Vísir - 14.05.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 14.05.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Miövikudagur 14. mai 1975. VÍSIR tJtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. t Iausasölu 40 kr.eintakið. Blaðaprent hf. Höggið reið Svo fór, sem vænta mátti, að þjóðfrelsis- hreyfingarnar svokölluðu létu ekki staðar numið eftir að hafa lagt undir sig Kambodiu og Suð- ur-Vietnam. Nú hefur það gerzt, að Pathet-Lao skæruliðar, bandamenn sigurvegaranna i grann- rikjunum tveim, hafa tekið völdin i Laos. Laos hefur um áratuga skeið verið i hers hönd- um. Þar hefur meira og minna geisað borgara- styrjöld, þar sem þrjár fylkingar hafa átzt við, / Pathet-Lao, sem kommúnistar hafa stutt, hlut- ) leysissinnar og hægri menn, sem oftast hafa hall- 1 azt til vesturs. Þessar fylkingar hafa átt það til að ( mynda samsteypustjórn annað veifið, en berjast /, þess á milli. í samsteypustjórnunum hafa þær ) jafnan setið á svikráðum hver við aðra, eins og nú V hefur bezt sézt siðustu daga. Bandamenn t kommúnista voru fljótir að hrifsa völdin og reka )( af höndum sér hægri sinnaða ráðherra. Souvanna 1 Phouma, forsætisráðherra, sem er hlutleysis- y sinni, virðist nú vera bandingi kommúnista. /| Nýskipaður landvarnaráðherra hefur öll völd i /i hernum, og það ræður vafalaust úrslitum. Hann )( er fylgismaður Pathet-Lao. Mikill straumur 1 flóttamanna er frá landinu og hægri menn sagðir y flýja unnvörpum. Bandamenn kommúnista eru /( þegar farnir að skipta um menn i mikilvægum )/ stöðum og treysta völd sin. V Með þessum hætti hafa þjóðfrelsisöflin lagt V undir sig Indó-Kina-skagann. Ekki hefur skort, y að Bandarikjamenn hafi reynt' að stemma stigu /( við útþenslu kommúnismans á þessum slóðum. í l það hefur verið eytt miklu fé. Samkvæmt svokall- ' aðri dóminókenningu var það býsna mikilvægt, ( að kommúnisminn næði ekki undirtökunum i ( þessum rikjum, ella myndi hann ná enn lengra og , hrifsa enn fleiri lönd. Sá ótti er ekki ástæðulaus, ' að eftir að kommúnistar og bandamenn þeirra hafa náð þessum rikjum, muni þeir búa sig undir frekari landvinninga. Þótt þessar hreyfingar séu að ýmsu leyti ólik- V ar, munu þær tvimælalaust vinna saman i stuðn- «V ingi við skyldar hreyfingar i nálægum löndum. (( Pathet-Lao menn hafa löngum ráðið lögum og /( lofum i austurhluta Laos, en þar hefur verið hluti hins svokallaða Ho Chi-Minh vegar, sem hefur verið lifæð hers Norður-Vietnama og þjóðfrelsis- ( hreyfingarinnar i Suður-Vietnam. Valdatakan i ; Kambodiu og Suður-Vietnam hefur tvimælalaust verið kornið, sem mælinn fyllti, og gefið Pat- ( het-Lao það, sem til þurfti. ( Af rikjum Indó-Kina hefur Laos ekki notið frið- ( sældar fremur en grannriki þess. Japanar réðust ( inn i landið á striðsárunum. Laos varð sjálfstætt ' eftir striðið, en skömmu siðar var Pathet-Lao ( hreyfingin stofnuð og borgarastyrjöld brauzt út. ( Nú um skeið hefur samsteypustjórn verið ( reynd undir forystu hlutleysissinna, sem voru ( sem sáttasemjarar i deilum vinstri og hægri sinna. Vita mátti, að fylkingarnar sætu ekki lengi ( á friðarstóli. Kommúnistar biðu færis og ráku hnifinn i bakið á samstarfsmönnum sinum, um leið og færi gafst. Miðað við fyrri reynslu þýðir þetta, að hlutleys- issinnar eru varnarlaus fórnarlömb kommúnista, þegar þeir hafa ekki lengur vörn hægra megin. — HH Tony Benn- draumóra- maðurinn, sem er stundum nefndur „Dracula" iðnaðarins Fyrrverandi enskur lávarður, sem afsalaði sér titlinum til að helga sig stjórnmálum, er í farar- broddi róttækrar vinstrihreyfingar, sem vill koma i kring byltingu i iðnaði Breta. — Hann er um leið miðdepill þeirrar stjórnmáialegu og efnahagslegu ólgu, sem setur svip sinn ar. Þetta er Anthony Wedgewood Benn — stundum nefndur Tony Benn — hinn fimmtugi iðnaðar- ráðherra I stjórn Harolds Wilsons og Verkamannaflokksins. Dag eftir dag sætir hann árás- um stjórnmálaandstæðinga sinna og fréttaskýrenda, sem skiptast á um að skrifa um hann eða verð- bólguna og fallvalt gengi sterlingspundsins. Benn er þeirrar skoðunar, að frjálsu framtaki hafi mistekizt að sjá iðnaðinum fyrir nauösynleg- um fjárfestingum og skilið við verksmiðjurnar með úrsérgengn- ar vélar og afdankaðar fram- leiðsluaðferðir. Hann vill lög, sem færi stjórn- inni I hendur meira vald yfir fjár- festingu og geri framkvæmda- stjóra fyrirtækja minna ábyrga gagnvart hluthöfum en hins veg- ar háðari áætlanasmiðum þess opinbera og stéttarfélaganna. Hann er algerlega andvigur á Bretland þessar vikurn- mmmm (Jmsjón: G.P. þvi, aö atvinnurekendur gripi til uppsagna á starfsfólki til þess að tryggja fyrirtækjunum arð, og er eindreginn talsmaður aukinna rlkisafskipta og þjóönýtingar. Þessum boðskap hans hefur verið tekið af fullum fjandskap fésýslumanna og einkarekstrar- postula, og að fordæmi íhalds- flokksins kalla þeir þessar hug- myndir hans „Bennsku.” Það þykir ekki ósennilegt, að Tony Benn eigi fyrir höndum bar- áttu upp á lif eða dauða sinn I stjórnmálallfinu við hægfara- sinnaðri leiðtoga Verkamanna- flokksins, sem óttast að bægsla- gangur hans geti velt fyrir þeim bátnum. — Menn vita, að Wilson er ráðinn I að herða á flokksagan- um, þegar atkvæðagreiðsl- an 5. júnl er hjá liðin. Þá greiða Bretar atkvæði um, hvort þeir vilja vera áfram I Efnahags- bandalagi Evrópu. Fram til þessa hefur Wilson gefið ráðherrum slnum frjálsar hendur um að vera á móti stefnu sinnar eigin stjórnar, en hún mælti með þvl viö kjósendur, aö þeir greiddu atkvæði með aðild. — Benn er ákafur andstæðingur EBE, sem hann telur þröskuld i vegi sósfalisma I Bretlandi. Flestir fjölmiðlar Breta, sem þykja aö meirihluta til Ihalds- samir, hafa lýst Benn sem fáráð- um hugsjónamanni, er stofni efnahagsllfi þjóðarinnar I hættu á annars þrengingatlmum. Það hefur gengið svo langt, að hann hefur verið kallaður „Dra- cula,” sem sjúgi blóðið úr iðnaö- inum, er berjist I bökkum vegna skatta og verðbólgu. Sumir fréttaskýrendur hafa tekið svo mikið upp I sig sem að spá þvl, að Benn verði vikið úr stjórninni af hægfarasinnaðri keppinautum slnum innan flokks- ins, sem muni vilja stemma stigu við ásælni hinna róttækari eftir á- hrifaaöstöðu þeirra I flokknum. — Aðspurður um þetta I sjónvarps- viðtali um slðustu helgi lýsti Wil- son þessum ólátabelg slnum sem manni á borð við einhvern spá- mann bibllunnar, er boðaði nýja Jerúsalem. „Sérhver flokkur á einn slik- an,” sagði Wilson. En hann lagöi áherzlu á, að það væri miðstjórn flokksins, sem mótaði stefnuna, og að eftir þjóðaratkvæðið yrði tekið hart á agabrjótum innan flokksins. Einn af elztu fréttaskýrendum London Times, David nokkur Wood, lýsti Benn nýlega I grein á þennan veg: ....hættulegur stjórnmála- maður, sem hrindir af stað stjórnmálahreyfingu, sem hann notar slðan til þess að stuðla að efnahagslegu hruni Bretlands i þvl skyni hugsanlega að reisa samyrkjubúskap upp úr rústun- um. Mætti þá líta á hann sem eins konar Kerensky, sem kom hugmyndum slnum I fram- kvæmd.” En stuðningsmenn Benns aftur á móti halda þvl fram, að hann hafi verið gerður að sektarlambi einkaframtaksmanna, sem búnir séu að koma öllu I óefni I iðnaðin- um. Wilson minnti sjónvarpsáhorf- endur á — við ofangetið tækifæri — að fjármagni hefði verið beint I fasteignir og aðrar fjárfestingar, sem ekki gæfu af sér arð, I stað þess að beina þvl I iðnaðinn og framleiðsluna. I iðnaðarhéruðum norðanlands er Benn mjög vinsæll og hylltur á ferðum sinum meðal verkafólks. Innan verkalýðssamtakanna nýt- ur hann virðingar og trausts. Þar sem verkalýðsfélögin eru megin- bakhjarl Verkamannaflokksins, verður sérhver frammámaður flokksins, sem vill bola Benn frá, að fara með gát. Margar þeirra hugmynda, sem Benn hefur kveikt, hafa verið teknar upp I stefnu flokksins. Wil- son er sjálfur stoltur af fram- kvæmdaráði rlkisins, sem Verka- mannaflokkurinn gekkst fyrir, að sett var á laggirnar. Benn segir, að auka verði fram- leiðni brezks iðnaðar, en ekki gef- ast upp og loka, þegar erlend samkeppni harðnar og enginn fæst hagnaðurinn. Hann hefur ró- iö að þvl, að rlkið taki við rekstri skipasmiðaiðnaðarins og flug- vélaverksmiðjanna og dreymir um, að tekin verði upp á sem flestum sviðum samvinna vinnu- þega og atvinnurekenda á hverj- um vinnustað. Hann hefur lent nokkuð á önd- verðum meiði við fjármálaráð- herra flokks slns, Denis Healey, sem I baráttu sinni gegn verð- bólgunni hefur hvatt til þess, að launþegar slökuðu á launakröfum og geymdu þær helzt um sinn, meöan erfiðustu tlmarnir stæöu yfir. — Menn kvlða þvl, að til þess að vinna bug á verðbólgunni verði að gripa til harkalegra ráðstaf- ana og þeim muni fylgja aukið at- vinnuleysi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.