Tíminn - 25.08.1966, Blaðsíða 9
FEHMTUDAGUR 25. ágúst 1966
TÍMINN
9
Bernharð Stefánsson:
Mððruvallamálið
í Morgunblaðinu frá 6. þ. m. er
birt grein undirrituð af þeim
Steini Snorrasvni og Eggert
Davíðssyni, sem ber yfirskriftina:
„Um lýðræði í prestskosningum
og Möðruvallamál hin nýju“. Virð
ist grein þessi eiga að vera eins
konar svar við grein, er ég reit í
Dag 9. júlí s. 1. og nokkru síðar
var endurprentuð í Tímanum.
Þeir hefja mál sitt á því, að eng-
inn (og þá auðvitað ekki þeir
sjálfir) muni efast um að mér
gangi gott eitt til að reyna að
bera í bætifláka fyrir séra Ágústi
Sigurðssyni. Ég þakka þetta hrós.
En úr því mér gengur gott eitt til,
hvað gengur þeim þá til? Varla
það sama og mér, svo ólík sem
sjónarmið mín og þeirra eru í
þessu máli. Þeir segja, að mér
muni málavextir naumast svo
kunnir, að ég geti um þetta mál
dæmt af skynsemi og því séu
vangaveltur mínar um lýðræði í
þessu sambandi út í hött. Bæði af
þessum orðum þeirra og eins af
hinni stóru fyrirsögn greinar
þeirra skyldi maður ætla, að þeir
hefðu þá einhverja nýja fíæðslu
um lýðræði að flytja. Svo er þó
ekki, heldur ganga þeir fram hjá
því^ atriði í greininni.
Ég er enn þeirrar skoðunar, sem
ég lét í ljósi í grein minni í Degi,
að lýðræði sé það að meirihlutinn
ráði og það er ómótmælanleg stað
reynd, að meirihluti greiddra at-
kvæða féllu á séra Ágúst Sigurðs-
son í prestskosningunum og að
hann var kosinn löglegri kosningu.
Tvímenningarnir segja, að ég slái
þessu föstu í Dagsgreininni og
draga í efa að rétt sé. Ég hafði
þetta aðeins eftir blöðum og út-
varpi og þeir aðilar beint frá herra
biskupinum eða a. m. k. skrifstofu
hans. Ég hygg að slíku megi
treysta.
Ég nenni ekki að fást við smá-
vegis sparðatíning í Morgunblaðs
grein þeirra Steins og Eggerts,
eins og það að mér muni finnast
það ofsókn á séra Ágúst aö maöur
sótti á móti honum. Það er ein-
mitt eðli lýðræðisins að hver sá,
sem rétt hefur til, má bjóða sig
fram til starfa og kjósendur kjósa
hvern frambjóðanda, sem þeir
vilja. En rógburður og ærumeið-
ingar um frambjóðanda eru bæði
óleyfilegur kosningaáróður og
ofsóknir, að ég nú ekki tali um
þegar baráttan gegn honum er
lí'ka látin bitna á nánustu vanda-
mönnum hans. Það eru nokkuð
margir, sem telja. að séra Ágúst
hafi orðið fyrir ofsóknum í sam-
bandi við prestskosninguna: 207
kjósendur í prestakallinu hafa
skriflega lýst yfir undrun sinni
og hryggð yfir þeim ofsóknum,
sem séra Ágúst hefur orðið fyrir
og fjölskylda hans. Margir þeirra,
Eramhald á bls 12
Sigurður Stefánsson:
Enn um Mððruvelii - Andsvar
í Morgunblaðinu 6. ágúst s. 1.
birtist grein um Möðruvallamál
hin nýju, sem flestir fara nú að
kannast við. Grein þessi er undir-
rituð af tveim mönnum — Egg-
ert Davíðssyni og Steini Snorra-
syni — sem fáir kunnugir trúa
þó, að séu höfundar hennar.
Alllangan tíma hefur tekið að
sjóða saman þessa ritsmíð, sem
aðallega á að vera svar við grein
Bernharðs Stefánssonar, fyrrum
alþingismanns, sem fyrst birtist í
„Degi“ fyrir tæpum mánuði og
síðan í „Tímanum“ nokkru síðar.
Er það ekki ætlun mín að svara
fyrir hann. Til þess er hann ein-
fær, finnist honum umrædd grein
svaraverð.
Tilgangurinn méð þessurn fáu
orðum mínum er að mótmæla enn
á ný þeim móðgandi og mann-
skemmandi ummælum, sem eru
endurtekin í umræddri grein úr
hinu alræmda kæruskjali, sem
þessir tveir menn hafa nú með
undirskrift sinni játað opinberlega
að þeir eru frumkvöðlar að.
Undirskriftarmenn kæruskjals-
ins hafa 'raunar margir borið af
sér þessi ummæli, en þá hefur
þeim verið bent á, að annað hvort
hafi þeir ekki lesið kæruna eða
verið sagt annað en þar stendur.
Fær rannsóknardómari að sjálf-
sögðu úr því skorið.
Að hinu leytinu er þakkarverð
umhyggja þeirra Eggerts og Steins
Framhald a bls. 12.
Úrslit Piatigorski-mótsins
Eins og þegar hefur komið fram
í fréttum bar sovézki stórmeistar
inn, Boris Spassky, sigur úr být
um í Piatigorski skákmótinu í Los
Angeles eftir harða baráttu við
Bobby Ficher frá Bandaríkjunum.
Fyrir síðustu umferðina voru þeir
jafnir að vinningum, en Ficher
, átti við erfiðari andstæðing að
etja og gerði það gæfumuninn.
Spassky tryggði sér efsta sætið
með sigri yfir Hollendingnum Jan
Hein Donner í síðustu umferðinni,
en Fischer varð að „láta sér
nægja“ jafntefli gegn heimsmeist
aranum Tigran Petrosjan.
Hér fer á eftir taflan yfir ein-
stök úrslit í mótinu:
Sigur Spasskys er fyllilega verð
skuldaður. Hann tapaði engri skák
og var raunar aldrei í taphættu.
5. vinningsskákir og 13 jafntefli
tala sínu máli um það, að sigur
inn hefur ekki verið auðsóttur,
en með markvissri taflmennsku,
mikilli útsjónarsemi og óhemju
þrautseigju tókst Spassky að halóa
sitt strik mótið í gegn. Með þess
um sigri sínum hefur hann enn
á ný staðfest, að hann er einhver
öflugasti skákmeistari sinnar sam-
tíðar og breytir þar engu um, þó
að hann hafi orðið að lúta í
lægra haldi fyrir Petrosjan í ný-
L
O
K
A
S
T
A
Ð
A
N
SP FI LA PO UN . PE jRE NA IV DO Ist R.R. 2nd R.R Tota.l
Spassky XX i-L X2 i^ 11 22 ii 11 22 11 22 11 22 -2-1 6 5Í Hé
Fischer 0-2' XX 01 il ii 22 11 22 il 1~ 01. 11 ll 3i 7i 11
Larsen i° 10 XX li -2-0 11 il ~jX' •*-2 01 i° 6 4 10
Portisch 11 22 i° 0-2" XX 11 22 1| 11 22 11 22 éi ii 5 9i
Unzicker °i 11 22 ͱ 11 22 XX 11 22 11 zZ 11 22 i£ n 22 **i 5 9i
Petrosian 11 22 11 22 00 °i 11 '22 XX 11 22 11 ii 22 éi 4 5 9
Reshevsky 11 22 i° i°. n 22 11 22 11 22" XX ii 11 22 , L 5 4 9
KTajdorf 11 22 10 °i 11 22 1 1 22 00 i° XX li ?i 3i 8
Ivkov °2" 00 10 i° °i 11 22 11 22 °i - XX 4-i 3 3i
Donner 2° ÍL i° 11 '22 i° °k k° '2-0 XX 4 2 6
afstöðnu einvígi þeirra um heims
meistaratitilinn.
Bobby Fischer var sá eini, sem
veitti Spassky verulega keppni og
er hans þáttur í mótinu stórkost
legur. Hann var í næstneðsta sæti
að lokinni fyrri umferðinni, hafði
aðeins hlotið 3% vinning, og voru
víst flestir búnir að „afskrifa"
hann. En þá tók „drengurinn“ ein
hvern mesta endasprett, sem sög
ur fara af og hlaut hvorlci meira
né minna en 7% vinning í síðari
helmingi mótsins. Þetta mun al-
gert einsdæmi í móti, sem ein-
göngu er skipað fremstu stór-
meisturum heims og enn stórkost
fegri verður árangurinn, þegar
þess er gætt, að engin heppni var
með í spilinu. Allir vinningarnir
fengust fyrir afburða taflmennsku
og er óhætt að fullyrða, að Fich
er hafi aldrei sýnt betri tafl-
mennsku en hann gerði í síðari
helmingi þessa móts.
Bent Larsen er vel að 3ja sæt
inu kominn, enda þótt báglega
liti út fyrir honum á tímabili. Hann
hóf keppnina dável og var í efsta
sæti ásamt Spassky er lokið var
fyrri helming mótsins. En þá fór
I hönd ömurlegur kafli, 4 töp í
röð, og Larsen hrapaði niður í
5. — 7. sæti. Flestir hefðu víst lát
ið hugfailast undir slíkum kringum
stæðum, en Larsen er ekki sú
manntegund. Með einbeitni og
hörku tókst honum að fella tvo
næstu andstæðinga sína og hefja
sig upp í 3. sætið. Jafntefli í síð
ustu umferð tryggði svo 3. verð
laun.
Framhald á bls. 12.