Vísir - 20.08.1975, Side 8

Vísir - 20.08.1975, Side 8
 Þetta er tákn um vináttu \'£\ okkar }—» IHÍFÍÐ frá Brasiliu Mundi segir þeim söguna um gimsteininn Hann var látinn i bikarinn hjá gullsmiönum i Suöur-' Ameriku, en hann var félagi Tona. Rikki hefur alveg náö sér og af- hendir Evrópuliöinu bikarinn ^ z~/s Sigruðu 3:1 í undirbúningsleik fyrir landsleikinn við ísland í París í gœrkvöldi Frakkar leggja allt upp úr þvi aö vera sem bezt undirbúnir fyrir iandsleikinn viö island íEvrópu- keppni landsliöa, sem fram á aö fara i Nantes I Frakklandi þann 6. september n.k. Liöiö hefur veriö i æfingabúö- um, þar sem ekkert var slegið af i tiu daga, og i gærkvöldi lék liöið viö hiö heimsfræga félag Real Madrid aö viöstöddum 30 þúsund áhorfendum i Paris. Spánverjarnir — með Breitner og Netzer i fararbroddi — héldu Frökkunum f skefjum fyrstu 15 minúturleiksins, en eftir aö fyrir- liöi Frakkanna, Henri Michel, hafði skorað, tóku þeir leikinn i sinar hendur og áttu hann það sem eftir var. Dominique Rocheteau skoraöi annaö mark Frakka — með þrumuskoti af um 30 metra færi — i fyrri hálfleik, en Santillana minnkaöi muninn 12:1 snemma i siöari hálfleik. Þá sóttu Frakkarnir án afláts, og Roche- teau innsiglaöi sigurinn meö ööru gullfallegu marki á 58. minútu. Eftir þessum úrslitum að dæma veröur róðurinn þungur hjá ís- lendingum I siöari leiknum — enda Frakkar staðráönir I aö gera þar stóra hluti eftir áfalliö sem þeir fengu hér heima I vor, þegar þeir náðu aðeins jafntefli — 0:0 á móti „litla Islandi”... — klp — Frakkar tóku Real Madrid! Góð byrjun hjó ,,Þaö verður allt i járnum I kvöld”, sagöi Magnús Jakobsson, liösstjóri frjálsiþróttalandsliösins i morgun, um möguleika okkar manna á sigri i landskeppninni viö Skota. En eftir fyrri dag keppninnar hefur tsland óvænta forystu, 54 stig, en Skotar eru meö 52 stig. ,,Ef okkar menn ná sinu bezta i kvöld þátel ég, að við eigum góöa möguleika á sigri i keppninni. Það má nefna fyrst 400 m grindahlaupiö, þar á annar Skot- inn betri tima en Stefán Hallgrimsson, við þessaraðstæður ættu þeir aö verða svipaðir — og ég hef mikla trú á Stefáni, þvi að hann er mikill keppnis- maður. 1 stangarstökkinu ættum við aö vinna tvöfaldan sigur — óg i spjótkast- inu og sleggjukastinu gerum við okkur, lika miklar vonir um að eiga fyrstu menn. Þaö er svo spurning með hlaupa- greinamar, eftir 100 m og 400 m hlaup- in i gær vakna vissulega vonir um, aö okkur takist að sigra i 200 m hlaupinu og jafnvel i 4x400 m boðhlaupinu — þvi að þaö kom okkur mjög á óvart, að sjá hversu gjörsamlega Skotarnir voru búnir I 400 m hlaupinu i gær, á ekki betri tima en þeir fengu. Skotarnir munu efalitið sigra I öllum lengri hlaupunum, en Agúst Asgeirs- son ætti aö ná öðru sætinu I 3000 m hindrunarhlaupinu — miðað við árangur I ár”. Þá sagöi Magnús, að þaö sem hefði komiðmest á óvart i gærkvöldi, hefði verið sigurSigurðar Sigurössonar 1100 m hlaupinu, og tvöfaldur sigur þeirra Bjama Stefánssonar og Vilmundar Vilhjálmssonar i 400 m hlaupinu. ,,Ég náði strax góðu tempói”, sagði Bjarni Stefánsson eftir 400 m hlaupið. „Þvi hélt ég svo út hlaupiö, þetta var ekki erfitt hlaup og ég er mjög ánægð- ur með allt nema tlmann. Hann átti að vera betri.” Vilmundur var hins vegar ekki eins ánægður og Bjarni og sagöist hafa hlaupið allt of hratt I byrjun og hrein- lega sprengt sig. Það hefði þó verið bót I máli, að hann hefði æst Skotana upp og sprengt þá lika. Timi Bjarna var 48,4 sek, en Vilmundar 49,1 sek. ,,Ég ætlaði mér að setja met”, sagði Hreinn Halldórsson eftir kúluvarps- keppnina, þar sem hann var hinn ömggi sigurvegari og kastaði þrem metrum Iengra en Skotarnir. „Ég var búinn að hvila mig vel — en þetta gekk einhvem veginn ekki alveg upp hjá mér”. Hreinn kastaöi 18.67 m, en met hans er 18.99 m. Guðni Halldórsson varð annar og náði sinum bezta árangri — kastaði 16.53 m. Sigurður Sigurðsson varð öruggur sigurvegari i 100 m hlaupinu — hljóp á 10.6 sek. En Vilmundur náði slöku við- bragði og varð að sætta sig við fjórða sætið. „Ég var hálf smeykur um að komast ekki I gegn”, sagði Valbjöm Þorláks- son eftir 110 m grindahlaupið, þar sem hann varð annar á 15.1 sek. „Ég hef verið slæmur i fæti, en þetta gekk samt allt upp — og vonandi verður það eins i stangarstökkinu i kvöld. Stefán Hallgrimsson varö anntar — hljóp á 15.2 sek. — segir liðsstjóri íslenzka liðsins, sem hefur tveggja stiga forustu í landskeppninni við Skota 1 hástökkinu urðu óvænt úrslit, þar varð tvöfaldur islenzkur sigur. Elias Sveinsson og Karl West Fredriksen stukku báðir 1.97 m. Annar Skotinn f éll úr á 1.80m,en hinn, sem á best 2.09 m i sumar, sleppti 1.97 m og felidi svo allar tilraunir sinar við tvo metrana. Þeir Elias og Karl áttu báðir mun betri tilraunir en Skotinn og voru nálægt að fara yfir. Erlendur Valdimarsson náði sinum bezta árangri i kringlukastinu i sumar —■ kastaði 56.04 m og sigraði örugg- lega. En Óskar Jakobsson varð þriðji — kastaði 51.76 m. Friörik Þór Óskarsson stóð sig mjög vel I langstökkinu, þött við erfiða keppinauta væri að etja—og náði sin- um bezta árangri i ár — 7.09 m og tryggði sér annað sætið. í lengri hlaupunum höfðu Skotarnir mikla yfirburði og áttu okkar menn enga möguleika að ógna þeim. Athygli vakti 10 km hlaup Skotans Huttons og var hann orðinn tveim hringum á und- an okkar mönnum I lokin. „Það er ágætt að hlaupa hérna”, sagði Hutton eftir hlaupið. „Loftið er hreint og gott, en mér finnst brautin vera of hörð”. Siðasta greinin i gærkvöldi var 4x100 m boöhlaup karla og gerðu menn sér nokkrar vonir um Islenzkan sigur. En skiptingar sveitarinnar voru ekki upp á það bezta og Skotarnir unnu öruggan sigur. Þeir fengu timann 41.1 sek, en islenzka sveitin 42.3 sek. Hefðu skiptingar sveitarinnar gengið betur upp, er ekki að efa að hún heföi náð mun betri tima. Keppnin I kvöld hefst kl. 19:30 með 400 m grindahlaupi, stangarstökki og spjótkasti. Siðan verður keppt I 200 m hlaupi, 800 m hlaupi, 5 km hlaupi, þristökki, sleggjukasti, 3000 m hrindrunarhlaupi og lokagreinin verð- ur 4x400 m boðhl sem hefst kl. 20. 40. Manchester Utd 2. deild: Bristol City-Sunderl. 3:0 Hull City-Blackpool 1:0 Orient-Notts County 1:1 Blikarnir unnu aftur Breiðablik úr Kópavogi cndurheimti islandsmeistara- titil sinn i 3. flokki islandsmóts- ins i knattspyrnu i gærkvöldi, er liðiö sigraði Viking frá Ólafsvik i úrslitaleiknum i þessum flokki íneö fjórum mórkum gegn engu. Úrslitaleikurinn i 5. flokki vérður á Melavellinum I kvöld, og hefst kl. 19,00. Þar eigast viö Valur og Þróttur, en þessi lið geröu jafntefli — 2:2 — i fyrri úrslitaleik liöanna, sem fram fór á mánudagskvöldið. Mancester United tók i gær- kvöldi forystuna i 1. deild meö góðum sigri gegn Birmingham og er nú eina liöiö af 1. deildarliðun- um 12, sem hefur leikið tvo leiki — og unnið báða. Mörk United i gærkvöldi voru skoruð i seinnihálfleik af Sammy Mcllroy. i byrjun seinni hálfleiks meiddist markvörður Manchester, Alex Stephney, á andliti og varð að yfirgefa völlinn. Þá tók Brian Greenhof við hlutverki Stephney og stóð sig vel — hélt hreinu marki. Arsenal kom á óvart i leiknum gegn Sheffield Utd. og hefur liðið 3 stig eftir tvo leiki. Coventry og QPR eru iika með 3 stig, bæði gerðu jafntefli i gær. West Ham náði jafntefli á Anfield gegn Liverpool og getur þakkað það mörkum Alans Taylors. sem héfur skorað brjú mörk i c\eim leikjum. 1 2. deild kom tap Sunderland gegn Bristol City mjög á óvart og kom það glögglega i ljós, að skarð varnarmannsins Dave Watsons, sem seldur var til Manchester City i sumar, verður erfitt að fylla og sætið i 1. deild, sem svo litlu munaði að liðinu tækist að vinna fyrra, er nú enn fjarlægara, verði ekki bót á. Úrslit leikjanna i gærkvöldi urðu þessi: 1. dcild: Birmingh. City-Manch. Utd 0:2 Burnley-Everton 1:1 Coventry-Derby 1:1 Liverpool-WestHam 2:2 Queens Park-Aston Villa 1:1 Sheff. Utd.-Arsenal 1:3 Svipmyndir frá landskeppninni viö Skota I gærkvöidi. A myndinni til vinstri I langstökki — bezti árangur tslendings I ár — en á hinni aöstoöar Þórður B. gengur Islenzka liöið inn á völlinn — fánaberi Björn Blöndal KR — efsta myndin Sigurösson aldursforseti liðsins Vilmund Vilhjálmsson eftir 400 metra hlaupiö, er frá 100 metra hlaupinu — Siguröur Sigurösson kemur fyrstur I mark á 10,6 sek. þar sem island átti óvænt 1. og 2. mann. Ljósmyndir Bj.Bj. A neðri myndinni iengst til hægri stekkur Friðrik Þór óskarsson 7,09 metra i | „ÞETTA VERÐUR ALLT f JÁRNUM HJÁ OKKUR" FH missti df lestinnil Glataði niður 7 marka forustu á móti Haukum Þaö veröa Reykjavikur- félögin Fram og Vikingur sem leika til úrslita I tslandsmótinu I handknattleik karla utanhúss viö Mýrarhúsaskólann á Seltjarnarnesi annaö kvöld. Framararnir tryggöu sér rétt á úrslitaleiknum með þvi aö sigra KR I öörum riðlinum I gærkvöldi meö 19 mörkum gegn 14 — og siöan Vikingur I hinum meö þvi aö sigra ÍR meö einu marki —16:15 —og eftir aö hafa fengiö dyggilega aöstoö frá Haukum I siöasta leiknum, sem var á milli FH og Hauka. FH-ingum nægöi aö sigra i þeim leik meö eins marks mun tii að komast i úrslit I keppninni, en þeir hafa sigraö i henni i sautján skipti á s.l. tuttugu ár- um, þar af nú tvö undanfarin ár. Það var heldur ekki útlit fyrir annaö en aö þeir myndu sigra, þegar langt var liðiö á leikinn — komust I sjö marka mun, 13:6, og höfðu enn sjö mörk yfir, þegar nokkrar minútur voru eftir af leiknum — 18:11. En þá var þaö sem Haukarnir tóku sig til enda oftast einum fleiri á „malbikinu” og söxuöu á forskotið þannig aö munurinn varö eitt mark 18:17. Þá náöu FH-ingar loks aö koma knettin- um i netiö hjá „litla bróöur” en Haukarnir minnkuðu aftur biliö I eitt mark — 19:18 — og á siðustu sekúndunum skoraöi „rauði kokkurinn” Ólafur H. Ólafsson, jöfnunarmarkiö meö miklum glæsibrag eins og hans er von og visa. Þessi úrslit geröu þaö aö verkum, aö FH-ingarnir hröpuöu niöur i 3ja sæti i riðlin- um — Haukarnir náöu ööru sætinu en Vikingur þvi fyrsta. Úrslitaleikirnir fara fram á morgun og hefst sá fyrri — um 3ja sætiö —kl. 18.00 Þar leika Haukar og Valur. Þar á eftir fer svo fram sjálfur úrslita- leikurinn milli Fram og Vikings. -klp- Sért þú að sa um sólarfrí í skammdeginu, þá snúðu þér til okkar í vetur veröa farnar a.m.k. 18 sólarferöir til Þúsundir íslendinga, sem fariö hafa í vetrar- Kanaríeyja. Sú fyrsta 30. október, hin síöasta feröum okkar til Kanaríeyja undanfarin ár, bera vinsældum feröa okkar vitni. ^vgféukc LOFTLEIDIR ISLAMDS Fyrstir með skipulagðar sólarferðir i skammdeginu

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.