Vísir - 12.08.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 12.08.1975, Blaðsíða 9
Vísir. Þriðjudagur 12. ágúst 1975 Gústof nóði OL-lógmarkinu Setti tvö íslandsmet í lyftingum á móti hjá KR í gœrkvöldi og náði alþjóðalágmarkinu á OL Gústaf Agnarsson KR tryggði sér örugglega far- seðilinn á olympiuleikana í Montreal í Kanada á næsta ári, er hann náði alþjóða lágmarkinu fyrir leikana á innanfélagsmóti í lyfting- um hjá KR í gærkvöldi. Lágmörkin fyrir lyftingarnar á olympiuleikunum hafa enn ekki verið sett hér heima, en aftur á móti hafa alþjóðalágmörkin verið gefin út. Eru þau trúlega hærri en lágmörkin sem sett verða hér svo öruggt má telja, að Gústaf sé búinn að ná i farseðilinn til Kanada. Hann setti tvö glæsileg tslands- met á mótinu i gærkvöldi — i snörun og samanlögðum árangri. Hann snaraði 162,5 kilóum. Gamla metið var 160,5 kg — sjón- varpsmetið fræga — og bætti þvi Gústaf það met um 1,5 kg. 1 jafnhendingu fór hann upp með 190 kg, sem er ekki met, en aftur á móti setti hann met i samanlögðu — 352,5 kiló. Gamla metið var 345 kiló. Gústaf hefur æft vel að undan- förnu og teflt upp á að ná þessu alþjóðalágmarki. Það hefur hon- um nú tekizt á glæsilegan hátt og óskum við honum til hamingju með það. -klp- Þetta er hlaupadrottning tslands — Lilja Guðmundsdóttir — sem i sumar hefur sett hvert metið á fætur öðru i lengri hlaupagreinum kvenna. Hún hefur verið hér heima undan- farna daga og tók þá m.a. þátt i meistaramótinu i frjálsum Iþróttum og Bikarkeppni FRt, þar sem hún var ósigrandi. Lilja dvelur við nám I Sviþjóð og æfir þar og keppir fyrir sænska fé- lagið tFK Norrköping, eins og sjá má á búningnum, sem hún er I á þessari mynd. Þarna er hún aö koma fyrst I mark i boð- hiaupi i Bikarkeppninni um helgina, en þá var hún Isveit tR. Ljósmynd Bj. Bj. Gústaf Agnarsson BLAÐAMENN MEÐ EINN MANN í LANDSLIÐIÐ! Það er ekki á hverjum degi sem islenzkir íþróttafréttamenn eru vaidir I landslið tslands i iþrótt- um — jafnvel þótt þeir séu færir I flestan sjó og viti allt — eða svo til allt — um iþróttir!! Þetta gerðist þó i gær, er lands- lið íslands á móti Skotlandi i frjálsum iþróttum var valið. íþróttafréttamaður Alþýðublaðs- ins — Björn Blöndal KR — var valinn i liðið og er annar tveggja nýliða i þvi. Hann mun keppa i 4x100 metra boöhlaupi, en það sæti hefur hann unnið sér i tveim siðustu mótum, þar sem hann stóð sig meö mikl- um sóma. Hann byrjaði að æfa frjálsar iþróttir I fyrra — þá 29 ára gamall — og hefur i ár hlaup- ið 100 metrana á 11,2 sekúndum og 200 metrana á 22,8 sek. Hinn nýliöinn i hópnum er Pétur Pétursson HSS. Hinir hafa allir áöur verið i landsliðinu, þar af einn i fyrsta sinn fyrir um það bil 25 árum — Þórður B. Sigurðs- son KR — sem mun keppa i sleggjukasti. Keppnin viðSkota hefst á Laug- ardalsvellinum á þriðjudaginn i næstu viku og mun standa yfir i tvo daga. Það ætti að geta oröið jöfn og spennandi keppni, þar sem Skotar eru með áþekkt lið og okkar. Þeir eiga góða menn I hlaupagreinunum en við aftur á móti betri menn i stökkum og köstum. Þeir sem keppa fyrir island i þessari landskeppni við Skota eru: Sigurður Sigurðsson A, Vil- mundur Vilhjálmsson KR, Bjarni Stefánsson KR, Jón Diðriksson USB, Július Hjörleifsson IR, Ágúst Asgeirsson tR, Sigfús Jóns- son IR, Gunnar Páll Jóakimsson IR, Jón H. Sigurðsson HSÞ, Stefán Hallgrimsson KR, Val- björn Þorláksson KR, Jón Sævar Þórðarson 1R, Sigurður Sig- mundsson FH, Björn Blöndal KR, Sigurður Jónsson HSK, Elias Sveinsson IR, Karl West Fredrik- sen UBK, Friðrik Þór Óskarsson Landskeppni við Skotland á Laugardalsvellinum í nœstu viku — tveir nýliðar í íslenzka liðinu, en sá elzti var þar fyrst fyrir 25 árum... IR, Pétur Pétursson HSS, Hreinn Halldórsson HSS, Guðni Hall- dórsson HSÞ, Óskar Jakobsson 1R, Snorri Jóelsson IR, Þórður B. Sigurðsson KR og Erlendur Valdimarsson SR. Liðsstjóri verður Magnús Jakobsson. —klp— Políi vill fara á eftir þeim niður opið.. ,,-------------1 Nei, Polli. Ekki stökkva? 'Við getum betur hjálpað þeim frá- strönd- Bayern og Dinamo í „Supercup" Evrópumeistararnir I knatt- spyrnu-Bayern Múnchen — og Dinamo Kiev-bikarmeistarar Evrópu — hafa komizt að sam- komulagi um Ieikdaga i keppni, sem hlotiö hefur nafnið „Super- cup”. Þessi keppni var ákveðin eftir að UEFA-Knattspyrnusamband Evrópu — hafði hafnað i þriðja sinn hugmynd að leik á milli Evrópu og Suður-Ameriku- meistaranna. Fyrri leikur Dinamo og Bayern á að fara fram I Míinchen 9. sept- ember n.k. en sá siðari I Kiev þann 6. október. Bikarinn á fulla ferð! Fyrsti leikurinn i 8 liða úrslitum bikarkeppninnar i knattspyrnu vcrður leikinn á Melavellinum I kvöld. Eru það Vikingur og Kefla- vik, sem þar mætast og hefst leik- urinn kl. 20,00. Annað kvöld verða þrir leikir i 8 liða úrslitunum. 1 Hafnarfirði mæt- ast kl. 19,00 FH-Akranes og á Akur- eyri Þór-KR kl. 19,30. Þriðji og siö- asti leikurinn I þessari umferð verður svo á Melavellinum, en þar mætast Valur og Vestmannaeyjar. Connors bœtir enn við titlum og dollurum! Jimmy Connors frá Bandarikj- unum, sem talinn er vera bezti tennisleikari heims um þessar mundir, bætti enn einum sigri við safnið sitt er hann sigraði Ken Roscwall frá AsUaliu i úrslita- leiknum i Volvo-keppninni i New Hampshire uin helgina. Hann bætti cinnig við góðri fúlgu af dollurum i safnið sitt — þó var þar nóg fyrir, enda hann tekjuhæsti tcnnislcikarinn iheiminum á þessu ári. Rosewall átti aldrei möguleika gcgn honuni og tapáði 6:2 — 6:2 og 6:2.... Eitt orð fór „forgörðum"! Ummæli eins af forráðamönnum frjálsiþróttasambandsins i viðtali við Alþýöublaðið á dögunum, þar sem aö hann sagöi, að islendingar væru orðnir vanþroska, þegar liann var spurður um ástæðuna fyrir þvi að fólk væri hætt aö sækja frjálsiþróttamót, hafa vakið mikla undrun meðal iþróttaunnenda viða um land. Hafa margir undrazt þessi um- mæli hans, sem hafa haft samband við blaðið — jafnvel eftir að hann hafði dregið i land i næsta blaði, og sagzt hafa sagt, að islendingar væru orðnir iþróttalega van- þroska...?? Þykir okkur rétt að þessi ,,lag- færing” komi fram, þar sem við tóku þessi ummæli hans upp i sið- ustu viku — en erum samt litlu nær en margir aörir með þessari einu útskýringu hans á áhugaleysi islendinga fyrir frjálsum iþróttt-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.