Vísir - 14.08.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 14.08.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Fimmtudagur 14. ágúst 1975 —182 tbl. SKYGGNiÐ 100 METRAR — og stöðvar flugið Snemma i morgun reyndist ekki unnt að lenda á Reykja- vikurflugvelli, og þegar við höfðum samband við flugvöllinn rétt fyrir 9, voru skilyrði til lendingar enn slæm. ófært var til flestra staða á landinu samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem við fengum, enda þokusúid viðast hvar. Mik- il þoka var sérstaklega um allt Suðurland. Um kvöldmatarleytið i gær- kvöldi lokaðist fyrir allt flug, eftir þvi sem okkur var tjáð hjá Flugfélagi íslands. Var hvergi færtað lenda nema i Reykjavik. Margir farþegar sem höfðu ætl- að frá Reykjavik I gærkvöldi, biðu þvi eftir flugi i morgun, en búið var að fljúga til Akureyrar. 100 metra skyggni var i Reykjavik kl. 6 i morgun, en veðurspáin hljóðaði upp á logn og þokusúld fyrst i stað — en þokulaust verður væntanlega siðdegis I Reykjavik. Aftur er búizt við þokusúld i nótt. —EA _____________________________ — bls. 3. Bergur Tómasson, hinn nýi borgar- endurskoð- andi. Flugskýlin: Nú verða þau undir lós og slá — baksíða Jóhannes átti skalla í stðng — en ekkert gekk hjá Celtic gegn skozku „hjörtunun1,, r — Iþróttir í opnu ■I Nýr borgar- endurskoðandi: Fékk að vita um ráðninguna hjá blaðamanni Kekkonen missti af Akureyri Kekkonen Finniandsfor- seti varð af Akureyrarheim- sókninni f morgun, þar sem ekki var unnt að fijúga vegna dimmviðris. Þess I stað héit hann landveg norður i morg- un, en sútunarstöðin á Akur- eyri verður óskoðuð að sinni og Akureyringar og forráða- menn SÍS sitja uppi með há- degismatinn, sem Finn- landsforseta hafði verið boð- ið til. —SHH Þröngt um silunginn í mörgum vötnum veiðin ekki nógu mikil til að hœgt sé að halda rœkt í vötnunum ,,Ástæðan til þess að mikið er af smáum silungi i flestum okkar vötnum er, að veiðiá- lagið er of litið miðað við fjölgunarmátt silungs- ins,” sagði Jón Kristjánsson, fiskifræð- ingur hjá Veiðimáia- stofnuninni,i viðtali við Visi. „Sérstaklega á þetta við um þau vötn, þar sem bleikjan er. Þetta kemur glögglega i Ijós við aldursgreiningu. Vandamálið er lika þekkt frá Skandinaviu, en þar sem hér hefur ástandið versnað i seinni tið, vegna þess að sportveiði er ekki nóg til að halda fjölgun fisksins i vötnunum innan æskilegra takmarka. Þar sem svona háttar til, höfum við gefið þau ráö að smækka riðilinn og auka sóknina. Þetta hefur gefizt ágætlega, til dæmis I Djúpavatni, en það er heldur ekki stórt vatn, aðeins 14 hektarar, og unnt að beita hæfi- legri veiðisókn. t Meðalfellsvatni hefur þetta ekki gengið eins vel, enda er það 200 hektarar og ekki hægt að koma við svo mikilli sókn sem þyrfti. Kleifarvatn er ágætt dæmi um það, þegar veiði er ekki nóg. Þar var fyrir nokkrum árum sett bleikja i vatnið, og var til að byrja með stór og góð og veiddist vel. Nú er þar allt að fyllast af smá- fiski, af þvi að veiðiálagið er ekki nóg. Þar gaf ég meðal annars þau ráð að setja út Þingvallaurriða, sem er fiskiæta og hjálpar tii við að hafa hemil á fjölguninni. Þetta var einnig gert i Skorradalsvatni til dæmis, en gallinn er sá, að við höfum ekki nema mjög litiö af Þingvallaurriðanum. Það er engin hætta á, að urrið- inn verði of ágengur, þvi hrygn- ingarskilyrði hans eru miklu verri en bleikjunnar, svo hann nær aldrei að fjölga sér i sama mæli og bleikjan. Enda á þetta fjölgunarvandamál ekki við i urriðavötnum, svo sem i Veiði- vötnum, þar sem þvert á móti þyrfti að setja út seyði. Ég hef bent á það sem mögu- leika, að ein ástæðan til smækk- andi murtu i Þingvallavatni gæti verið sú, að þegar Sogið var virkjað var spillt mikilvægum hrygningarstöðvum Þingvalla- urriðans, þannig að hlutfallið hefur breytzt milli hans og ann- arra silungstegunda i vatninu,” sagði Jón Kristjánsson, fiskifræð- ingur. —SHH Múlakvisl: Brúarsmiðirnir komnir upp úr vatnsflaumnum vonir standa til að brúin verði opnuð ó morgun Það er ábyggilega ekki fyrir óvaninga að stjórna ýtu I beljandi jökulvatninu, allra sfzt, þar sem búast má viðpyttum og álum, þegar minnst vonum varir. Þessiýta kom i gærdag austan yfir ána, og kannaði ýtustjórinn tynr ser meo tönninni, hvar fært væri. Sfðan ruddi hann upp argarði á röskum klukkutima, þannig að brúarvinnuflokkurinn fékk vinnuaðstöðu. Ýtustjórinn er Skúli Jónsson frá Þykkvabæ I Land- varn broti. Ljósm. SHH ■ifsSii i wár'j 1 J 1 .. m*-. „Þetta hefur gengið ágætlega siðan I gær,” sagði Brandur Stefánsson, vegaverkstjóri, um viðgerðina á brúnni yfir Múla- kvfsl, er Visir hafði samband við hann f morgun. „Brúar- smiðirnir gátu unnið til rúmlega ellefu I gærkvöldi og eru nú komnir upp úr, þannig að þeir geta haldið áfram, þótt varnar- garðurinn haldi ekki.” Brandur sagði, að straumur- inn sé svo áleitinn við varnar- garðinn, sem tókst að ryðja upp i gær, að ýturnar hafi ekki við aö moka i skörðin. En Jóni Val- mundssyni og vinnuflokki hans tókst i gær að reka fjóra staura niður i árbotninn og vinna nú ofan við vatnsborðið, þannig að vonir standa til, að unnt verði aO ljúka bráðabirgðaviögerö á brúnni fijótlega. Ekki taldi Brandur þó þorandi að segja, aö hún yrði fær til umferðar fyrr en á morgun. —SHH Sjá nánar um brúna á Múlakvisl á baksiðu. Þeirra er vegurinn og vandinn: Brandur Stefánsson, og Jón Valmundsson,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.