Vísir


Vísir - 20.08.1975, Qupperneq 7

Vísir - 20.08.1975, Qupperneq 7
wmmmmmmmmmmammmm Vlsir. Miövikudagur 20. ágúst 1975 „Handvirk langlinuafgreiösla stöövast og slmtöl til útlanda” — Inga Svava Ingóifsdóttir hjá Pósti og síma. Hvað skeður, ef allar konur taka sig til og leggja niður vinnu i einn dag? Við þurfum vist ekki að hugsa okk- ur lengi um, áður en við sjáum hvaða áhrif það muni hafa á allt at- hafnalif þjóðarinnar. Og þó að ekki væri um að ræða nema i Reykjavik og nágrenni, nægir það sannarlega til þess að sýna, hve mikilsvert starf kon- unnar á vinnumark- aðnum er. ,,Ef verkakvennafélögin taka afstööu meö þessu, þá veröur vinna lögö niöur”. — Emil Ásmundsson, verkstjóri I Bæjarútgeröinni. Þaö er ekki imyndun ein, að konur leggi niður vinnu einn dag á þessu ári. Um það hefur verið rætt I fyllstu alvöru oftar en einu sinni og kemur þá helzt til greina dagurinn 24. október, sem er föstudagur og dagur Sameinuðu þjóðanna. Þessi hugmynd hefur bæði veriðrædd í smáhópum og svo á þeim ýmsu ráðstefnum, sem haldnar hafa verið á árinu. „Það er öruggt, að ef þið ætlið að taka ykkur fri I einn dag, þá fáum viö frl um leið”, varð ein- um karlmanni aö orði. Hann sá fram á, að daglegur rekstur viö- komandi fyrirtækis gæti ekki gengið, ef konurnar hyrfu frá störfum þennan tima. Við lögðum leiö okkar I nokk- ur fyrirtæki i borginni og könn- uðum, hvað það hefði að segja, ef þessi hugmynd yrði að veru- ,,Ef þetta veröur ákveðiö, veröur gripiö til varnaraögeröa”. — Már Gunnarsson, starfsmannastjóri Loftleiöa. leika. Eftir að hafa gert það, fer maður óneitanlega að verða spenntur, þvi að þessar aðgerðir lama miklu meira en i fljótu bragöi virðist. Hvernig myndi ganga á veit- ingahúsunum? Eða hvað skeöur i verzlunum? Hvað verður um flugiö? Hvað skeður hjá slman- um? Svo ekki sé nú talað um frystihúsin. Það mætti segja okkur, að einhver karlinn hugsaði sig tvisvar um, áður en hann léti út úr sér: „Þið eigið hvergi að vera nema innan veggja heimilisins.” Handvirk langlinuaf- greiðsla og talsamband við útlönd lamast „Ég hef ekkert heyrt um þetta rætt hér innan stofnunarinnar,” sagði Inga Svava Ingólfsdóttir, deildarstjóri Starfsmannadeild- ar Pósts og sima, þegar við hitt- um hana að máli. „Ef til þessa kæmi, er þó ljóst, að handvirk langllnuafgreiðsla stöðvast, svo og öll slmtöl til út- landa. Ég býst við, að ástandið á póstafgreiðslum yrði mjög erf- itt, og tel llklegt, að það þyrfti jafnvel að loka einhverjum úti- búum.” Margar konur bera lika út póstinn, svo aö eitthvað sé nefnt, en Inga Svava bætti þvl við, að það myndi áreiðanlega byggjast mikið á afstöðu félag- anna, hvað konurnar kæmu til með að gera. ,,Vona að samstaða verði um þetta” „Ég vona, að konur nái sam- stöðu um þetta, til þess að sýna hversu mikilvæg vinna þeirra er, og ekki bara i frystihúsunum heldur alls staðar,” sagði Stella Stefánsdóttir, trúnaðarmaður I Bæjarutgerð Reykjavíkur. „Ég er ákveðin I þvi að leggja niður vinnu, ef til þessa kemur, og ég held, að meirihluti kvenn- anna hérna verði sama sinnis. Hér vinna hátt I 200 konur, svo að það er augljóst, að öll fram- leiðsla stöðvast.” „Þennan dag mun ég ekki gera neitt. Ég elda ekki mat eða neitt slikt. I mesta lagi færi ég i Skálann og fengi mér tertu og kaffi — þ.e.a.s. ef það verður þá einhver afgreiðsla þar!” „Ef verkakvennafélögin taka afstöðu með þessu, þá trúi ég þvi, að það verði lögð niður vinna,” sagði Emil Ásmunds- son, verkstjóri i Bæjarutgerð- inni. Hann kvaðst þó ekki hafa mikla trú á þvi, að af þessu yrði. „Viö vitum þó, að ef svona mik- iíl fjöldi leggur niður vinnu i heilan dag, þá er allt stopp, en ætli við tækjum ekki inn fisk fyrir það.” ■ „Vona aö konur nái samstööu”. — Stella Stefánsdóttir, trúnaö- armaöur hjá Bæjarútgerö Reykjavikur. „Blcöin komast ekki út”. — óö- inn Rögnvaidsson, yfirverk- stjóri Blaðaprents. kæmi hart niður á 2 hótelum, þar sem ekki yrði hægt að veita hótelþjónustu. Kaffiteriur yrðu væntanlega lokaðar, simaþjón- usta yrði engin, auk þess ylli þetta verulegri röskun i far- skrárdeild. En þó að þetta kæmi til með að þýða lokun fyrirtæk- isins sem slikt, þá yrði hinn dag- legi rekstur harla óveniulegur. „Raskar rekstri fé- „Blöðin komast ekki lagsins verulega” „Þetta mun hafa alvarlegar afleiðingar og raskar rekstri þessa félags verulega,” varð Má Gunnarssyni, starfsmanna- stjóra Loftleiða, að orði, þegar við ræddum við hann. „Ef flugfreyjur leggja niður störf, þýðir það væntanlega stöðvun flugfélaganna, og öll slik stöðvun er alvarleg,” sagði Már. „Ef þetta verður ákveðið, verður gripið til varnaraðgerða t.d. I sambandi við flugið. Reynt yrði þá að hagræða þvi sam- kvæmt þessu.” Um frekari áhrif þessa innan félagsins gat Már þess, að þetta Út” Menn fengju vist litið dag- bundið lesefni þann daginn. Blöðin myndu hreinlega ekki koma út, eftir þvi sem óðinn Rögnvaldsson, yfirverkstjóri Blaðaprents, tjáði okkur. Þó að konur séu fámennari en karlar innan blaðaheimsins, þá eru t.d. þær, sem starfa i Blaða- prenti, mjög þýðingarmiklar og sannkallaður lykilhópur. Þær eru ekki nema 12, en ef þær leggja niður vinnu I einn dag, verðurekkert ,,sett”og þar með koma blöðin ekki út, nema sið- urnar verði þaktar tórrium myndum. —EA Blööin veröa eitt af þvl, sem stöövast, ef konur leggja niöur vinnu I einn dag. Stúlkurnar I Blaöaprenti hafa lykilaöstööu. Ljósm: Bragi. aOMBK ■ il'IIIIMi III Wl HIIW ■ Umsjón: Edda Andrésdóttir Hvað skeður ef aílt kvenfólkið leggur niður vinnu heilan dag? — allt athafnalíf lamast meira eða minna

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.