Tíminn - 24.08.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.08.1966, Blaðsíða 9
r MIÐVIKUDAGUR 24. ágúst 1966 TÍMINN Björnstrand fremstur í flokki á kvikmyndasvæðinu. Ljósmynd Þorvaldur Ágústsson. sem gert hefur verið í kvik- myndagerð, þar sem miklir hæfileikar fóru saman hjá leik ara og leikstjóra. Við verðum t.d. aldrei leið á að horfa á beztu myndir Chaplins, og ég hef líka ætíð gaman af að horfa á Douglas Fairbanks og fleiri, sem ég sá og dáðist að á ungl- ingsárum, og það er ekki ein- tómt sentimentalitet. — Eða sænsku leikararnir í þöglum myndum, Victor Sjö- ström eða Gösta Ekman? — Já, Victor Sjöström var bæði mjög góður leikstjóri og frábær kvikmyndaleikari. Gösta Ekman var mjög hrífandi á leik sviði, var fyrst og fremst leik- sviðsleikari, aftur á móti þótti mér hann ekki nándar nærri eins sannfærandi í kvikmynd um, bæði leikur og gervi ýkt og óekta. — Er langt síðan þér fór uð að leika í myndum eftir Ingmar Bergman? — Við erum búnir að vinna allmikið saman, ég hef leikið aðalhlutverk í átta kvikmynd um hans, síðast í fyrra. En okkur kom saman um, að það væri gott fyrir okkur báða að breyta nokkuð til, það getur orðið of mikið af því að vera hjá einum leikstjóra með mik- ið til sömu leikarana í aðal- hlutverkunum ár eftir ár. Þeg ar myndir hans eru svo sýnd ar úti um allan heim, þá getur verið að fólk spyrji: Eru ekki til nema tveir eða þrír aðalleik arar í Svíþjóð: Þegar ég fór á kvikmyndahátíðina í Moskvu í fyrra, þá voru þar sýndar margar sænskar kvikmyndir, með Harriet Anderson, sem er ákaflega gáfuð leikkona. En Rússar spurðu, oftar en einu sinni „Eiga Svíar ekki til aðra leikkonu en Harriet And- erson?“ — Hvers vegna sagði Ingmar Bergman ipp þjóðleikhús- stjórastöðunni í Stokkhólmi? — Hann vildi bókstat- lega ekki fórna svona miklum tíma eingöngu í framkvæmda stjórn stofnunar, hann setti reyndar leikrit á svið þar og gerir enn ,en svo var hann si yrkjandi fyrir kvikmyndir og skrifaði handrit, én hann vildi blátt áfram ekki fá þau öðrum leikstjóra í hendur, honum finnst hann verða að ganga frá sínum verkum frá upphafi til enda og því er honum nauðsyn að sinna kvikmyndagerðinni annað veifið. — Og kemur ekki líka fyrir, að hann stjórni óperusýning um? Leikur hann kannski líka? — Honum er leikur enn að stjórna óperusýningum, því að hann ber gott skynbragð á tón list, raunar lagði hann stund á tónlist áður en hann sneri sér að leikhúsum eða kvik- myndum. En hann leikur ekki, það er ekki hægt að segja það, hann er enginn leikari. — En hafið þér fengizt við leikstjórn? — Nei, nei. Ég hef enga hæfi leika í þá átt. Ef svo væri, þá mundi ég gera eitthvað af því. En ég læt mér nægja að leika, vinn að mínum hlutverkum eins og ég bezt get, stundum tek ég hlutverk að mér af því að ég er tilneyddur af ýmsum ástæð um, en oftar af því, að mig dauðlangar til að glíma við hlutverkið. Ég vann svo óskap lega mikið árum saman, að ég get ekki lengur haldið þannig áfram, má til að hvíla mig frá leikarastarfinu alltaf öðru hverju. — Er mikið um leikara í ætt yðar? — Faðir minn var óperu- söngvari, en hann komst ekki á frægðartind sem slíkur, seinna fór hann að gefa sig að leiklist^ og ég varð fyrir áhrif um af því. — Hvað hét faðir yðar? — Fyrst fer ég með fjöl- skyldu minni út á ströndina, þar sem við eigum sumarbú- stað. Þá verð ég að byrja æf- ingar í gamanleik í Borgar- leikhúsinu í Stokkhólmi, nokkr ar vikur. Síðan held ég til ítalíu til að leika þar ásamt Ingrid Thulin og fleiri sænskum leik urum í kvikmynd, sem ítalir gera. Þá aftur heim til Stokk hólms til að leika Polonius í „Harnlet". En helzt verð ég að geta komið því við að skreppa í frí suður til Egypta lands og hvílast ögn frá erfið inu, þá þarf ég að komast i hlýtt loftslag þegar ég hef unnið svo mikið samfellt seinni árin. — Eigið þér börn, sem ganga leikaraveginn? — Nei, ekki hefur borið á þ'ví, ég á þrjár dætur, og það er langt í frá, að ég hvetji þær til þess. Elzta dóttirin er barna hjúkrunarkona, og vinnur sem sjálfboðaliði við spítala fá- tækra barna i Lima í Perú, vinnur á vegum alþjóðlegrar friðarhreyfingar, vinnur kaup laust, fær aðeins fæði, hús- næði og klæði. Við foreldrarn ir reyndum að fá hana ofan af þessu, því að við héldum, að Kennslustund í ást eftir Ingmar Bergman, Gunnar Björnstrand og Eva Dahlbeck. — Hann hét Oscar Johans- son, og ég hét líka Johansson fram eftir árum, eða þangað til ég var 21 eins, þá tók ég mér listamannsnafnið Björn- strand, því að það eru svo margir Johanssonar í Svíþjóð. Það er ágætt að heita Gunnar Björnstrand á íslandi, hér geta allir borið fram nafnið mitt. En í Ameríku er það nú eitt hvað annað, þeir eru klaufar við önnur tungumál þar vestra — Hvað takið þér yður fyr- ir hendur eftir að hafa lokið við þetta hlutverk hér? það yrði ofviða heilsu hennar. En það kom fyrir ekki. Sænsk vinkona hennar vinnur þar með henni, og síðan eiga þær að ferðast til að hjúkra í fleiri löndum Suður-Ameríku. Önn ur dóttir okkar, Gabríela, 18 ára lýkur stúdentsprófi í vor. og þá kemur líka út fyrsta ljóða bókin hennar, og hún fæst líka við að nála, hvort sem hún lekur s’ér nú líka fyrir hendur að fara á leiksviðið, er ekki gott að segja, en sú yngsta er bara 13 ára. G.B I Jón H. Þorbergsson: lattdbúnaSarmál Hér verður ekki skrifuð nein rit gerð heldur aðeins be-nt lauslega á nokkur málefni til athugunar. Áburðarmálið. Þar er það athyglisvert að mikiö vantar á að búpeningsáburður sé fullnýttur, en kaup tilbúins áburð ar eru orðin of mikil, sem stafar af vanþekkingu og því að búpen ingsáburður fer forgörðum. Bu pemingsáburður bætir jarðvegin og gefur kjarnbetri og hollarí upp skeru, heldur en tilbúinn áburður, með því líka að hann getur spillt jarðveginum. Þetta mál þarf mik- illa aðgerða með. 2. Mjólkurmálið. Það er orðin hreinasti skrípaleik ur hvað nýmjólkinni er haldið í láu verði, samanborið við ailt annað verðlag. Beinlaus þorskur, upp úr sjó er á 25 krónur kg. öl- sull á veitingastöðum kostar 40 krónur lftrinn og svona má halda áfraim að telja. Eg hefi minnzt á þetta við margt fólk í bæjunum og er það mér sammála um það að þótt útsölu- verð nýmjólkur væri 10 krónur litr inn, þá værl það ekkert vei’ð, á móti öllu öðru, sem keypt er til matar. Eg man þá tíma þeigar tímakaup karlmanna voru 25 aur ar, en nýmjólkurlítri seldur á 20 aura. Eg legg engan dóm á rétt- mæti þess verðhlutfalls. En þetta dæmi sýnir þó kyrrstöðuna í verð lagningu nýmjólkurinnar. Nýmjólkin er sú fæða, sem eMd er hægt að lifa án og ekki er möigulegt að fá nema í landinn sjálfu, er dýrmætust allra fæðuteg unda. Samkvæmt þessu er það bros leg fjarstæða að vera með saman burð á mjólkurverði hér og í nágrannalöndunudn. Á það verður að líta að bændur í nágrannalönd unum hafa langsamlega miklu betri skilyrði, til framleiðslu mjólk ur, en bændur hér í landi. Þar er gróðrar- og sprettutími miktu lenigri en hér, þar eru vélar, til- búinn áburður og fóðurbætir miklu ódýrara allt, en hér í landí auk þess sem þar er víðast meiri opinber aðstoð við landbúnaðinn. ,— í þessu sambandi má geta .þess, t. d. að allt frá síðustu aldamótum, hafa Bretar haft miklu hærra verð á innlendu dilkakjöti en innfluttu. Útsöluverð nýmjólkur á að vera minnst 10 kr. lítrinn. Sama vísitalan er í sjálfu sér, réttlaus gagnvart nauðsyn ný- mjólkurinnar. 3. FramleiðsJa dilka. Tvö kyn Þar sem reynsía er fyrir því að ekki er hægt að framleiða, hér í landi, mjól'kurvörur á erlendan markað, er það sýnilegt að frain- undan er mikil fjölgun sauðfjár. í haust verður að srniala úr högum að minnsta kostf tveim milljónum sauðfjár. Búast má við að þetta sé hluti þeirrar fjártölu, sem hér Jón H. Þorbergsson getur orðið, með landgræðslu í högum og notkun ræktaðs lands fyrir sauðfé, til fitunar sláturfiár og til beitar, einkum haust og vor. í framleiðslu bænda er því raun ar ekkert nauðsynlegra nú en það, að rækta í landinu nýtt sauðfjár kyn. Það er hægt bæði á fljót legan og ódýran hátt. Það á, með teknisku móti, að mynda hér nýtt sauðfjárkyn, með hreinræktun af fyrsta liðs kynblendingum milli enskra Border Leicester hrúla og íslenzku ánna. Þetta nýja kyn mundi hafa þá arfgengu kosti að verða mun stærra, mun bráðþrosk aðra með meiri o@ betri ull en heímaféð. Hrúta af þessu kyni á svo að nota til heimaánna við framleiðslu sláturdilka. Mundu þeir verða þyngri, bæði á skrokk og gæru, heldur en nú gerist og áreiðanlega taka betur framfór á ræktuðu landi fyrir slátrun. Eg tel engan vafa á því að með þessu móti mundu bændur hagn ast um mílljónir. án aukins til- kostnaðar. Fjárstofnum þessum á.að konia á fót sem víðast um landið, undír eftirliti Búnaðarfélags fslands. Hallgrímur heitinn Þorbergsson gerði tilraun með þetta er hann hafði Border Leicester féð. Hann komst að líkri niðurstöðu o>g bent er á, hér að framan. Hann undr aðist hvað kynblendíngsæmar voru miMar mjólkurær og st-álþrifnar. Á sama hátt og hér er bent á, mynduðu Bretar nýtt sauðfjárkyn, sem þeir nefna Half Breed, með fyrst liðs kynblendingum frá Border Leicester hrútum og Shcv- íotám. Telja Bretar þetta Half Breed eitt sitt bezta fjárkyn. Þess má geta að Sheviot féð er heldur smávaxnara en okkar fé. Hér er áreiðanlega vikið að míklu hagsmunamáli fyrir bændur landsins. Ilagsmunamáli, sem verð ur að taka upp baráttu fyrir, til að koma í framikvæmd. Það er ekki síður ástæða til að flytja inn í landið kynbætta eigin leika búpenings, en margt annað. 17. 8. 1966. Jón H. Þorbergsson. Atvinna Viljum ráða stúlku til afgreiðslustarfa i verzlun, yfir haust og vetrarmánuðina, eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar gefur kaupfélagsstjórinn. Kaupfélag Hrútfirðinga, Borðeyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.