Vísir


Vísir - 02.08.1975, Qupperneq 4

Vísir - 02.08.1975, Qupperneq 4
Ingimar Eydal ásamt liOsmönnunt hljómsveitar sinnar og söngkonu I hvfld frá upptöku hjá Hljóðritun sf i Hafnarfiröi. — TONHORNIÐ „Eydal í Eyjum" Ingimar Eydal og hljómsveit gerðu storm- andi lukku hér á Suður- landi í síðustu viku. Húsfyllir var á nærri hverjum dansleik þeirra, og þegar röðin var komin að höfuðborginni sjálfri, var heldur ekki að sökum að spyrja, troðfullt í Sig- túni (og það á sunnu- degi). Já, vinsældir Ingimars eru einstakar hér fyrir sunnan, kannski vegna þess, hve sjaldan hann kemur hingaö, en örugg- lega hefur hið fjölbreytta prógramm hljómsveitarinnar sitt að segja. Ingimar er annars i árlegu frii sinu frá „Sjallanum” og notar timann vel. t vikunni var unnið við upp- töku fjórðu breiðskifu hljóm- sveitarinnar suður i Firði, og um þessa helgi skemmtir hljómsveitin þjóðhátiðargestum i Eyjum. Siðan verður smiðs- höggið rekið á plötuna og haldið norður, með viðkomu á Austur- landi. Tónhornið rak hornin inn i Hljóðrit h/f i Hafnarfirði i vik- unni til að sjá og heyra hvernig Ingimar býr til plötu. Það var þreytt lið, sem tók á móti mér, enda hafði verið unn- ið sleitulaust alla vikuna. Ég rændi Ingimar fram i kaffistofu og spurði tiðinda. I. „Jú, við tókum skal ég A.S.P. nokkur skrifaöi Tón- horninu stutt bréf meö upp- hafsoröunum: „Hvaö meinar þú?” Átti hann þar viö skrif Tón- hornsins um nýja plötu hljóm- sveitarinnar Pelican, sem birt segja þér, ein sextán lög upp, og ætli við notum svo ekki tólf þeirra á plötuna sjálfa.” ö. „Eru þetta frumsamin lög, Ingimar?” I. „Ja, bæði og, skal ég segja þér, það eru m.a. nokkur eftir bassaleikarann okkar, hann Sævar Benediktsson og hitt kemur svona úr ýmsum átt- um”. ö. „Ég var að heyra, að þið væruð með eitt lag eftir Tómas Guðmundsson?” I. „Já, rétt er það, það er nú að visu ljóð Tómasar „Sorgin”, sem Sævar hefur gert tónlist við”. ö. „Hver gefur svo plötuna út?” I. „Það eru þeir Óli i Rió og Steinar Borg ásamt fleirum. önnur lög eru svo með textum eftir Þorstein Eggertsson — Jónas Friðrik — Einar Haralds- son og fleiri.”. ö. „Svo ertu á förum til út- landa?” I. „Já, mikið rétt, við förum öll til Mallorca i haust til að skemmta þar landanum á ís- lendingahátið Sunnu”. ö. „Hver er uppskriftin að þessum gifurlegu vinsældum binum hérna sunnanlands?” I. ..(slær á læri sin og hallar sér aftur). „Já, vinsældirnar. Við komum nú ekki oft hingað suð- ur, en við höfum yfirleitt verið heppin með fólk, þegar að við höfum komið. Ég naga á mér neglurnar i hvert skipti sem við komum og hugsa, að nú fari eitthvað úrskeiðis, en sem betur voru i fyrri viku. ASP virðist aö nokkru leyti hafa misskiliö skrifin, þvi aö hvergi var minnst á þaö, aö tóniistin væri iéleg. Nei, léleg er hún ekki, en undirrituöum fannst hún of einhæf og keimlik fyrri plöt- fer hefur það ekki skeð ennþá”. Ö. „En þú hefur mikið aðdráttarafl hérnafyrirsunnan, hvað veldur þvi Ingimar?” I. „Jú sjáðu nú til, við erum vön þvi að spila fyrir norðan, og þá á stað sem hefur eins konar einveldi þar. Þetta gerir það að verkum, að við verðum að hafa miklu fjölbreyttara prógramm en hljómsveitir hér sunnan- lands, sem flestar tileinka sér, eigum við að segja, sitt eigið tónlistarsvið. Við spilum fyrir alla, og mottóið hjá okkur er að skemmta fölki og á öllum aldri”. Ö. „Það er ágætis mottó”. I. „Já, nú og svo verð ég að segja það að ég hef alltaf verið heppinn með hljóðfæraleikara i gegnum árin” (sem eru orðin allt að þrettán núna). Meira varð ekki úr þessu við- tali þvi að nú þurfti Ingimar að hlusta á söng Grims i laginu „Fallega Fjóla Sveins”, sem upprunalega hét „Beautiful Sylvia” og vinsælt mjög i Dana- veldi. Þeir Sævar og Leibbi (eins og stendur á bolnum) vildu heldur ekki verða útundan, enda báðir „ágætir” blásarar. Þessi prýðispiltar leika ennþá saman en fyrst voru þeir i Bravó (smápollagrúppunni sem tróð upp með Kinks hérna um árið), siðan i Ljósbrá og nú hjá Eydal. Hvenær ætli ég komist næst á ball i Sjallanum?? — örp. um þeirra félaga. Undirritað- ur nefndi nokkur lög, sem hann taldi bera af, en aö ööru leyti var plötunni lýst sem aö ofan greinir. Þetta meinar undirritaöur og ef þú ASP hefur ekki melt þaö ennþá, kauptu þér þá annan Visi frá 26/7 og meltu i annaö sinn. — örp. HVAÐ MEINAR ÞU? Vísir. Laugardagur 2. ágúst 1975 Aðstoðaði v Vegna smámisskilnings milli Tónhyrninga og hljómsveitar- innar Paradisar féll niður frétt á siöunni á iaugardaginn var um, aö fjölgað hafi veriö i hljómsveitinni. Viö bætum les- endum skaöann aö nokkru leyti meö þvi að birta I dag fyrstu myndina, sem tekin var af Paradis eftir stækkun, og enn fremur kynnum viö nýja meö- liminn iauslega. Pétur Hjaltested heitir sá nýi, og hefur hann gert sér það helzt til frægðar i poppbransanum aö syngja og leika á orgel og planó með hljómsveitunum Birtu og Borgis. Pétur er 19 ára Reykvikingur og stundar nám I tónmennta- kennaradeild Tónlistarskólans á veturna. Aður en hann fór I Tónlistarskólann lagði hann stund á pianónám i nokkur ár, auk þess sem hann stúderaði orgelleik i tvö ár hjá Þjóðkirkj- unni. Einnig stundaði hann nám i Verzlunarskóla Islands og gat sér þá gott orð fyrir fagran söng I rokkóperunni Tommy, sem skólakórinn tók fyrir einn vetur- inn. Tónhornið hitti Pétur að máli nú I vikunni og spurði hann, hvernig það hefði atvikazt, að honum var boðin staða I Para- dis. Hann sagðist hafa verið beð- inn um að aðstoða við plötuupp- töku Paradisar, og eftir þá að- stoð hefði honum verið boðið að ganga I hljómsveitina. Þar sem nokkurrar þreytu og áhuga- leysis var farið að gæta hjá Borgísnum, þáði hann þetta boð með þökkum. Við spurðum Pétur, hvort hann teldi þessa fjölgun hafa I PK-sextettinn: Pétur Hjaltested annar frá EIK — meö Sigurö fremstan I flokki. — Ljósm. H.S.S. Rétta úr kútnum Þaö mun vera oröiö alllangt siöan nokkuö hefur verið minnzt á hljómsveitina Eik hér á siö- unni. Reyndar stóö til einhvern tlma i maí, að sagt yröi frá hljómsveitinni og var reyndar búiö aö ganga frá öllu f sam- bandi viö þá frásögn. En þá geröist það, aö Herbert Guö- mundsson hætti í hljómsveit- inni, svo aö greinin lenti i rusla- körfunni. En nú virðist allt vera komið á hreint á ný og Eikin er búin að ná sér eftir þá lægð, sem myndaðist við söngvaraskiptin, og er nú á ný komin i sinn gamla sess I tónlistinni, — uppi við toppinn. Söngvarinn, sem tók sæti Her- berts I hljómsveitinni, heitir Sigurður Sigurðsson og kemur úr hljómsveitinni Stofnþeli. Sannast að segja leizt mér i fyrstu ekki á sönghæfileika Sigurðar, en mér til hinnar mestu ánægju skjátlaðist mér hrapallega i dómum minum, þvi að hann hefur vaxið sem söngv- ari með hverju balli Eikar og er nú alveg fallinn inn i hópinn. Þetta virðist einnig vera skoð- un hinna meðlima Eikar, þvi að þeir brugðu sér I plötuupptöku nú um daginn og tóku upp tvö lög, Hotel Garbage Can og Mr. Sadness, sem bæði eru eftir þá Harald Þorsteinsson og Þor- stein Magnússon, meðlimi Eik- ar. En Eikin ætlar ekki að láta staðar numið við 2ja laga plötu, og nú vinna þeir af kappi að undirbúningi LP plötu, sem væntanlega verður tekin upp I september, og ætti eftir öllum sólarmerkjum að dæma að ná plötuflóðinu, sem fyrirsjáanlegt er að kemur fyrir jólin.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.