Tíminn - 27.08.1966, Side 3
LAUGARDAGUR 27. ágúst 1966
TÍMINN
Ný hugmynd um Viðey.
Snarfari rikrifar eftirfarandi:,
Það er ýmislegt annað með Við
ey að gera en detta þar í sjóinn.
Var það harla sorgfullur atburður
í skemtiferð, þót enginn megi telj-
ast verri þótt hann vökni. Jón
gamli Arason gat nú vikið sér í
Viðey án þess að blotna.
í>ótt Viðey eigi bæði nýja og
gamla sögu, og þar hafi virðuleika
menn setið í glæstum húsakynnum
sinnar tíðar, þá er það nú svo, að
enginn staður lifir á sögunni einni
saman. Viðeyjarferðir geta verið
skemmtilegar, kannski helzt vegna
þess að þaðan er gaman að horfa
til lands, en hægt væri með góðu
skipulagi og nokkurri fram-
kvæmdasemi að gera staðinn enn
skemmtilegri heim að sækja, jafn
vel þótt enginn blotnaði við brauk
og braml í fjöru.
Viðey er ekki stór blettur, en
menn hafa splæst hugmyndaauðgi
sinni mjög á staðinn á undanförn
um árum, svo vafalaust hefur eng
inn jafn lítill staður lagzt jafn
þungt á heilabú manna. Og enn
er hér hugmynd á ferðinni, sem
ég vil biðja Landfara að koma á
framfæri.
Hér á íslandi þarf nauðsynlega
að koma upp dýra-, fugla- og lag-
ardýrasafni sem eingöngu sé bund
ið við það líf, sem fæðist og upp
fóstrast á íslandi. Fyrir Titan að
verða nyrzti dýragarður í heimi,
yrði þarna um að ræða samsafn
þess dýralífs, sem fyrirfinnst hér
norður í skugga heimskautsbaugs-
ins. Þótt það sé fábrotið, geymir
það ýmsa merka svipdrætti í á-
sýnd vorri gagnvart umheiminunt.
Það er oft verið að kvarta undan
því,að ferðafólk hafi lítið við að
vera, þegar það kemur hingað,
nema helzt að ganga í búðir og
kaupa fjólubláar gærur. Dýragarð
ur í Viðey, sem eingöngu byggði á
dýrum, sem hér lifa, mundi áreið
anlega þykja merkilegt skoðunai-
efni.
Dýragarðar eru yfirleitt byggðtr
upp sem eitt allsherjar dýrasafn,
og fer þá tfrægð þeirra eftir því
hversu safnið er stórt. Óhugsandi
er að reisa slíkan dýragarð hér á
íslandi. Aftur á móti er vont, að
börn og unglingar skuli ekki eiga
þess kost að koma í dýragarð, og
hún sýnir sig þörfin fyrir þetta,
þegar fjölmennt er á hvern fátæk-
legan vísi að hérlendum dýrasýn
ingum. íslenzku dýrin eru nokkuð
mörg, þegar allt hefur verið tekið
með, eins og hestar, hundar og
kindur — og hreindýr. Þá eru sel
ir skemtilegir í dýragörðum, en
af þeim eru nokkur afbrigði hér
við land. Þá mundi mörgum þykja
gaman að fylgjast með tófu, sem
að sjálfsögðu ætti greni í svona
garði. Margar tegundir af fisKum
og fuglum ættu heima í þessum
garði. svo hann yrði næsta stór,
þegar allt væri komið til skila.
Dýragarðurinn íslenzki. og lag
ardýrasafnið er mál sem þarfnast
stuðnings ýmissa mætra manna,
og eflaust verður fyrirtækið fjár-
frekt, þótt ekki þurfi svona söfn
að rísa upp alsköpuð á skömmum
tíma. Og staðurinn fyrir þessi
söfn er sjálfkjörinn. Þau eiga að
staðsetjast í Viðey. Þar eru þau
nógu nálægt borginni, en þó vel
I varin fyrir óþarfa ágangi, og eftir
| að þau hafa verið reist í Viðey, þá
| mun mönnum finnast undarlegt,
I að einmitt þetta skyldi hafa verið
| gert fyrir löngu, svo sjálfsögð er
| þessi framkvæmd og staðsetning
hennar.
Snarfari,
Bítlamúsík og klassík
Kæri Landfari.
Eg má til með að segja þér frá
smáatviki, sem kom fyrir í Há-
skólabíói í gær, eða Samkomu.
húsi Háskólans, eins og það heit-
ir einu sinni eða tvisvar á ári.
Eg keypti mér miða eins og lög
gera ráð fyrir og dyravörðurinn
reif af með annarri hendinni —
ekki eins og sumir dyraverðirnir
í hinum bíóunum, sem nota báð
ar hendurnar við þetta smáverk,
og maður heldur, að það sé vi rið
að setja á mann handjárn. Þegar
inn var komið barst mér til eyrna
þessi ágæta píanómúsík, svo ég
staldraði við til að hlusta, því að
klukkuna vantaði 10 mínútur í
níu. Eigi hafði ég lengi hlustað á
píanómúsíkina er úr öðrum hátal-
ara þarna í anddyrinu (stundum
notað sem danshús) kom þetta óg
urlega bítlalag, og þarna börðust
þessar tvær tegundir tónlistar við
að ná eyrum bíógesta, en ég gafst
upp og settist í sæti mitt í saln-
um. Ekki veit ég, hvað þarna hef
ur ráðið, hvort það hefur verið
það sjónarmið að gera öllum til
hæfis, eða hvort þarna hafa orðið
á mistök, en þetta minnti mig á,
að sjaldan er nema einhver garg-
músík í hátölurum bíóanna fyrir
sýningar og í hléunum, sania
hvernig mynd er. Væri nú ekki
hægt að hafa einhverja fallega
músík, svona öðru hvoru, eu ckki
alltaf þetta garg?
Eg get ekki lokið þessu bréfi til
þín, Landfari, án þess að minnast
á myndina, sem ég sá, Hetjúrnar
frá Þelamörk. Hún fjallar um bar
áttu norskra frelsisvina í síðustu
heimsstyrjöld, við nazistana í Norð
ur-Noregi — hvernig þeir kon>a
í veg fyrir, að Þjóðveriarnir geti
haft gagn af þungu vatni, som
framleitt er þar í verksmiðju. —
Myndin er ágæt, spennandi á köfl
um, margar fallegar landslagssen-
ur í henni, og ekki of mikið af
ástaratriðum, en nóg til þess að
minna mann á, að freisishetjurn-
ar hafa lifað fyrir hana líka.
Bíógcstur.
Furðulegir dómar.
Kæri Landfari.
Það er víst ekki ofsögum sag,t
að glæpa- og lögreglumál á ís-
landi eru hinn mesti skríp?.leikur.
Alkunna er, að lögreglan, sem er
alltof fámenn, hefur sem aða'starf
að ta'ka ógætna ökumenn — sem
verða að bíða mánuðum saman eft
ir því að taka út dóm sinn, m.a.
vegna mannfæðar lögregluyfir-
valda.
Furðulegri eru þó dómar þeir
í alvarlegri málum, sem kveðnir
eru upp hér á landi — og ótrúleg-
ir, ef miðað er við önnur lönd.
Og eitt er víst, að mannslífið er
ódýrt á Fróni.
Sem dæmi vil ég nefna, að ný-
lega var frá því skýrt í blöðutn og
útvarpi, að maður nokkur, sem
dæmdur var fyrir „manndráp af
gáleysi" hefði fengið þriggja inán
aða varðhald fyrir verkið! Var
hann búinn að sitja verulegan
hluta þessa fangelsisdóms í gæzlu
varðhaldi, og verður því væntan-
lega sleppt innan skamms — ef
hann er þá ekki þegar laus.
Er þetta forsvaranleg:?
Tii samanburðar má geta þess,
að frá því var einnig skýrt í blöð
um fyrir nokkru, að hqón, sem
fölsuðu, að því er mig nv'nnir 23
ávísanir, hafi fangið eins árs fang
elsi. Það var auðsjáanlega, að
dómi yfirvalda hér, alvarlegri
glæpur en „manndráp af gáleysi“.
Annað dæmi: Fyrir nokkru ók
fullur maður á kyrrstæða bifreið
hér í borg. Hann drap einn mann,
slasaði fernt, eyðilagði t «r bif-
reiðar og stórskemmdi fjórar aðr
ar.
Maður skyldi ætla, að þetta
hefði verið talið til stærri afbrota.
Dómurinn hljóðaði upp á 18 mán
aða fangelsi — sem væntanlega
þýðir, að hann situr inni aðeins
12 mánuði — ef allsheri’arniðu.i
á einhverjum tyllideginum hefur
þá ekki stytt fangelsisvistina enn
meira.
Ég bendi aðeins á þessi mál sem
dæmi um dóma í afbrotamálum á
íslandi og tala þeir fyrir sig sjálf
ir.
Tínu-málið í Danmörku vakti
mikla athygli hér á landi, en þar
var ungbarninu Tínu stolið og
haldið leyndu í hálfan mánuð.
Stúlkan, sem rændi barninu, fékk
tveggja ára dóm fyrir nckkrum
dögum. Hver ætli dómurinn hefði
orðið hér á landi fyrir svipaðan
glæp? Væntanlega 1—2 inánuðir
ef mið skal taka af dómum, þar
sem um töku mannlífs er ?ð ræða.
Hvenær ætla yfirvöld á íslandi
að gera sér grein fyrir því, að
taka mannlífs — hvort, sem það
er gert af „gáleysi“ eða i drykkju
skap er glæpur, sem refsa verður
meira en til málamynda? Ef yfir
völdin gera sér ekki grein fyrir
þessu, til hvers er þá verið að
halda uppi dýru dómskerfi á ís-
landi og eyða mánuðum í rann-
sókn og dómsúrskurð, sem síðan
verður að engu.
Hneykslaður borgari.
Á VÍÐAVANGI
Maður, líttu þér nær
Nú er Alþýðublaðið og fer-
sætisráðherrann komin í hár
saman út af efnabagsráðstöfun
um stjórnar Wilsons í ílret-
landi. Eins og kunnugt er skrif
ar Bjarni Benediktsson, for-
sætisráðhcrra, Reykjavíku rbréf
Morgunblaðsins. f tilefni af síð
asta Reykjavíkurbréfi Bjarna
segir Alþýðublaðið svo í for-
ystugrein í gær:
„f sðasta Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins var vikið að
efnahagsráðstöfunum brezku
stjórnarinnar, sem nú freistar
þess að koma efnahag landsins
á traustan grundvöll. Segir böf
undur Reykjavíkurbréfs að
þessar ráðstafanif miði að því
að efna til atvinnuleysis í Bret
landi.
Vandséð er hvaða tilgangi
þessi málflutningur þjónar,
nema ef vera skyldi það citt
að rægja stjórn Wilsons, sem
tók við af íhaldsmönnum, þegar
allt var í óefni komið."
I
Sammála um áfram-
haldandi öngþveiti
Þannig virðast báðir stjórnar
flokkarnir telja sig vita tölu
vert um cðli og álirif efnahags
ráðstafana í Bretlandi og sýnist
sitt hverjum. Hins vegar er
ríkisstjóm þessara flokka sem
kjörin var til að leysn efnahags
vandamál fslendinga algjörlega
ráðalaus og 7 ára reynsla sann
ar að þeir hafa ekki gert sér
lióst, hverjar afleiðingar efna-
hagsaðgerðir ríkisstjómarinnar
myndu hafa. Þótt skiptar séu
skoðanir stjórnarflokkanna um
aðgcrðir stjórnar Wilsons í
Bretlandi virðist engin skoðana
ágreiningur vera til í stjómar
flokkunum um að halda áfram
óbreyttri stefnu hér á iándi,
stefnu, sem hefur ieitt til hins
versta öngþveitis þrátt fyrir ein
staklega góð skilyrði og upp
grip. Þar eru þeir sammála!
Blaðamannaskóli
GRÓÐUR OG GARÐAR
Kartöffumálfíðar og ffeira
einkum í gömlum görðum. Ber
því að gæta varúðar. Kartöfl-
urnar verða etnar og ekki
hætta á að þær verði notaðar
til útsæðis. En ormarnir geta
hæglega orðið eftir í pokunum.
Er þessvegna sjálfsögð öryggis
ráðstöfun að eyðileggja alla
kartöflupokana frá Eyrarbakka,
ella geta hnúðarnir borizt með
þeim út um allt land.
II.
Á skógræktarfundi á Laug-
um í Reykjadal voru mörg
merk mál rædd og bar furðu
margt á góma. Var t.d. flutt
þar fróðlegt erindi um gras-
rækt. Kom í ljós, að vinnu-
brögð í grasrækt og skógræki
eru að ýmsu leyti svipuð. Gras
ræktarmenn leita að harðger-
um og uppskerugóðum grasteg
undum og afbrigðum víða um
lönd, og leita líka að góðum
stofnum heima fyrir og senda
I. er á-gjöf Njarðar“. Kartóíiu-
Komnar eru á markað kartöfl hnúðarnir eru all-útbreiddir í
Skjólbelti, birkigöng.
Hnúðarnir á rót kartöflugrass,
jafnvel fræ í hlýrri lönd til
fjölgunar héðan frá íslandi.
Ýmsar trjátegundir urðu fyrir
miklu áfalli í lágsveitum sunn
anlands í pásKahretinu mikU
fyrir þremur árum. Túnin
sleppa heldur ekki. Miklð kal
Framhald á bls. 12.
Vísir hreyfir í gær góðu
máli og nauðsynlegu. Vísir seg
ir:
„Oft hcyrist um það talað að
íslenzku dagblöðunum sé í
mörgu áfátt. Situr sízt á dag
blöðunum sjálfum að bera á
móti því. Ein ráðstöfun gæti
hér bætt mjör úr skák. Það
er stofnun íslenzks blaðamanna
skóla, þar sem ekki sízt væri
áherzla lögð á kennslu móður
málsins. Alþingi samþykkti fyr
ir nokkrum árum þingsálvktun
um stofnun slíks skóla, en síð
an hefur málið legið í bagnar
gildi. Það er þó brýnt nanð
synjamál og augljóst mcnning
armál. Vísir skorar því á Blaðn
mannafélagið og blaðaútgefend
ur að hcfjast handa og leggja
I grundvöll slíkrar menntastofn
1 unar íslcnzkra blaðamanna.“
BÍLALEIGAN !
VAKUR
Sundlauqavegl I?
Sími 35135 og eftir lokuD
slmar 34936 og 36217