Vísir - 14.05.1975, Síða 16

Vísir - 14.05.1975, Síða 16
vísm Miðvikudagur 14. mai 1975. Helgar- drykkja vegna verk- falls Sennilegast veldur verkfallið i Sem ents verksmiðjunni mestu um, að ölvun á Akranesi I gær- kvöidi var eins og um helgi. Að sögn lögreglunnar voru þrir settir inn, en fangageymsiur iögregl- unnar rúma ekki mcira með góðu móti. Gamla fangageymslan, sem er ofarlega I bænum, er búin fimm fangaklefum, en vegna skorts á geymsluhúsnæði eru tveir notaðir sem geymslur. NU er unnið að innréttingu nýs fangahúss við lögreglustöðina á Akranesi og verða þar sex klefar. Til stendur að ljUka við að inn - rétta fangahúsið fyrir iþróttamót Ungmennafélags íslands, sem hefst 11. júli. — JB Engin- manna- mót ákveðin um hvíta- sunnuna „Hvítasunnan er svo snemma i ár, að mjög mörgum skólum er enn óiokið. Veður og gróöur leyfa það heldur ekki aö fariö sé með stóra hópa á einhverja staði,” sagði Reynir G. Karls- son æskuiýðsfulltrúi, þegar við höfðum samband við hann i morgun og spurðum frétta um mót eða skemmtanir um hvita- sunnuna. Hvltasunnan er um næstu helgi. En þó að ákveðið hafi ver- ið að standa ekki fyrir neinum sérstökum mannamótum þessa helgi þá ætti eitthvað að vera fyrir fólk að gera heima fyrir. Skrifað hefur verið til Iþrótta- forystunnar og rikisútvarpsins, og óskað hefur verið eftir þvi að útvarp og sjónvarp hefðu m.a. létt efni á dagskrá sinni og að talsvert yrði um að vera i íþrótt- unum. Margt ætti því að vera I gangi, sem getur stytt fólki stundirnar þessa löngu helgi. — EA Lœrbrotnaði Ungur piltur lærbrotnaði, er hann varð fyrir bii á hjólinu sinu á mótum Reykjavikurvegar og Hjallabrautar á mánudaginn. Pilturinn var fiuttur á sjúkrahús, þar sem hann iiggur enn. — JB Hitaveitan á Akranesi: Stöðvar bóndinn hitaveituboranirnar? Boranir Akranesbæjar eftir heitu vatni í landi Leirár gætu stöðvazt á miðnætti annað kvöld, ef ekki hafa tekizt samningar milli bóndans á Vestri-Leirárgörðum og bæjarsjóðs. Málið snýst um skaða, rask, óþægindi og slysahættu er bóndinn telur sig hafa orðið fyrir vegna mikillar umferðar þungavinnutækja um landar- eign hans af völdum fram- kvæmdanna I landi Leirár. Kröfur i mörgum liðum eru settar fram, þar sem krafizt er lagfæringa á vegum á landar- eigninni, hreinsun úr áveitu- skurðum, er spillzt hafa vegna ofaniburðar, lagfæringar á hliðstólpúm, slitnum simalln- um, vegarköntum o. fl. Eins hefur lögfræðingur bóndans farið fram á 812 þúsund krónur i bætur og fyrir afnot af landar- eigninni.. Ef ekki verður gengið að kröf- um þessum hefur þvi verið hótað, að veginum um landar- eignina verði lokað, sem hefði það i för með sér að fram- kvæmdir <á Leirá myndu stöðvast. -JB. Inúk-mennirnir gera sannarlega garöinn frægan I Frakklandi um þessar mundir. Og þaö veröur ekki látið nægja. Hópnum er boöiö til margra staða eftir aö hátiðinni I Nancy lýkur. ÍNÚK SLÆK í GEGN — leikhópnum boðið til sýninga í fjölmörgum Evrópulöndum tnúk gerir stormandi lukku á leiklistarhátiðinni I Nancy i Frakklandi. Verkið hefur fengið geysilega góða dóma, og éftir sýningar, sem ailtaf er fullt á og meira en það, stendur fóik upp og tekur upp umræöur um heims- málin yfirleitt. Tvö Norðurlönd voru valin til þess að taka þátt i þessari hátið, Island og Sviþjóð, og óhætt er að segja, að Sviþjóö hafi alveg fallið i skuggann. Aðeins það að vera valin til þess aö vera þátttakandi þykir mjög gott, enda er þarna valiö lið vlðs vegar að úr heimin- um. „Eitt það bezta við þetta er lika, að okkar er ekki aðeins getið I blöðum, þar sem við fáum góða dóma, heldur náum við líka persónulegu sambandi við áhrifa- mikið leikhúsfólk hvaðanæva úr heiminum”, sagði Brynja Bene- diktsdóttir, þegar við höfðum samband við hana i Nancy i Frakklandi i morgun. En það er ekki allt búiö með þessu. Eftir þessa hatíð hefur hópnum verið boðið með ínúk til Munchen, Frankfurt, Nizza og Paris, sem er hápunkturinn. „Við komum svo heim um miðjan júnl”, sagði Brynja. En enn er ekki allt búið. 1 haust er þeim boðið til Madrid, til Baskahéraöa á Norður-Spáni, þaðan til Hollands og Sviss, og svo er það rjóminn: leiklistar- hátlð i Póllandi i október, þar sem hittist leikhúsfólk frá beztu leikhúsum heimsins. Brynja kvaðst hafa orðið að fá sér bók, þar sem hún skrifar nið- ur öll þau boð, sem berast. „En þetta hefur verið mjög erfið vinna hjá okkur. Við höfum einbeitt okkur aö sýningum, sem hafa verið tvisvar á dag. Nú eig- um viö hins vegar 5 daga fri og notum þá til þess að sjá aðrar sýningar. sem eru fjórar hvern dag. Þær byrja klukkan tvö og sú siðasta er kl. 11 á kvöldin.” — EA Neita að greiða vísitöluna — deilur vegna íbúðarkaupa i Kópavogsmiðbœnum Nokkrir fbúðarkaupendur i nýja miðbænum I Kópavogi hafa nú risið upp vegna ákvæða um visitölutryggingu kaup- verðs, sem kveðið er á um i kaupsamningum. Upphaflega stóð til að um- getnar ibúðir, sem byggðar eru á vegum Miðbæjarfram- kvæmda s.f. yrðu afhentar i haust. Afhendingin hefur þó dregizt og verða ibúðirnar af- hentar á morgun. t upphaflegu samningunum var tekið fram að verð ibúðanna skyldi visitölutryggt og hækka með hækkandi verðlagi, þar til verðið yrði fullgreitt. Nú hafa kaupendurnir aftur á móti séð sig um hönd og benda á að ólög legt 'sé samkv. lögum að gera fjárskuldbindingar milli inn- lendra aðila sem séu visitölu- bundnar eða gengisbundnar, nema með samþykki Seðla- bankans. Seðlabankinn hafði ekki gefið samþykki sitt i þessu tilfelli enda eru slikar leyfis- veitingar fátiðar þar sem slíkir samningar myndu auka mjög verðbólguna i landinu. Þá krefjast kaupendurnir einnig að þeim sé bættur af- hendingardrátturinn, ef ekki verður gefin viðhlitandi og full- nægjandi skýring á honum. Hér er einungis um hluta af kaupendahópnum að ræða, en aðrir munu þegar vera farnir að greiða visitölubætur. Þar eö báðir aðilar standa fast á rétti sinum, er sennilegt, að mál þetta fari fyrir dómstólana. Mál, sem höfðað er vegna lag- anna um visitölubindingu inn- lendra samninga á sér fá for- dæmi.og verður þvi fróðlegt að sjá hvernig dómstólarnir snúa sér i málinu. —- JB

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.