Tíminn - 14.08.1966, Page 5
1
SUNNUDAGUR 14. ágúst 1966
TÍMINN
s
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benedtktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tóimas Karlsson. Aug-
lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrifstofur,
simi 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — f
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Fiskveiðilögsagan
Samkvæmt athugun alþjóðanefndar á íslenzka þorsk-
stofninum á sér stað rányrkja á stofninum, og eru það
aðallega útlendingar, sem þar eru að verki. Niðurstaða
rannsöknarnefndarinnar var sú, að ungþorskur væri
19% í afla íslendinga, en hvorki meira né minna en 82%
í afla útlendinga.
Þessar niðurstöður voru birtar á s.l. vetri og þá nokk-
uð umræddar, en síðan hafa þær alveg legið í þagnar-
gildi, og er það furðulegt um slik ótíðindi.
Hér er um að ræða eina aðalundirstöðuna undir efna-
hagsafkomu okkar á þessu landi. Og þessi tíðindi hljóta
að kalla á aðgerðir af okkar hálfu til verndar þorskstofnin
um. Þar liggur beinast við frekari útfærsla fiskveiðilög-
sögunnar og með þau vopn á hendi, sem niðurstöður
hinnar alþjóðlegu nefndar á íslenzka þorskstofninum
mundum við geta fært út fiskveiðilögsöguna, þar sem
þær aðgerðir væru ekki aðeins ókkur í hag, heldur öll-
um þeim, sem fiskveiðar stunda í Norður-Atlantshafi og
þeirra, sem fisks, er þar veiðist, neyta.
Með landhelgissamningnum við Breta bundum við hins
vegar á okkur fjötur og getum ekki lengur fært út fisk-
veiðilögsöguna nema með samþykki Breta eða blessun al-
þjóðadómstólsins í Haag. Hætt er hins vegar við, að rétt-
arþróun í þessum efnum verði hægari en við mundum
kjósa.
Á þinginu í vetur lagði Ólafur Jóhannesson o fl. fram
þingsályktunartillögu um kosningu 7 manna nefndar.
er ynni að því ásamt ríkisstjórninni að afla viðurkenning-
ar á rétti íslands til landgrunnsins alls.
í greinargerð með þessari tillögu sagði m.a.:
„Ljóst er af þessu, að möguleikar íslendinga til frekari
landhelgisútfærslu og til friðunaraðgerða á landgrunninu
eru mjög komnar undir því, hver þróun þjóðréttarreglna
verður á þessu1 sviði. Skiptir því miklu, að fylgzt sé sem
allra bezt með réttarþróuninni í þessum efnum og reynt
sé með öllum tiltækum ráðum að stuðla að hagstæðri
réttarþróun- En á því leikur enginn vafi, að á undanförn-
um árum hefur þróun réttarreglna um landhelgi verið
okkur íslendingum hagstæð, bæði um víðáttu eiginlegrar
fiskveiðilandhelgi og um rétt ríkja yfir landgrunninu,
hvort heldur er til rannsókna eða nýtingar náttúruauð-
linda þar. Hitt er einnig víst, að með staðfastri baráttu
sinni í landhelgismálinu áttu íslendingar drjúgan þátt í
þeirri þróun.
Þó að mikið hafi áunnizt með útfærslu landheJgmnar
fer því fjarri, að framtíðarhagsmunum íslenzku þjóðar-
innar á því sviði sé þar með fullnægt. Það er ekki fullur
sigur unninn, fyrr en viðurkenndur hefur verið réttur
þjóðarinnar yfir fiskimiðum landgrunnsins, svo að hún
geti sett þær reglur um fiskveiðar þar og friðunaraðgerð-
ir, sem þörf er á til verndunar fiskstofnum og varnar
gegn ofveiði. En það mun nú samdóma álit allra, er gerst
þekkja til, að veiði á uppeldisstöðvum fiskstofnanna á
landgrunninu utan núgildandi landhelgislínu gangi langt
úr hófi fram. Er þar mikil og alvarleg hætta á ferð, jafn-
vel svo að lífshagsmunir þjóðarinnar eru í húfi. Nútíma
veiðitækni hefur stóraukið þá hættu. Rannsóknir munu
sýna, að íslendingar veiða ekki nema örlítið brot af þeim
ungfiski, sem þar er um að ræða.
Það er því orðin brýn og aðkallandi þörf framkvæmda
á grundvelli ályktunar Alþingis frá 5. maí 1959, sbr. yf-
irlýsingu ríkistjórnarinnar í auglýsingu nr. 4/1961.
t>að þarf að tryggja íslandi fulla lögsögu'yfir landgrunn
JOSEPH ALSOP:
Lyndon B. Johnson forseti
er allt annað en smámenni
Hann sætir mikilli gagnrýni, en hefur alltaf gert það, sem gera þurfti.
SAGT ER, að einhver óþægi-
legasti atburðurinn í Geít.ys-
burg síðan að orrustan fræga
var háð þar forðum, hafi
gerzt, þegar Eisenhower for-
seta voru birt úrslit skoðana
könnunar, sem farið hafði fram
meðal bandarískra sagn-
fræðinga.
Starfsmenn Eisenhowers í
Hvíta húsinu vernduðu hús-
bónda sinn fyrir flestum að
finnslum. En í Gettysborg var
hann algerlega óvarinn og dóm
ur sagnfræðinganna um hæfni
bandarísku forsetanna hæfði
hann að heita mátti bemt ■
andlitið.
Það var út af fyrir sig nógu
slæmt, að sagnfræðingarnir
töldu Eisenhower meðal hmna
lökustu forseta, eða ekki til
muna betri en Buclianan
stjórnina. Hitt var þó ef til
vill enn verra, að Harry S.
Truman hlaut mjög svo lof-
samlegan dóm.
Tímabært er að rifja þettta
atvik upp einmitt núna vegna
þess, hvernig tíðkaðist að tala
og skrifa um Johnson forseta.
Sagt er að bandarisku * þjóð-
inni geðjist hvorki að Lyndon
B. Johnson né treysti honum.
Okkur er ennfremur sagt, að
jafnvel þeir, sem fastast fylgja
stefnu Johnsons, sýni ehgan
áhuga á honum sem manni. Sá,
sem trúir þessum orðrómi (og
vafalaust hefur hann töluverð
an sannleika að geyma) dreg
ur sennilega af þessu þá álykt-
un, að forsetinn sé í raun og
veru mjög illa staddur.
MESTAR líkur eru þó til, að
hver sá, sem þannig ályktar,
fari í hæsta máta villur vegar
ins. Ferli Johnsons forseta
svipar á margan hátt til feriis
Trumans. Á öðru ári fyrra
kjörtímabils Trumans var hægt
að fara um landið þvert og endi
langt án þess að heyra talað
hlýlegt eða vinsamlegt orð um
húsbóndann í Hvíta húsinu.
Truman var niðrað af öllum
hugsanlegum ástæðum, en flest
ar voru þær ómerkilegar og
ristu grunnt. Af einhverj
um ástæðum, sem lágu síður
en svo í augum uppi, vakti
hann ennfremur óslökkvandi
hatur flestra viðskiptajöfra í
landinu, en svo undarlega vildi
til, að Johnson forseti er enn
furðulega vinsæli meðal þeirra.
En árið 1948, þegar kjósend
urnir urðu að ganga til kosn-
inga, kusu þeir Truman. Og þeg
ar álits sérfræðinganna var
leitað árið 1961, töldu þeir Tru
man meðal beztu banda-
rísku forsetanna.
SANNLEIKURINN er sá, að
til eru þrjár gerðir forseta.
Fyrsta ber að telja aðgerða-
lausu forsetana, svo sem Cal
vin Coolidge og Dwight D. Ei
senhower. Fari þeir með völd
þegar vel árar, eru þeir venju
lega vinsælir. Það kemur svo i
hlut sagnfræðinganna að sýna
fram á, að þeir hafi sáð lofti
og uppskorið.felliþyl.
í öðru ,lagi,,eru svo þeir fá
gætu og hamingjusömu forset-
ar, sem gæddir eru meðfædd-
um krafti til að vekja þjóðina,
glæða áhuga hennar og leiða
hana í raun og sannleika. Þess
ir menn — Roosveltarnir báð
ir ,Kennedy og ef til vill Wils
son á þessari öld, — hljóta að
gjalda fyrir aðdáun og jafnvel
ást meirihlutans með grimm
úðugu og óslökkvandi hatri
minnihlutans.
í þriðja og síðasta lagi, eru
svo forsetarnir, sem gera
það, sem gera þarf. Telja verð-
ur þá Harry S. Truman og Lyn
don B. Joímson einhverja að-
dáunarverðustu einstakl-
ingana í þessum hópi, eða á
borð við James K. Polk, hið
sígilda dæmi, þó sitt með hvor
um og allt öðrum hætti sé.
Vera má, að þessir forsetar
hljóti litlar þakkir samtíðar
innar, þvi að þá brestur ein-
hvern veginn aflið til að vekja
þjóðina og veita henni leið-
sögn í hinni sönnustu
merkingu. En sagan telur þá
hafa „unnið til alls hins bezta
af lýðveldinu", eins og þar
stendur.
HELMINGURINN af erfið I
leikum Johnsons forseta
hefur alla tíð stafað af. gremju
fullri andstöðu hans gegn
þeirri glettni örlaganna að
draga hann I þennan dilk.
Snemma á valdaferlin sín-
um, þegar fyrst var farið að
hvísla um það manna á meðal,
að hann skorti hæfni fyrir
rennara sína til að afla sér ást
sælda, kallaði hann Dean G.
Acheson á sinn fund til trausts
og halds.
„Það er aldrei annað en tíma
eyðsla að reyna að afla sér
ástsælda,“ er sagt að hin.n
hispurslausi Aches.en hafi
sagt upp í opið geðið á forset-
anum. „En þú ert gæddur öllum
hinum beztu hæfileikum, sem
nokkur maður gæti verið gædd
ur til að gegna þinni stöðu. Ef
þú aðeins einbeitir þér að því
að gera það, sem gera þarf,
mun allt fara eins vel og bezt
verður á kosið."
Þetta góða ráð var sniðgeng
ið um aíllangt skeið. Forsetinn
eyddi nálega jafnlöngum
tíma í árangurslausa ímynd
arleit og hann varði til lausn
ar þeim margvíslega vanda, sem
starfið færði honum að hönd-
um. Afleiðingarnir hefðu jafn-
vel getað orðið hinar hörmu-
legustu, ef hann hefði verið
minni maður, gæddur minni
gáfum og ekki búið yfir jafn
óhemju mikilli elju og raun
ber vitni.
EN Lyndon B. Johnson með
alla sina margbreytní og and-
stæður í eðli, með alla sína stór
vöxnu kosti og galla, er allt
annað en smámenni. Hann hef
ur stundum verið seinn til og
farið krókaleiðir, en ávallt
að síðustu horfzt í augu við
hinar illvígu staðreyndir,
og gert það sem gera þurfti,
hversu erfitt, sem það veitt
ist. Og hann sætir einmitt
hinni harðvítugustu gagn-
rýni vegna þess, að hann hef
ur gert það, sem gera þurfti.
Sagan dæmir svo í máli hans
og þeirra, se^ að honum ráð
ast. Og sagan hefur ávallt
reynzt góðvinur þeirra for-
seta, sem gerðu það, sem gera
þurfti, en hinir, sem að þeim
hafa veitzt, hafa ýmist gleymzt
með öllu eða verið sæmdir
að leiðarlokum allt annað en
lofsamlegum athugasemduiu,
neðanmáls.
inu. Undirbúning þess máls þarf aS hefja sem skjótast.
Ákvarðanir í því máli þarf að undirbúa vandlega og á
svipaðan hátt og landhelgisútfærslan var undirbúin á
sínum tíma. Setja þarf kunnáttumenn til að kynna sér
mál þessi öll og réttarþróunina sem rækilegast, svo og til
að kynna öðrum þjóðum málstað íslands og stuðla að
öllum tiltækum úrræðum að þeirri réttarþróun. sem
stefnt er að með framangreindri Alþingisályktun. Það
er þjóðarnauðsyn, að um mál þetta og allar ákvarðanir
sé sem allra mest samstaða stjórnmálaflokkanna og þjóð-
arinnar allrar. Framgangur málsins er ekki hvað sízt und-
ir því kominn, að um það og þær leiðir, er ákveðið verður
að fara, skapist fullur einhugur innanlands. Þess vegna
er hér lagt til, að Alþingi kjósi 7 manna nefnd til þess
að hafa forustu í þessu máli ásamt ríkisstjórninni. Með
því er bezt tryggð samstaða. Allar framkvæmdir verða,
eins og áður er sagt, að byggjast á vandlegum undirbún-
ingi. Það þarf að leggja höfuðáherzlu á sérstöðu íslands
í þessu máli. Það þarf að safna saman og hafa tiltæk
öll rök fyrir málstað tslands. hvort heldur eru siðferði-
legs, sögulegs, efnahagslegs eða lagalegs eðlis En höfuð-
atriðið er. að eins og málum nú er komið. bolir það enga
bið. að þegar í stað sé farið að vinna að því með festu
og á skipulegan hátt að tryggja íslandi fulla lögsögu yfir
landgrunninu svo sem stefnt var að með þingsályktun-
inni frá 1959 og landgrunnslögunum frá 1948 “