Vísir - 20.08.1975, Side 3

Vísir - 20.08.1975, Side 3
Visir. Miövikudagur 20. ágúst 1975 3 Jdn Ingi Júsafatsson og Helgi Sigvaldason eru ennþá dálftiö áhyggjufullir um, hvort tölvan standi sig. Kenningu þessari, sem nefnist biorythmakenningin, sagðist Helgi hafa kynnzt i Kanada. Ekki kvaðst hann kunna sögu hennar, en hún væri útbreidd. Jón var beðinn að skilgreina sveiflurnar einlitið nánar. Hann sagði að sveifla heilsunnar væri 23 dagar og ætti linan að sýna likamshreysti, úthald og sjalfs traust. Tilfinningalifssveiflan væri 28 dagar og sýndi hún aðal- lega taugarnar. Andrikis- sveiflan væri 33 dagar og sýndi hún andriki, minni og dóm- greind. Jón sagði að topparnir sýndu, að manneskjan væri vel á sig komin að öllu leyti. Botninn sýndi hins vegar að nú væri verið að safna kröftum og menn væru ekki eins bjartsýnir. Kritisku dagarnir sagði hann að væri miðjulinan, þegar sveifíurnar væru ýmist að fara niður á við eða upp á við. Sagði hann að margir teldu, af þeim sem á þetta trúa, að slikir dagar væru sérlega varhugaverðir. Þeir teldu að slysahætta væri mikil og ófarir ættu sér stað þessa daga. -BÁ. HVERNIG VEGNAR MANNINUM f VIÐUREIGN SINNI VIÐ SKÁKTÖLVUR? . »Ég hef ekki verið beð- inn að tefla við tölvu og hef litla trú á tölvum i skákeinvígi við menn", sagði Friðrik ólafsson skákmaður er hann var spurður um reynslu sina á því sviði. greininni. Margir kunnir skák- menn hefðu áhuga á að bæta frammistöðu tölvanna. Hann nefndi sem dæmi fyrrverandi heimsmeistara Bótvinnik, sem væri verkfræðingur óg ynni að þvi að prógramma tölvurnar. Spassky mun hafa teflt við tölvu, en hafði ekki verið lengi að máta hana. „Skákin er ekki nógu regluleg til að unnt sé að prógramma tölvur samkvæmt henni,” sagði Friðrik, en gat þess þó, að stöð- ugar framfarir ættu sér stað i Rússnesku tölvurnar fóru með sigur af hólmi i skákkeppni sem fram fór á milli talva hvaðanæva úr heiminum. —BA— Siglingamenn að eignast aðstöðu við Geldinganes „Vegur hefur veriö lagöur niður aö vikinni viö Geldinganes og þaö gerir gæfumuninn,” sagöi Jón Pálsson hjá Æskulýösráöi Reykjavikur. Hann er i siglinga- klúbbi Reykjavikur, sem hefur undanfarið siglt skútum sinum viö nesiö og kannað kringum- stæöur. Á Geldinganesinu er fyrirhugað aö veita eigendum vélbáta og seglbáta aðstöðu i framtiðinni. Vélbátamenn fá aðstöðu á noröanveröu nesinu en siglinga- menn verða að austanverðu. Jón kvað aðstæður vera prýði- legar frá náttúrunnar hendi, og þarna væri alltaf hægt að komast að landi. Mikið dýpi er þarna við klettana. Fjaran er grjótlaus. Borið hefur við að eiðið færi i kaf i miklum flóðum, en Jón sagði að slikt kæmi örsjaldan fyrir. Er hann var spuröur um starf- semi Siglingaklúbbsins, sagði hann, að henni hefðu verið settar þröngar skorður, meðan aðstaða var bókstaflega engin. Þegar þessi aðstaða við Geldinganes fengist, myndi það gjörbreyta viðhorfunum. —BA Lögreglan fjölmennti ó tryllitœkjasýningu Kvartmiluklúbburinn sýndi nokkra af sinum beztu gripum inni við Borgartún á laugardag- inn. ófáir hestaflaaödáendur komu til að virða tólin fyrir sér og eigendur þeirra stóöust ekki freistinguna, heldur létu vélar- hljóðið blandast dekkjaiskrinu gestunum til mikillar aðdáunar. Fjöldi umferðarlögregluþjóna sat I bílum sinum og á vélhjól- um i næsta nágrenni við öllu búnir. I hvert sinn, sem ame- riskur rokkur vældi af staö, var ökumaðurinn þegar umkringd- ur lögregluþjónum. Tveir öku- menn voru færðir niður á lög- reglustöð fyrir að hafa ekið ógætilega af stað. Þeim var sleppt með áminningu. — JB Nokkrir af sýningagripunum. Opni Corvettubíllinn fremst á myndinni vakti á sér einna mesta athygli. ökumaöurinn var færöur niöur á lögreglustöö eftir aö hafa ekiö „ógætilega” af staö. Hann sagöist hafa gleymt innsoginu á og þvi fór sem fór. Ljósm.BG Fó áhœttuþóknun, en Verða að greiða inn- stœðulausar ávísanir „Vcrzlunarstjórarnir I áfengis- verzlunum rlkisins bera ábyrgö á öllum innistæöulausum og fölsuð- um ávisunum, sem þeir taka viö. Viö berum einnig ábyrgð á öllu vlninu, það er þeim flöskum, sem brotna cða misfarast á annan hátt. Þannig berum viö ábyrgö á gerðum starfsmanna okkar. Viö fáum reyndar áhættuþóknun, sem cr 2 promill af sölunni”, sagöi Birgir Stefánsson, vcrzíunarstjóri hjá ÁTVR á Snorrabraut. Frá 10. júni — 10 ágúst fékk ég tilkynningu um 51 ávisun að and- virði 241.560 þúsund krónur. Áhættuþóknunin er 60-200 þúsund krónur en upphæðin er mismun- andi, eftir sölu. í þessari upphæð felst einnig greiðsla á allri yfir- vinnu, þvi að við fáum ekkert sér- staklega greitt fyrir hana, sagði Birgir. Við erum orðnir mjög óánægðir með núverandi ástand i þessum málum. Við treystum okkur ekki til að sitja i dómarasæti og segja, að þessi ávisun sé i lagi, þessi ekki. Þegar áhættuþóknunarkerfinu var komið á, voru ávisanir ekki til, síðan voru þær teknar inn i kerfið. Þegar það berast innistæðu- lausar ávisanir, fara þær fyrst i Seðlabankann. Þeir reyna siðan að innheimta eins mikið og hægt er. Siðan fáum við kröfu frá Seðlabankanum um að borga þær, sem ógreiddar eru, innan 10 daga. Við reynum siðan sjálfir að inn- heimta ávisanirnar, en það geng- ur alltaf erfiðlega, þvi að lög- fræðingar vilja ekki taka inn- heimtuna að sér, þegar Seðla- bankinn er búinn að reyna það, sem hann getur, þvi að þá þykir málið vonlaust, sagði Birgir. Umsóknarfrestur um starf for- stöðumanns Heilbrigðiseftirlits rikisins rann út 15. þ.m. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið sóttu fimm um þetta starf, en hingað til hefur Baldur Johnsen gegnt þvi. Þegar útséð er um, að maður fái greidda ávisunina, þá leggur maður málið i Sakadóm. Falsaðar ávisanir verðum við að greiða strax. Það gefur auga leið, að við vilj- um ekki láta pina okkur til að taka við fölskum peningum, ef ég má nota þetta orðalag, sagði Birgir. A miðvikudaginn verður fundur með fjármálaráðuneytinu og for- stjóra Á.T.V.R. annars vegar, og verzlunarstjórunum hins vegar — og vonandi fæst lausn á þessu máli. — HE Þeir sem sóttu um eru Brynjólfur Sandholt héraðsdýra- læknir, Oddur R. Hjartarson hér- aðsdýralæknir, Guðlaugur Hannesson gerlafræðingur, Hrafn V. Friðriksson læknir og Sigurður B. Þorsteinsson læknir. _fa 5 SÓTTU UM STARF FORSTÖÐU MANNS HEILBRIGÐISEFTIRLITS Vinnulöggjöf Hallgrimur Halberg, ráöu- neytisstjóri I Félagsmálaráöu- neytinu, haföi samband vegna fréttar i Visi siöastliöinn laugardag. „Svör min viö spurningum biaöamanns I sima siöastliöinn miövikudag, um cndurskoöun vinnulöggjafar eru ekki rétt meö farin”, sagöi hann. Aöspurður kvaðst hann hafa upplýst blaðamann um það, að vinnulöggjöfin og breytingar á henni hefðu alltaf verið meira og minna i skoðun i ráðuneyt- inu. Það væri ennþá svo. Hins vegar hefði engri stjórnskipaðri nefnd verið falið að semja frum- varp að nýjum lögum um stéttarfélög, vinnudeilur og kjarasamninga. Aðspurður um hvort viljayfir- lýsing Alþingis þyrfti að liggja fyrir um það efni til að endur- skoðun vinnulöggjafar færi fram, svaraði hann neitandi. Gat hann i þvi sambandi, að einstakir þingmenn heföu til dæmisá liönum árum alloft lagt fram á Alþingi frurnvarp til laga um breytingar á vinnulög- gjöf. Þá gat hann þess loks; að- spurður, að sér væri ekki kunn- ugt um, að nein þingsályktun lægi nú fyrir, þar sem Alþingi ályktaði að fela rikisstjórn að láta endurskoða gildandi vinnu- löggjöf. Hins vegar væri sér kunnugt um það, að lögð hefði verið fram tillaga til þings- ályktunar. Hún fjallaði um undirbúning nýrrar löggjafar um stéttarfélög, vinnudeilur og kjarasamninga. Það voru þeir Halldór Kristjánsson og Vil- hjálmur Hjálmarsson, sem lögðu hana fram i april 1974. Þessi þingsályktun kom aldrei til umræðu. — BA

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.