Tíminn - 13.08.1966, Qupperneq 8
8
LAUGARDAGUR 13. ágúst 1966
TIMINN
Alan Dulles viklð frá
eftir Svínaflóaslysið
Slysið mikla.
Svínaflóaslysið er sígilt dæmi
um slys, sem getur orðið, þegar
meiriháttar alþjóðleg aðgerð er
framkvæmd með hinni mestu
leynd, er pólitískt samþykkt
vegna „staðreynda“, sem eru
látnar í té af þeim, sem ákaf-
astir töluðu máli innrásarinn-
ar, er framkvæmd af sömu tals-
mönnum og hlýtur að lokum
sitt eigið hreyfiafl, sem hvorki
var gert ráð fyrir af talsmönn
unum eða þeim, sem álitið var
að „stjórnuðu" þeim.
Valdamiklir embættismenn
í stjórn Eisenhowers segja. að
innrásaráætlunin hafi jafnvel
ekki verið til sem slík, þegar
þeir fóru frá völdum 19. jan-
úar 1961, það var aðeins her
kúbanskra flóttamanna, sem
var reiðubúinn að taka við fyr-
irskipunum frá hinni nýju
stjórn.
Vitnisburður embættismanna
í stjórn Kennedys — til dæmis
Theodore C. Sorensen og Arth
ur M. Schlesinger Jr. — er, að
málið hafi verið lagt fyrir
Kennedy af talsmönnum C.I.A.
eins og hann væri þegar flæktur
í málið og þyrfti fremur að
hætta við áætlunina en sam-
þykkja hana. Sorensen hefur
jafnvel ritað í bók sinni
„Kennedy," að Kennedy hafi
verið kænlega knúinn til að
vera jafn „harður" á móti
Castro eins og Eisenhower for
seti hafði verið talinn vera.
Slysið sjálft og ástæður þess
þarf eigi að rekja. Áhrifunum
sem þau höfðu á Kennedy, var
vel lýst af embættismanm, sem
sá forsetann rétt eftir fréttirn-
ar. Hann sagði að forsetann
hefði langað til að „splundra
C.I.A. í þúsund mola og kasta
þeim út í veður og vind”.
Kennedy sagði ákveðinn og
McGeorge Bundy
með beiskju við Clark M. Clif
ford lögfræðing í Washington
og náinn vin, er hafði skrifað
löggjöfina, sem stofnaði C.I.A.
í stjórnartíð Trumans: „Ég gæti
ekki lifað af annað slys eins
og þetta.“
Rannsókn fyrirskipuð.
Af því að hann gat ekki ein-
faldlega lagt niður Leyniþjón-
ustuna, því síður starfsemi
hennar, ákvað forsetinn, að
„henni skyldi vera stjórnað.“
Fyrst fyrirskipaði hann ná-
kvæma rannsókn nefndar, og
var Maxwell D. Taylor kjörinn
forseti hennar. Einnig skipuðu
nefndina Allen Dulles, Arleigh
Burke aðmíráll yfirmaður flota
mála og Robert F. Kennedy.
John McCone
í öðru lagi stofnaði forset-
inn aftur eftir ráði Clifford
hina gömlu ráðgjafanefnd und-
ir nafninu F.I.C. (Foreign Int-
elligence Committee) og bað
dr. Killian að taka aftur við
forsetaembættinu (Clifford sat
í nefndinni og tók síðar við
embætti dr. Killian sem forseti)
Kennedy forseti fyrirskipaði
nefndinni að rannsaka alla
leyniþjónustuheildina frá rót-
um og gera tillögur um breyt-
ingar og sjá um að þær væru
framkvæmdar.
í þriðja lagi, eftir nokkurt
hlé, vék forsetinn Allen Dulles
frá og skipaði í hans stað John
A. McCone, fyrrverandi for-
mann kjarnorkunefndarinnar.
Hann sagði hinum nýja fr^m-
kvæmdarstjóra, að hann ætti
ekki aðeins að vera æðsti mað-
ur C.I.A. heldur ætti hann að
líta á aðalstarf sitt sem „hag-
ræðingu og mikilvirka umsjón
með allri leyniþjónustustarf
semi Bandaríkjanna." Mikilvæg
ustu aðstoðarmönnum Dulles
var einnig vikið frá.
í fjórða lagi sendi forsetinn
öllum sendiherrum bréf, þar
sem hann sagði, að þeir ættu
að hafa umsjón með allri am-
eriskri starfsemi, ekki aðeins
starfsmönnum utanríkisþjón-
ustunnar, heldur einnig „full-
trúum frá öðrum Bandaríkja-
stofununum.“ Þessir fulltrúar
annarra stofnana áttu að segja
sendiherrunum frá skoðunum
sínum og starfsemi og áttu að
standa við ákvarðanir sendi-
herrans „nema í tilfellum alveg
sérstaks eðlis, þegar þeir yrðu
að ráða fram úr vandanum sjálf
ir.“
Þetta bréf var birt opinber-
lega, en forsetinn sendi
skömmu síðar leynibréf, þar
sem hann sagði, að hann hefði
meint allt, sem hann hefði
áður ritað og hann ætti sérstak-
lega við umsjón með starfs-
mönnum C.I.A., sem ættu að
veita sendiherrunum upplýsing-
ar.
Áfall fyrir Bundy.
Mikilvægasta breytingin l
aðhaldsátt varð ef til vill, þegar
„54—12 nefndin" var sett und-
ir aðhald stjórnarinnar, án þess
að forsetinn blandaði sér i mál-
ið.
Svínaflóaslysið varð mikið
áfall fyrir McGeorge Bundy,
þar sem hann var aðstoðarmað
ur forsetans um þjóðaröryggis-
mál og átti því sæti í „54—12
nefndinni" og líklega einnig
vegna sjálfsvirðingar hans. Eft-
ir slysið hóf hann að herða eft-
irlit með starfsemi C.I.A. og
urðu allar áætlanir að gangast
undir stranga rannsókn fyrir
framkvæmd en ekki eftir á.
Forsetinn fór að ráði Taylor
og Killian varðandi tvö mikil-
væg mál.
í fyrsta lagi ákvað hann að
takmarka ekki starfsemi C.l.A.
við upplýsingasöfnun og flytja
ekki leynilega starfsemi yfir á
Pentagon eða á sérstaka stofn
un gerða í þeim tilgangi.
Sumar deildir utanríkisráðu-
neytisins höfðu aðhyllzt þessar
hugmyndir, einnig gagnrýnend
ur og jafnvel sumir embættis-
menn ráðgjafanefndarinnar.
En Allen Dulles var mjög and-
vígur þeim og sýndi fram á, að
þær mundu leiða til tvöfeldni
og samkeppni, sagði, að þessar
tvær stofnanir væru háðar hvor
annarri, þótt hann viðurkenndi
að þær hefðu ekki unnið sam-
an við undirbúning Svínaflóa-
innrásarinnar. Rannsóknar-
nefndirnar samþykktu skoðanir
Dulles og að lokum félht for-
setinn á þær.
f öðru lagi lögðu nefndirn-
ar til, og forsetinn var því sam
þykkur, að C.I.A. skyldi láta
Pentagon eftir meiriháttar
hernaðaraðgerðir og takmarka
sig eftirleiðis við siíkar aðgerð
ir, þar sem íhlutun Bandaríkj-
anna væri „sýnilega óæskileg."
Maxwell Taylor
Það hefur samt sem áður aðeins
reynzt vera ákvörðun því að
oft er erfitt að hylja þáttök-
una.
Eins konar leynd.
Til dæmis var það verk C.I.A.
að flugherinn, sem í voru Kúbu
menn — andstæðingar Castros,
var sendur til hjálpar stjórn-
inni í Kongó en ekki Pentagon
þrátt fyrir áðurnefnda sam-
þykkt.
Ástæðan var, að Leyniþjón-
ustan gat framkvæmt verkið
með eins konar leynd, aftur á
móti mundi íhlutun varnarmála
ráðuneytisins hafa orðið opin-
8. GREIN
ber stuðningur Bandaríkjanna
við herinn í Kongó augljós
öllum.
Það er samt sem áður stað
reynd, að eftir Svínrflóainnrás
ina urðu straumhvörf í sögu
C.I.A. og áhrif hennar á úrslita
ákvarðanir. Fyrir innrásina
stjórnaði Dulles Leyniþjónust-
unni eins og honum sýndist
bezt, án tillits til aðhalds stjórn
arinnar og pólitiskra sam-
þykkta.
Honum var þetta fært af því.
að hann gat nær alltaf fengið
samþykki — og farið þannig
eftir valdboði — bróður síns
í utanríkismálaráðuneytinu eða
Eisenhowers forseta, sem voru
báðir vinir hans og treystu hon-
um.
Áhrifin, sem breytingar
Kennedys höfðu, komu strax
i ljós — til dæmis á stefnu
Bandaríkjanna í Laos. W. Aver
ell Harriman, sem þá var aðstoð
arutanríkisráðherra í málum
Austurlanda fjær, voru gefnar
frjálsar hendur að losna við
ameríska leiksoppinn Phoumi
Nosavan forsætisráðherra, en
Eisenhower hafði samþykkt sér
staklega að C.I.A. veitti honum
stuðning — og til að koma til
valda Souvana Phouma, sem
leiðtoga hlutlausrar stjórnar.
Allir embættismennirnir, sens
rætt var við, voru sammála um
að C.I.A. tæki ekki lengur bein
ar úrslitaákvarðanir og starf-
semi hennar væri undir mik!u
strangara eftirliti og stjórn
en áður. Þrátt fyrir það eru
enn — og munu líklega alltaf
vera — atvik, þegar aðhaldið
virkar einfaldlega ekki. B
Óviss takmörk.
Richard Bissell, fyrrverandi
fulltrúi áætlunardeildar C.I.A.
sem bar aðalábyrgðina á U-2
rannsóknarflugvélum og Svína
flóaslysinu hefur útskýrt, hvers
vegna aðhaldið virkar ekki allt-
af.
„Þú getur ekki tekið að þér
aðgerðir á borð við þessar,"
sagði hann, „dregið ákveðin
takmörk og verið öruggur um,
að aldrei verði farið út fyrir
þau.“
Nýlega voru C.I.A. til dæmis
ákærð fyrir að styðja uppreisn
armenn í Kambodiu, sem eru
andvígir Norodom Sihanouk
prins aðalleiðtoga ríksisins.
Jafnvel nokkrir hinna eldri
starfsmanna í utanriksisþjón-
ustu Bandaríkjanna sögðu, að
þeir væru ekki vissir um, að
ákveðin neitun Leyniþjónust-
unnar þýddi, að enginn njósn-
ari á staðnum, enginn leyni-
legur áætlanasmiður í aðal-
bækistöðvum C.I.A. í Virginiu,
hefði villzt út fyrir takmörkin.
Þrátt fyrir allt er mikið eft-
irlit með '•tarfsemi C.I.A.
í Virginiu, hefði villzt út fyrir
takmörkin.
Þrátt fyrir allt er mikið eftir
lit með starfsemi C.I.A. og
rannsókn, sem gerð var, bregð-
ur upp mynd af umsjónarstofn
unum C.I.A. og áhrifum þeirra:
„54—12 nefndin."
„54—12 nefndin" er hjarta
stjórnarkerfisins. Nefndina
skipa núna William F. Raborn,
æðsti maður C.I.A., V. Alexis
Johnson, fulltrúi aðstoðarutan-
ríkisráðherra, Cyrus R. Vance,
fulltrúi varnamálaráðherra og
tveir aðstoðarmenn forsetans,
Bill D. Moyers og Walt W.
Rostow, sem hafa tekið við
embætti McGeorge Bundy sem
fulltrúar Hvíta hússins.
Nefndin kemur saman einu
sinni í viku með nákvæma dag-
skrá. Hún tekur nær eingöngu
aðgerðir til umræðu. Hún sam-
þykkir allar fyrirhugaðar að-
gerðir og rannsakar nákvæm-
lega útgjöld. þótt þau séu að-
eins 10.000 dollarar, ef þau hafa
pólitískar afleiðingar eða gætu
valdið vandræðum, ef þau kæm
ust upp. Öllum ágreiningi er
skírskotað til hærri staða og til
forsetans, ef nauðsyn krefur.
Þótt nefndin samþykki alla
Framhald á bls. 12.