimmtudags, simi 21230. Hafnarfjörður — Garðahreppur. Nætur- og helgidagavarzla, upp- lýsingar i lögregluvarðstofunni, simi 51166. A laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar, en lækn- ir er til viðtals á göngudeild Landspitalans, simi 21230. Ifpplýsingar um lækna- og lyfja- búðaþjónustu eru gefnar i sim- svara 18888. APÓTEK Kvöld-, nætur- og helgidaga- varzla apótekanna vikuna 25. april -1. mai er í Laugavegs Apó- teki og Holts Apóteki. Það apótek, sem fyrr er nefnt, annast eitt vörzluna á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. Einnig næturvörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga, en kl. 10 á sunnudög- um, helgidögurp og almennum fridögum. Kópavogs Apótek er opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga er opið kl. 9-12 og sunnudaga er lokað. Rafmagn: í Reykjavik og Kópa- vogi i sima 18230. í Hafnarfirði i sima 51336. Hitaveitubilanir simi 25524. Vatnsveitubilanir simi 85477. Simabilanir simi 05. Slýsavarðstofan: simi 81200, eftir skiptiborðslokun 81212. Sjúkrabifreið: Reykjavik og Kópavogur, simi 11100, Hafnar- fjörður simi 51100. Tannlæknavakt er i Heilsuvernd- arstöðinni við Barónsstig alla laugardaga og sunnudaga kl. 17-18. Sími 22411. Reykjavík:Lögreglan simi 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið, simi 11100. Kópavogur: Lögreglan s'Imi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvilið simi 51100, sjúkrabifreið simi 51100. Jöklarannsóknafélag íslands Vorfundur verður haldinn þriðjudaginn 29. april i Tjarnarbúð niðri og hefst kl. 20,30. FUNDAREFNI: Eyþór Einarsson, grasafræðing- ur, rabbar um Esjufjöll og sýnir litmyndir þaðan. Jón Isdal, skipasmiður, ræðir um Vatna- jökulsferðina 1974 og sýnir lit- myndir. Kaffihlé. SIGURÐUR Þórarinsson bregður upp mynd- um af „hlaupandi jöklum”. — Stjómin Árnessýsla — Selfoss Þriðjudaginn 29. april n.k. verður haldinn fundur i sjálfstæðis- félaginu Oðni og hefst hann kl. 21.00 i Sjálfstæðishúsinu, Tryggvagötu 8, Selfossi. Fundar- efni: Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Stjórnin. Fulltrúaráösfundur í Kópavogi Fundur verður haldinn þriðjudaginn 29. april kl. 20.30 i Sjálfstæðishúsinu við Borgar- holtsbraut. Fundarefni: 1. Kjör fulltrúa á iandsfundi sjálfstæðisflokksins 2. Oddur Ólafsson, alþingismaður flytur ræðu. Fulltrúar eru beðnir að mæta stundvislega. Stjórn fulltrúaráðsins. Akranes Fundur verður haldinn i Sjáif- stæðishúsinu að Heiðarbraut 20, þriðjudaginn 29. april kl. 20.30.. Ellert B. Schram ræðir um stjórnmálaviðhorfið og svarar fyrirspurnum. Kaffiveitingar Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisfélögin á Akranesi. Félagsstarf eldri borgara Danssýning nemenda frá dans- skóla Sigvalda verður miðviku- daginn 30. april kl. 4 e.h. að Norðurbrún 1. Húsið opnar kl. 1 e.h. eins og vanalega. Eftir sýninguna dansa nemendurnir við gestina. Félágsmálastofnun Reykjavikurborgar. TILKYNNINGAR Flóamarkaður verður haldinn laugardaginn 3. mai i Safnaðarheimili Bústaðasóknar. Tekið verður á móti munum i Safnaðarheimilinu kl. 5-7 frá og með mánud. 28. april. Sækjum heim — hringið i sima; 32076 Asta — 31435 Ragna — 34733 Jenny — 36212 Dagmar. Kvennadeild Skagfirðingafélagsins i Reykjavik Basar og kaffisala verður i Lindarbæ fimmtudaginn 1. mai kl. 2 e.h. Tekið á móti munum á basarinn i Lindarbæ kvöldið áður eftir kl. 8 — kökumóttaka f.h. 1. maf. Hollenzki ræöumaðurinn Gert Doornenbal o.g enski pianó- leikarinn Peter Bye tala og kynna Eurofest á samkomu Hjáipræðis- hersins i kvöld kl. 20.30. Hjálpræðisherinn. Kvenfélag Hreyfils Spilum félagsvist' miðvikudags- kyöld 30. april kl. 8.30 i Hreyfils- húsinu. Mætið vel og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Kópavogur skrifstofu- timi Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna I Kópavogi hefur ákveðið að skrif- stofa Sjálfstæðisflokksins i Kópavogi að Borgarholtsbraut 6 verði framvegis opin á þriðju- dögum kl. 17—19. Stjórnin. Simavaktir hjá ALA-NON Aöstandendum drykkjufólks skal bent á simavaktir á mánudögur.i kl. 15-16 og fimmtudögum kl. 17-18 simi 19282 i Traðarkotssu.ndi 6. Fundir eru haldnir i Safnaðar- heimili Langholtssafnaðar alla laugardaga kl. 2. Mænusóttarbólusetning. Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram I Heilsuverndarstöð Reykjavikur á mánudögum kl. 16.30—17.30. Hafið með ónæmiskirteini. Ónæmisaðgerðin er ókeypis. Heiisuverndarstöð Reykjavikur. | 1DAG | í KVÖLO | i íDAG j í KVÖLD | Tveir Norðurlandabúar komu heldur betur á óvart á miklu skákmóti, sem nýlega lauk i Dortmund. Finninn Westerinen sigraði með 9.5 vinninga og annar varð Norð- maðurinn Leif Ogaard með 8 vinninga. Siðan komu Savon, Sovét, með 7.5 vinninga, Parma, Júgóslaviu, og Bed- narski, Póllandi, með 7 vinn- inga, Pytel, Póllandi, og Kuprestsjik, Sovét, með 6.5 vinninga. Af árangri annarra keppenda má nefna, að Keene, Finnlandi, hlaut 4.5 vinninga og Omstein, Sviþjóð, 3.5 vinn- inga. Þetta er lokastaðan úr skák þeirra ögaard og Savon á mótinu. Norðmaðurinn hafði hvitt og lék siðast 26. Rg2 og Savon, sem hafði haft erfiða stöðu lengstum i skákinni, bauð jafntefli, sem hinn þáði. Skiljanlegt — má bæta við — gegn manni, sem fyrir örfáum árum varð skákmeistari Sovétrikjanna. Jakob Jónsson spjallar um Nýja testamentið kl. 21.50: Kristilegur kommúnismi og fjúrhagur frumsafnaðanna Dr. Jakob Jónsson heldur áfram að flytja sin fróðlegu er- indi um Nýja testamentið i kvöld kiukkan 21.50. Að þessu sinni ræðir hann um hugtakið kristilegur kommúnismi og reynir að setja saman heildar- mynd af fjármálum frum- safnaðanna samkvæmt þvi sem Nýja testamentið gefur i skyn. Ekki mun fjárhagur fyrstu kristilegu safnaðanna hafa verið sterkur, en Jakob mun I kvöld fræða hlustendur sina um það, hvernig safnaðarmenn sáu fyrir þörfum sinum og miðluðu fátækum af fé sinu. —JB SJÓNVARP • 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsing- ar 20.35 Helen — nútimakona Bresk framhaldsmynd. 10. þáttur. Þýðandi Jón O. Ed- • wald. Efni 9. þáttar: Helen flytur i kjallaraibúðina, sem Harold, vinnufélagi hennar, hefur boðið henni. Frank / fær fréttir um, að hún sé farin að búa með karl- manni, og li"kar honum það stórilla. Hann tekur að njósna um mannaferðir Lög unga fólksins" kl. 20.00 í kvöld w „EG ER LANGÞREYTT A ÞEIM GRÁTBÓLGNU B S — segir Ragnheiður Drífa, er sér um þáttinn ,,Ef satt skal scgja er ég orðin hálf-langþreytt á þessum grát- bólgnu kveðjum. Við erum margbúin að láta i það skina i þáttunum að þcir, sem kveðj- urnar senda, ættu að hætta þessum eilifu stælum, en það hefur ekki virkað.” Þetta höfum við eftir Ragn- heiði firifu Steinþórsdóttur, sem Iumfjögur ár hefur nú séð um þátlinn Lög unga fólksins. ,,En I guðanna bænum láttu samt ekki lita út eins og ég sé orðin hundleið á að sjá um þenn- an hátt þvi þá reka þeir mig. Hitt er þó staðreynd að ég held minu ástfóstri við þáttinn eink- um vegna blankheita,” sagði Ragnheiður Drífa. „Það hefur verið reynt að breyta fyrirkomulaginu. Sigurður Garðarsson, sem sá um þáttinn um tima, reyndi að lesa færri kveðjur og leika þeim mun meira af góðum lögum, en hann fékk fleiri skammar- bréf en þakkarbréf. Það er greinilegt að kveðjurnar eru aðalatriðið og að lögin skipta minna máli, þótt auðvitað rigni yfir okkur skömmum, þegar við af einhverjum ástæðum getum ekki leikið sama lagið og beðið er um,” sagði Ragnheiður Drifa. „Og eftir bréfamagninu að dæma virðist þetta fyrirkomu- lag lika bezt. Ég kemst aðeins yfir einn fjórða af öllum kveðj- unum I hverjum þætti og þykir nú mörgum nóg um kveðjurnar samt,” sagði Ragnheiður Drifa. Lög unga fólksins eru á dagskrá útvarpsins klukkan 20.00 i kvöld. — JB

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.