Vísir - 20.08.1975, Side 6

Vísir - 20.08.1975, Side 6
6 Vlsir. Miðvikudagur 20. ágúst 1975 VÍSIR tJtgefandi: Uitstjóri: Ritstjórnarfulltrúi:, Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Þorsteinn Pálsson Haukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Sfðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t iausasölu 40 kr. eintakið. Biaðaprent h.f. Verðbólgu- hugsunarhátturinn Ekkert lát virðist ætla að verða á þeirri óða- verðbólgu, sem við höfum búið við um hrið. Það virðist alveg ljóst, að stjórnvöld og hagsmuna- samtök verða nú i fullri alvöru að hugleiða raun- hæfar aðgerðir til þess að stemma stigu við þess- ari þróun. Með öllu hlýtur að vera útilokað að halda áfram á þessari braut. Það er hins vegar ekkert nýtt, að menn tali um nauðsyn þess að spyrna við fæti, þegar rætt er um verðbólgu. Sannleikurinn er hreint út sagt sá, að hagsmunasamtökin hefur skort raunverulegan vilja til þess að stöðva verðþensluna. Þar við við- bótar kemur svo, að stjórnmálaflokkarnir hafa aldrei haft styrk til þess að taka á þessu vanda- máli þannig, að um munaði. í góðæri höfum við sjaldnast kunnað okkur hóf i eyðslu. Þegar harðnar hefur á dalnum höfum við i lengstu lög reynt að skjóta okkur undan þvi að axla þær byrðar, er þvi fylgja. Við svo búið má ekki lengur standa. Erfiðasta úrlausnarefnið i þessu sambandi er ugglaust að vinna bug á þeim rótgróna verð- bólguhugsunarhætti, sem gegnsýrt hefur þjóðlifið um langan tima. Það er meira virði að fá heldur færri krónur i hendur, ef þær eru ávisun á raun- veruleg verðmæti. Hér hafa hagsmunasamtökin hugsað meir um að knýja fram hækkanir i krón- um talið heldur en raunverulegar lifskjarabætur. Þessi stefna er ákaflega varasöm og á sinn þátt i verðbólguþróuninni hér á landi. Það er athyglis- vert, að á tiu ára timabili frá 1963 til 1973 hækk- uðu laun i krónum um 600%, en raunverulegar ráðstöfunartekjur hækkuðu á sama tima um 50%. Þessar tölur sýna bezt gagnsleysi þess að knýja ávallt fram kauphækkanir, án tillits til raunveru- legrar verðmætasköpunar i þjóðfélaginu. Eftir á að hyggja má öllum ljóst vera, að heppi- legra hefði verið að hafa meira samræmi á milli kauphækkunar i krónum og hækkunar á raun- verulegum ráðstöfunartekjum. Ef menn fengjust almennt til þess að vikja verðbólguhugsunar- hættinum til hliðar, mætti ná þessu markmiði. Það myndi stuðla að auknum velfarnaði allra. Rikisvaldið hefur oft á tiðum leikið sama leik- inn og þanið fjárlög langt umfram það, sem eðli- legt má telja. í þeim efnum veltur þó á miklu, að gætt sé strangasta aðhalds, og sizt ætti rikisvald- ið að kynda undir verðbólguhugsunarhættinum eins og oft á tiðum hefur þó gerzt. Við gerð fjárlaga þessa árs var reynt að búa svo um hnutana, að rikisútgjöld myndu ekki auk- ast i hlutfalli við þjóðartekjur. Ekki er ljóst, hvort þetta tekst i raun og veru. Meginatriðið er þó, að staðið verði á þann veg að fjárlagagerð nú, að hún auki ekki enn á verðbólguringlureiðina i landinu. Stjórnvöld og alþingismenn mega ekki lengur vera merkisberar verðbólguhugsunar- háttarins eins og stundum hefur komið fram við afgreiðslu fjárlaga. Éfnahagsringulreið og óðaverðbólga er vis- asti vegurinn til þess að kippa stoðunum undan efnalegu sjálfstæði þjóðar. Og þá er stjórnarfars- legt sjálfstæði litils virði. Það er þvi mikils um vert, að hart verði snúizt til varnar. FBI gegn Ku Klux Klan Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur nú látið uppi — undan þrýstingi frétta- stofnana — hvernig hún hefur neytt ýmissa bragða til þess að gera félögum i leynisamtök- unum Ku Klux Klan lífið leitt. Meöal uppátækja FBI-manna voru t.d. klækir eins og þeir aö af- panta fundarsali, sem Ku Klux Klan ætlaöi til leynifunda sinna, eöa hrinda af staö oröskvittum meöal óbreyttra klansbræöra um, aö ýmsir foringjar þeirra væru á snærum FBI. Eitttiltækiö fól i sér aö senda leynifélögum K.K.K. póstkort meö orðsendingum um starf leynireglunnar, sem póst- menn og Gróa á Leiti gátu lesiö og boriö út um allt hverfiö. Alrikislögreglan beitti þessum skæruhernaði i áravis til þess aö angra Ku Klux Klan. Þetta kom fyrir almenningssjónir nú fyrir helgi, þegar FBI neyddist til þess aö opna fréttastofnunum aögang aö ýmsum leyndarskýrslum sin- um. Reuterfréttastofan og fleiri höföu sótt mjög fast.að FBI, eins og fleiri opinberar stofnanir, opn- uðu þeim aögang að skjölum og skýrslum, sem ekki falla beint undir ákvæði laga um sérstaka varöveizlu öryggisleyndarmála. Meöal þess, sem kom þá fram i dagsljósiö, var 125 blaðsiöna skýrsla, sem aldrei hefur farið Ut af aðalskrifstofum FBI. William Saxbe, fyrrum dóms- málaráðherra, ruddi þessum op- inberunum fyrst braut, þegar hann i nóvember sl. gaf i grófum dráttum mynd af starfi FBI. Hann sagði, aö á árunum frá 1956 til 1971 heföi stofnunin unniö aö þvi aö reyna aö sundra ýmsum samtökum, sem talin voru ógna bandarisku þjóöfélagi. Þessi skæruhernaöur tók til margra. Allt frá kommúnista- flokknum til Svörtu hlébaröanna. Sérhver félagsskapur, sem þann- ig varð skotspónn FBI, var sér- lega valinn af J. Edgar Hoover, sáluga, fyrrum yfirmanni FBI. Sumar- þær skýrslur, sem fréttamenn komust nUna I, voru skrifaöar af Hoover. í einni þeirra hrósaöi hann mönnum sinum fyrir „gott hug- myndaflug”, sem birzt haföi i hrekkjarbrögðum þeirra gegn Ku Klux Klan. Hoover hvatti fleiri FBI-erind- reka til þess að ganga fram I þessari krossferö og kvaðst „mjög ánægöur” meö árangur- inn. í skriflegum fyrirmælum frá 1966 leggur Hoover linuna fyrir menn sina,hvernig þeir geti neytt bragöa til þess aö koma einum af æöstu prestum leynireglunnar á kné. Nefnilega iðjuhöldinum Ro- bert Shelton. „Þaö er hald manna, að i sér- hverju riki, þar sem reglan þrifst, megi hrinda af stað rógsherferö gegn Shelton, sem meö alls konar oröskvittum gæti magnazt með timanum, unz takmarki okkar er náö”, skrifar Hoover. Flestar skýrslurnar, sem blaöamennirnir fengu aö glugga I, fjölluöu um starf FBI gegn Ku Klux Klan, en nokkrar fjölluðu um svipaðan skæruhernaö gegn öörum samtökum. Eins og t.d. amerlska nazistaflokknum. I einni þeirra kom i ljós, að eitt sinn haföi FBI reynt að slá tvær flugur I einu höggi. Aðalstöðvar FBI höföu hvatt menn sina Uti i héruðunum til þess að setja á svið handtöku eins af K.K.K.-mönnun- um fyrir kynvillu og svall, og um leib eins af nýnazistunum. Siöan átti aö koma þeim kvitt á kreik, aö þessir aðilar hefðu laðazt hvor aö öörum vegna „sameiginlegs á- hugamáls” þeirra. Eitt sinn tókst FBI sérlega vel upp gegn nazistum með þvi aö telja byggingaryfirvöldum i Chi- cago trú um, að aðalskrifstofur nazistaflokksins f Chicago brytu i bága viö gildandi byggingarsam- þykktir. Uröu nazistarnir að lok- um aö rýma hUsnæðið, eftir aö hafa eytt í það „ótal vinnustund- um” viö innréttingar, eins og sagöi I skýrslu FBI. Eitt klækjabragðið gegn K.K.K. gekk út á að senda póstkort til manna, sem FBI var kunnugt um aö voru aðilar aö leynireglunni. A þessum kortum stóð t.d.: „Ku Klux Klan-bróðir! ÞU reynir að fela þig aö baki kuflinum og held- ur, aö enginn viti neitt um þig. En nú séröu, að einhver sendir þér þetta, svo að einhver veit. Hver heldurðu, að hafi kjaftað?” Þetta gat siðan póstmaöurinn séö, ef hann var nógu forvitinn til að lesa póstkort annarra. Tvennt vannst viö þetta. Það kvisaöist Ut meöal nágrannanna, að þarna byggi K.K.K.-maður i næsta hUsi viö þá. Um leið varð reglubróöir- inn tortrygginn gagnvart félögum sinum. Hver þeirra skyldi hafa Ijóstaö upp um hann? En Ku Klux Klan brást við kæn- lega. Þeir skrifuöu sömu kveöj- una á nokkur þUsund póstkort til viðbótar og sendu um allar triss- ur. I þetta sinn til manna, sem ekki voru i leynireglunni. Svörtu hlébarðarnir, sem hér sjást I götuóeiröum, og aörir slfkir öfga- hópar eins og nýnazistar, uröu llka fyrir baröinu á skæruhernaöi FBI. J. Edgar Hoover, heitinn, fyrrum yfirmaöur FBI, lagöi blessun slna á, aö menn hans geröu Ku Klux Klan skráveifur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.