Vísir - 12.08.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 12.08.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Þriðjudagur'l2. ágúst 1975 — 180. tbl. Veitingamaðurinn: Óvíst hvað af fœðunni olli eitruninni „Við höfðum kjúklinga og ýmislegt með þeim eins og hrisgrjón og grænmeti, siðan höfðum við is i eftirmat, sagði Halidór Júliusson, veitinga- maður i Útgarði. Á þessu stigi málsins vitum við ekki, hvað af þessari fæðu olli matareitruninni. Búið er að taka sýnishorn af öllum mat, sem til er hjá okkur og enginn matur verður af- greiddur hjá okkur fyrr en úr- siit þessarar rannsóknar verða birt eftir tvo daga. —HE Nýtt dagblað 1. september JÓNAS Kristjánsson, fyrrver- andi ritstjóri VIsis, kvaddi sina gömiu blaðamenn með veglegu hófi i gærkvöldi. Hann sagði þeim jafnframt, að hann hefði nú verið rekinn frá Visi og ætl- unin væri að hefja útgáfu nýs dagblaðs fyrsta september næstkomandi. Yrði það opið hlutafélag með viðtækri þátt- töku starfsmanna og lesenda, sem stæði að útgáfu þess. Hann bauð öllum biaðamönnunum til starfa við nýja blaðið. Jónas sagði, að nýja blaðið yrði til húsa að Siðumúla 14, þar sem ritstjórn Visis er nú, þótt hann væri ekki viss um daginn, sem skiptin yrðu. Hann sagði ennfremur, að það ætti að prenta það i prentsmiðju Blaða- prénts hf. Þess hefði verið kraf- izt, að Visir fengi áfram sina prentun þar, en hins vegar yrði að prenta nýja blaðið á undan. Visir hafði samband við Ingi- mund Sigfússon, stjórnarfor- mann Reykjaprents vegna þessa, og hann sagði: — Um það hvort hafin verði útgáfa nýs — Óróðshjal að annað blað fari inn i ritstjórn arhúsnœði Vísis, segir Ingimundur Sigfússon dagblaðs get ég auðvitað ekkert sagt. Ég lit hins vegar á yfirlýs- ingar um væntanlegt húsnæöi þessa boðaða blaðs sem óráðs- hjal og við Visimenn trúum þvi ekki, að samstarfsaðilar okkar i Blaðaprenti hf., það er að segja hin blöðin, brjóti á okkur áður gerða samninga. —ÓT. Þrátt fyrir matareitrunina sem kom upp i nótt, var fjöldi þátttak- enda mótsins mættur glaður og hress i morgunmatinn i Laugar- dalshöllinni i morgun. MATAREITRUN Á NORRÆNU STÚDENTAMÓTI: ÞRJÁTÍU FLUTTIR Á SJÚKRAHÚS í NÓTT HANN GROUCHO ER EKKI BARA SKEMMTILEGUR, - HELDUR LÍKA HÆTTULEGUR! — bls. 5 HVAÐ ER í BÍÓ? — bls. 7 Verður skortur á mjólk? baksíða • Póstur og sími œtla að breyta og bœta baksíða Nú getur Akraborgin kallazt bílferja —baksíða — fjölmargir veikir heima fyrir — kjúklingakássa talin líklegasta orsökin Þrjátiu þátttakendur á norræna, kristilega stúdentamótinu voru í morgun fluttir á sjúkra- hús vegna matareitrun- ar. Miklu fleiri urðu veikir, og er talið, að flestir þeir, sem borðuðu kvöldmut i Laugardals- höllinni i gær, hafi veikzt meira eða minna. Boðið var upp á eins konar kjúklingakássu i mat- salnum þar. ,,Ég talaði við læknastúdent i morgun, og hann sagðist halda, að það væru baunir, sem við borð- uðum með, sem ollu þessu”, sagði norskur stúdent, Terje Börsheim, sem við hittum að máli. Hann var að leita að unnustu sinni, sem hafði verið flutt á Landakot, þeg- ar til kom. Hann og mágur hans, Yngve Træland, kváðust báðir hafa veikzt en ekki mjög mikið. „bað veiktust allir i þvi herbergi, sem ég svaf i, eða 20 manns”, sagði Terje. „Einn gleymdi þó að borða kvöldmatinn, svaf þvi vel og var filhress.” Unnustan reyndist vera á Landakoti. Þangað voru 18 sjúkl- ingar komnir rétt fyrir kl. 10 i morgun, eða flestir af þessum 30. Læknar og hjúkrunarlið var ræst út snemma I morgun, en fyrstu sjúklingarnir komu á 8. timanum. Fólk var misjafnlega á sig komið. Það getur veikzt nokkuð hastarlega en oftast gengur eitr- unin fljótt yfir. Búizt var við þvi, að meiri hluti sjúklinganna út- skrifuðust I kvöld eða á morgun, eða i siðasta lagi eftir tvo eða þrjá daga. Ekkert tilfelli var mjög al- varlegt. Það er Útgarður sem út- vegar matinn i Laugardalshöll- ina. „Það voru fjórir bilar frá okkur úti á 8. timanum i morgun”, sagði Rúnar Bjarnason, slökkviliðs- stjóri, þegar við hittum hann i Álftamýrarskóla i morgun. „Við erum að fara fram á það núna, að fólk reyni að koma sér sjálft undir læknishendur, ef það þarf þess með, þ.e.a.s. ef það er ekki mjög veikt.” Eins og nærri má geta var mjög mikið að gera hjá slökkviliðinu við að flytja sjúka, en Rúnar sagði, að nú væri þetta liklega i rénun. Almannavarnir voru til- búnar ef með þyrfti og einn lækn- anna á Landakoti gat þess, að gott hefði verið að fá æfinguna, „Maturinn var svo ágætur á bragðið,” sagði næturvörðurinn i Álftamýrarskóla og þátttakandi á mótinu Arnmundur Jónasson (t.v.). Hann veiktist sjálfur. sem var á hópslysum um daginn. „Ég veiktist kl. 3 i nótt”, sagði Fride Andersson, sem við hittum i Álftamýrarskóía. Hann stundi og sagði, að hann tæki helzt ekki undir slika kveðju, þegar við buð- um góðan daginn. „Þetta er þó að liða hjá”, tók hann fram og sagði, að veikindanna hefði farið að verða vart um þrjú leytið hjá mörgum „Ég hringdi til skólastjórans til þess að komast i geymsluna, þar sem salernispappirinn er geymd- ur. Við fundum tvo poka og hálfur var fljótur að klárast.” Þetta sagði næturvörður i skól- anum og þátttakandi á mótinu, Arnmundur Jónasson. Sjálfur veiktist hann.en vildi ekki gera mikið úr þvi. „Maturinn i gær- kvöldi var svo ágætur á bragðið”, sagði hann bara og hló við. Ekki var að sjá, að menn væru hræddir við að borða i matsal Laugardalshallarinnar i morgun. Þar var fullt af fólki i morgun- mat, og ekki var að sjá annað en að maturinn bragðaðist vel. Þegar við spurðumst fyrir um blaðafulltrúa mótsins, var okkur tjáð, að þeir væru veikir heima. Nokkrir þeirra, sem við sáum, virtust ekki hafa það allt of gott, en flestir, sem voru veikir héldu • sig i skólunum. Sem fyrr segir var Almanna- varnakerfið við öllu búið, ef til kæmi, og leituðu sjúkrahúsin til þeirra, ef eitthvað var. —EA 18 sjúklingar voru komnir á Landakot I morgun. Flestir voru Norðmenn og Svlar sagðl sá sem skráir sjúklingana við komu (til hægri). Þarna eru tvær stúlkur að koma á sjúkrahúsið. Ljósm: Bragi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.