Tíminn - 24.08.1966, Page 5
MIÐVIKUDAGCR 24. ágúst 1966
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURtNN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og tndriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tóanas Karlsson. Aug-
iýsingastj.: Steingrknur Gislason. Ritstj.skrifstofur i Edóu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur,
sfani 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — í
lansasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Fyrirtækin
AtvmrmfyrirtæMn eru undirstaða hvers þjóðfélags.
Þar fer fram sú verðmætasköpun, sem allir þjóðfélags-
þegnar £á beint eða óbeint lífsframfæri sitt af. Vel rek-
in og öflug fyrirtæld eru því forsenda velmegunar þjóð-
félagsþegnanna 1 heild. Aukin velmegun fæst ekki nema
mtíð eflingu fyrirtækjanna, bættum rekstri þeirra, auk-
ini verðmætasköpun, þar sem verðmætaaukningin er
meiri en aukning tilkostnaðarins við framleiðsluna, þ.e.
aukin framleiðni. Aðeins þannig kemur meira til skipta
á hverja vinnandi hönd. Framleiðniaukningin í nútíma-
fjTÍrtækjum byggist fyrst og fremst á aukinni tækni, vél-
væðingu og hvers konar hagræðingu í rekstri. Á þennan
nndirstöðuþátt þjóðfélagsins leggja þjóðirnar nú æ meiri
áherzlu á að efla með hvers konar ráðum.
Hér á landi hafa kommúnistar og til skamms tíma Al-
þýðuflokkurinn rekið heiftúðugan áróður gegn atvinnu-
fyrirtækjunum og eigendum þeirra almennt. Rætur
þessa áróðurs standa í stjómmálastefnum þessara flokka.
Kommúnistar hafa stefnt að byltingu og viljað velta í rúst
til að skapa grundvöll hennar. Sósíaldemókratar hafa
stefnt að ríkisrekstri fyrirtækja.
Áróður þessara flokka hér á landi gegn einkafyrirtækj-
unum og eigendum þeirra, svo og lygaáróður gegn Fram-
sóknarflokknum vegna stuðnings hans við samvinnu-
hreyfinguna hefur valdið því, að mönnum, sem komizt
hafa yfir atvinnutæki, hefur þótt allt að því óhugsandi
annað en skipa sér undir merki Sjálfstæðisflokksins —
og það jafnvel þótt það hafi verið fyrir atbeina og áhrif
Fraipsóknarflokksins á atvinnumálalöggjöf landsins, að
þeim var fært að eignast fyrirtæki. Af þessu stafa m.a.
óeðlilega mikil áhrif Sjálfstæðisflokksins á íslandi bor-
ið saman við íhaldslokkana á Norðurlöndum.
Allt frá 1927 til valdatöku núverandi stjórnarflokka
tókst Sjálfstæðisflokknum, þ.e.a.s. þeim, sem honum
ráða, hins vegar ekki að koma stefnu sinni fram m.a.
vegna sterkra áhrifa Framsóknarflokksins. 1960 gerð-
ist Alþýðuflokkurinn hækja íhaldsstefnunnar og hefur
hún nú fengið að sýna sig í framkvæmd. Menn skyldu
ætla, að hagur fyrirtækjanna stæði með sérstökum blóma
eftir þennan reynslutíma.
Nú hafa menn rekið sig á, og vonandi ekki til þess að
reka sig á aftur, því að sú reynsla, sem fengizt hefur,
hefur reynzt dýrkeypt. Því hvernig er nú komið? Eitt
iðnfyrirtækið af öðru hrynur, sjávarútvegur og fiskiðnað
ur á heljarþröm, stjórnlaus óðaverðbólga ríkir, og hvers
konar verðbólgubrask blómgast. Verðbólguframkvæmdir
soga skipulagslaust til sín fjármagn og vinnuafl frá at-
vinnufyrirtækjunum og þar í ofan búa þau við vaxtaokur
vinnufyrirtækjunum, og þar á ofan búa þau við vaxta-
okur og stranga reksturslánaskömmtun. — Og hvernig
stendur á því, að „flokkur einkaframtaksins11 leikur
„sína menn’” svo grátt? Svarið er: Hagsmunir þeirra,
sem eiga og gera út Sjálfstæðisflokkinn. Þar ráða vissir
stórir innflytjendur og fjármagnseigendur, sem hagnast
af ófremdarástandinu, ferðinni. Augu fjölda atvinnurek-
enda eru nú að opnast, og þeir sjá, að með Sjálfstæðis-
flokknum geta þeir ekki átt samleið að óbreyttri stefnu.
Meðal þeirra finnur stefna Framsóknarflokksins nú æ
sterkari hljómgrunn, enda fellur hún í meginefni sam-
an við þær ályktanir, sem samtök atvinnuveganna hafa
gert um efnahagsmálin.
TilWIWN
WILLIAM TUCHY:
Henry Cabot Lodge segir fjögur
stríö háö samtímis í Vietnam
Hann telur um árás að ræða af hálfu Norður-Vietnama, en þeir muni
aldrei setjast að samningaborði, heldur draga sig þegjandi og hljóða-
laust í hlé þegar ósigur blasi við
HENRY CABOT LODGE
sendiherra Bandaríkjanna í
Vietnam var búinn að gegna
þeirri stöðu í eitt ár að þessu
sinni á laugardaginn var. Og
hann er sannfærður um, að leið
togar stjórnarinnar í Norður-
Vietnam fáist aldrei til að setj-
ast að samningaborði.
Þetta er í annað sinn, sem
hann er sendiherra á þessum
stað, sem hefur stundum verið
nefndur „kirkjugarður góðs
orðstírs". Áður gegndi hann
embættinu frá því í ágúst 1963
og fram í júní 1964.
Lodge var sendiherra í Viet-
nam hið fyrra sinn, þegar stjórn
Diem féll og meðan á stjórn-
málaóreiðunni stóð, sem fylgdi
falli hennar. Frá því að hann
tók við embætti hið siðara sinn
hafa Bandaríkjamenn stöðugt
verið að auka þátttöku sína í
styrjöldinni og ennfremur má
nefna þriggja mánaða stjórn-
málakreppu í landinu í byrjun
þessa árs.
Lodge hefur reynt að gera
sér grein fyrir fyrirætlunum
valdhafanna í Hanoi í stríðinu
í. Vietnam. Hann forðast að
sjálfsögðu að birta skoðamr sín
ar opinberlega, en þeir, sem
gerst vita, segja hann sannfærð
an um þessi þrjú meginatriði:
Að Ho Chi Minh skrifi aldrei
undir neitt, sem feli í sér játn-
ingu á að þjóð hans eigi í styrj-
öld við Suður-Vietnama, hvað
þá að Norður-Vietnamar séu í
þann veginn að bíða ósigur í
þeirri styrjöld.
Að valdhafarnir í Hanoi geri
sér miklar vonir um að Banda-
ríkjamenn verði veikir og tví-
átta gagnvart styrjöldinni í Viet-
nam að loknum þingkosningun-
um í nóvember.
Að uppreisninni ljúki ekki
með því, að ieiðtogarnir í Hanoi
ákveði að semja, heldur dragi
þeir sig þegjandi og hljóðalaust
í hlé, eins og kommúnistar
gerðu á Filippseyjum, í Malaya
og Grikklandi.
LODGE trúir ennfremur statt
og stöðugt, að Bandaríkjamenn
heyi Vietnam-stríðið á rettum
stað og á réttum tíma, gagn-
stætt því, sem sumir gagnrýn-
endur halda fram. Hann álítur,
að einhvers staðar verði að
stemma stigu við áleitni í Asíu,
og telur Suðaustur-Asíu jafn
æskilegan stað til þess og hvern
annan.
Sendiherrann er sannfærður
um, að brýnir, bandarískir hags
munir velti á því að sigur vinn-
ist í styrjöldinni, sem sé rétt-
mæt, bæði lagalega og siðferði-
lega. Hann er og sannfærður
um, að um árás Hanoi-manna
sé að ræða og henni verði að
síðustu hrundið.
Henry Cabot Lodge var áður
öldungadeildarþingmaður fyrir
Republikana, í framboði sem
varaforsetaefni og aðalfulltrúi
þjóðar sinnar hjá Sameinuðu
þjóðunum. Hann lætur í Ijós við
vini sína, að fulltrúarnir hjá
Sameinuðu bjóðunum virðast
láta sér sjást yfir ákvæði stofn-
skrárinnar, þegar þeir séu að
ræða Vietnam-styrjöldina. Sam
kvæmt stofnskránni beri Sam-
einuðu þjóðunum að „stöðva
árás“. Lodge lýsir því sem skoð
un sinni, að ef talað sé um það
í sölum Sameinuðu þjóðanna,
að „stöðva árás“, ætli annar
hver fulltrúi að falla í ómegin.
Hann segir hina veiklundaðri
fulltrúa heldur vilja nota orðið
„útþenslu" en „árás“, sem að
hans dómi er ekki nema rétt-
nefni.
Lodge er þeirrar skoðunar,
að andstaðan í þinginu gegn
stefnu forsetans ætti að fara að
hjaðna, þar sem búið sé að rök-
ræða skuldbindingar Banda-
ríkjamanna rækilega fram og
aftur. Vitað er, að sendiherr-
ann er hlynntur eflingu Banda-
ríkjahers í Vietnam á þeirri
forsendu, að þess fjölmennari
sem herinn sé, þess skammvinn
ari verði styrjöldin og þess
minna mannfallið, sem af henni
leiði. Hann lítur svo á, að hæf-
ir stjórnmálamenn eigi að geta
skýrt þetta út fyrir kjósendum.
VíÁfjiflftif s^djpírans . er
munurinh á timamíuriúm tveim
ur, sem hann hefur gegnt sendi
herrastarfinu, jafn mikill og
munurinn á svörtu og hvítu.
Árið 1963 var viðleitni Banda
ríkjamanna öll í molum og hver
höndin upp á móti annarri.
Stjórn Ngo Ding Diem var enn
fremur að renna sitt skeið á
enda. Lodge er enn sannfærð-
ur um, að Diem hefði getað
bjargað sér, ef hann hefði farið
að ráðum sendiráðsins og þegið
aðstoð þess. Nú er sendisveitin
samhent og vinnur öll að einu
marki, að dómi Lodge.
Sendiherrann hefur stundum
sætt gagnrýni fyrir að leggja
meiri áherzlu á stjórnmálahlut-
verk sitt en stjórnarhlutverk í
sendisveitinni. Þeir, sem halda
uppi vörnum fyrir hann, benda
á, að sambandið við leiðtoga
ríkisstjórnarinnar í Saigon sé
höfuðhlutverk hans. Hann hafi
auk þess á að skipa tveimur
aðstoðarsendiherrum og fleiri
hæfum starfsmönnum til að
tryggja góða stjórn sendisveit-
arinnar.
Lodge er þakklátur Johnson
forseta fyrir rausn hans í þeirri
viðleitni Bandaríkjamanna, sem
ekki beinist að hernaði, heldur
friðsamlegri starfsemi. Hann er
oft undrandi yfir þeirri gagn-
rýni, sem forsetinn sætir af
hálfu frjálslyndra demokrata.
Hann hefur sagt í einkasamtali:
„Ef það að hafa góðan heila og
nota hann á nokkuð skylt við
að vera gáfu- eða menntamaður,
þá verður að telja Johnson for-
seta til þess flokks manna“.
Hvað framtíðina snertir lit-
ur Lodge svo á, að fjórar styrj-
aldir séu háðar samtímis í Viet-
nam, en miði mjög mishratt.
Hernaðurinn sjálfur gangi
heldur vel, stjórnmálastyrjöld-
in gangi betur en áður, enn sé
all{ í tvísýnu i efnahagsstyrj-
öldinni, en í glæpastyrjöldinni,
eða baráttunni við hryðjuverk-
in, bresti enn öll traust tök.
Lodge telur brýnna en allt ann
að að sigrast á ógnunum' og
hryðjuverkum Viet Cong. Hanoi
menn geri sér sennilega ljóst,
að leikurinn sé tapaður þegar
búið sé að draga „tennurnar úr
drekanum".
Sendiherrann hrósar Nguyen
Cao Ky, forsætisráðherra, fyrir
það, hvernig hann brást við í
stjórnmálakreppunni í vetur.
Hann telur forsætisráðherrann
hafa sýnt góða hæfileika til að
velja hentugan tíma. Hann hafi
beðið eftir því að almenningur
yrði þreyttur á herskáum mót-
mælum áður en hann lét til
skarar skríða.
VITAÐ ER, að Lodge sendi-
herra rennur stundum kalt vatn
milli skinns og hörunds, þó að
hann hafi ekki orð á því, þegar
Ky marskálkur er að stæra sig
frammi fyrir blaðamönnum og
tala um innrás í Norður-Viet-
nam eða virka mótspyrnu gegn
Kína. Hinum ákaflynda forsæt-
isráðherra er stundum nokkuð
laus tungan, þegar hann ræðir
við bandaríska blaðamenn og
gætir þess þá etoki, hver áhrif
ummæli hans hafi á vestræna
menn, þegar þeir sjá þau á
prenti.
Sendiherrann telur Ky við-
bragðsfljótan í starfi sínu og
hafa orðið eins vel ágengt í um-
bótum og við undirbúning kosn-
inganna og hverjum öðrum,
sem völ hefði verið á til starfs-
ins. Sumir gagnrýnendur halda
fram; að Bandaríkjamenn ættu
að skipa hernaðarstjórninni fyr
ir verkum, en Lodge lítur svo
á, að ýtni Bandaríkjamanna í
slíkum tilfellum geti gengið svo
langt, að hún nálgist nýlendu-
stefnu, og það teldi hann skað-
vænlegt.
Lodge er hlynntur kosningum
til stjórnlagaþings 11. septem-
ber. f einkasamtölum getur
hann orðið þungorður um
suma bandaríska blaðamenn,
sem gagnrýna kosningaaðferð-
irnar, sem stjórn Kys hyggst
viðhafa. Hann lét eitt sinn svo
ummælt, að þessir blaðamenn
virtust ætlast til meiri aðgæzlu
og öryggis við framkvæmd kosn
inga meðal vanþróaðrar þjóðar,
sem að sityrjöld stæði, en þeir
gerðu kröfur til í Chicago-borg.
Henry Cabot Lodge er 64 ára
að aldri, en gæti útlits vegna
verið 20 árum yngri. Hann reyn-
ir að gefa sér tíma til að synda
dálitið á hverjum degi og hlakk
ar ævinlega til þegar honum
gefst við og við tóm til að heim
sækja Emily konu sína, en hún
býr í Bangkok.
Lodge hefur ekki á prjónun-
um neinar fyrirætlanir um að
hverfa frá starfi, en á því hef-
ur leikið orð. Hann er alveg
horfinn frá aliri þátttöku í
stjórnmálabaráttu Republikana
og ætlar að halda áfram starfi
sínu meðan Johnson forseti tel
ur sig þurfa á honum að halda.