Tíminn - 25.08.1966, Page 11
FIMMTUDAGUR 25. ágúst 1966
TÍMIWW
11
Ffer i VAI í Ll m PAI ITI RAI o Uui IMiBMII Bnm
:♦: :♦: :♦: I EFTIR NICHOLAS FREELING j :♦: :♦!
í minningargrein, sem birtist í
blaðinu í gær um Snæbjörn Hauk
Helgason, Téll niður mynd af hin-
um látna pilti, sem birtast átti
með greininni. Blaðið biður vel-
virðingar á þessum mistökum og
myndin hér að ofan er af Snæ-
birni.
Minningarkort Hrafnkelssjóðs.
fást í Búkabúð Braga Brynjóiísson
ar, Reykjavík.
33
Hann stóð sig alveg ágætlega,
þangað til þau komu um borð, og
tóku að drekka wiský. Hér um
borð í sínum eigin bát, þar sem
hann þurfti ekki að látast, varð
honum tungan laus, mjög um of.
Það vas bjánalega, hann tók jafn
vel eftir því sjálfur. Öll létu þau
í ljósi aðdáun sína á hvernig hann
hagaði lífi sínu. Þetta var nánast
munaðarlíf í augum þeirra, sem
alla sína daga höfðu búið í óvist-
leguríl leiguherbergjum. En þessi
bátur, hann hreyfist, hann siglir,
hann getur farið hvert sem
er. Stúlkurnar létu óspart í ljósi
aðdáun sína á hinni hugvitssömu
innréttingu. Korsíkumaðurinn
brosti kotroskinn, hann vissi allt
um báta núorðið, hann bjó sjálf
ur á einum. Auðvitað höfðu stúlk
urnar aldrei verið þar um borð
—það gat ekki gengið.
— Að sjálfsögðu, sagði Ray
mound og brosti við gjafmildum
munni Dominiquese — Hann getur
sjálfur siglt hvert sem mér dettur
í hug. Þvert yfir Atlantshaf, ef
mér dettur í hug. Gæti verið góð
hugmynd. Hef lengi haft hug á
að sjá Suður-Ameríku dálítið bet-
ur.
Bjáni, hugsaði hann. Hann
heyrði sína eigin rödd, leyndar
dómsfulla og sjálfsglaða, láta móð
an mósa um Atlantshafsför.
— En ekki alveg í augnablik-
inu. Ég hef hagkvæm viðskipti í
sigti. Eg hef náð mér í ljómandi
kvenmann — leikkonu, sagði hann
léttur í bragði. f fullri hreinskilni
sagt, hugsaði hann, hve mikið lítil
menni get ég orðið? En nú var
of seint að iðrast.
— Hver er hún, hver? La bella
iocchi, sem var aðdáandi allra
myndablaða, lagði við hiustirn-
ar.
— Þekkir þú Tatiana Laszlo?
— I-h, já. Dálítið gömul, en
ágæt. Glæsileg leikkona. Það er
þó ekki hún?
—Hún eyðir nú fríi sínu á
Porqurerolle. Okkur kemur mjög
vel saman. Hún var um borð í
bátnum mínum. Sigldum til Port
Cros. Tókum sólbað saman.
Hann hafði megnustu fyrirlitn-
ingu á sjálfum sér.
— Tókstu myndir? Korsíku-
maðurinn var nú orðinn jafnáhuga
samur og stúlkurnar. Mynd af leik
konu með öll fötin upp við höku
— það væri gulls ígildi og þar
að auki svo fyndið. Patricia litla
rak upp stór augu. Að hugsa sér,
— leikkona hafði farið úr öllum
fötum einmitt hér.
— Þu með þínar siðlausu hug-
myndir, sagði Raymond íbygg-
inn. Að láta sér detta þetta í hug
um Natalie. Óhugsandi, en þó til
umræðu. — Þú veizt vel, að ég gef
mig ekki að svo ódýrum stráka
pörum. Ég tek þær mýkri tökum,
horfi lengra það gefur meira að
lokum.
— Þarna hefur þú fundið gull-
námu. Því ekki láta hana ganga
til mín?
— Það er nú ekki þinn heim-
ur ennþá, minn kæri, haltu þig að
Ameríkumönnunum.
— Ætlarðu að voga þér að hátta
hjá filmstjörnu? spurði liljurósin
æst.
— Slíkar konur verður að um
gangast varlega. En ef mér dettur
eitthvað í hug, sem þið getið haft
gagn af, þá eigið þið mig að. Ég
hef ekki ennþá athugað alla mögu
leika.
— Er hún gift?
— Já, manni að nafni Servaz
— Parísarbúi. Eins konar Ksta-
verkasali. Ég hef ekki séð
hann ennþá — hún er ein, svo að
ég hef hjálpað henni til að eyða
tímanum.
—Servaz? Listmunasali? Já, en
ég þekki þann náunga.
— Óhugsandi.
— Jú, eins og ég segi. Það er
að segja, ég hefu heyrt um hann
talað. Hann hefur búið hér í Saine
Tropez, selur þar málverk og þess
konar. Hlýtur að vera sami maður.
Hann hefur dömu í búðinni og
sjálfur er hann hér nokkra daga
mánaðarlega.
— Hvernig getur þú vitað þetta.
— Oh, þú þekkir César litla,
sem býr í tjaldi nálægt Pampel-
onne. Þann vitgranna. Hann læzt
vera málari. Nú, ja, hann seldi
þessum náunga nokkrar mynd
ir, fyrir gott verð- með tilliti til
þess að þær éru einskis virði
Hann sagði mér þctta sjálfur.
Þessi maður kaupir myndir aí
þessum rugluðu náungum og selur
þær svo skemmtiferðamönn-
Blæfagur fannhvftur þvottur með
SÍCÍO
Sjálívirka þvottavélin yðar verður fyrst full-
komin, er þér notið Skip — þvf það er ölikt
venjulegu þvottadufti.
Skip fyllir ekki vél yðar með froðu, sem
veldur yfirrennsli og vatnssulli, og minnkar
þvottahæfni hennar, heldur verður skolunin
auðveld og fullkomin. ,
Þvottahœfni Skip er svo gagngcr að pér fáið
ekki fa7inhvítari þvott.
Notið Skip og sannfærist sjálf.
ddp -sérstaklega framleitt fyrir sjálfvirkar þvottavélar
um. Stórgróði. Ég vildi óska, að ég
hefði sjálfuy lagt út i þetta.
Raymond leit til hans allt ann
að en vingjarnlega. Hvernig gat
Korsíkumaður, sveitarusti, leyft
sér að vita yfirleitt nokkurn skap-
aban hlut um Natalie.
— Ég get með hægu motí vítað
miklu meira um hann. Vin þekk
ir hann nefnilega. Hann hefur ver
ið uppi í búðinni og keypt nokkr
ar myndir. Ekki ómerkilegar eins
og Césars, eins og gefur að skilja,
heldur — nafnið er Segonzac, eða
eitthvað svoleiðis. Og þvílíkt verð.
Hann hefur þær um borð í snekkj
unni. \
— Hmmm. Þetta kemur henni
nú ekkert við. Hún vinnur sér sjálf
inn stórfé.
— Því gengur mér vel að trúa,
sagði Dominiques öfundsjúk.
Þar sem hann nú stóð í hinu
hreina lofti til að kveðja Korsíku
manninn, og liljurósina hans, fann
hann að Wiskýið var farið að segja
til sín. Hann hafði verið bölvaður
bjáni en reyndi þó að herða upp
hugann. Liijan hafði drukkið heil
mikið en sýndist ódrukkin — skrýt
ið, svoleiðis stelpukorn eins og
hún hlaut að hafa bein í nefinu,
fyrst hún stóð Korsíkumanninum
á sporði.
Hann athugaði landfestar
og akkerisljósin, batt léttbátinn
betur, svo að hann slægist ekki
við byrðing Oliviu, ef hvessti.
Hann horfði til liósanna og minnt
ist með ánægju hins glaðværa lifs
í kránni. Þar sem hann og Jo
ÚTVARPIÐ
Fimmtudagur 25. ágúst
7.00 Morgunútvarp 12.00 Hadeg
isútvarp 13.00 „Á frívaktinni,‘
15.00 Miðdegisútvarp 16.30 Kíð
degisútvarp
18.00 Lög
úr söngleikj-
um og kvikmyndum. 18.45 Til-
kynningar. 19.20 Veðurfregnir.
! 19.30 Fréttir 20.00 aglegt inál
Árni Böðvarsson flytur þáttinn
20.05 Orgelkonsert í d-moli op.
7 nr. 4 eftir Handel 20.25 P’ang
inn í Munkhólma Jón R. Hiálm
arsson skólastjóri flytur erinai
20.45 Einsöngur: Dietrich Fiseh
er-Diskau syngur 21 00 ,£g hef
gleymt einhverju niðri“ Smá-
sögur eftir Astu Sigurðardóttur
og Jón Óskar 21.35 Nors.k *ón
list frá fyrri og seinni tíð- 22.
00 Fréttir og veðurfregnr 22.
15 Kvöldsagan: Logi.. Gylfi
Gröndal les (2) 22.35 jassþátt
ur Jón Múli Árnason kynnir.
23.05 Dagskrárlok.
Föstudagur 26. ágúst
7.00 Morgunútvarp 12.00 HSdeg
| ísútvarp 13.15 Lesin dagskrá
næstu viku. 13.25 Við vinnuna
15.00 Miðdegisútvarp 16 30 Síð
| degisútvarp.
j 18-00 íslenzk
tónskáld.
, Lög eftir Björn Franzson og
Jórunni Viðar 18 45 Tilkynning
ar 19.20 Veðurfregnir. 19.30
Fréttir 20.00 Fuglamál Þor-
steinn Einarsson íþróttafullirúi
kynnir þrjá evrópska söngtug'a
í Trjálævirkja. korntittling og
seftittling. 20.05 Úr bókmennta
íeimi Dana Þóroddur Guðmunrts
i son skáld flytur fvrra erindi
sitt um Johannes Ewald. 20.35
Klarinettukvintett í A-dúr ‘ K
581) eftir Mozart 21-05 L.ióða
Ilestur Björn Danielss. skólastj.
á Sauðárkróki flytur fjógur
frumort kvæði og eitt þýtt. 21.
15 Píanómúsík 21.30 Útvarpssag
an: „Fiskimennirnir“ eftir Hans
Kirk Þorst. Hannesson les '7)
l 22.00 Fréttir og veðurfregmr.
! 22.15 Kvöldsagan: „Logi" e*tir
Wílliam Somerset Maugham.
Bogi Ólafs9on íslenzkaði. Gvlfi
Gröndal ies f3) 22.35 Kvöld
hljómleikar: 23.20 Dagskrárlok.
XB-SKPI, ICE-6A4t