Vísir - 11.06.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 11.06.1975, Blaðsíða 13
Vlsir. Miðvikudagur 11. júni 1975 13 Það er svo sannarlega ekkert i minni fortið, sem ég iðrast — en, aftur á móti gæti ég hugsað mér að breyta ýmsu i Hjálmars fortið! í Bogga á mánudaginn var það málshátturinn „Margur er knár, þótt hann sé smár”. — Kaffirjómi, sem geyma má i fjóra mánuði! Það er óhugnanlegt að sjá, hvað Mjólkursamsal- an virðist gera ráð fyrir löngu verkfalii.. Fundartimar A.A. Fundartimi A.A. deildanna i Reykjavik er sem hér segir: Tjarnargata 3 c mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmttídágá og föstudaga, kl. 9 e.h. öll kvöldin. Safnaðarheimili Langhoitskirkju föstudaga kl. 9 e.h. og laugardaga kl. 2 e.h. Fellahellir: Breiðholti .fimnjtudaga kl. 9 e.h. Eimreiðin 1. hefti 1975. Eimreiðin 1. hefti 1975, er kom- in út. Að þessu sinni er forsiðu- greinin eftir dr. Þráin Eggertsson hagfræðing, nefnist ójöfnuður og jafnaðarstefna. Höfundur reifar þar umræður og skoðanaskipti um jöfnuð og ójöfnuð, skýrir áhrifin á rikisfjármálin og gerir skólakerfið einnig að umtalsefni i þessu sambandi. Þá hefur nýr þáttur ferð sina i þessu hefti, A ritvellinum, þar sem fjallað er um nokkrar bækur og atburði i menningarmálum. Birt er kvæðið Takmarkanir, Limites, eftir hið fræga argentinska skáld og Is- landsvin Jorge Luis Borges á spænsku og i islenzkri þýðingu Kristjáns Karlssonar. Þá er i Eimreiðinni 2. hluti Ummyndana (metamorfoses) rómverska ljóð- skáldsins Ovidiusar, sem Einar Hákonarson listmálari mynd- skreytir og Kristján Arnason fornfræðingur snýr á islenzku. Kristján Árnason á einnig kvæðið Narkissus i heftinu. Valdimar Kristinsson viðskiptafræðingur og B.A. skrifar grein, Hugieiðing- ar um jafnrétti á vinnumarkaðn- um, þar sem hann setur fram hugmyndir um, hvernig leysa megi þann vanda, sem konur rata i á vinnumarkaðnum vegna verri aðstæðna sinna en karlar. Hrafn Gunnlaugsson rithöfundur á ljóð- ið Helgiathöfn i heftinu Dálkur- inn Dr. Eirikurfrá Bókfellier enn i heftinu og f jallar þar um nokkr- ar ljóðabækur ungra höfunda. Tvö ljóð eru eftir Aðalstein Ingólfsson i heftinu. Pólska fram- úrstefnuskáldið og útlaginn Oheyevitsj á i þessu hefti Eimreiðarinnar smásögu, Dæmi- sögu af angurgapa. Jóhann Hjálmarsson skáld birtir kvæðið Fréttirnar frá Vietnam og Kambódiu og Þorsteinn Antons- son smásöguna Klakstöðin. Frá landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins. Dregið var hjá borgarfógeta i landshappdrætti Sjálfstæðis- flokksins sl. laugardagskvöld. Upp komu eftirtalin vinnings- númer: Nr. 16911 Bronco Sport, bifreiö. Nr. 56997 Úrvals-sólarferð til Mallorka. Nr. 16880 Úrvals-sólarferð til Mallorka. Nr. 78446 Úrvals-sólarferð til Mallorka. Nr. 26013 Kassettu-segulbandstæki. Nr. 55004 Kassettu-segulbandstæki. Nr. 59977 Kassettu-segulbandstæki. Nr. 40318 Kassettu-segulbandstæki. Nr. 72634 Kassettu-segulbandstæki. Nr. 55610 Kassettu-segulbandstæki. Eigendur ofantaldra vinnings- miða framvisi þeim I skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Laufásvegi 46, Reykjavik. -k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-k-k-k-k-K-K-k-Mt-k-K-k-k-k-k-K^-k-k-k-K-K-k-k-K-it-k-K-k-K-ít-H-K-K-Kit Stjörnuspá fyrir 12. júní. Hrúturinn 21. marz—20. april. Varaðu þig á að koma öllu I uppnám eða rugla með hlutina. Kvöldið er til þess að skemmta sér og vera ást- | fanginn. m w Nl \dL Nautið, 21. april—21. mai. Vertu staðfastur og rólegur I dag. Haltu þig við gerða samninga. Vinir þinir munu koma þér á óvart. Tviburarnir 22. mai—21. júni. Reyndu að beina skapsmunum þinum ekki að þeim, sem eiga það ekki skilið. Vertu ekki að gera þér fyrirfram grillur út af hlutunum. Krabbinn, 22. júni—23. júli. Reyndu að komast hjá öllum öfgum svona I morgunsárinu: þú ert of viðkvæmur á þeim tima. Kauptu eitthvað fallegt handa sjálfum þér I dag. Ljónið, 24. júli—23. ágúst. Morgunninn verður fullur ^f skemmtilegum og óvæntum atburðum. Reyndu að komast hjá öllu, sem gæti valdið þér óþægindum. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Ýmislegt gæti breytzt þannig, að óskir þlnar verði uppfylltar. Gættu hófst I orði og æði. Vogin,24. sept,—23. okt. Þú verður að taka mikið tillit til foreldra þinna núna. Einnig verður þú að umgangast mikið fólk, sem er mjög hefðbundið I hugsunarhætti. Krabbinn, 24. okt,—22. nóv. Aætlunum þinum verður kollvarpað. Gættu samt stillingu þinnar. Gerðu yfirmanni þinum greiða I kvöld. Bogmaðurinn,. 23. nóv.—21. des. Þú mátt búast við að óvæntar kröfur verði gerðar til þin I dag. Notaðu hyggjuvit þitt til að leysa vandamál þin. Þú hittir skemmtilega persónu I kvöld. Steingeitin, 22. des,—20. jan. Þú hefur tima- bundna afsökun fyrir að brjóta settar reglur eða nota ekki heföbundnar aðferðir. Dagurinn i dag er ekki heppilegur fyrir samninga eða giftingu. Vatnsberinn, 21. jan,—19. feb. Övæntur gestur gerir þér lifið leitt: láttu ekki bugast vegna timabundinna erfiðleika. Kvöldið verður þér hagstætt. Fiskarnir, 20. feb,—20. marz. Aætlanir i sam- bandi við skemmtun eða ferðalag breytast. Þú hittir skemmtilegt fólk. Athugaðu nýja megr- unaraðferð. í í ★ ★ ★ ★ ★ ★ V ¥ * * * * * * t ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ i i •¥- ¥■ ¥• ¥■ ¥ ¥ ¥ | í DAG I í KVÖLD I í DAB | f KVÖLD | í DAG | Útvarp kl. 17.30 Með viljann að vopni, smásaga eftir Mögnu Lúðvíksdóttur Ung skáldkona að verki „Sagan lýsir einkum öryggisleysi manneskju, sem er búin að vera lengi á spítala og veit ekki hvað hún á að gera, þegar hún kemur út," sagði Magna Lúðvíksdóttir skáldkona, þegar blaðamaður Vísis innti hana eftir sögu- þræðinum. „Annars er ég kölluð Erla Al- exandersdóttir I daglegu lifi. Ég heiti raunverulega Erla Magna Alexandersdóttir, en pabbi heit- ir Alexander Lúðvik, svo skáldanafnið ér lika mitt rétta nafn.” Magna samdi smásögur fyrir Fáikann, meðan hann var gangandi, einnig hefur hún samið smásögur fyrir Vikuna. Smásagnasafn liggur eftir Mögnu, sem hún kallar Bláar nætur. Magna er 38 ára gömul hús- móðir og á 3 börn og býr i Hveragerði. Hún starfar einnig i Garðyrkjustöðinni Eden. Þegar blaðamaður spurði hana hvenær henni gæfist timi til skrifa sagði Magna að það væri helzt á kvöldin, þegar allir væru sofnaðir. HE Hérna sjáum við Mögnu Lúðviksdóttur við dagvinnu sina I garð- yrkjustöðinni Eden. En á kvöldin stundar hún skriftir. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 A kvöldmálum Gisli ■ Helgason og Hjalti Jón Sveinsson sjá um þáttinn. 20.00 Einsöngur i útvarpssal: Sigriður Ella Magnúsdóttir syngurlög eftir Brahms og Richard Strauss. Jónas Ingimundarson leikur á pianó. 20.20 Sumarvakaa. A ferð yfir Heliisheiði 1921 Guðmundur Bernharðsson frá Artúni á Ingjaldssandi segir frá. b. Kvæði eftir konur Olga Sigurðardóttir les c. „Að ofan”, smásaga eftir Pétur Hraunfjörö Pétursson Höf- undur les. d. Kórsöngur Karlakór Isafjarðar syngur undir stjórn Ragnars H. Ragnars. 21.30 Útvarpssagan: „Móðir- in” eftir Maxim Gorki Sigurður Skúlason leikari les (10) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Tyrkjaránið”eftir Jón Helgason. Höfundur les (25). 22.35 Djassþáttur. Jón Múii Árnason kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.