Tíminn - 14.08.1966, Qupperneq 3
SVNNtTDAGUR 14. ágúst 1966
TIMINN
TÍMANS
B Franskur rithöfundur heldur
því fram, að það hafi verið tví-
fari Adolfs Hitlers, sem framdi
sjálfsmorð í stríðslok 1945, en
Hitler sjálfur sé í fullu fjöri
einhvers staðar í Egyptalandi
ellegar Argentínu. í nýútkom-
inni bók segir þessi rithöfund-
ur, sem heitir Roger Be'.pey,
að maður að nafni Streicht hafi
oft komið fram í nafni Hitlers,
þeir hefðu verið svo sláandi
líkir, að jafnvel Göring og
Himmler hafi ruglazt á þeim.
Hann segir og, að þegar allt
hefði verið komið í óefni fyrir
Hitler, hefði hann komizt úr
landi ásamt Evu Braun og Bor-
mann og hafi þau að öllum lik-
indum komizt gegnum Rúss-
land.
*
IOtto von Habsburg, sonur
Karls I., síðasta Austurríkis-
keisara, er kominn heim til
Austurríkis eftir 47 ára útlegð.
Þessi fyrrverandi ríkisarfi kom
ekki til föðurlandsins með
neinni pomp né prakt, heldur
ók hann yfir landamærin á
Volkswagen eins og hver ann-
ar óbreyttur ferðamaður. Otto
von Habsburg var barn að
aldri, þegar faðir hans var út-
lægur ger úr Austurríki eftir
640 ára valdatíma Habsborg-
ara. Eftir síðari heimsstyrjöld-
ina hefur Otto von Habsburg
sótt fast eftir því að fá að snúa
Það eru aðeins örfáar vikur
liðnar síðan þau Frank Sinatra
og Mia Farrow gengu í hjóna-
band, en þau hafa þegar feng-
heim til Austurríkis, en sósíal-
demókratarnir í landinu hafa
aftékið það með öllu, og borið
því við, að hann myndi leynt og
ljóst reyna að koma á keisara-
veldi í Austurríki á nýjan leik.
En nú hafa orðið stjórnarskipti
í Austurríki og íhaldsmenn ein-
ir sitja að völdum. Þeir hafa
leyft útlaganum að hverfa
heim til ættjarðarinnar, og
treysta því greinilega, að hann
hafi ekkert illt í hyggju. Heim-
koma von Habsburg mælist þó
mjög illa fyrir í landinu, eink-
um hjá róttækari öflum.
★
Frú Lady Bird Johnson
gengst nú fyrir mikilli fegrun-
arherferð í landi sínu. Eitt af
því, sem angrar hana alveg sér-
staklega, eru þessi ógrynni af
bílakirkjugörðum, sem eru
víðs vegar um landið. Það hef-
ur sýnt sig, að bara í Texas
eru 1.578 bílakirkjugarðar.
★
Bráðum fara bifreiðaverk-
smiðjur að sýna nýju árgerð-
irnar af framleiðslu sinni og
í Bandaríkjunum er framleiðsiu
á árgerð 1967 að mestu
lokið. Aðeins einn bill
af þeirri árgerð er enn í fram-
leiðslu, en það er Mustaenge,
sem Ford framleiðir enn, en
salan á þeirri bifreiðategund
hefur gengið sérlega vel, og
mun Ford ekki hætta fram-
leiðslu á árgerð 1966 á hon-
um fyrr en í síðustu lög.
ið nýjan fjölskyldumeðlim.
Þetta er lítill hvítur hvolpur
af afar góðu kínversku hunda-
kyni, og fengu þau hann i
Síðan að Peter Lawford
skildi við Pat Kennedy er lög-
reglan í Santa Monica í Kali-
forníu, þar sem hann býr, ekki
eins hliðholl honum og áður.
Meðan hann var giftur Pat,
leyfðu þeir kofta að setjast á
baðströndina fyrir framan
heimili hans, hvenær, sem þeim
hjónum þóknaðist. Um daginn
ætlaði svo Peter að fá lend-
ingarleyfi fyrir kofta hjá lög-
reglunni, en lögreglan lézt
ekki þekkja hann og sagði:
„Hvaða Peter“, þegar honum
var meinað um lendingarleyfi,
reiddist hann og skipaði koft-
anum að lenda þrátt fyrir allt,
en þetta endaði með þvi, að
eigandi farartækisins var dæmd
ur fyrir óleyfilega lendingu.
Hann fékk 10 daga skilorðs-
bundinn dóm en Peter Law-
ford svaraði því til, að fyrst
allt hefði verið í lagi að lenda
með fyrrv. forseta þarna á
ströndinni, þá ætti hann alveg
eins að hafa leyfi til þess.
★
Lengi var notazt við „Litlu
gulu hænuna,“ þegar kom til
þess að kenna börnum að lesa,
en nú er ekki lengur sú aðferð
látin nægja, því að nú er kom-
in á markaðinn bók, sem ætl-
uð er til að kenna foreldrum
að kenna börnum að lesa. Það
eru auðvitað Bandaríkjamenn,
sem ríða á vaðið með þetta
snillibragð, og virðist bókin
njóta mikilla vinsælda, því að
síðan hún kom út 1964 hafa
selzt af henni 70 þús. eintök.
brúðargjöf frá Elizabeth Tayl-
or. Þau hjónin eru ennþá í
London, en þangað fóru þau
í brúðkaupsferð.
Þessi vigalegi náungi, segist
vera ókrýndur konungur Síg-
auna, en réttu nafni heitix
hann Gus Symeon. Hann var
fyrir skömmu dæmdur fyrir að
★
Það síðasta, sem haft er eft-
ir hinum fræga hnefaleika-
kappa Cassíus Clay, sem nú
er 24 ára gamall, er „Einhvers
staðar er 10 ára gamall strák
ur, sem á eftir að slá mig i
gúlfið.“ Þrátt fyrir þetta er
Cassíus í bezta skapi, enda er
hann nýbúinn að verja heims-
meistaratitil sinn í þungavigt.
★
Michel sonur Chaplin var
lengi vel svarti sauðurinn í
fjölskyldunni, uppreisnargjarn
ónytjungur, sem þóttist vera
listamaður. Hann kvæntist ung
ur rithöfundi, Patriciu að
nafni og þau hafa eignazt tvö
börn Timoty og Christian. Fyr
ir rúmu ári afneitaði Chaplin
Michel syni sínum vegna óreglu
hans og leti. Nú er hins vegar
svo komið, að pilturinn hefur
tekið á sig rögg og er farinn
að vinna eins og maður, en svo
virðist sem faðir hans hafi tck-
ið hann í sátt. Hins vegar hef
ur gamli maðurinn ekki hirt
neitt um að heilsa upp á
tengdadóttur sína og harna-
börn.
★
Brúðkaupsferð þeirra Bri-
gitte Bardot og Giinther Sachs
hefur verið hreinasti sælu-
draumur. Þau dvöldu lengi á
Kyrrahafseyjum sleiktu sólskin-
ið og nutu þess að vera ást-
fangin. Brigitte lét ekki sjá
sig öðruvísi en á bikini-baðföt-
um ellegar í indverskum sari.
Nú eru þau farin til Acapulco
í Mexico, og ætla að dveljast
þar um nokkra hríð. Brátt verð
ur þessi sælutíð þó á enda,
því að Brigitte þarf að fara að
vinna á ný, i kvikmynd, sem
tekin verður í Skotlandi. Mað-
ur hennar byrjar þá auðvitað
á sinni fyrri iðju, að gera ekki
nokkurn skapaðan hlut.
hafa gabbað sex flugfélög með
því að hringja og panta svo
og svo mikið af farseðlum,
„bara til að gera at.“
Fyrir skömmu kom skip til
hafnar í New York og farmur
þess voru alls konar dýr frá
Afríku, sem fara átti með í
dýragarða víðs vegar um Banda
ríkin. Þegar skipa átti farm-
inum á land kom í ljós, að
gíraffarnir höfðu ekki verið
rannsakaðir af dýralæknum, og
því var ekki leyft að flytja
þá inn í landið. Nú voru góð
ráð dýr, ekki var hægt að hafa
dýrin um borð í skipinu til
langframa og hótuðu eigend-
ur þess að varpa þeim fyrir
borð. En sem betur fór fannst
lausn á þessu máli, og voru
dýrin send á dýralæknastofn-
un í borginni, þar sem þau
verða rannsökuð gaumgæfilega
í tvo mánuði.
★
Einn af útsendurum Hitcb-
cosks rakst á snorta sænska
blondínu og réði hana til að
leika í einni af hrollvekjum
meistarans. Eftir skamma dvöl
í Hollywood hitti hún Chris,
son Bing Crosby og er þau
höfðu þekkzt í níu daga, giftu
þau sig með pomp og pragt.
Blaðamaður hafði tal af þeim
13 dögum eftir brúðkaupið, og
þá sögðust þau ennþa vera ham
ingjusöm.
★
Richard Specks, sem myrti
8 hjúkrunarkonur í Chicago nú
fyrir skömmu reyndi að fremja
sjálfsmorð í síðustu viku, en
það tókst að bjarga honum.
Ein hjúkrunarkona, sem að-
stoðaði við björgunaraðgerðina
heitir Ahirley Azares, og hún
var áður skólasystir og bezta
vinkona eins af fórnardýrum
Specks. „Ég varð að vera við-
stödd og hjálpa til, undan þvi
gat ég ekki skorizt. En ég gat
ekki horft á hann,“ sagði Shir-
ley að aðgerðinni lokinni.