Vísir - 11.06.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 11.06.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Miðvikudagur 11. júni 1975 —129. tbl. Geirfinnsmálið: Rannsókn hœtt — Jórdanskur sjáandi segist geta fundíð lausnina — Sjá bls. 3 „Nú getum við verið stoltir af því að hafa sigrað ísland" — segja Danir eftir sigur íslands gegn A-Þýzkalandi. — Sjá íþróttir í opnu Ekki beint konung- legt veður hér syðra en Norðlendingar luma á góða veðrinu Ekki er það beinlfnis konunglegt veðrið á landinu bláa. Það hef- ur rignt, rignir af og til og mun víst rigna. Að vísu kann hans hátign að blekkjast til að halda að sól sé í vænd- um. Það vita hins veg- ar allir góðir landar, að það þýðir lítið að láta smásólarglennu plata sig. Annars er góða veðr- ið í dag fyrir norðan, og öllu vænlegra hefði verið að bjóða Karli konungi til Akureyrar og Mývatns. Þar var blíðskaparveður og 13 stiga hiti á Akureyri eldsnemma i morgun. Á Hornafirði var hálf- gerður suddi, og Iík- lega lætur öræfajökull ekki sjá sig í dag. -BÁ Leit út fyrir að Hornfirðingar sœtu uppi með konungsveizluna — Baksíða „TVEIR SÓLARHRINGAR ÆTTU AÐ NÆGJA" segir Jón Þorsteinsson í sáttanefnd „Það er ágætt, að frest- urinnskuli ekki vera lengri en tveir sólarhringar. Tempóið dettur þá ekki niður," sagði Jón. Þor- steinsson, einn fárra sátta- nefndarmanna, sem mætt- ir voru í Tollstöðina þegar blm. og Ijósmyndari Vísis litu þar inn klukkan að verða tíu í morgun. ,,A þessura tima á að vera hægt að sjá , hvort kjaradeilan leysist án verkfalla eða ekki,” sagði Jón ennfremur. Hann stóð upp úr stólnum, sem hann hafði setið i «• :' * í' Akraborg var að bakka út úr höfninni. Hér fylgjast samningamenn með þvi fyrirtæki og bilastæðunum i kring og ágæti bilanna. Skömmu siðar upphófst svo alvara lifsins hjá þeim i Tollhúsinu. (Ljósmynd Visis BG). frammi á gangi og gekk inn i fundarherbergi ASI-manna. Þar voru komnir fimm til viðbótar. „Hvað dreymdi þig i nótt?” spurði Guðmundur Hjartarson, þegar Jón kom inn. Jón hafði ekki dreymt neitt og hina ekki heldur. Menn virtust afar hressir i bragði og spjölluðu mikið saman. Það var þó ekki rætt eitt orð um samningana, og það eina, sem þeir fengust til að segja þar að lútandi, var það, að það væri full ástæða til bjartsýni. Ekki meira um það. Það var byrjað að ræða um aðra hluti. Mest um Akraborgina, sem var að bakka út úr höfninni, og þvi næst snerist talið um ágæti einstakra bila, sem stóðu á bila- stæðunum fyrir utan húsið. Klukkan rétt rúmlega tiu fjölg- aði loks allverulega á staðnum. Barði Friðriksson mætti einna fyrstur þeirra, sem reka mál vinnuveitenda. Honum var heils- að hressilega — og dáðust menn mjög að „barðastórum” hatti hans. Björn Jónsson kom næstur og meðhonum Snorri Jónsson og Ás- mundur Stefánsson, hagfræðing- ur ASl, með reiknivél undir hend- inni. Fleiri fylgdu fast á hæla þeim. Allir jafnhressir og þá einna hressastur var Torfi Hjartarson, sáttasemjari, sem var spurður talsvert um konungs- veizluna, sem hann hafði farið i af sáttafundi i gærkvöldi. Klukkan kortér gengin i tiu voru flestir mættir og voru sátta- nefndir beggja aðila um það bil að snúa sér að alvörunni, þegar Visir yfirgaf staðinn. — ÞJM. S-AFRÍKA _ AUGLÝSIR EFTIR AÐILD AÐ NATO — bls. 6 Verkfallsótti og lánatregða banka hefur áhríf á bílasölu „Bflasalan undanfarnar vikur hefur ekki verið eins fjörug og hún á að sér að vera á þessum tima árs. Það er eins og menn haldi fastar um peningana sina á meðan búast má við verkföll- um,” sagði sölumaður hjá Bíla- sölu Guðmundar i viðtali við Visi i morgun. Aðrir bilasalar, sem Visir hafði tal af, tóku i sama streng. Alli Rúts sagðist þó hafa selt vel undanfarið: „En viðskiptavinir minir siðustu daga eru flestir komnir utan af landi, fólk, sem hefur verið að biða eftir að geta ekið i bæinn og skipt um bil,” sagði hann. „Borgarbúar hafa aftur á móti verið sjaldséðari upp á siðkastið.” „Annars eru alltaf einhverjir, sem eiga peninga,” sagði Alli — og hann sagði frá þvi, að fyrir nokkrum dögum hafi hann selt Volvo fyrir eina og hálfa mill- jón og greiðslan verið nær öll á borðið. Sölumaður hjá Aðal-Bilasöl- unni sagði: „Það koma alltaf jafnmargir á bilasölurnar að skoða bila og spá. Þvi er þó ekki að neita, að skuggi yfirvofandi verkfalla hefur hvilt yfir sölunni og það dregið úr sumum að fara út i stifar afborganir. Annars hefur manni heyrzt það á fólki, hér sem annars staðar, að það sé litil trúa á, að til verkfalla muni koma.” Sölumaður á annarri bilasölu sagði: „Það er áberandi núna, að menn eru að kaupa sér bila af nauðsyn, en ekki sér til gamans. Mest hefur selzt af ódýrari bil- unum.ogþáá ég við bila, sem fara á bilinu 200 til 500 þúsund krónur.” Þá sögðu bilasalarnir, að það væri mjög áberandi upp á sið- kastið, að menn þyrftu að selja bila sina i snatri til að bjarga stórum afborgunum, þegar bankarnir væru tregir. „Þá eru viðkomandi menn mjög örlátir á afslátt, ef greiðsla fæst á borð- ið.” — ÞJM.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.