Tíminn - 24.08.1966, Side 8

Tíminn - 24.08.1966, Side 8
8 TÍMINM MIÐVIKUDAGUR 24. ágiíst 1966 Gódur kvikmyndaleikari verður að hafa Traust minni - sterkar taugar! Benerlikt ,'ióndi á Gríms- stöðurn á Fjöllum var boðmn og búinn að aka roeð mig í jeppa sínum norður í Öxar- fjörð seint um kvöld til fpndar við kvikmyndaflokkinn, sem þar var langt kominn með gerð „Rauðu skikkjunnar", kvik- myndarinnar um Hagbarð og Signýju. Það var drjúgur spöl- urinn yfir Hólssand í súld og þoku, en Benedikt er hressi- legur viðræðumaður og þeyst- ist á jeppa sínum eins og að leika sér fyrir holt og heiðar unz við komum að Lundi í Öxarfirði. Þar drepum við á dyr í þeirri von að óþarfi væri að halda áfram alia leið að Skúlagarði, en á þessum tveim stöðum er flokkurinn til húsa. Sumir voru gengnir til náða, en Flosi Ólafsson vísaði mér til Aðalsteins skólastjóra, og buðu þau hjón þegar upp á kaffi, þótt skasnimt væri til miðnært- is, en hressingin heima hjá Benedikti á Grímsstöðuip' var svo vel úti látin, að ég kaus helzt að komast í hvílustað, því að mig grunaði, að kvikmyndar- mehn tækju daginn snemma. Leyfði Aðalsteinn mér fúslega að gista í gamla skólahúsinu. Þar heyrðist mannamál uppi á lofti, og voru þar aðrir nýir gestir, m.a. tveir sprenglærðir landbúnaðarfræðingar, hvaða erindi skyldu þeir eiga hingað. Þeir komu báðir beint að sunn an, Pétur Hjálmsson, m.a. til að hafa eftirlit með hundunum tveim, sem fluttir voru inn frá Svíþjóð til að leika í þessari kvikmynd og Jóhannes naut- griparæktarráðunautur, sem fenginn var norður með hraði til að leysa af þólmi frænda sinn Benedikt Árnason sem að- stoðarframkv.stj. danska fram- kvæmdastjórans á meðan Bene dikt skryppi til Reykjavíkur. Jó hannes er vanur að umgang- ast Danskinn, síðan hann nam fræði sín nokkur ár í landbún aðarháskólanum í Kaupinhavn. Þeír, sem gistu í Lundi, risu snemma úr rekkju og fengu morgunverð í snatri, og síðan ókum við að Skúlagarði. Þar sást tæpast sála á ferli, og menn voru seinir að komast á ról, því að það hafði dunað dans innansveitarmanna fram eftir nóttu. Kvikmyndarmenn höfðu húsið til gistingar og mat seldar, en sveitin varð að fá sitt ball á laugardagskvöldum. Loks dróst mannskapurinn úr bólum sínum, Þorgrímur Ein- arsson, leikari, leikmyndasmið- ur, m.m. sem þarna gegndi hlutverki yfirþjóns, ruddi mat í hvern mann af dugnaði og fimi, og innan stundar voru þeir ferðbúnir, sem áttu að fara út á kvikmyndasvæðið hjá Hljóðaklettum. En svo var troð ið í jeppana, af þeim, sem þar skyldaðir voru til að fara að ekki var viðlit að skáskjóta aðvífandi blaðamanni nokkurs staðar, og enginn jeppanna átti að fara til baka fyrr en að, lokinni myndatökunni þann daginn. Það var fyrir hreinustu tilviljun, að ég komst út eftir með pilti á rússajeppa, sem fór þangað skyndiferð. Það virðist ókunnugum hrein- asta ráðgáta, hvernig nokkurt farartæki gæti komizt þennan veg, sem raunar var enginn veg ur, þótt einhvern tíma hafi ver ið þar vegur, svo hafði hann spillzt af vatnselg. Víða voru drullupollarnir eins og kolmó- rautt jökulfljót yfir að líta og varð jeppinn oft að fara út í kargaþýfi til að komast leiðar sinnar, en pilturinn við stýrið ók af mikilli snilld og stund- um lét hann jeppann skásneiða bratta skorninga líkast því sem jeppinn fetaði sig áfram á hlið eins og fluga eftir rúðu. Er furða, að nokkur maður skyldi vilja leggja bíl sinn í akstur af þessu tagi, enda höfðu ein hverjir hætt vinnu af þessu tagi sem sýndist reyndar eyðilegg- ing á hverju farartæki. En allir komust þeir samt yfir þetta for að á endanum, og allir kom- ust þeir aftur, eins og þar stendur. Á kvikmyndasvæðinu fór m. annars fram það atriði. sero er úlfaveiðar í mypdinni. Ann ar hundurinn, sem inn var fluttur frá Svíðjóð, var tík af úlfakyni og lék hún hlut- verks úlfsins. Hún átti að vera drepin í myndinni og þó reynd ar ekki í alvöru. En til þess að þetta tækist, var henni byrlað svefnlyf í því skyni að hún lognaðist út af, er þar að kæmi. Síðan var henni slengt upp á hest veiðimanns og enn annar axlaði tíkina, meðan hún var í dáinu. Þessa meðférð hefur hún ekki þolað, því að er hún átti að vera röknuð úr rotinu, en lét ekki á sér kræla, var farið að huga að dýrinu, og það kom þá á daginn, að tík- in var steindauð, hjartað hætt að slá. Var þá brugðið skjótt við og læknirinn kvaddur á vett vang, . Kristján Ragnarsson, læknanemi, og tók hann tík ina, beitti hana blásturslífgunar aðferð og tókst þannig á stuttri stund bókstaflega að blása lífs anda í dýrið. Tíkin hressfist fljótt eftir að hafa verið dauð góða stund og hefur verið hin brattasta síðan. Og Kristján læknanemi varð hetja dags ins. Er við komum til baka í Skúlagarð, hittum við þar fyrir „konunginn“, raunar ekki í fullum skrúða, enda átti hann fri þennan dag og hét þá Gunn ar Björnstrand, en hann er frægastur maður í þessum hópi einn frægasti skapgerðarleik- ari Svía um þessar mundir. Hann er ljúfmannlegur og skemmtilegur maður, varð fús- lega við beiðni um að svara nokkrum spurningum um feril sjnn í leikhúsum og kvikmynd um. — Hvernig stóð á því, að þér tókuð að yður að leika í þess- ari mynd hér á landi? Hafið þér máske áður starfað með Gabríel Axel leikstjóra? — Nei, þetta er fyrsta sinn, sem ég leik undir hans stjórn. Hann var í Stokkhólmi og kom að máli við mig, fékk mér kvik myndarhandritið til lesturs og spurði, hvort ég vildi taka að mér hlutverk konungsins. Ég átti að taka að mér hlutverk á sænskri kvikmynd, sem til stóð að byrja á um þessar mund ir, en af ýmsum ástæðum var því frestað til næsta sumars. Ég fékk strax áhuga á „Rauðu skikkjunni“, og tók boðinu. Og þótt við mikla erfiðleika hafi verið að etja hér vegna veðurs og ófærðar á leiðinni út á svæðið, þá dáist ég sérstak lega að góðri samvinnu alls þessa fólks af fimm þjóðern- um. Við höfum oft komið hing að í Skúlagarð köld og blaut að kvöldi dags, en þegar við höfum matazt og setzt að góðu glasi til að taka úr okkur hroll inn, þá gleymist erfiði dagsins og allir gera að gamni sínu. Þetta hefur verið mér mjög fróðlegur og skemmtilegur reynslutími, og ég er sannfærð ur um, að þessi mynd verðnr Gunnar Björnstrand afburðagóð litmynd. Litir lands ins hér eru svo tærir og mjúk- ir, að ég gæti bezt trúað, að hér væru betri aðstæður í góðu veðri til kvikmyndatöku en í nokkru landi öðru. — Hvað hafið þér leikið í mðrgum kvikmyndum? — Þær eru orðnar áttatíu og aðalhlutverk mín í kvikmynd um eru þrjátíu og sjö. — Hófuð þér kannski leik- feril yðar í kvikmyndum? — Nei, ég byrjaði ekki að leika í kvikmyndum fyrr en 1942, já það eru 24 ár síðan. Ég byrjaði ungur að ganga í einkaskóla fyrir leikhús og lék þá nokkur smáhlutverk, naut þeirrar kennslu í tvö ár og var síðan þrjú ár í skóla Kon unglega leikhússins í Stokk- hólmi. Þá fór ég til Finn- lands og lék þar í tvö ár á sænska leikcviðinu í Vasa- leikhúsi, sneri þá heim, og í tólf ár lék ég eingöngu á leik sviði. — Fáizt þér við annað eða hvorttveggja, leikhús og kvik- myndaleik? — Hvorttveggja, það líður ekki svo ár, að ég taki ekki að mér eitt aðalhlutverk á leik- sviði, einnig í útvarpi, auk kvik myndanna. — Finnst yður ekki erfitt' að skipta yður þannig á milli þessa tvenns, ieikhúss og kvií; mynda? — Nei, alls ekki, ég finn ekki til þess nú orðið. Það krefst raunar annars að leika í kvik- myndum og er oft miklu meiri áreynsla, ekki sízt mikil líkam leg áreynsla, við mismun- andi skilyrði, þar sem t.d- myndir eru teknar mikið úti í ýmsum löndum með mikinn mun á veðri eða loftslagi. Og satt að segja hafði ég mikla andúð á kvikmyndum, hreint og beint hataði kvikmyndir áð ur en ég fór að fást nokkuð við þær, mér fannst allt svo vélrænt við þá iðju, að ég gat lengi alls ekki talið það til sannrar listar, mér þótti þetta aldeilis heimskuleg iðja, ekk- ert nema í hæsta lagi tækni og engin leið fyrir leikara að yrkja eða leika frá eigin brjósti í kvikmyndum. Ég fór samt að reyna nokkuð fyrir mér í kvik myndaleik, aðallega vegna þess að þar var borgað miklu hærra kaup, pyngjan oftast held ur létt. Svo var það mynda- tökumaður, sem kom mér í skilning um, margan galdur kvikmyndalistarinnar, og þann ig komst ég upp á lagið en þetta tók mig samt nokkur ár að læra listina til hlítar. Kvik myndaleikur krefst svo mikill- ar nákvæmni með tilliti til ljósa og hljóðtækni, maður verður að beita sig mjög ströngum aga. Góðir kvik myndaleikarar verða að hafa traust minni og sterkar taug ar. Maður verður að skapa hlutverk sitt strax í byrjun og hafa það fastmótað í hugan- um síðan. Það er ekki hægt að breyta manngerðinni eftir að byrjað er að kvikmynda. Það gegnir allt öðru máli á leik- sviðinu, þar er allt miklu sveigj anlegra og sex vikna æfinga- tími eða hvað það nú er lengi, gefur ætíð nokkurt svigrúm til að gera breytingar á hlutverk- inu, eftir því, sem leikaranum sýnist í samvinnu við leik- stjórann. — Sumir telja, að kvik- myndaleikur hafi verið beztur í þöglu myndunum. Hvað finnst yður um það? — Já, það var að vísu nokk uð önnur tækni, átti meira skylt við látbragðsleik, en samt stendur kvikmyndaleikur í tal myndum fyrir sínu. Margar þöglu myndirnar eru reyndar ósköp barnalegar, en sumar þær beztu eru meðal þess bezta Konudraumur eftir Ingmar Bergman. Konsúllinn (Gunnar Biörn- strand) færir Doris (Harriet Andersson) perluhálsfesti. Kvöldmáltiðargestirnir eftir Ingmar Bergman. Presturinn Tomas Ericsson (Gunnar Björnstrand) raeSir við hjónin Jonas Pcrsson (Max von Sydow) og Karin (Gunnel Lindblom), sem leita til hans í nauðum sínum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.