Vísir - 02.08.1975, Side 1

Vísir - 02.08.1975, Side 1
65. árg. — Laugardagur 2. ágúst 1975 — 173. tbl. Veðurspá helgarinnar: ÚRKOMULÍTIÐ OG SVALT Ekki gat Veöurstofan bent á neinn stað á landinu öðru frem- ur, þar sem sólskin yrði um helgina. Þó verður sólarglæta á stöku stað og betra að hafa þá „bikiniið” með sér, en spáin er hægviðri um allt land, fremur svalt og úrkomulitið. Búast má við súld á nóttunni. svo at vissara væri að setja tjaldhimininn yfir tjaldið. Það er þó fátt svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Rykið á vegunum ætti ekki að verða mönnum til eins mikils angurs og ef sólin skini glatt. EVI Árekstraregn: 15 á 6 tímuml Það er harla óvenjulegt að 15 árekstrar verði á Reykja- vikursvæðinu á jafnskömm- um tima og varð I gærdag milli kl. 12 og 17. Umferöin var reyndar mjög mikil, enda allir að út- rétta fyrir helgina eða fara út úr bænum. Flestir sluppu með skrekk- inn. Aðeins eitt litilsháttar slys varð I árekstri við Nóatún. Það er víst vissara að flýta sér hægt. EVI/EA Kekkonen kemur í laxinn Kekkonen, Finnlandsforseti, kemur hingað til lands 13. ágúst I einkaheimsókn og ætlar að verja henni að mestu til að veiða lax í Viði- dalsá. Þar hefur hann áður rennt fyrir lax með góðum árangri. — Þetta er þriðja árið I röð, sem hann hyggst verja fridögum sinum til lax- veiða á tslandi, en I fyrra varð hann að hætta við ferð- ina vegna veikinda. — Við ána verður hann i boði is- lenzkra vina sinna. —SHH Skipting skatta- krónunnar — baksíða Þurfa aðeins að fó Green cards til stað- festingar ó gildri tryggingu — Lesendur hafa orðið, — bls. 2 Enn geta ekki allir horft á sjónvarpið — og verkefnin óþrjótandi í viðhaldi á dreifistöðvunum Rannveig og Þórður heita þau. Þau voru að tyrfa vegkant- inn við Hafnarf jarðar veg skammt frá Kópavogsgjánni. % (vegna þess hve hún Rannveig sveiflaði þökunum niður og Þórður tók á móti og raðaði. „Þriðji strákurinn er nýfarinn,” sagði Þórður. Rann- veig brosti blltt. Framundan var helgi, löng útileguhelgi, og vonandi betri en veðurfræöingarnir hafa „hót- að” okkur að þessu sinni. „■ mmmt Og svo er það • • • „Kostnaðurinn við að koma upp og viðhalda dreifingarstöðvum lækkar síður en svo"# sagði Gunnar Vagnsson hjá Ríkisútvarpinu/ en eins og kunnugt er fær Sjónvarpið toll af sjónvörpum og loft- netum til að byggja dreif- ingarstöðvar. Hann er í dag 75%, og fer óskertur til Rikisútvarpsins. Gunnar benti á, að nú væru fyrstu stöðvarnar um það bil að ganga úr sér. Tækin i slikum dreifistöðvum endast álika lengi og sjónvarpslampinn eða um 8 ár. Þvi fer samt fjarrf, að allar þær byggðir, sem ákveðið var að skyldu fá sjónvarp hafi séð það ennþá. Þegar ákvörðun um út- breiðsiu þess var tekin, var miðað við, að stöð næði til 67 bæja, til að borgaði sig að byggja hana. Sveitir sem langt eru undir þessu marki, eins og til dæmis Breið- dalur, Hörgár- og Oxnadalur sjá enn ekkert sjónvarp. bá er aðstaðan viða ónóg. í Ólafsfirði er t.d. dreifingarstöð, en samt sést myndin ekki i húsunum næst Ólafsf jarðar- múlanum. „Ég á von á þvi, að þessi tollur verði um aldur og ævi”, sagði Gunnar. „Skuldir Sjónvarpsins vaxa fremur en hitt, þar sem lánin, sem tekin voru á árunum eftir að dró úr innflutningi tækja, voru gengistryggð.” Sá, sem kaupir sé annað sjón- varpstæki, þarf ekki aðeins að greiða á nýjan leik framlag sitt til dreifingarstöðvauppbyggingar, heldur þarf hann einnig að greiða tvöfalt afnotagjald. Það er, og virðist eiga að vera svo i fram- tiðinni, reiknað út fyrir hvert ein- stakt sjónvarpstæki. Er Gunnar var spurður um inn- flutning á litasjónvörpum, sagði hann, að sáralitð bæri á þeim. Þau ættu að vera skýrt aðgreind frá hinum á aðflutningsskýrslum, en þeim fjölgaði mjög hægt. Gunnar sagðist ekki geta gizkað á fjölda þeirra, en þau væru langt undir eitt hundrað. —B.A. Sþ* Verða líka til hjálpar á samkomustöðum um helgina „Viö veröum í Galta- lækjarskógi", sagði Sveinn Jóhannesson í Hjálparsveit skáta, er hann var inntur eftir viö- búnaði þeirra fyrir helg- ina. Sveinn sagði, að alls yrðu um 20 skátar úr hjálparsveitinni, sem myndu aðstoða á sam- komunni. Þeir hafa nú eignazt 2 nýja sjúkra- eða björgunarbila. Þá munu þeir hafa yfir að ráða nokkrum jeppum. Skátamótið i Noregi hefur hins vegar litil sem engin áhrif á starfsemi sveitarinnar. Þar eru að vísu nokkrir skátar, aðallega á aldrinum 14-18 ára, en það mun ekki koma að sök. „Þetta er eina helgin i sumar, að ekkert skátamót verður haldið”, sögðu okkur skátar hjá Skátasambandi Reykjavikur. Engar kvaðir munu lagðar á félaga, þar sem löngu er liðin sú tið, að skátar hjálpi til um verzlunarmannahelgina. Reykjavikurdeildir voru á timabili i Þórsmörk og Húsafeili við „björgunarstörf”,. en nú gerist þess ekki lengur þörf. Þá voru skátar einnig notaöir við upphaf „landverndartimabils- ins” til að tina rusl af vegum, en það er einnig úr sögunni. —BA

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.