Vísir - 04.06.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 04.06.1975, Blaðsíða 20
vísir Miðvikudagur 4. júni 1975 Engin hœtta á súrnun lengur Hver lætur bjóða sér 6 mán- aða gamlar mjólkurvörur, sem hafa ekki einu sinni verið geymdar i isskáp? Það munu landsmenn væntanlega gera frá og með deginum i dag, þ.e.a.s. ef um er að ræða kókó- mjólk eða kaffirjóma. 1 dag koma á markaðinn mun geymsluþolnari vörur frá Mjólkursamsölunni en áður hafa þekkzt. Þetta eru 1/4 1 stæröir af mjólkurvörum, sem þola a.m.k. 6 mánaða geymslu og það hvort heldur er i stofu- hita eða i isskáp. Aðferðin, sem gerir þetta kleift er fólgin i þvi, að mjólk- in er fyrst hituð eins og venju- leg gerilsneydd mjólk i 76 C, en siðan snögghituð I 135 C. Kælingin tekur lengstan tima eða um 15 sek. Við þessa aðferð drepast all- ar bakteríur, án þess þó að mjólkin missi nokkuð af nær- ingargildi sinu. Bragðið á ekki að breytast að neinu ráði, og kann sumum að finnast mjólk- in bragðbetri eftir en áður. Snögghitunaraðferðin hefur verið kunn i yfir 100 ár, en ekki fyrirfundust umbúðir sem gátu varið hana. Pakknin ga rnar , sem Mjólkursamsalan notar, eru fyrst gufubaðaðar og dauð- hreinsaðar áður en þær lykja um varninginn. Þær eru ál- húöaöar að innan til að verja mjólkina fyrir birtu. Verðmismunurinn á hinni geymsluþolnu mjólk og hinni venjulegu kemur fyrst og fremst til með að liggja i um- búðunum. En i dag greiðir neytandinn um 10-14%, af þeirri upphæð, sem hann borgar fyrir mjólkurvörur, fyrir umbúðirnar. Vélar til þessarar fram- leiðslu eru mjög dýrar og þvi var ákveðið að kanna viðbrögð almennings áður en farið væri að panta vélasamstæðu er t.d. gæti annazt áfyllingar i eins litra umbúðir. Vörur þessar verða seldar i öllum þeim verzlunum, sem i dag selja mjólkurvarning, en væntanlega verður fleiri verzlunum veitt heimild til að selja þær, þar sem ekki verður einu sinni þörf á kæli. Þessar vörur koma til með að leysa vandamál staða eins og t.d. Vestmannaeyja og Vestfjarða, sem eru sífelldur . höfuðverkur vegna ótryggra samgangna. Einnig kemur þetta til með að létta dósa- mjólkinni af margri skips- höfninni. Fjölskyldan kemur til með aö geta ekið með mjólkur- kassann i skottinu um landið þvert og endilangt. —BA Eldur á trésmíðaverksfœði: Eldurinn hafði verið að magnast alla nóttina Elds varð vart í tré- smíðaverkstæði Magnús- ar K. Jónssonar í Duggu- vogi 7 rétt eftir klukkan átta í morgun. Það voru starfsmenn Kjötvers/ sem er í næsta húsi við trésmíðaverk- stæðið/ sem fundu bruna-* þef, er þeir komu til vinnu i morgun. Fóru þeir að athuga málið betur og kom þá í Ijós, að eldur logaði í næsta húsi. Slökkviliðið kom á vettvang og braut sér leið inn i húsið. Þá kom i ljós, að eldur logaði á efri hæð þess, þar sem trésmiða- verkstæðið er. Nokkuð mikill eldur var laus i trésmiðaverkstæðinu en slökkviliðið náði þó strax að hefta útbreiðslu hans. Eldurinn hafði verið slökktur fyrir klukk- an niu. Greinilegt þykir, að eldurinn hafi kviknað út frá litlum neista, er breiðst hefur smásaman út I spæni og annað eldfimt efni, sem er að finna á verkstæðinu. Næturvörður hverfisins var á leið af næturvakt, er eldsins varð vart. ,,Ég hef það fyrir sið að ganga i öll þau fyrirtæki á næturnar, sem ég starfa hjá, og kanna hvort ekki sé allt með felldu. Svo vill þó til, að trésmiðaverk- stæðið, sem eldurinn kom upp i, er eina fyrirtækið hér i götunni, sem ég er ekki starfandi hjá,” sagði Magnús Skarphéðinsson, næturvörður. —JB Magnús K. Jónsson, eigandi trésmiðaverkstæðisins, (I miðið) kannar skemmdirnar ásamt slökkviliðs manni. Skemmdir urðu ekki eins miklar og áætla hefði mátt I fyrstu, Ljósm. Bragi. TVEGGJA DAGA BIÐ ■ ——ao—3—MMMB————— „Billinn minn er sá tuttugasti i röðinni, sem er ekki svo slæmt. Ég er ekki búinn að biða nema slðan I gærmorgun. Það eru um áttatiu bllar á eftir mér, svo að ég má vel við una. Ætli það verði ekki komið að mér fljót- lega eftir hádegi.” Þetta sagði Kóbert Róbertsson frá Brún I Biskupstungum, en hann var að sækja áburð fyrir sig og nokkra nágranna slna. Lenti í hausunarvél: Skarst illa Maður lenti með hönd I hausun- arvél og skarst illa I Sandgerði i gær. Slysið átti sér stað rétt fyrir klukkan 6 i fiskvinnslunni Barð- anum I Sandgerði. Maðurinn var fluttur á sjúkra- hús I Keflavik og siðan áfram til Reykjavikur. —JB Þegar Vlsir talaði við Róbert I morgun I biðröðinni við Áburö- arverksmiðjuna voru þeir ný- farnir I burtu bllarnir, sem höfðu beðið eftir áburði frá þvi á mánudag. Skyldi þessi langa bið ekki bera dýr fyrir bændurna, sem eru að senda stóra blla eftir áburði? „Nei,” svaraði Róbert. „Það tiðkast ekki að borga timakaup fyrir svona fiutninga. Bændurn- Róbert: — Bændur borga blistjór’- ir borga biistjórunum visst fyrir unum ekki fyrir biðina. Þeir tonnið, sem þeir flytíja.” borga ákveðið gjald fyrir hvert —ÞJM tonn. Kemur í hlut œttingja að greiða sektina — íslendingarnir í Marokkó sleppa senn úr haldi „Það kemur I hlut ættingj- anna hér heima aö greiða sekt- ina og ég tel ekki að það verði nokkurt vandamál,” sagði Hörður Bjarnason hjá utan- rlkisráðuneytinu I morgun, er Vlsir ræddi við hann um mál Is- ienzku piltanna, sem teknir voru höndum I Marokkó fyrir að hafa hass i fórum slnum. Skeyti barst loks I gær um dómsniöurstööur, sem hljóða upp á 167 þúsund króna sekt eða fangelsisvist að öörum kosti. Danska sendiráöið I Rabat mun þó reyna að fá sektína lækkaöa eitthvað, segir I skeyti þess. „Það er margt óljóst I þessu skeyti, þannig að við munum væntaniega hringja I dag til að kanna málið nánar. Okkur er til dæmis ekki Ijóst með hvaða skilyrðum piltarnir verða iátnir lausir, hvort þeir verði að greiða sektina fyrst eða hvernig þvi er háttað I Marokkó,” sagði Hörður Bjarnason. —JB Flugið líka stopp... — ef af allsherjar- verkfalli verður „Ef af allsherjarverkfalli verð- ur, þá stoppar flugið”, sagði Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða I viðtali við biaðið i morgun. Þótt búið sé að semja við flug- freyjur og flugvirkja og stöðugir fundir séu með flugmönnum, þá eru i hinum ýmsu þáttum vinnu, sem að fluginu standa, menn úr verkalýðsfélögum og verzlunar- mannafélögum. T.d. afgreiðslu- fólk, hlaðmenn og þeir, sem setja eldsneyti á flugvélarnar. —EVI— Inúk í París — tilboðunum rignir yfir flokkinn Inúk-Ieikflokknum hefur nú borizt tilboð frá Hollandi, Pól- landiog Spáni. Leikflokkurinn hefur sýnt i ýmsum helztu borgum Evrópu við frábærar undirtektir og lýkur ferð sinni að þessu sinni með sýningu i París. Eftir liinn ágæta vitnisburð á leiklistarhátlðinni I Nancy i Frakklandi, þá gæti flokkur- inn haldið áfram sýningum i Evrópu. Leikflokkurinn ætlar samt að taka sér sumarfrf og kemur heim um miðjan júni, en hyggst taka upp þráðinn að nýju I haust. HE.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.