Vísir - 14.05.1975, Síða 1

Vísir - 14.05.1975, Síða 1
„Ég byrjaði sem Kommar létu höggið ríða rass á Ijáni", í dagskrárkynningu á bls. 12 er spjallað við Hjalta Rögnvaldsson leikara Sjá leiðara bls. 6 65. árg. —Miövikudagur 14. mai 1975 —107. tbl. MYRTUR Mikill urgur er nú meðal margra sjómanna vegna sagna um, að íslenzkur síldveiðibátur á leið frá is- landi til veiða í Norðursjó hafi komið við á friðaða svæðinu við Hrollaugs- eyjar og veitt þar síld, sem hann síðan fór með til Hirtshals og þóttist hafa veitt í Norðursjónum. Bátur þessi, sem er 304 lesta skip frá Reykjavik, tilkynnti brottför sina til Norðursjávarins fjórða mai siöast liðinn. Ekki mörgum dögum siðar kom hann til Hirtshals með 66 tonn af óvenjugóðri sild, sem hann seldi fyrir 4,1 milljón króna. ,,Ef þetta reynist rétt, litum við það mjög alvarlegum augum,” sagði Jakob Jakobsson hjá Haf- rannsóknastofnuninni, en hann hafði ekki fremur en aðrir örugg- ar heimildir fyrir þessu meinta veiðibroti. Þórður Asgeirsson, skrifstofu- stjóri i sjávarútvegsráðuneytinu, sagðist hafa heyrt um þetta i gær- morgun svo ekki væri enn unnt aö segja, hvað ráðuneytið myndi aðhafast i málinu, enda hefði þetta ekki verið kært. ,,En það má vænta þess, sagði Þórður, ,,að við könnum nánar, hvað geti verið hæft i þessu.” SHH. í samlyndi við nóttúruöflin Það er ekki amalegt að eiga sinn eigin bát og lifa í samlyndi við náttúruöf lin, þegar haf ið er eins og spegill- inn í höf ninni á þessari mynd. En stundum hvessir, og þá er betra að hafa allt klárt. Það veit hann, bátseigand- inn, og gerir allt sem vendilegast úr garði svo ekkert komi honum á óvart, þegar hann f er næst að draga björg í bú. — Ljósm. Vísis Bragi. VERBÚÐARMAÐUR (ÓLAFSVÍK — Ungur maður grunaður um verknaðinn Maður á fertugsaldri var i nótt myrtur i ólafs- vik. Ekki er hægt að skýra frá nafni hins látna að svo stöddu, en hann mun hafa verið utanbæjarmaður i ólafsvík, kvæntur og tveggja barna faðir. Morðið var framið i verbúð fiskvinnslu- stöðvarinnar Hróa i Ólafsvík. Verbúðin er á efri hæð fiskvinnslu- stöðvarinnar. Sá látni mun hafa verið stunginn til bana með hnifi. Skömmu eftir morðið handtók lögreglan i Ólafsvik unglingspilt, sem grunaður var um að hafa framið verknaðinn. Piltur sá hef- ur áður komið við sögu lögregl- unnar vegna minni háttar af- brota. Olvun var i spilinu, er morðið var framið i nótt. Pilturinn situr nú i gæzlu lög- reglunnar og liggur játning hans að mestu fyrir. Sýslumaðurinn i Stykkishólmi fór i morgun ásamt tveim rann- sóknarlögreglum önnum úr Reykjavik til Ólafsvikur til að yfirheyra vitni og kanna vett- vang. Nánari upplýsingar um að- draganda morðsins en hér hefur verið skýrt frá lágu ekki fyrir I morgun, er blaðið fór i prentun. — JB Hvassafell 75% á floti: Góðar vonir um að skipið losni á þessum sólarhring „Astandið er mjög bjart núna I morgun gagnstætt þvi sem það var i gærmorgun, en þá var það mjög svart,” sagði Sverrir Þór, deildarstjóri hjá 'Samvinnu- fryggingum, er hann var spurður um björgun Hvassafells i morgun. ,,I nótt tókst að snúa skipinu um 80-90 gráður, og snýr það nú rétt. Þá tókst aðeins að þoka þvi i áttina, og nú er það 75% á floti, framan frá. A flóðinu er þriggja metra dýpi við stefni þess. Ennþá stendur það nokkur harkalega að aftan, en i dag verður unnið að þvi aö færa til þyngd i þvi til aö létta það að aftan. 1 gær var millidekkslúg- um, sem eru þungar, varpað fyrir borð til að létta skipið um miðjuna, þar sem það stóð á stórgrýti. Nú verða þessar lúgur teknar um borð aftur og látnar fremst i skipið, og einnig verður dælt sjó i geyma fremst i þvi. Ekki er vitað, hvort skipiö verður tilbúið fyrir átak á há- degisflóðinu, en alla vega i kvöld. Það hjálpaði mikiö til, að varðskipið Ægir kom þarna til skjalanna með mikla dráttar- orku, og nú standa góðar vonir til, að Hvassafell náist af strandstað, ef ekki um hádegið, þá i kvöld.” -SHH Vinningaskrá NEITA AÐ STÖÐVAR W Happdrœttis BORGA BONDI Háskólans er VÍSITÖLU Á HlTAVEITU- rn n 11 í blaðinu í dag KAUPVERÐIÐ rRAIVi- KVÆMDIR? — bls. 3 — baksíða — baksíða „Norðursjávarsíldín" af Hrollaugseyjamiðum? 1

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.