Vísir - 09.05.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 09.05.1975, Blaðsíða 4
4 Visir. Föstudagur 9. mal 1975, PÓSTUR OG SÍMI Laus staða hjá Rekstursdeild — — staða loftskeytamanns eða sim- ritara við loftskeytastöðina. PASSAMYIVDIR s teknar i liftum tilbútiar strax 9 barna fíölskyldu LJÖSMYNDIR AUSTURSTRÆTI 6 S.12644 Nánari upplýsingar veitir um- dæmisstjóri Pósts og sima ísafirði. Styrkir til þýðingar og útgófu Norðurlandabókmennta Athygli bókaútgefenda er vakin á þvi aö fyrsta umsóknarfresti um norræna styrki til útgáfu þýddra bóka frá Norðurlöndum lýkur 15. main.k. vegna fyrirhugaörar úthlutunar I júni. Umsóknareyöublöö og nánari upp- lýsingar fást I menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. i Menntamálaráðuneytið, 5. mai 1975. Innréttingar Tilboö óskast I smiöi innréttinga I kennslustofu Héraös- skólans I Reykjanesi viö ísafjaröardjúp. Útboösgagna skal vitja á skrifstofu vora gegn skilatrygg- ingu kr. 2;000.- Tilboð veröa opnuö á sama staö þriöjudag- inn 20. mai n.k., kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 opnum viö útibú aö Arnarbakka 2. Útibúió mun ætlaö að þjóna yður. Kynnió yöur þaó hagræði sem þér getið haft af því. Q D Utibú Arnarbakka 2, Breiöholti, Sími 74600 Opið kl. 9.30-12, 13-16, 17-18.30. REUTER ap ntb MORGUN U Kallaðir tœkifœris- sinnar Jafnaðarmannaflokk- urinn, sem kom sterk- astur út úr kosningunum i Portúgal fyrir tveim vikum, mætir nú vax- andi fjandskap af hálfu herstjórnarinnar i Portúgal, eins og félög- um sinum i rikisstjórn- inni, kommúnistum. Vasco Goncalves, forsætisráð- herra, duldi illa f sjónvarpsræðu, sem hann flutti í gærkvöldi, ákúr- ur, sem hann veitti jafnaðar- mönnum. Endurtók hann þar fyrri ásakanir kommúnista um, að jafnaðarmenn reyndu að not- færa sér kosningasigurinn til að kljúfa raðir verkalýðsstéttarinn- ar. Stinga þessar ásakanir nokkuð I stúf við yfirlýsingar jafnaðar- manna og kommúnista um, að báðir ætluðu að vinna saman að þvi að viðhalda þvi frelsi, sem náðist með byltingu hersins. Héldu leiðtogar flokkanna fundi til að reyna að jafna ágreining þeirra. En þrátt fyrir þá sáttafundi hefur ágreiningurinn harðnað síðustu daga. Concalves hershöfðingi varaði i ræðu sinni þjóðina við „kapi- taliskum öflum” og „pólitiskum tækifærissinnum”, en hið siðara þykir skirskota til jafnaðar- manna, sem gert hafa kröfur til þess, að meira tillit yrði tekið til þeirra sjónarmiða, eftir að úrslit kosninganna sýndu, hvert fylgi þeirra hafa hjá kjósendum. Það, sem jafnaðarmenn hafa átt erfiðast með að kyngja i vald- niðslu hinna vinstri sinnuðu her- foringja, var tilskipun herráðsins um, að verkalýðssamtök kommúnista væru einu löglegu verkalýðssamtökin i landinu. Að þessu vék Goncalves i ræðu sinni og sagði, að það væri sorg- legt, ef portúgalskir verkamenn tækju að deila um „minniháttar atriði, sem pólitiskir tæki- færissinnar blésu upp i fölskum tilgangi”. Jafnaðarmenn hafa krafizt kosninga i fjölda verkalýðsfélaga i von um að steypa forystu kommúnista i þeim, en þeim kröfum hefur verið tekið með tómlæti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.