Tíminn - 25.08.1966, Page 5
EIMMTUSOiVGtTR 25. ágúst 1986
5
Útgefandi: FKAMSÓKNARFLOKKURINN
Ecamkvsasmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. FuHtrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastj.: Steingrímur Gislason. Ritstj.skrifstofur i Eddu-
búsmu, sisnar 16300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af-
greixSslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — 1
kmsasöta kr. 5.00 eint. — Prentsaniðjan EDDA h.f.
V erðbólguvandamálið
í gær lýsir Morgu/nblaðið enn einu sinni yfir uppgjöf
ríkisstjómarinnar við að hefta verðbólguna og komast
úr þvi öngþveiti, sem stefna hennar hefur skapað. Jafn-
framt skerar Morgunblaðið á Tímann að gera grein fyr-
ir því „hvaða ráð Framóknarflokkurinn telji líklegust til
þess að takmarka verðbólguna.“ Ekki vill Tíminn skor-
ast undan þvi og ítrekar enn þá jákvæðu leið, sem Fram-
sóknarflokkurinn vill fara út úr ógöngunum.
Framsóknarflokkurinn vill beita sér fyrir því, að hver
atvinnugreinin af annarri sé endurskoðuð niður í kjölinn
í samráði við forustumenn þeirra og viðkomandi stéttar-
félög. Gerðar verði áætlanir um hverja grein og þær síð-
an samræmdar í heildaráætlun, þar sem einnig væru te^n
ar með framkvæmdir ríkisins og sveitarfélaganna. í
heildaráætluninni yrði framkvæmdunum raðað eftir
nauðsyn þeirra og gildi fyrir þjóðarbúið. Lánsfé yrði
svo hiklaust látið í té til þess, sem forgang ætti að hafa,
og skilaði mestum arði fyrir heildina. Þetta fé yrði lánað
með góðum kjörum, og sérstök áherzla lögð á vélvæðingu
er stuðlaði að aukinni framleiðni. Vélvæðingin mundi
leysa margar hendur af hólmi og bætti þannig úr vinnu-
aflsskortinum samfara því, að hún mundi auka framleiðn-
ina, skila auknum arði á hverja vinnandi hönd.
Framsóknarmenn hafa ekki trú á því, að traust þjóð-
félag mótist á íslandi, ef ekkert val fer fram á þeim hóf-
uðþáttum, sem mestu ráða um mótun þess. Það er stjórn-
málastefna að setja sér markmið, gera sér grein fyrir,
hvernig menn vilji, að þjóðfélagið byggist upp og mótist
og beita síðan skynsamlegum úrræðum til að ná þeim
markmiðum á sem stytztum tíma. Það er ekki sama til
hvaða verkefna eða þarfa peningar eru lánaðir út á ís-
landi. Það veldur úrslitum, hvort þeir eru lánaðir út til
að komast jákvæðu leiðina yfir verðbólguvandamálið eða
hvort útlánin beiplínis stuðla að verðbólgu — eins og nú
er, og sliga og brjóta niður atvinnuvegina. Núverandi
rfkisstjórn virðist ekki eiga sér nein markmið og því á
hún sér enga stefnu. Núverandi ástand einkennist líka
af stefnuleysi og ringulreið. Það er látið reka stjórnlaust.
Einu ráðstafanirnar, sem ríkisstjórnin hefur gert, eru að-
gerðir í peningamálum, sem eru svo handahófslegar og
stundum svo rangar, að þær eru að kyrkja sumt af því
lífvænlegasta í atvinnurekstrinum.
Fullum tökum ná menn ekki á raunhæfum aðgerðum
til að hefta verðbólguna án samráðs við stéttarsamtökin.
Því verður að leggja áherzlu á, að það val, sem fram fer
og útfærsla stefnunnar í einstökum atriðum sé gerð sem
mest í samráði við stéttasamtökin. Þau munu ekki taka
á sig þungbærar fórnir til að leggja sitt af mörkum til
stöðvunar verðbólgu, án þess að þau séu í höfuðatriðum
samþykk þeirri almennu þjóðfélags- og efnahagsstefnu,
sem fylgt er. Stuðningur verkalýðshreyfingarinnar fæst
ekki nema með róttækum breytingum á stjórnarstefn-
unni. Núverandi ríkisstjórn getur ekki vænzt stuðnings
verkalýðssamtakanna að óbreyttri stefnu. Verkalýðs-
hreyfingin tók á sig fórnir í sambandi við samninga s.l.
2‘ár gegn loforði ríkisstjórnarinnar um að halda verð-
lagi í skefjum. Það er ótrúlegt. að verkalýðshreyfingin sé
ginkeypt fyrir fle'iri slíkum samningum við núverandi
ríkisstjórn, þegar helztu stuðningsmenn ríkisstjórnarinn-
ar 1 verkalýðshreyfingunni komast ekki hjá því að lýsa
því yfir á hátíðisdegi sínum: Loforð ríkisstiórnarinnar
hafa reynzt marklaus!
Fyrsta jákvæða sporið til stöðvunar verðbólgunnar er
bví. að núvp.randi ríkisstiórn fari frá.
Armand de Borchgrave:
Vakiajafnvægið í Evrópu 1.
Draga má úr vígbúnaöi í Evrópu
án þess aö Rússar gefi eftir
Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins telja tímabært að nálgast Austur-
Evrópu, og fulltrúar Varsjárbandalagsins lýsa sig fylgjandi viðræðum
milli Austur og Vestur-Evrópu
Þrjú ár eru tiSin siSan aS Bandaríkjamenn og Sovétmenn undir-
riiuSu samninginn um takmarkaS bann viS kjarnorkuvopnatil-
raunum, og glæddu um allan heim þá von, aS kalda stríSinu kynni
senn aS Ijúka, aS minnsta kosti aS því er Evrópu snerti. Samt
er þaS svo, aS lelStogarnir í Kreml standa enn á því fastar en
fótunum, aS ekkert geti miSaS í átt til endanlegrar lausnar í
Evrópu meSan stríSiS í Vietnam heldur áfram. Lyndon B. John-
son lofaSi fyrir skömmu aS fara aS „smíöa brýr til Austur-Evrópu".
en þrátt fyrir þaS halda Bandaríkjamenn áfram að haga ner-
vörnum eins og ógnun Sovétrfkjanna vofi enn yfir Vestur-Evrópu.
Ríkisstjórn Vestur-Þýzkalands er kvíðin og valdhafarnir í Wash-
ington hafa sérstaklega fullvissað hana um, að þeir hafi ails ekki
í hyggju að draga verulega úr þeim herstyrk Bandaríkjamanna,
sem nú er á verSi í Þýzkalandi gegn hugsanlegri innrás Sovét-
ríkjanna.
RáSandi hugsun meðal þeirra, sem móta stefnu Bandaríkja-
manna, sýnir þá trú, sem fjö'lmargir Evrópumenn aShyllast einnig
enn, að ekki geti verulega miðað í einingarátt í Evrópu nema því
aðeins að tilslakanir Sovétrikjanna komi til, úr því aS bau oilu
skiptingu Evrópu í upphafi. Arnaud de Borchgrave, ritstióri
tímaritsins Newsweek snýst gegn þessari skoðun í grein sinni hér
á eftir og stingur upp á allt öðrum leiðum til þess að binda enda
á átök Austur og Vesturs í Evrópu, og aSgerðirnar, sem hann
bendir á, eiga einnig verulegu fylgi að fagna í Evrópu.
HIN tvö öflugu hernaðap
samtök" heimsins hafa komið
fyrir milli Ermasunds og
Pripet-fenjanna meiri sprengj
um og skotvopnum en mann-
kynið hefir nokkurn tíma áður
dregið saman. Denis Healey
varnarmálaráðh. Breta sagði
fyrir tveimur árum: „Ekkert
vit er í að halda áfram að
auka hergagnabirgðirnar í Mið-
Evrópu, þar sem báðir aðilar
hafa þar meira en nóg nú þeg
ar. Getum við nú ekki tekið
höndum saman við andstæðinga
okkar, samið um að halda afls-
og valdajafnvægi í Evrópu með
ódýrari hætti en nú gerist og
loksins farið að lækka hámark
ið, sem hvor um sig þarf að
seilast í til að halda jafnvæg
inu við“?
Orð Healeys fóru fyrir ofan
garð og neðan hjá mönnum, líkt
og mörg svipuð tilmæli hafa
áður gert. Síðasta misserið
hafa Bandaríkjamenn aukið
sumt af kjarnorkubúnaði sín
um í Vestur-Evrópu (einkum
Vestur-Þýzkalandi) um fimmt
ung. Svo er að sjá sem vígbún
aður kalda stríðsinp í Evrópu
hafi öðlazt sinn eigin vaxtar-
hraða. Þeir, sem stefnuna móta
við Atlantshaf, eru enn undir
dáleiðsluáhrifum 750 IRBM-
skeyta, sem Sovétmenn hafa
reiðubúin að þurrka út mestan
hluta Vestur-Evrópu, og fræði
lega mögulegrar innrásar
Rússa í Evrópu. Stefnumótend
ur i Varsjár-bandalaginu sjá
ekkert annað en „nazista-hers
höfðinga" í Bonn, sem eigi
yfir að ráða öflugasta her í
Vestur ■ Evrópu.
Að undanförnu hafa beggja
megin járntjalds heyrzt raddir
sem krefjast breyttra aðgerða
í Evrópu. Fimmtán utanrikis
ráðherrar Atlantshafsbanda-
lagsríkjanna undirskrifuðu í
júní ályktun. þar sem talið var
tímabært að fara að nálgast
Austur-Evrópu. Síðar fór de
Gaulle forseti Frakka til
Moskvu og sýndi fram á. að
í raun og sannleika væri kom
inn tími til þess fyrir Evrópu
að fara að drága úr eftir-stríðs
átökunum. Að-síðustu komu svp
fulltrúai" Varsjárbandalagsins'
saman og lýstu sig fylgjandi
hægfara undírbúningi að við
ræðum milli Austur- og Vestur
Evrópu, með það markmið fyr
ir augum að leysa með tíman
um upp hinar andstæðu hern
aðarsamsteypur.
BÁÐIR aðilar halda fast við
sína gömlu, ósveiganlegu af-
stöðu, þrátt fyrir fögur orð
um annað. „Stríðshaukarnir“
í Atlantshafsbandalaginu nota
hvert tækifæri til að benda á
síharðnandi afstöðu Rússa til
Vietnam-stríðsins og telja hana
sönnun þess, að þeir vilji ekki
sættir í Evrópu. Af þessum sök
um sé ekki til neins að kanna
málið nánar að svo stöddu.
Þessir formælendur óbreytts
ástands leggja mesta áherzlu á
fullkomnun einingar Vestur-
Evrópu í efnahags- og stjórn-
málum, en af því leiða óhjá
kvæmilega skarpari skil en áð
ur milli Austur- og Vestur-
Evrópu. „Stríðshaukarnir“
halda ennfremur fram, að mynd
FYRRI GREIN
un einnar „stór-Evrópu“ hlyti
óhjákvæmilega að 'eggja allt
meginlandið undir sovézk eða
þýzk yfirráð.
Þessi kenning er kunn frá
árunum milli 1950 og 1960 og
var þá til hugarléttis, en hún
hefur hindrað leitina að nýju
fyrirkomulagi. .sem tryggt gæti
friðinn i Evrópu á áttunda og
níunda tug aldarinnar. Banda
rikjamenn hafa ekki lagt fram
neina áætlun — ekki einu sinni
drög að áætlun — um fram
tíðarskipan í Evrópu, sem ekki
væri lengur í tvennu lagi og
næði því lengra en tengsl Atl
antshafsbandalagsins ná nú.
.De Gaulle
Þetta hefir meðal annars haft
í för með sér, að Bandaríkja
menn hafa ekki getað notfært
sér ýmis tækifæri til stjórn
málalegra samskipta.
Bandaríkjamenn og Bretar
sjá til dæmis fram á nauðsyn
þess að þurfa að draga úr her
afla sínum í Mið-Evrópu án
þess að eiga kost á nokkurri
tryggingu af hálfu mótaðilans.
Bandaríkjamenn verða að gera
þetta vegna þess, hvað Vietnam
stríðið er þungt í skauti, en
Bretar vegna efnahagsörðug-
leika sinna og baráttunnar fyr
ir óbreyttu gengi sterlings-
pundsins. Ofurlítil fyrirhyggja
hefði átt að geta leitt til gagn
kvæmrar fækkunar herliðs
MOSKVUMENN létu þess
getið fyrir nálega þremur ár-
um, að þeir væru reiðubúnir
að draga úr herafla sínum „á
landsvæði þýzka alþýðulýðveld
isins og annarra Austur-Evrópu
ríkja, ef Vestur-veldin draga
úr herafla sínum í Sambands
lýðveldi Vestur-Þýzkalands og
öðrum Vestur-Evrópuríkjum“.
Á það var aldrei reynt, hvort
þessar uppástungur væru ein-
vörðungu settar fram í áróðurs
skyni, eða alvara bjó að baki
þeim.
Uppástungunum var vísað á
bug með þeirri einföldu og auð
veldu skýringu, að hersveitir
Sovétmanna þyrftu aðeins að
færa sig um set, austur fyrir
landamæri Sovétríkjanna, en
hersveitir Bandaríkjamanna
yrðu að fara 3000 mílur frá
vettvangi. Með þessu móti var
boðuð sú villukenning, að aft
urhvarf hersveita Sovétríkj-
anna til Austur-Evrópu ylli lít-
illi annarri breytingu en auk-
inni flutningsþörf ef til tæki.
Sú staðreynd blasti hins vegar
við, að brot á slíku samkomu
Framhald á bls. 12.