Tíminn - 25.08.1966, Blaðsíða 13
ÍÞRÓTTIR
Evórpubikarkeppn-
in getur orðiö
Valsmönnum dýrkeypt
Hermann ekki með á móti Akureyringum
ÞaS var skínandi gott verSur á Bretlandseýjum s. I. laugardag, þegar keppni ensku liSanna hófst, só! og
andi hiti, og ur@u því margir áhorfenda aS leikjunum þurrir í kverkunum. Á myndinni hér aS ofan sést hvernig
einn starfsmanna Tottenham gengur á milli áhorfenda á White Hart Line me3 ískalt vatn í fötu og býður þeim,
sem höfðu verfð svo forsjálir að ta|ca með sér drykkj arílát.
Alf-Reykjavík. — Evrópubikar-
keppnin getur orðið Val dýrkeypt,
því beittasti bróddurinn í fram-
línu liðsins, landsliðsmaðurinn,
Hermann Gunnarsson, meiddist í
leiknum á móti Standard Liege á
og eru all&r líkur á
n verði ekki með í
hinum þýðingarmikla leik Vals á
sunnudaginn gegn Akureyri. Mun
Ilermann liafa öklabrotnað, en
fyrir var sprunga í öklanum frá
Keflavíkur-leiknum.
Jafnvel þótt Valur eigi unga og
efnilega pilta til að setía í stöðu
Hermanns, er ólíklegt, að skarð
hans verði fyllt. Má segja, að þetta
óhapp komi á versta tíma fyrir
Val, sem eygir nú íslandsbikarinn,
en þarf að vinna Akureyri og
Þrótt.
Íþróttasíðan átti stutt viðtal við
Hermann í gær, og sagðist hann
þá vera afleitur í öklanum. Hann
hefði farið í myndatöku og 'brotið
þá komið í Ijós. Kvað hann litlar
sem engar líkur á því, að hann
gæti orðið með á sunnudaginn.
Auk leiks Akureyrar og Vals á
sunnudaginn, eiga að leika í L
deild Akranes og Keflavík — og
Framfhald á bls. lö.
FRASVI sigraði
í 2. flokki b
f fyrrakvöld sigraði Fram Vík-
ing f miðsumarmóti 2. flokks b.
3:0 og tryggði sér með því sigur
í þessum aldursflokki. Fram er
sigurvegari í Rvíkurmóti sama
flokks, svo framarlega, sem KR
kærir ekki Víking fyrir að leika
með of unga leikmenn, en þá
yrðu Fram og KR að leika auka-
leik.
Nokkrir lcikir voru háðir í cnsku
knattspyrnunni á mánudag og
þriðjudag og urðu úrslit þess:
1. deild.
Aston Villa—Sheff. Wed. 0-1
Blackpool—Leicester 1-1
Arsenal—West Ham 2-1
Bumley—FuSiam 3-0
Everton—Maneh. Utd. 1-2
Sheff. Utd.—Neweastle 0-1
2. deild.
Bristol C.—C. Pálace 0-1
Carlisle—Derby County 0-0
Ipswich—Huddersfield 3-0
Það hefur vakið talsverða at-
hygli, að Axsenal hefur sigrað í
Framíhald á bls. 15.
Guðmundur komst ekki í
úrslit í 200 m flugsundi
Evrópumeistaramótinu í sundi
var haldið áfram í hollenzku borg-
inni Utrecht í gær. Guðmundur
Gíslason tók þátt í 200 metra flug
sundi, en komst ekki í undanúr-
Úrslit í 5.
og 2. flokki
í kvöld eiga að fara fram tveir
úrslitaleikir í landsmótum yngri
flokkanna. Fram og FH mætast
í úrslitum 5. flokks á Melavell-
inum klukkan 18.15 — og strax
á cftir leika Valur og Keflavík
til úrslita í 2. flokki.
slitakcppnina, en
16 beztu.
Af einstökum úrslitum í gær má
nefna, að sovézka sundkonan Ga-
lina Prosúmentschikova setti' nýtt
heimsmet í 200 metra bringusundi
kvenna, synti vegalengdina á 2:
40,8 mín. og önnur í sundinu varð
í hana komustlanda hennar, Irina Posdniakowa,
og synti hún einnig undir gamla
metinu, 2:41,9 mín. Gamla metið
Framhald á bls. 15.
Leiðrétting
f blaðinu í gær var sagt, að
KR b hefði unnið Víking 3:1 í bik-
arkcppninni eftir framlengingu.
Að vísu vann KR b Víking,' en
ekki með svona stórnm mun, því
leiknum lyktaði 1:0 fyrir KR. Leið
réttist þetta hér með.
MMMnMMHIi
Frestað
vegna
veðurs
f gærkvöldi átti að fara
fram á Melavellinum leikur
bikarkeppni KSÍ milli
Fram og Vals b, ein vegna
óhagstæðs veðurs/kvað dóm
arinn, Grétar Norðfjörð, að
fresta lciknum. Rok og rign
ing var í Reykjavík í gær
— og þegar líða tók á dag-
inn, voru komnir stórir poll-
ar á Melavöllinn. Er ákveð-
ið, að Ieikurinn fari fram
12. september.
KR varð sigurvegari í
miðsumarsmóti l.flokks
Bílstjórarnir höfðu yfir 5:0,
en Skagfirðingar náðu að jaf na
Mikill áhugi er meðal leigu-
bílstjóra í höfuðborginni á
knattspyrnu, og nýlega sendu
þeir úrvalslið frá þremur stöðv-
um, Hreyfli, Bæjarleiðum og
Borgarbílastöðinni, í keppnis-
för norður á land og kepptu
á tveimur stöðuim.
Fór fyrri leikurinn fram á
Sauðárkróki og mættu bxlstjór
arnir liði Skagfirðinga, sem
keppir í 3. deild. Lauk leikn-
um, sem fram fór í ausandi
rigningu og roki, með jafntefli,
5:5, en um tíma stóðu leikar
5:0 fyrir bílstjóra. Léku þeir
undan vindi í fyrri hálfleik og
skoruðu þá 4:0. Og fljótlega í
síðari hálfleik bættu þeir
fimmta markinu við. En Skag-
firðingar áttu eftir að rétta
taflið eftirminnilega við og
skoruðu hvert markið á fætur
öðru unz staðan var orðin jöfn,
5:5.
Síðari leikurinn var gegn
sameiginlegu liði ungmennafé-
laganna Ársól og Árroða og fór
fram að Laugarlandi. Úrslit
urðn þau, að bílstjórar sigruðu
með 3:1.
í heild tókst keppnisför vel
og róma bílstjórar móttökur.
Til gamans rná geta þess, að
í liði þeirra eru nokkrir fyrr-
verandi meistaraflokksmenn,
Dagbjartur Grímsson, Fram,
Hilmar Magnússon, Val — og
Baldur Skaptason, markvörður,
Fram, sem stóð sig mjög vel
Dómari í báðum leikjunum
var Daníel Benjamínsson. Aða.
fararstjóri var Stefán Mag'jú-
son. framkvstj Hreyfils
í fyrrakvöld fór fam úslitaleik-
ur (aukalcikur) í miðsumarsmóii
1. flokks og léku KR og Fram
til úrslita. Leikar fóru svo, að KR
sigraði með 3:0 og varð sigurveg-
ari í mótinu. Er þetta annað mótið
á sumrinu, sem KR vmnur, en
hitt var í 5. flokki b.
KR liafði yfir 1:0 í hálfleik og
lék síðan á móti 10 Fram-Ieik-
mönnum í síðari hálfleik, en
Hrannar Haraldsson varð að yfir-
gefa völlinn vegna meiðsla. Var
sigur KR verðskuldaður, en þess
má geta, að fyrr í mótinu vann
Frain KR 5:0!
I blaöinu i gaer var skýrt frá úrslitum í skíðamóti í Kerlingarfjöllurn og
sagt, að Haraldur Pálsson hefði sigrað í karlaflokki. Hið rétta er, að
Haraldur og Leifur Gíslason, KR, hlutu sama tíma og skiptu því 1. ssetimi
á mllli sin. Sjást þeir hér á myndinni til hægri, en við hlið þeirra
Sigurður Einarsson, ÍR og Ásgeir Úlvarsson, KR.
FIMMTUDAGUR 25. ágúst 1966