Tíminn - 01.09.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.09.1966, Blaðsíða 13
13 FIMMTUDAGUR 1. september 1966 TÍMINN l í I .r ITR \ IDDI 3 hraðar, tónn svo af ber fíl ÍFK’V BEUA MUSICA1015 Spilari og FM-útvarp BLTRA AIR PRINCE 1013 Langdrægt m. bátabylgju Radióbúðin Klapparstfg 26, slmi 19800 ÚTSALA Útsala á Laugaveginum þessa viku. Mikill afslátt- ur. Gerið góð kaup. E L F U R Laugavegi 38. Vélahreingerning Vanir menn. Þrifaleg, fljótleg, vönduð vinna. Þ R I F — simar 41957 og 33049. SAMVINNUTRYGGINGAR Framhald af bls. 9. þessa klúbba á nokkrum stöðum úti á landi og eigum eftir að stofna enn fleiri. Markmið klubbanna er að auka og stvðla að umferðaröryggi á hvexjum stað. — Þessir menn ættu þa að geta orðið nokkurs konar braut ryðjendur í þessu efni? — Það mundi maðui ætla. Auðvitað geta allir verið i þess um klúbbum, sem hafa áhuga á því markmiði að auka og efia umferðaröryggi. Síðan er ætl- unin, að þessir klúbbar gang- ist fyrir fræðslu um umjerða- mál með aðstoð frá okkur bæði með fyrirlestrum og kvikmynda sýningum og öðru, sem tiltæki legt þykir í því efni. Og ég verð að segja það alveg eins og er að ég vænti mjög mikils af þessum klúbum. — Eru svona klúbbar starf- andi víða erlendis í sambandi við tryggingarfélög? — Ekki veit ég til þess. Ég held, að þetta sé alveg íslenzkt fyxirtekt. — Og sprettur upp úr vand- kvæðunum, sem urðu 1983— 1964? — Emrnitt. Við vonum þá mikið að hugsa um, hvað við gætum gert, og okkur datt m. a. þetta í hug. Við erum búnir að verðlauna á fimmta þúsund manns fyrir öruggan akstur: Þetta eru einmitt mennirnir, sem við verðum að ná til. Það eru þelr, sem ættu að vera fyr- irmyndin í hverju byggðarlagi. Og við fcÖllum á þá til sam- starfs og aðstoðar, og þá um leið til aðstoðar við byggðar- iagið og þjóðfélagið í heild. L G. Þ. ALTARISKLÆÐI Framhald af bls. 7. Guðmundsson, þakkaði þessa höfð- inglegu og fögru gjöf fyrir hönd safnaðarins. Þá var einnig minnzt annarra gjafa, sem kirkjunni hafa borizt. Kvenfélagið Björk í Helgafellssveit hefur gefið^ dregil á gólf kirkj- unnar og Ástríður Hannesdóttir hefur gefið tvo kertastjaka á altari til minningar um foreldra sína, Hannes Kr. Andrésson og Jóhönnu Þ. Jónasdóttur og til minningar um afa sinn og ömmu, Jónas Sig- urðsson og Ásthildi Þorsteinsdótt- ur. Þá hefur kirkjan verið máluð að innan í sumar, bæði hátt og lágt, og hafa unnið það verk bræð- urnir Jón Svavar Pétursson, mál- ari, og Hreinn Pétursson, Stykkis- hólmi. Ráðleggingar um litaval veittu hjónin Gréta og Jón Björns- son. Verk þetta er mjög vel unnið og til mikils sóma. Má segja, að kirkjan og búnaður hennar hafi tekið miklum stakkaskiptum. Sýna í London Tveir íslenzkir myndlistarmenn, Baltasar og Gísli Sigurðsson, munu bráðlega opna málverkasýningu í stóru og glæsilegu sýningarhúsnæði í London, Alvin Gallery, 56 Brook Street í Mayfair. Það er með hin- um stærstu í London, nálægt tvö- falt stærra en Bogasalurinn og þcir Gísli og Baltasar munu sýna þar samtals um 40 málverk. Þessi sýning verður opnunarat riði haustsins (Opening of the Season) og öllum málurum þykir mikilsvert að komast að á þeim tíma, enda er mikil aðsókn í hina beztu sýningarsali í borg eins og London og til dæmis upppantað tvö ár fram í tímann á þessum stað. Sýningin stendur í mánuð og verður opnuð fyrstu dagana í september. Allir íslendingar, sem verða á ferðinni í London í sept,- embermánuði eru velkomnir á sýn inguna, en eins og venjulega tíðk- ast erlendis, er aðgangur ókeypis. Baltasar kemur þarna fram sem íslenzkur málari með íslenzk við- fangsefni, en hann verður islenzk ur ríkisborgari eftir næstu áramóf. Þeir Gísli og Baltasar hafa oaðir haldið sýningar hér heima, Baltas- ar sl. haust í Bogasalnum og Gísli fyrir tveim árum. mmmmmmmmmmmmmmmmmt ..... i Gericí p-ódan mat betri... ALÞJÓÐLEG STOFNUN Framhald af bls. 5. vikur og stundum aðeins fáein ir dagar. Fyrir hið veitta fé var unnt að kaupa hvar sem var. Þá var ekki hafður á sami háttur og nú, þegar vanþróuðu ríkin fá lán, sem seljandinn veitir, og ákveður því fyrirfram nokkurn veginn, hvað keypt er og hvað það kosti. Marshall- aðstoðin stuðlaði því að sam- keppni, en hún er í raun og veru öflugasta vopnið gegn spillingu. Þar að auki var haft eftirlit með verkinu eftir því, sem við varð komið og seljand anum greitt féð beint fjTÍr milligöngu banka og með skil- yrðum, sem hindruðu greiðslu undir eins og grunur gat leikið á ólöglegum viðskiptum. Þetta gaf mjög góða raun. Að síðustu skulum við líta í svip yfir málið. Ef sú að- stoð, sem nú er í té láíin, væri notuð með árangri og til dæmis þrefölduð, væri nægi- legt fé fyrir hendi til þess að sjá vánþróuðu löndunum fyrir þeim iðnbúnaði, sem þau gætu notfært sér, en meira yrði að- eins til tjóns. Samanlagt fram- lag vestrænna þjóða til þróun ar í vanþróuðu löndunum nem ur nú tæplega fjórum mill- jörðum dollara á ári. Þetta nem 1 ur aftur tæpum fjórum af þús- undi af ársframleiðslu þeirra, — eða svipaðri upphæð og greidd er í brunabótagjald af starfsemi, sem hefir nokkura eldhættú í för með sér. Líta má einnig á málið frá annarri hlið. Þessir fjórir mill- jarðar dollara eru tæplega tí- undi hluti af árlegri framleið- sluaukningu vestrænna þjóða. eða því, sem þær auðgast sjálf- krafa um á hverju 4ri En árin, sem Bandaríkjam. beittu Marshall — aðstoðinni til þess að hjálpa Evrópu að varða bað, sem hún er í dag. óx framleiðsla Bandaríkjanna sjálfra meira en nam saman- lögðum útgjöldum vegna Mars- hall — aðstoðarinnar Aðstoðin við Evrópu gaf með óðrum orðum tekjur í aðra hönd. Blaðburðarfólk óskast Suðurgötu Leifsgata , Tjarnargötu Snorrabraut Miðbær w Bollagata Sörlaskjól Gunnarsbraut Nesvegur Bogahlíð Kleppsvegur Grænahlíð. Hverfisgata Bólstaðarhlíð Njálsgata Vesturbrún Grettisgata Laugarásvegur Skeiðarvogur Gnoðavogur Nökkvavogur Suðurlandsbraut Skipholt Stórholt Barónsstígur Meðalholt , BANKASTRÆTI 7 — SÍMI 12323. Ráðskona óskast við heimavist barnaskólans að Klébergi, Kjalarneshreppi næsta skólaár. Upplýsingar gefur Jón Ólafsson,, Brautarholti, sími um Brúarland 22060. Kennarastaða Kennara vantar til að annast kennslu í 1. bekk skyldunáms við Gagnfræðaskóla í Varmahlíð í Skagafirði Laun samkvæmt launakerfi ríkisins Umsóknir sendist formanni skólanefndar, Hal) dóri Benediktssyni, Fjalli, Skagafirði. Skólanefnd

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.