Tíminn - 25.08.1966, Side 12

Tíminn - 25.08.1966, Side 12
u_____ iNITTO 1APÖNSKU NiTTO NIÖLBAROARNIR f flesium stærðum fyrirliggjandi 5 Tollvörugoymslu. FUÓT AFGREIÐSIA. DRANGAFELL H.F. Sfcjpholti 35-Sími 30 360 STÚLKU helzt vana bakstri vantar okkur sem allra fyrst. Hótel Tryggvaskáli, Sel- fossi. »ii Trúlofunar* hringar afgreiddir samdægurs. Sendum um 9llt land. HALLDÓR, Skólavörðustíg 2. Bforn Sveinbiornsson, hæstarétta r lögmaður Lögfræðiskrifstofa Sölvhólsgötc 4, . Sambandshúsinu. 3. hæð ! Sfmar 12343 og 23338. ; Skúli J. Pálmason- héraðsdómslögmaður Sölvhólsgötu 4, Sambandshúsinu. 3. hæð Símar 12343 og 23333 Jón Grétar Sigurðsson héraðsdómslögmaður. Laugavegi 28b, II. hæð, síml 18783. TfMgNN FIMMTUDACrUR 25. ágóst 1966 IDOI 3 hraðar, tónn svo af ber Spilari og FM-útvarp MIII’IÍA BELLAMUSICA1015 d: í tka AIR PRINCE 1013 Langdrægt m. bátabylgju Radióbúðin Klapparstig 26, simi 19800 BARINALEIKTÆKI ÍÞRÓTTATÆKI Vélaverkstæði Bernharðs Hannessonar, Suðurlandsbraut 12, Símt 35810. SKÓR- INNLEGG Smíða Orthop-skó og inD- legg eftir máli Hef emnig tílbúna barnaskó. með og án ínnleggs. Davíð Garðarsson. Orthop-skósmiður Bergstaðastræti 48. Sími 18893 TRÉSMIÐJAN, Holtsgötu 37, framleiðir eldhúss- og svefnherbergisinnréttingar Jón Finnsson, hæstaréttarlögmaðgr Lögfræðiskrifstofa Sölvhólsgöto 4, Sambaridshúsinu 3. hæ8 Simar 12343 og 23338 ísfirðingar Vestfirðingar Hef opnað skóvinnustofu að Túngötu 21. tsafirði Gjörið svo ve» og reyníð viðskiptin. Einar Högnason. skósmíður. SKÁKÞÁTTUR FRIÐRiKS Framhald af b]s. 9. Sennilega hefði Larsen verið með í baráttunni um efsta sætið, ef hann hefði teflt svo hömlulaust til vinnings gegn þeim Unzicker og Donner. Þar ætlaði hann sér of mikið í jafnteflisstöðum og endirinn varð sá, að hann tapaði báðum skákunum. En Larsen vann þarna það einstæða afrek1 að sigra Petrosjan í báðum skákunum og meira er víst varla hægt að fara fram á. Þeir Portiscsh og Unzicker deildu með sér 4. og 5. sæti 6g og verður ekki annað sagt en þeir séu vel að því komnir miðað við taflmennsku þeirra. Frammi staða Unzickers kemur mjög á óvart og hefur hann ekki i annan tíma náð betri árangri. Getur frammistaða heimsmeistar ans Tigran Petrosjans talizt sæmi leg eða er hún hreint og beint slæm? í öllu falli sýndi hann ekki þá taflmennsku þarna, sem talizt getur verðug fyrir heimsmeistara og er ekki gott að segja’ hver or sökin kann að vera. Reshevsky deilir sæti með heimsmeistaranum og getur verið vel ánægður með úrslitin. Hann fékk oft slæmar stöður og ienti þráfaldlega i tímaþröng, en tókst oftast að bjarga sér úr klandrinu Hins vegar hlýtur Najdorf að þykja súrt í brotið, því að hann átti lengi möguleika á efstu sæt unum. Hann var í 3ja sæti, er 4 umferðir voru til loka, en þá virtist úthaldið hafa verið á þrot um og hann fékk aðeins Vz vinn ing eftir það. Þeir Ivkov og Donner tefldu greinilega lakast allra keppenda og urðu þvi að una þeim örlögum ■í'þetta sinn að hljóta neðstu- sætin. Að vísu tefldi Donner ágæta vel framan af og hafði prýðilega út- komu að lokinni fyrri umferðinni, en síðan var sem hann missti all an mátt og í 7 síðustu skákunum hlaut hann aðeins % vinning. Ivkov sótti sig á i síðari hluta mótsins og tókst að komast upp fyrir Donner á endasprettinum. Að verðlaunuhi fyrir sigur sinn í mótinu hlaut Spassky $ 5.000 — Fischer $' 3.000. —, Larsen $2.500 hivað fyrir sinn snúð, lægstu verð launin voru $ 1.000. —. Hér birtist svo stutt skák úr mótinu: Hiv: Larsen Sv: Petrosjan. Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3, Rc6 3. d4, cxd4 4. Rxd4 g6 5. Be3 Bg7 6. c4 Rf6 7. Rc3, Rg4 8. Dxg4, Rxd4 9. Ddl, Re6 10. Dd2 d6 11. Be2, Bd7 12. 0—0 13. Hadl, Bc6 14. Rd5, He8 15. f4, Rc7, 16. f5 Ra6 17. Bg4 Rc5 18. fxg6 hxg6 19. Df2 Hf8 20. e5 Bxe5 21. Dh4, Bxd5. 22. Hxd5 Re6 23. Hf3 Bf6 24. Dh6, Bg7 25. Dxg6! Rf4 26. Hxf4 fxg6 27. Be6t Hf7 28. Hxf7 Kh8 29. Hg5 b5 30. Hg3. Svartur gafst upp. Glæsilegur sigur. f næstu skákþáttum munu bírt ast fleiri skákir úr Piatigorskimót inu. VÍGBÚNAÐUR Framhald af bls. 5. lagi hlaut að valda Sovétmönn um verulegum stjórnmálaerfið leikum. f framkvæmd hefðu þeir orðið að leggja hald á Aust ur-Evrópu að nýju, setjast þar að og jafnvel að brjóta hana undir sig með valdi. Þetta hefði jafngilt innrás. ENN UM MÖÐRUVELLI Framhald af bls. 9 fyrir heilsu minni, þar sem segir, að ég sé „farinn að heilsu“. Hitt vil ég þó taka fram, að ég er enn þá allvel ferðafær og hefi raunar verið viðstaddur flestar helgiat- hafnir hér í prestakallinu fram að þessu og jafnvel unnið prestverk nú í sumar. Annars virðast þessir menn og aðrir kærendur ekki hafa haft miklar áhyggjur af heilsufari mínu að undanförnu. Þá hefðu þeir tæplega stefnt slíku að mér og mínu heimili, sem þeir hafa gert. Og svo að lokum: Finnst ekki mönnum nóg komið af svo góðu? Blöskrar ekki fleirum en yfir- gnæfandi meirihluta fyrrverandi sóknarbarna minna þessar aðfarir og ofsóknir? Sjálfan tekur mig það sárast, hve hlífðarlaust er hér vegið að syni mínum, sem fullur áhuga og af einstakri kostgæfni hefur rækt embætti sitt og við al- mennar vinsældir er mér óhætt að segja. En honum eru vonandi allir vegir færir, þó að hann hefði helzt kosið sér verksvið þar, sem hann hefur unnið með mér und- anfarin ár, fyrst við prédikana- störf, meðan hann var enn í skóla, og síðan sem settur prestur. Er mér það að vonurn ekki sársauka- laust, að nú skuli brugðið fæti fyrir hann svo eftirminnilega af fáum mönnum. Og er mér það raunar undrunarefni, hve fálát prestastéttin er í þessu máli, og væri það sannarlega verkefni fyr- ir stjórn Prestafélags fslands að iáta hér til sín taka, því eitthvað var til hér á árunum, sem hét Codex ethicus. En ef til viil er svo ekki lengur. Læt ég svo útrætt um þetta mál, sem ég hefði að vísu kosið á annan veg nú, er ég kveð Möðru velli eftir 38 ár. En þakkir og ein- lægar kveðjur til allra minna, og okkar, fjölmörgu og góðu vina. Möðruvöllum í Hörgárdal, 8. ágúst 1966. Sigurður Stefánsson. MÖÐRUVALLAMÁLIÐ Framhald af bls. b sem þetta segja, eru kunnugir málavöxtum. Þeir Steinn og Eggert hyggjast afsanna orð mín um, að það, sem ég hafi heyrt um efni kærunnar, væri hégóminn einber með því að segja: „Þar sem saksóknari ríkis- ins eða fulltrúi hans hefur nú fyrirskipað rannsókn í málinu, bann ftkkj vera eins viss um þetta og Bernharð, annars hefði hann látið málið niður falia“. Þeir ættu þó að vita, að þó kæra sé tekin til rannsóknar, fellst alís enginn dómur um sekt eða sýkn- un í því. í réttarríkjum kveða dóm arar engan dóm upp fyrr en að rannsókn lokinni og ekki heldur úrskurð um það, hvort mál skuii höfðað. Það er því miður auðsætt af grein þeirra félaga, að þeir eru meðal kærendanna og sennilega upphafsmenn að kærunni. Steinn er formaður sóknarnefndar Bægis- ársóknar og átti því að sjá um að allt færi löglega fram við kosn- ingu þar. Þegar svo kæra kemur um það m. a., að svo hafi ekki verið, hiaut siíkt að verða rann- sakað. , Þó ég sé ekki lögfræðingur, þá er ég þó iæs og hef að undan- förnu lesið lög þau, sem um prests kosningar gilda og kosningarétt við þær. Er Steinn Snorrason viss um, að hann hafi að öllu leyti far- ið eftir þeim lögum við kosning- arnar á Bægisá 8. maí? Samkvæmt þeim á að leggja kjörskrá fram og á hún að liggja frammi í viku. Þetta gerði Steinn að vísu, en síð- an segir orðrétt: „Nú telur ein- hver sér ranglega sleppt af kjör- skrá eða einbver ranglega tekinn á hana, og skal hann þá kæra bréflega fyrir sóknarnefnd áður en vika sé iiðin frá síðasta sýn- ingardegi skrárinnar. Sóknarnefnd boðar kæranda og kærða, hafi yf- ir einhvarjum verið kært, þegar að liðnum kærufresti, á fund með sér, leggur fullnaðarúrskurð á kæruna á fundinur “. Um kosningaréttinn segir svo í lagahreytingu frá 29. marz 1961: „Hver sóknarmaður, karl eða kona, sem telst til þjóðkirkjunnar og er lögráða, hefur kosningarétt á safn aðarfundi og er kjörgengur í sókn arnefnd". Um kosningarétt við prestskosningar er ekki sérstak- lega getið þarna, en sama hlýtur að gilda um það og kosningar í sóknarnefnd og kjörgengi. — Nú vil ég spyrja formann sóknarnefnd ar Bægisársóknar: Töldust þeir Eiður og Guðmundur á Þúfnavöll- um ekki til þjóðkirkjunnar, þegar kærufrestur var útrunninn? Voru þeir ekki lögráða? Sendu þeir ekki skriflega kæru um að vera teknir á kjörskrá áður en kæru- frestur var útrunninn? Voru þeir kallaðir á fund sóknarnefndarinn- ar og fuilnaðarúrskurður lagður á kæruna á fundinum? Ef Steinn Snorrason svarar ekki þessum spurningum fullnægjandi, ætti hann ekki að fordæma séra Ágúst fyrir það að leggja kapp á að þeir Eiður og Guðmundur fengju að kjósa. Ef kjörstjórn, sem var and- stæð mér í stjórnmálum, hefði ætlað að svipta kjósendur mína atkvæðisrétti, er ég hræddur um að ég hefði lagt töluvert kapp á að þeir næðu rétti sínum. Að lokum: Hver er þessi „yfir- kjörstjórn“, sem þeir félagar tala um og á að hafa lagt úrskurð á atkvæði? Mér skilst, að sóknar- nefnd eigi að leggja fullnaðarúr- skurð á kærur út af kjörskrá. Samkvæmt því, sem blaðið ís- lendingur leiðréttir 11. þ. m., að beiðni Friðjóns Skarphéðinssonar bæjarfógeta, hefur prestskosning- in sjálf ekki verið kærð og ekki séra Sigurður Stefánsson heldur, eins og _ sagt var frá í blöðum, séra Ágúst einn. Með ö. o. kosningin er þá lögmæt að dómi kærenda (þó annað virðist vera uppi á teningnum hjá þeim Steini og Eggert) en séra Ágúst á bara að vera óhæfur til að vera prest- ur, þó hann sé vígður til þess og hafi gegnt prestsembætti í heilt ár af skyldurækní og myndarskap. Það má ekki minna kosta: Það á að reyna að eyðileggja framtíð ungs manns. Ebki sldl ég í öðru en sjálfir kærendurnir finni það síðar, að þeir eru að vinna illt verk og sízt af öllu í anda Krists. Bernh. Stefánsson.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.