Vísir - 09.05.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 09.05.1975, Blaðsíða 16
vism Föstudagur 9. mai 1975. Fastur undir stýri éftir óreksturinn Ilarftur árekstur varð á Hellis- heiði á fimmta timanum i gær, ekki langt frá Skfðaskálanum. Þar rákust á tveir fólksbilar, annar með X-númeri en hinn með R-númeri. ökumaður X-bilsins siasaðist mest, mun hafa rif- brotnað og fleira, og var fastur undir stýri, er að var komið. Barn, sem með honum var, slas- aðist einnig og sömuleiðis hjón, sem voru I R-bilnum. Allir voru fluttir á slysadeild Borgarsjúkra- hússins. — SHH Ferða- skrifstofa íþrótta- fólksins? Svo kann að fara, að iþrótta- samtökin stofni sina eigin ferðaskrifstofu. Á sambands- ráðsfundi íþróttasambands tslands um siðustu helgi var beint áskorun til Aiþingis og rikisstjórnar um að fella niður hinn nýja flugvallarskatt. Þá var samþykkt að kanna þátttöku iþróttasamtakanna i rekstri ferðaskrifstofu. Ferða- lög iþróttafólks eru orðin mjög umfangsmikil, og hafa iþróttasamtökin ekki verið allt of ánægð með þau kjör, sem stórum hópum bjóðast hjá flugfélögunum. —JBP— RÆKJAN VEKUR UPP „GULL- ÆÐI" Sannkallaö „gullæði” hefur gripið um sig meðal þeirra, sem fengu rækjuleyfi I Axarfirði. Strax fyrsta daginn, sem bátar nyrðra höföu rækjuleyfi, fóru bát- ar á miðin. Múli frá Ólafsfiröi var heldur betur heppinn, fékk 10 tonn á tæpum sólarhring. Þennan afla lagði hann upp á Akureyri hjá niðursuðuverksmiðju KA. Fyrir sólarhringsúthald tveggja manna fékk hann hátt I hálfa milljón króna. Ekki er vist, að allir verði jafn heppnir, og sumir sjómanna á Kópaskeri telja, að Hafrannsókn- arstofnunin hafi haft frammi heldur undarlegar aðferðir við rannsóknir á rækjunni i firöinum. Var ekkert við sjómenn talað, en þeir telja að mun meira sé af rækju i Þistilfirði. Þar telur stofn- unin þó að ekki séu nein veruleg rækjumið. Sjómenn segja, að úr fiski úr Þistilfirði komi alltaf talsvert af rækju, þegar fiskurinn er slægð- ur. Þá er strax kominn urgur i sjó- menn við Axarfjörðinn yfir þvi, að bátum frá Eyjafjaröarhöfnum skuli leyft að veiða á miðum, sem „eru upp undir kálgörðum hjá okkur,” eins og einn sjómann- anna sagði I viðtali við Visi. Flugfreyjur sitja við sinn keip: Flug stöðvost á miðnœtti ef ekki semst „Þaö gerðist ekkert, sem fær okkur til að fresta verkfallinu, á fundinum í gær," sagði Erla Hatlemark, for- maður Flugfreyjufélags- ins, í morgun. „Við heyrðum lítið frá þeim," sagði hún um viðsemj- endur flugfreyja. Verk- fallsboðunin stendur því enn óbreytt og hefst verk- fall á miðnætti, ef ekki semst í dag. Enn er þó tækifæri. Samningafundur hefst i dag klukkan þrjú. Fundurinn i gær stóð frá klukkan tvö til um 10 i gær- kvöldi. Erla sagði, að það væri „ósmekklegt að láta leka út af samningafundum og jafnvel brot á vinnumálalöggjöfinni.” Hún sagðist ekki skilja, hvernig talan 43%, sem blaðið nefndi, að flugfreyjur krefðust fyrir að fresta verkfalli, væri fundin. Þær hefðu farið fram á að fá vaktaálag samkvæmt fyrri kröfum og eitthvað meira fyrir að fresta verkfalli og halda áfram viðræðum. —HH Staðnir að verki Tvö innbrot voru upplýst á staðnum aðfaranótt uppstigning- ardags. Lögreglan greip tvo ungl- inga inni i Rakarastofunni i Bankastræti, og sömuleiðis inn- brotsþjóf, sem hafði brotið upp dyrnar að fiskbúðinni að Sund- laugavegi 12, en var ekki kominn inn er lögregluna bar að. Hann tók þá til fótanna en komst ekki iangt, áður en hann var gripinn. —SHH Hjólafólk fró í gamla, gamladaga Það er ekki annað hægt að segja en hjólreiðamennirnir þarna á myndinni taki sig vel út. Sá til hægri, Karl Guðmundsson leikari, er reyndar vanur að hjóla,þvi við sjáum hann oft þannig i umferðinni. Mynd þessa tók Bjarnleifur i leikhúsgöngu L.R. I gær, en þessi fjölskrúðuga leikhúsganga var til þess gerð að vekja athygli á byggingu hins nýja borgarleikhúss. Gamlir bilar, litskrúðugir búningar og dixielandhljóm- sveit settu mikinn svip á borg- ina I gær. —EA „Ef verk- falisboðun er, loga allar línur" — aukaferð til Glasgow og London ef verkfall verður, og athugun ó aukaferð- um innanlands „Aiitaf ef verkfallsboðun er, þá loga allar linur,” sagði Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flug- leiða I morgun, en flugfreyjur hafa sem kunnugt er boðað verk- fall frá miðnætti i nótt. Sveinn sagði, að ef fyrirsjáan- legt væri að af verkfallinu yrði, yrði farin aukaferð til Glasgow og London klukkan 9 i kvöld. Far- þegar eru m.a. þátttakendur i brezkri læknaráðstefnu, sem á- ætluðu brottför á morgun. Athugun stóð yfir á þvi hvort aukaferðir yrðu i innanlandsflug- inu, en þar er liflegt núna, að minnsta kosti i simanum, var okkur tjáð á afgreiðslu Flugfé- lagsins. Fólk hringir mikið og spyr. Sumir vilja fá ferðum sinum flýtt, en aðrir eru bjartsýnir á að sam- komulag náist eða frestun á verk- falli komi til. Ekki er þó fullt I allar ferðir innanlands i dag. Þess má geta, að ófært var til Vestfjarða og Vestmannaeyja i morgun. Rétt er lika að geta þess, að þó af verk- falli verði, geta menn komizt flugleiðis leiðar sinnar með minni flugfélögunum, þar sem flug- freyjur eru ekki meðal starfs- krafta. —EA Harður árekstur í miðbœnum Harður árekstur varð á Hverfisgötu við Lækjartorg um sexleytiö I gærkvöldi. Þar var stórum ameriskum fólks- bfl ekið beint frá Lækjartorgi, viðstöðulaust I hiiðina á litlum Evrópubil, sem var á leið úr Hafnarstræti upp Hverfisgötu. Tvær konur, sem voru i litla bflnum, slösuðust nokkuð og voru fluttar á slysadeild á- samt tveimur börnum, sem með þeim voru. Billinn skemmdist mikið. Grunur leikur á, að ökumaður stóra bflsins hafi ekki verið allsgáð- ur. Þessi gatnamót, þar sem saman koma fjórar miklar umferðaræðar, eru nokkuð viðsjárverð og þykir mörgum sem þar væri timabært að koma upp ljósum. —shh Pilturinn úr Kópavogi enn á ferðinni: FÓR AFTUR INN GLUGGA AÐ NÁ UM SAMA SÉR í BÍL Drengurinn, sem á sunnu- dagsmorguninn velti stoinum bíl á flótta undan Hafnarfjarð- arlögreglunni, fór aftur á stúf- ana á aðfaranótt fimmtudags- ins. Hann skreið aftur inn um sama gluggann hjá Kr. Kristjánssyni h .f. og stal sér þar öðrum bil og enn var hann ölv- aður. Eitthváð gekk honum ekki eins vel i bflavalinu nú og um daginn, þvi litiö var um lykla á glámbekk og hann virðist hafa forðazt I lengstu lög að taka sér jeppa. Meðal annars hafði hann rifið leiðslur i japönskum bil og tengt saman, en hann gat ekki annað en bakkað honum beint út, þvi stýrið varlæst. Eitthvað hafði hann skemmt fleiri bfla, en loks gengu gamlir lyklar, sem hann fann I skúffu, fyrir til- viljun að jeppa með Y-númeri, sem þarna beið nýs kaupanda. Að þessu sinni hafði hann ekki kvenlega aðstoð, heldur voru með honum tveir piltar úr Reykjavik á svipuðu reki og hann, en hann er fæddur 1960. Nú var farið út að keyra og komið viða við til innbrota og þjófnaðar. Loks kom að þvi að lögregluþjónn á sérstöku nætur- eftirliti á óeinkenndum bil, veitti piltunum athygli inni á Kleppsvegi. Honum þótti hátta- lag þeirra athyglisvert, og hélt I humáttina á eftir þeim. Þeir fóru þá að velja sér krókaleiðir, til að athuga hvort raunveru- lega væri verið að veita þeim eftirför, en aldrei kom til kapp- aksturs. Þessu lauk svo með þvi, að með aðstoð tveggja lög- reglumanna úr umferðardeild, sem tilkallaðir höfðu verið, tókst að króa drengina af á Kleppsmýrarvegi og ná þeim þar. Þá voru þeir meðal annars með 18 karton af sigarettum I bflnum og brúsa af bensini, sem þeir höfðu nýlokið við að stela á Kleppsveginum, þegar þeim var veitt athygii. —SHH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.