Vísir - 02.08.1975, Side 20

Vísir - 02.08.1975, Side 20
vism Laugardagur 2. ágúst 1975 Prmsinn kemur á sunnudaq Hans hátign, Charles Breta- prins, kemur til Keflavikur- flugvallar meö þotu Flugleiða næstkomandi sunnudag kl. 3. Hann mun hafa þar skamma viðstöðu, fara svo til beint upp i flugvél frá Vængjum, sem flytur liann til Vopnafjarðar, en þar ætlar hann að stunda laxveiðar i Hofsá fram á föstudag. —ÓT. íþróttahópur fró Húsavík keppir r í Alaborg 28 manna iþróttahópur frá Húsavfk ernú staddur i Alaborg. Hdpar skipaðir jafn mörgum frá Hilöndum eru þar mættir til leiks, og er tilgangurinn að spreyta sig i ýmsum iþróttum, knattspyrnu, handknattleik, sundi og fleiru. Mót þetta, sem er eins konar vinabæjamót, stendur yfir frá þvi í dag og til 8. þessa mánaðar. Er þetta i fyrsta skipti, sem Húsvik- ingar taka þátt i sliku móti, en Húsavík og jAlaborg eru vinnbæir. Mest er þetta gert til ánægju og skemmtunar, þó að auðvitað riki keppnisandi. FÉLL 4 METRA Skipverji um borð i Bakka- fossi fótbrotnaði, er hann var að vinna i lausum stiga um borð um miðjan daginn I gær. Ilann féll niöur á neðra dekk og var fallið um 4 m. Er talin hin mesta mildi, að ekki fór verr. EVI Réttir hlut farmanna Fjármálaráðherra hefur heitið farmönnum auknum tollfrjálsum innflutningi, en óánægja með það atriði mun ein ástæðan fyrir þvi, aö undirmenn á kaupskipum felldu farmannasamningana. Samkvæmt þeim reglum, sem nú gilda, mega undirmenn hafa eina flösku af sterku áfengi, eitt karton af sigarettum og einn kassa af bjór, ef ferð tekur 20 daga og skemur. Þar að auki mega þeir verzla fyrir 1500 krón- ur. Skipstjóri, fyrsti stýrimaður, bryti og fyrsti vélstjóri mega hafa einn kassa af bjór aukalega. Ef ferö tekur lengri tima en 20 daga, tvöfaldast skammturinn og menn mega verzla fyrir 5000 krónur. Togarar falla undir stærri skammtinn, ef þeir sigla með afla sinn. Að bjórnum frá töldum eru þetta töluvert lakari kjör en ferðamenn búa við. —ÓT. Skipting skattakrónunnar: „FLEIRI KRÓNUR ERU EKKI ALLT" — segir Brynjólfur Bjarnason hagfrœðingur „Skipting skattkrónunnar tekur engum stórstigum breyt- ingum”, sagði Brynjólfur Bjarnason, hagfræðingur hjá Vinnuveitendasambandinu. Hann gerði könnun á þvi i fyrra, hversu marga aura hver þáttur opinberra framkvæmda fengi. Brynjólfur sagði, að sam- kvæmt greiðslugrunni 1974 gengu 36,2 aurar til heilbrigðis- og tryggingamála, sem væri minna en árið áður. 15,1 aurar gengu til landbúnaðar og niður- greiðslna, aukning um 1,9 aura. Til menntamála er varið nokkuð svipaðri upphæð frá ári til árs — eða 17 aurum. Sjávarútvegurinn fékk 2,7 aura, smávegis aukn- ingu frá árinu 1973. Iðnaður og orkuvinnsla fékk alls 2 aura. Til almennrar stjórnar og löggæzlu fóru tæpir 10 aurar, en sam- göngur kosta menn 11,8 aura af hverri krónu, sem til skattsins fer. Brynjólfur hefur einnig gert athugun á þvi, hversu lltill hluti launahækkana rennur i vasa launþega. Hann komst að þvi, að þrátt fyrir það, að tekjur manna hefðu á árunum 1963—1973 sexfaldazt, hefðu fjárráð manna aukizt um minna en helming. Stóran þátt i þessu á sú staðreynd að skattabyrði hjóna, þar sem maðurinn er iðn- lærður, hefur áttfaldazt á þess- um árum. Neyzluvara hefur næstum þrefaldazt i verði á þessum ár- um, svo ekki sé talað um hversu mikið hún hefur hækkað á ár- unum 1973-1975. Brynjólfur neitaði því ein- dregiö, að hann væri að koma með neina lausn þarna, heldur væri hann einungis að benda mönnum á staðreyndir. Eins og til dæmis það, að mönnum i opinberri þjónustu hefði fjölgað um 70% á sama tima og vinnu- afli I framleiðsluatvinnugrein- um hefði fjölgað um 30%. —B.A. Wmmmí - hótt i 20 ferðir ráðgerðar til Eyja í gœr Starfsmenn i innanlandsfluginu hafa i mörg horn að lita á meðan á þjóðhátið Vestmannaeyinga stendur. 1 gærdag átti að fljúga hátt i 20 ferðir til Vestmannaeyja á vegum Flugfélagsins. Til þess að anna þessu öllu, þurfti að fá Ieigöa eina Twin Otter vél frá Vængjum, að sögn Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa. í fyrradag var ekkert hægt að fljúga til Eyja vegna þoku. 1 dag er ráðgert mikið flug þangað. Nokkru minna á morgun — en á mánudag og þriðjudag verður aftur nóg að gera, þegar fólk fer að tinast heim. Annars virðist mikið að gera til annarra staða landsins lika, og talsverður straumur er af fólki til höfuðborgarinnar, hvort sem það eyðir verzlunarmannahelginni i Reykjavik eða i nágrenni borgar- innar. —EA Þurftu að leigja vél af Vœngjum Minkaskinn hœkka í verði Framan af þessu söluári hefur verð á minkaskinnum lækkað um 30%. En söluáriö nær frá 1. deseniber 1974 til september 1975. Nú má samt greina smá hækkun aftur, að sögn Sigurjóns Bláfelds hjá Búnaöarfélaginu. Spáir Sigurjón þvi, að skinn eigi aftur eftir að hækka um 10-15%. Það, sem olli þessari lækkun i upphafi núverandi söluárs, var að framboðið á þessum varningi jókst, þvi að ítalir, sem keypt hafa verðmætustu minkaskinnin, hættu að kaupa af okkur á siðast- liðnu ári. þegar sett voru 100% innflutningsgjöld á þessa vöru. En þessi gjöld voru sett aðeins i eitt ár, svo að liklegt er, að þeir kaupi af okkur skinn aftur á næsta ári, sagði Sigurjón. Auk þessa, þá áttu Bandarikjamenn töluverðar birgðir af skinnum frá Islandi. En það, sem hefur bjargað minkaræktarmönnum frá þvi að „fara á hausinn”, eru tvær siðustu gengisfellingar, en þetta á auðvitað við allar útflutningsvör- ur, eins og við vitum. HE

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.