Tíminn - 10.08.1966, Side 12

Tíminn - 10.08.1966, Side 12
T2 IÞRÓTTIR TÍM IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 10. ágúst 1968 Gunnar Felixson, ICR, í leiknom á móti Þrótti í fyrrakvöld. Hann skoraSí fjögur mörk — og hefur nú veriS valinn í landsliSiS. (Tímamynd: Bjarnl.) Akureyri og KR leika á fimmtudag Alf — Reykjavík. — Leik ur, sem margir hafa beufð eftir, ekki sízt Akureyring- ar, verður leikinn n.k. fimmtudagskvöld, en það er ieikur Akureyringa og KR fyrir norðan, en eins og kunnugt er, þá varð að fresta þessum leik. Bæði KR og Akureyri hafa enn- þá möguleika á að vinna mótið, en það iiðið, sem tap ar á fimmtudag, missir af Iestinni. Leikurinn / hefst ki. 20. Framhald á bls. 13. Eusebio “beztur,, Lesendur enska vikubiaðs ins .J'íews of the World", kusu portúgalska leikmann- hm Eusebio sem bezta leik mann heimsmeistara keppninnar. Úrslitin komu nokkuð á óvart, þvi að bú izt var við, að annað hvort Bobby Charlton eða Bobby Moore yrðu fyrir valinu. En þessi úrslit sýna vel góðan íþróttaanða, sem ríkir með- al Breta. Fyrir bragðið hreppir Eu sebio upphæð, sem svarar til 120 þús. ísl. króna, en það er sama upphæð og hann fékk fyrir að vera marka- hæsti leikmaður keppninn ar. Eins og kunnugt er, er upplag News of the World um 9 millj. eintök og er ekkert blað í heiminum gef ið út í eins stóru upplagi. Eusebio fór grátandi út af vellinum eftir leikinn gegn Englandi. LANDSLIÐSNEFND í „STUÐS“: Átta nýliðar í landsliðinu á móti áhugamönnum Wales í gærdag tilkynnti stjórn KSÍ íslenzka landsliðið, sem leika á gegn áhugamönnum Wales á Laug ardalsvellinum, n. k. mánu- dagskvöld. Og í ljós kemur, að landsliðsncfnd hefur verið röttæk í vali sínu, því að hvorki meira né minna en 8 nýliðar eru í lið- inu. Þeir, sem áður hafa leikið í landsliði, og eru valdir nú, eru þeir Árni Njálsson, Ellert Schram og Gunnar Felixson, en samtals hafa þessi Ieikmenn 36 lands- leiki að baki. Annars er liðið þannig skipað, talið frá markverði til vinstri út herja: Einar Guðleifsson, Akranesi, Sama verð á aðgöngumiðum Sala aðgöngumiða að landsieikn um n.k. mánudagskvöld hefst við Útvegsbankann á föstudag kl. 9. Verð aðgöngumiða er það sama og á síðasta iandsleik, þ.e. stúku miðar á kr. 150, stæði á kr. 100 og barnamiðar á kr. 25. Leikurinn hefst kl. 20 og verð ur þetta fyrsti landslcikur okkar gegn Wales. Árni Njálsson, Val (fyrirliði), Ársæll Kjartansson, KR, Magnús Torfason, Keflavík, Anton Bjamason, Fram, Sigurður Albertsson, Keflavík, Reynir Jónsson, Val, Hermann Gunnarsson, Val, Jón Jóhannsson, Keflavík, Ellert Schram, KR, Gunnar Felixson, KR. Varamenn eru Sigurður Dags son, Val, Jóhannes Atlason, Fram, Baldur Scheving, Fram, Ingvar Elíasson, Val, og Hörður Markan KR. Eflaust verða einhverjar deil ur um þetta lið, eins og jafnan, þegar landslið er valið. En lands liðsnefnd er sannarlega ekki öf- undsverð af hlutverki sínu, því að meðalmennskan í ísl. knattspyrnu hefur sjaldan verið eins áberandi og í ár, og þess vegna afar erfitt að velja lið „ellefu beztu.“ Landsliðsnefnd hefur tekið það ráð að velja í stöðu markvarðar kornungan Skagamann, Einar Guð leifsson, og virðist hafa gert rétt í því. Einar er efnilegur mark- vörður, en skortir ennþá marga eiginleika, sem landsliðsmarkvörð ur þarf að hafa, t.d. eru staðsetn ingar hans oft afleitar. En það er ekki um auðugan garð að gresja, þegar velja á markvörð, og sá markvörður, sem stendur næst því að hreppa stöðuna, fyrir utan Ein ar, er Sigurður Dagsson, Val, og er hann varamarkvörður. Guð mundur Pétursson, KR, er einn hinna ungu markvarða, sem kom ið hafa fram á sjónarsviðið í sum ar, og kom hann sterklega til greina í stöðuna fyrr í sumar, en virtist ekki í góðri æfingu um þess ar mundir. f bakvarðarstöðuria eru þeir Arni Njálsson, Val, hinn knarg reyndi landsliðsmaður, og Ársæll Kjartartsson, KR. Árni er sterk asti bakvörður okkar í dag, og því sjálfsagður í liðið, en hæpin ráð stöfun er það að velja Ársæl 1 stöðu bakvarðar. Ársæll er fyrst og fremst miðvörður og sem slík ur kæmi hann fullt eins til greina í liðið og Anton Bjarnason. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt, að sjaldan hefur reynzt happadrjúgt að setja miðvörð í bakvarðastöðu í landslið. Framverðir í liðinu eru Kefl víkingarnir Magnús Torfason og Sigurður Albertsson. Magnús er mjög lipur leikmaður, sem sýnt hefur prýðisleiki með Keflavíkur liðinu, og er að mínu áliti sjálf Færeyskir knattspyrnumenn hingai í boði Kefivskinga - leikp fyrsta leikinn á Njarðvíkur-vellinum í kvöld gegn ÍBK Alf — Reykjavík. — í dag er væntanlegt til landsin^ í boði íþr.- bandalags Keflavíkur færeyskur knattspyrnuflokkur frá Klakks- vík. Mun liðið leika þrjá leiki í förinni, þann fyrsta í kvöld gegn ÍBK. Fer leikurinn fram á Njarð víkurvellinum og hefst klukk- an 20. Annar leikur liðsins verður gegn Knattspyrnusambandi Kefla- víkur á föstudag á Njarðvíkur velli kl. 20. Og þriðji og síðasti leikurinn verður gegn Ungmenna félagi Keflavíkur á sama stað á sunnudag, kl. 17. íþróttafélag Klakksvíkur á eitt sterkasta knattspyrnulið Færeyja. og verður eflaust gaman að sjá liðið leika hér. Þetta er í annað skipti, á bessu ári, sem Keflvíkingar taka erlent lið upp, en fyrr í sumar tóku þeir á móti þýzku áhugamannaliði. Kef! víkingar fóru til Færeyja í fyrra og heimsóttu þá m.a. Klakksvík- inga. sagður í liðið. Öðru máli gegnir, með Sigurð AÍbertsson, sem er af ar stórskorinn leikmaður og sterk ur. Við eigum til betri framvörð en Sigurð í þessa stöðu, t.d. frá Akureyri. Hætt er við, að uppbygg ingastarfsemi framvarðanna í leiknum á mánudagskvöld verði lít il nema ef leikið verður „4-2-4“ þar sem báðir eru frernur stöðvunar-framverðir en sóknar framverðir, sérstaklega Sigurður sem betur á heima í miðvarðar- stöðu. Anton Bjarnason, Fram, hefur verið valinn miðvörður, og að mínu áliti á hann jafnan rétt á stöðunni og Ársæll og Sigurðar Albertsson. Anton er stór og stæði legur leikmaður, sem hefur gott auga fyrir samleik, og er það kostur, sem hann hefur umfram bæði Ársæl og Sigurð. í útherjastöðunum eru Reynir Jónsson, Val, og Gunnar Felix- son, KR, — og er vel skipað í þær stöður, þó að Gunnar eigi kannski fremur heima á miðjunni, a.m.k. sýndi hann það í leiknum á móti Þrótti, þar sem hann skor aði 4 mörk. Reynir er ákaflega fljótur leikmaður, en helzti gall- inn við hann, er hve hann er gjarn á að gefast upp, ef á móti blæs. Innherjar eru Hermann Gunn- arsson, Val, og Ellert Schram, KR og er ekki að efa, að þeir muni báðir skila stöðunum vel. En þó er ég á því, að sterkara yrði fyrir liðið að hafa Ellert í framvarðar stöðu. KR reyndi Ellert í framlínu á móti Val í fyrri hálfleik um dag inn og fékk ekki eins mikið út úr Framhald á bls. 15 Svndið 200 metrana

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.