Vísir - 06.06.1975, Side 1

Vísir - 06.06.1975, Side 1
2000 HUNDAR I „HUNDALAUSRI BORG" - SJÁ BLS. 3 Slagur milli bílaleiganna — baksíða Neyðar- símanúmer — bls. 3 Stöðva verk- föll kónginn? — baksíða Rútumeð 25 mönnum valt Rúta með um 25 menn innan- borðs valt inni i Sigöldu i gær- kvöldi um klukkan hálf átta. Enginn slasaðist. RUtan var að koma með vinnuflokk i mat og ök hún veginn utan frá svonefndum Botnrásum, sem eru suðaustan aðalbyggðarinnar á staðnum. í brekku, sem er á veginum, er jafnframt beygja. Þegar rút- an ök þar um brast kantur og lenti rútan við það út af vegin- um. Hún var á lítilli ferð, þegar óhappiö varð. Rútubillinn valt ekki strax, en þegar farþegarnir stóðu upp til að komastút úr henni, féll hún á hliðina. Mildi var, að enginn skyldi slasast. Yfirbygging rút- unnar sjálfrar skemmdist og rúður brotnuðu. —JB Mildi var, að enginn skyldi slas- ast, er þessi rúta, hlaðin farþeg- um, valt inni i Sigöldu I gær- kvöldi. — Ljósm. Þórður Agústsson. Afleiðingar allsherjar- verkfalls: Varla lífsmark í atvinnulífinu — Ekkert liggur fyrir um undanþágur Lifsmark verður varla með atvinnulifinu skelli allsherjarverkfall á Það ótrúlega gerðist í Laugardalnum: næstkomandi miðviku- dag, eins og flest bendir til að verði, nema stjórnvöld gripi inn i. Ekkert liggur fyrir um, að rikisstjórnin stöðvi verkfallið, að minnsta kosti ekki enn sem kom- ið er. Ekkert gengur eða rekur á samningafundum ASÍ og vinnu- veitenda. Tillögum um frestun verkfalls hefur verið hafnað. Verkfallið mun ná um mestallt land. Verksmiðjur stöðvast og byggingarvinna, fyrir utan smá- dútl, sem verktakar geta komið við. Verzlanir lokast, einnig heildverzlanir, nema þar sem eigendur og fjölskyldur þeirra geta haldið einhverri þjónustu gangandi. ASB fer f verkfall, svo að mjólkur- og brauðbúðir lokast, nema venjulega eru veittar und- anþágur fyrir mjólk til barnafjöl- skyldna, að minnsta kosti ef verkfallið stendur stutt. Eigendur bakaria geta haldið einhverri þjónustu uppi. Dagsbrún og Framsókn fara I verkfall, svo að almenn vinna verkamanna og kvenna leggst niður. Stærri tog- ararnir og farskipin eru þegar stöövuð. Flug mun stöðvast. Þó hafa stundum verið veittar ein- hverjar undanþágur. Þá hafa dagblöð oftast gengið á undan» þágum VR, ef verkfall stendur stutt. Vegna anna forráðamanna hinna ýmsu verkalýðsfélaga við samninga i rikisverksmiðjunum og aðra samninga, liggur ekkert fyrir enn um undanþágur. Smærri togarar og bátar geta fiskaö, en vinnsla i landi stöðvast viðast hvar. Rikisstarfsmenn hafa samið og halda að sjálfsögðu áfram störfum. Rikisverksmiðj- urnar og Alverksmiðjan starfa áfram. Aðdrættir matvæla munu fljótt stöðvast að kalla, og birgðir ganga til þurrðar i þeim búðum, sem afgreiða, —HH VIÐ SIGRUÐUM EINA BEZTU KNATTSPYRNUÞJÓÐ HEIMSINS Það ótrúlega gerðist i gærkvöldi. Island sigr- aði þjóðina, sem varð i 5. sæti i siðustu heims- meistarakeppni i Þýzkalandi i fyrra, Austur-Þýzkaland. Rúmlega 10 þúsund manns urðu vitni að þessu á Laugardals- velli, og tugþúsundir hlustuðu með öndina i hálsinum á lýsingu Jóns Ásgeirssonar i út- varpinu. Eftir leikinn mættust menn hvarvetna, — umræðuefnið alls stað- ar var það sama, landsleikurinn. Það getur vart verið nein tilviljun lengur, hversu vel íslandi gengur i knattspyrnunni, sigur yfir einni sterkustu knattspyrnuþjóð heims, og jafntefli við sömu þjóð i fyrrahaust á heimavelli hennar. Jafntefli við Frakka, eina beztu knatt- spyrnuþjóð Evrópu, og naumur ósigur i fyrra- haust hér heima gegn Belgum. —SJÁ OPNU MYNDIN: Tony Knapp, landsliðsþjálf- arinn enski, er hér toll- eraður eftir leikinn. Hann hefur náð af- bragðs árangri með landsliðið okkar og á heiður skilið ekki siður en leikmennirnir. ÍÞRÓTTIR 1 /

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.