Tíminn - 24.08.1966, Page 15

Tíminn - 24.08.1966, Page 15
MIÐVIKUDAGUR 24. ágúst 1966 TIMINN 15 Borgin í kvöld Sýningar MOKKAKAFFl — Myndir efUr Jean Louis Blanc. Opið kl. 9—23.i>0 MENNTASKÓLINN — Ljósmynda- sýning Jóns Kaldal. Opið frá 16—22. Skemmtanir HÓTEL LOFTLEIÐIR — Matur fram reiddur í Blómasal frá kl, 7. HÓTEL SAGA — Matur framreidd- ur í Grillinu frá kl. 7. HÓTEL BORG — Matur framrelddur í Gyllta salnuin frá kL 7. NAUST — Matur frá kl. 7 Carl Bill- ieh og félagar leika. Opið til kl. 11.30. INGÓLFSCAFÉ — Matur framreidd ur milli kl. 6—8. HÓTEL HOLT — Matur frá kl. 7 á nverju kvöldi. HÁBÆR — Matur framreiddur frá kl. 6. Létt músik af plötum. ÞÓRSCAFÉ — Nýju dansarnir í kvöld, Lúdó og Stefán. í TJALDI Framhald af bls. 2. upplýsingum, sem Tíminn fékk í dag, eru ekki horfur á öðru en þau verði að búa í tjaldinu enn um sinn. Faðir ungu konunnar, Sveinn Sveinsson, hafði samband við blaðið í kvöld og kvaðst undanfarna daga hafa leitað til allra hugsan legra aðila hjá Reykjavíkur borg, en hefði ekki fengið neina úrlausn til handa dótt ur sinni og tengdasyni aðra en þá, að innanstokksmunir þeirra hefðu verið teknir til geymslu. Ekki vœri annað sýnt en hjónm neyddust til að búa í tjaldinu enn um sinn með böm sin tvö, á öðra og fjórða ári. Sveinn kvað aðstæður ungu hjónanna vera afar slæmar, hvorki ættingjar þeirra né kunningjar sæu sér færi á að skjóta yfir þau skjólshúsi, og þau hefðu enga möguleika á því að kaupa sér íbúð né heldur taka á leigR eins og leigu- skilmálum væri nú háttað. MINNING Framhald af bls. 7. að sjálfsögðu þann heilaiga rétt, sem Kristur boðaðí: 'Leitið og þér munuð finna. Sveitaprestar hafa yfirleitt ekki komizt hjá því að taka að sér ýms almenn störf utan kirkju fyrir sóknarbörn sín, t. d. í félagsmál- um. Það hlaut því að koma í hlut síra Eiríks að sinna slíkum störf- um. Hann var snemma kosinn í hreppsnefnd og átti sæti í henni um tvo áratugi og um helming þess tímabils var hann oddviti. Hann var sýslunefndarmaður 1920 —27. f stjórn Kaupfélags Gríms- nesinga meðan það starfaði og í skattanefnd um nokkurra ára skeið. Hann átti frumkvæði að stofnun Hrossaræktarfélagsins Grani og formaður þess meðan það starfaði. Þá var hann formað- ur Girðingafélags Ytritungunnar, þar til það var lagt niður og ýms fleiri félagsmálastörf hafði hann á hendi, þó ekki verði talin hér. Ótalið er þó virðingarmesta emb- ætti hans: prófastsstarfið frá 1948—1955. Þegar þess er gætt, hve mikill málafylgjumaður síra Eiríkur var, hlaut svo að fara, að einatt stæði um hann allmikill gustur á mann- fundum. En þess er þá skylt að geta, að alla prestsskapartíð hans voru hér menn, sem héldu líka fast á málum og létu ógjarnan hlut sinn að óreyndu. Tek ég, hvað Sfml 22140 Hetjurnar frá Þela- mörk (The Heroes of Thelemark) Heimsfræg brezk litmynd tek in í Panavision er fjallar uœ hetjudáðir norskra frelsisvtna í siðasta stríði, er þungavatns birgðir Þjóðverja voru eyðilagð ar og ef til vill varð þess vald andi að nazistar unnu ekki stríð ið. Aðalhlutverk: Kirk ■ Douglas Richard Harris Ulla Jacobsson. Bönnuð börnum innan 14 ára Sýnd kl. 5 og 9. íslenzkur texti. Aukamynd: Frá heimsmelstara keppninni í knattspymu. HAFNARBÍÓ Kærasti að láni Fjörug ný gamanmynd í )tt um með Sandra Dee Andy Williams Sýnd kl. 5, 7 og 9. þetta snertir, minn hlut á mínar herðar. En svo er fyrir að þakka, að hægt er að deila, án þess að til óvildar dragi og ósættis. Og mörg merk mál skírast við skoð- anamun og þurfa þess með, að þau séu rædd. Þá geta hófsamlegar deilur orðið nytsamar og orðið pip ar á lífsins plokkfiski, eins og Matthias sagði svo skemmtilega í allt öðru sambandi. Það lætur að líkum, að við síra Eiríkur áttum mikið saman að sælda og samstarf á svo langri samleið. Hann fermdi mig á öðru prestskaparári sínu og man ég enn viss atriði úr fermingarfæð- unni, þó flest sé gleymt. Fannst mér þá, hann segja okkur börnun- um vel til vegar. Hann lagði bless- un sína yfir mig á mesta hamingju degi lífs míns og síðustu blessun yfir marga nánustu ástvini mína. Við áttum líka náið samstarf um málefni kirkjunnar á Torfastöð- um, bæði sem aðstoðarmaður við guðþjónustur og messugerðir og ýmislegt annað, sem kirkjuna snertL Og þegar ég nú lít til baka um langan veg, við þessi leiðaskil, er margs að minnast, sem vert er að muna og þakka og orðið hefur til ávinnings. Þótt oft skini hamingjusól í heiði yfir Torfastaðaheimilinu á þessum tæpum 50 árum, sem þau hjónin síra Eiríkur og frú Sigur- laug dvöldu þar, þá dró fyrir sólu dimmt sorgarský, er einkasonur- inn Þórarinn Stefán, fluggáfaður drengur, tók á barnsaldri banvænt mein, sem hann barðist við til 17 ára aldurs, að yfir lauk. Engum mannlegum mætti var auðið að sigrast á þeim þungu örlögum, þótt öðruvísi myndi e. t. v. horfa við nú í slíku tilfelli, svo mjög sem þekking manna hefur þokað fram á leið. Þennan þunga harm bar síra Eiríkur með mikilli karl- mennsku og sálarþreki svo mjög sem sorgarundin blæddi. Og þó vissu allir, sem bezt þekktu hann, að hann bar í brjósti undir brynju hversdagsleikans, nærri barnslega viðkvæmni. Og enn sannaðist sem oftar, að sjaldan er ein báran stök. Hálfu öðru ári eftir að þau hjónin höfðu fylgt einkasyni sínum til grafar, urðu þau að fylgja sömu leið kær- um fóstursyni, Kristni Jónssyni frá Laug. Annað þungt áfall urðu þau Torfastaðahjón að þola. Um miðj- an vetur 1945 kom upp eldur um miðja nótt, svo magnaður, að íbúð Simi 11384 „Fantomas" Maðurinn með 100 andlitin. Hörkuspennandi og mjög v?ð- burðarík ný frönsk kvikmynd í litum og scinemascope. Aðlalhlutverk: Jean Marais, Myléne Demongeot Bönnuð bömum innan 12 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. Slrm 11544 Ófreskjan frá London (Das Ungeheuer von London- City). Ofsalega spennandi og viðburð arhröð þýzk leynilögreghi- hrollvekja, byggð á sögu eftir B. Edgar Wallace Hansjörg Feimy Marianne Kock Bönnuð börnum — DanskLr textar. Sýnd kl. 5, 7 og 9 GAMLA BÍÓ f Síroi 114 75 Ævintýri á Krít (The Moon-Spinners) Spennand) og bráðskemmtileg ný Walt Isney-mynd 1 Utum Hayley Mills Peter Mc Enerey tslenzknr textl Sýnd kl. 5 og 9 Hækkað verð arhúsið, sem var tvílyft timbur- hús, heyhlaða og fjós með kúm á hverjum bási, brann allt til kaldra kola á einni klukkustund. Dálitlu varð bjargað, en miklu meira af dýrmætum munum úr gamalgrónu búi varð eyðileggingunni að bráð. Slíkt er alltaf óbætanlegt. Prest- ur var fjarverandi þessa nótt og kom að morgni að köldum rúst- um heimilis síns. Þá þungu raun bar síra Eiríkur með æðrulausri karlmennsku. Að sjálfsögðu lögðu sveitungarnir prestshjónunum nokkurt liðsinni. En mestur var hlutur Miklaiholtslheimilisms, sem tók prestsfjölskylduna í hús sitt þangað til nýtt hús var fullbúið á grunni þess gamla á Torfastöð- um. Mun Miklaholtsfjölskyldunni hafa fundizt að svo ríflega væru presthjónin á Torfastöðum búin að leggja inn á nágrannareikning- inn, að nokkuð þyrfti á móti að koma. Þegar síra Eiríkur lét af prest- skap 1955, fluttu þau hjónin að Laugarvatni í eigið húsnæði og hafa búið þar síðan. Þangað hafði einkadóttir þeirra, Þorbjörg, flutt með manni sínum, Ásgrími Jóns- syni, fyrir allmörgum árum, en hann veitir forstöðu garðyrkjustöð inni á Laugarvatni. Var það prests hjónunum mikill hamingjuauki að geta á efri árum búið við hlið dóttur og tengdasonar og barna þeirra. Þá var þeim það mikil ham- ingja að eiga annan fósturson frá fyrstu bemsku hans, Karl J. Eirjks fulltrúa hjá Kaupf. Árnesinga. Hann var þeim kær sem bezti son- ur, sem hann endurgalt fyllilega alla tíð. Síra Eiríkur var fæddur og upp- alinn í frjósamri og fagurri sveit norðan fjalla. Um það bil er æsku árum lauk, fluttist hann suður yf ir fjöllin, þar sem lífsstarfið beið hans í fagurri og frjósamri sveit. Slmi 18936 Lilli (Lilith) Frábær ný amerísk úrvaiskvik mynd gerð eftir frægri sögu samnefndri sem kosin var ,J5ók mánaðarins" Warrer Beatty ean Seaberg. Sýnd kL 5, 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára AUGARASSBIO Slmar 38150 oa 32075 Spartacus Amerísk stórmynd í litum, tek in og sýnd í Super Teohnirama 4 70 mm litfiimu með 6 rása segulhljóm. Aðalhlutverk: Kirk Douglas, Tony Curtis, Charles Laughton, Peter Ustinov og John Cavin. sýnd kl. 9. Bönnuð bömum innan 1S ára El Gringo Hörkuspennandi ný kúreka- mynd í litum- Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð þörnum ínnan 14 ára Víst er það, að sterk eru þau bönd, sem binda hvern mann við bernsku- og æskustöðvar og mun sú tilfinning ekki síður hafa vak- að í brjósti síra Eiríks en ann- arra manna. En það veit ég samt með vissu, að Biskupstungur voru sveitin hans framar öllum öðrum byggðum þessa lands og Torfa- staðir hjartfólgnasti staðurinn á þessari jörð. Þangað er líka fallegt heim að líta og ekki síður fagurt þaðan að sjá. Á þessum stað fær síra Eiríkur sitt hinzta hvílurúm í dag, „þar sem víðsýnið skín“ — til sólar- áttar. Þorsteinn Sigurðsson. ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 13. mín, og bætti met hinnar heims frægu sundkonu Dawn Frazer, Ástralín (2:11,6). 14 ára stúlka, Cathie Ball, setti heimsmet í 100 m bringusundi, synti á 1:16,3 mín og í 200 m baksundi kvenna setti Karen Muir frá Suður.Afríku nýtt heims met, synti á 2:26.4 mín. —hsím. unuimiw »»i»»'»linnt I KÓBAyiOiCíBI Slm 41985 fslenzkur textl Banco í Bangkok Víðfræg og snilldarvei gerð, ný frönsk sakamálamynd 1 James Bond-stfL Myndin sem er I liturn tilaut gullverðlaun á kvikmyndaháiíð inni 1 Cannes. Kerwin Mathews Robert Hossein. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð bömum. Sim) 50249 Húsvörðurinn og fegurðardísirnar Ný bráðskemmtileg dönsk gam anmynd i litum. Helle Virkner Dircr Passer. Sýnd kl. 7 og 9. Slm) 50184 Sautján 15. sýningarvika GHITA N0RBY OLE S0LTOFT HASS CHRlSTENStN OLE MONTY iLILY BROBERQ Ný dðnsk (itkvlkmynð eftir blSD amdellda ritböfund Soy» Sýnd kL 7 og 9 BönnuP nðnnuB Síðustu sýningar T ónabíó Slm) 31182 íslenzikur texti. Irma la douce Hin heimsfræga og vel gerða ameríska gamanmynd í lirom og Panavision. Aðalhlutverk: Shirley Mac Laine Jack Leanimon. Endursýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum. ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 13. Er skemmst að, minnast þess, að hann tapaði naumlega fyrir Don Schollander á 01. í Tókíó — og varð að láta í minni pokann fyr- ir óþekktum sundmanni á brezku samveldisleikjunum á Jamaica nú nýl. McGregor synti 100 m á 53.7 sek, en annar varð Iljitsjev, So- vétríkjunum, á 54.3 sek. Framhald af bls. 13. eyri, Óli Kristinsson, Húsavík, Kári Jónasson, Kópavogi og Sig- urður Þórðarson, Hafnarfirði. í varastjórn voru kosnir: Ragnar Þorsteinsson og Þorsteinn Lauf- dal, Reykjavík, Bogi Sigurbjöms- son, Sigiufirði, Guðmundur Ha- konarson, Húsavík, Óskar Jóns- son, Selfossi og Gestur Auðuns- son, Keflavík. Á fundinum gengu þrjú ný fé- lög í sambandið. Það voru Bridge- félög Skagastrandar, Hveragerðis og Fáskrúðsfjarðar. Sú breyting var gerð á framkvæmd íslands- mótsins, að næstu munu 10 sveitir keppa í meistaraflokki um íslands meistaratitilinn, þar af hafa 2 sveit ir rétt frá Norðurlandi og 2 af Suðvesturlandi utan Reykjavíkur. Er þess að vænta að þessi breyt- ing verði til að auka vinsældir fslandsmótsins. SJÖTUGUR Framhald af bls. T. eyri á sínum tíma, heldur Vest- firði og ýms önnur byggðarlög. Það var ekki meiningin að fara að segja sögu Jóns nákvæmlega eða lýsa , honum og mannkostum hans almennt, heldur aðeins rétt stáldra við í tilefni af sjötussaf- mæli hans og senda honum, konu hans og fjölskyldu allri, beztu heillaóskir. Hj. Iljartar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.